Fleiri fréttir Nýtt afl og Frjálslyndir sameinast Forystumenn Nýs afls og Frjálslynda flokksins hafa komist að samkomulagi um að sameina flokkana. Hefur forysta Nýs afls ákveðið að samtökunum verði breytt úr stjórnmálaflokki og hvetur stjórnin félagsmenn í Nýju afli til að ganga í Frjálslynda flokkinn. 20.9.2006 10:00 Gefur kost á sér í sjötta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjötta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kolbrún var í níunda sæti á framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir síðustu alþingiskosningar. 20.9.2006 09:12 Krefjast þess að kjör verði í samræmi við nýja samninga Trúnaðarmenn sjúkraliða við Landspítalann- háskólasjúkrahús krefjast þess að gerður verði nýr stofnanasamningur við sjúkraliða LSH. Trúnaðarmennirnir funduðu í gær og krefjast þess jafnframt að kjör sjúkraliða hjá LSH verði í samræmi við nýja samninga við aðrar starfsgreinar í félags- og heilbrigðisgeiranum. 20.9.2006 08:45 Skaut kött nágrannans Karlmaður á Egilsstöðum hefur verið kærður til lögreglu fyrir að skjóta heimiliskött nágranna síns í bakgarði eigandans í vor. 20.9.2006 08:30 Búið að finna silfurberg til að húða Þjóðleikhúsið að utan Búið er að finna silfurberg til að húða Þjóðleikhúsið að utan en viðgerðir hafa staðið yfir á leikhúsinu um skeið. Bergtegundin var notuð þegar húsið var byggt en vegna þess hversu vandfundin hún er, var jafnvel talið að notast þyrfti við önnur úrræði. Samningar hafa tekist um kaup á fimm tonnum af silfurbergi af Braga Björnssyni, landeigand en silfurbergið verður sótt í Suðurfjall í Breiðdalnum. Það verður ekki átakalaust að ná silfurbergið því það er í talsverðri hæð og flytja þarf vélar upp í fjallið svo hægt sé að ná silfurberginu úr námunni. 20.9.2006 08:30 Ekið á unga stúlku Ekið var á unga stúlku á Háaleitisbraut nálægt Fellsmúla um klukkan átta í morgun. Lögregla og sjúkrabíll eru komin á staðinn. Ekki er vitað um meiðsl stúlkunnar að svo stöddu en hún er með meðvitund. 20.9.2006 08:18 Refsivert að auglýsa vændi Refsing fyrir að stunda vændi fellur niður en í staðinn gert refsivert að auglýsa vændi. Þá verður refsing fyrir samræði og önnur kynferðismök við barn yngra en fjórtán ára þyngd, samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra. 20.9.2006 08:00 Hjólhýsi snéri jeppling í hálf hring Ökumaður jepplings lenti í vandræðum á Þrengslavegi seint í nótt þegar hjólhýsi, sem hann dró, fór að slást til beggja hliða og sveiflan óx þar til hún snéri jepplingnum í hálf hring á veginum. Í sama mund bar að fólksbíl á móti, en ökumanni hans tókst ekki að koma í veg fyrir árekstur, þótt hann beindi bílnum í ofboði út af veginum. Skullu bílanrir haraklega saman og stór skemmdust, en ökumennirnir sluppu ómeiddir. Að sögn lögreglu eru fordæmi fyrir því að svona skjálftar, eða sveiflur komi á hjólhýsi og leiði til vandræða. 20.9.2006 08:00 Sjónmengun af völdum háspennulína Náttúruvaktin mótmælir harðlega þeim áætlunum Landsnets að leggja háspennulínur frá Hellisheiðarvirkjun vegna þeirrar gríðarlegu sjónmengunar sem þær munu valda. 20.9.2006 07:45 Lundinn og Laxness vinsælir hjá túristum Nú er ferðamannastraumurinn farinn að minnka en um 170 þúsund erlendir ferðamenn lögðu leið sína til landsins í sumar. Samkvæmt könnunum eyða þeir hér um 10-15 prósentum í verslun. Hvað skyldu nú þessir gjaldeyrisskapandi farfuglar hafa keypt og tekið með sér heim frá landinu bláa? 20.9.2006 07:45 Verðbólgan niður á næsta ári Geir H. Haarde forsætisráðherra er bjartsýnn á að tímabundin niðursveifla efnahagslífsins snúist við von bráðar. 20.9.2006 07:45 Þremur ungmennur sleppt úr ítarlegum yfirheyrslum Þremur ungmennum, sem lögreglan á Selfossi handtók snemma í gærmorgun eftir þjófnað í félagsheimilinu Árnesi í fyrrinótt, var sleppt seint í gærkvöldi eftir ítarlegar yfirheyrslur. Andvirði þýfisins úr Árnesi er hátt í milljón króna, fyrir utan tjón, sem fólkið vann á innréttingum og húsbúnaði. Þá reyndist fólkið hafa ýmis afbrot víða um land á samviskunni, og var það meðal annars á bíl, sem það hafði stolið á Húsavík nýverið, þegar það fór ránshendi um bæinn. 20.9.2006 07:45 Kennarar krafnir um endurgreiðslu launa Fimmtán grunnskólakennurum í Reykjavík er gert að endurgreiða ofgreidd laun frá árinu 2004. Mannlegum mistökum starfsmanns borgarinnar er um að kenna. Upphæðirnar nema frá tugum þúsunda en þeir sem verst verða úti þurfa að greiða á annað hundrað þúsund króna. 20.9.2006 07:30 Viðræðurnar þróast í takt við vonir Geirs Geir Haarde forsætisráðherra væntir þess að niðurstöður í viðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um varnir Íslands og viðskilnað Bandaríkjahers liggi fyrir í þessari viku. Hann segir leyndina yfir viðræðunum hafa verið nauðsynlega. 20.9.2006 07:30 Útlit fyrir að lífeyrir öryrkja verði skertur Búist er við vaxandi átökum milli Öryrkjabandalagsins og lífeyrissjóðanna vegna skerðingar á lífeyrisgreiðslum til öryrkja. Fundað verður um málið í dag. Formaður Starfsgreinasambandsins býst við að málið fari dómstólaleiðina. 20.9.2006 07:30 Ný þjónusta styttir leiðina Meðferðarteymi barna við heilsugæsluna í Grafarvogi léttir á sérfræðiþjónustu Barna- og unglingageðdeildar. Þar er hægt að sinna börnum áður en vandamál þeirra verða mjög alvarleg. 20.9.2006 07:30 Meirihluti ungt fólk Meirihluti starfsmanna matvöruverslana, veitingastaða og kráa er yngri en 25 ára. Þetta leiða nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í ljós en þeirra er getið í vefriti fjármálaráðuneytisins. Í október á síðasta ári voru 46 prósent þeirra sem störfuðu í matvöruverslunum tvítugt fólk eða yngra og sextíu prósent allra sem þar störfuðu höfðu ekki náð 25 ára aldri. 20.9.2006 07:30 Vinstri grænir velja á lista 11. nóvember Vinstri grænir í Reykjavík samþykktu á félagsfundi sínum í gærkvöldi að halda sameiginlegt forval með Suðvesturkjördæmi. Það verður haldið 11. nóvember og voru reglur þar að lutandi samþykktar á fundinum. Listinn verður svonefndur fléttulisti þar sem konur og karlar skiptast á eftir sætum og hver þátttakandi á að velja þrjá í fjögur efstu sætin. 20.9.2006 07:16 Pólsk menning kynnt í Reykjavík Pólsk menningarhátíð verður haldin dagana 28. september - 1. október næstkomandi. Hátíðin hefur verið tvö ár í undirbúningi og með henni verður ýtt úr vör stærstu kynningu á pólskri menningu sem fram hefur farið hér á landi. 20.9.2006 07:15 Diddú og Megas gagnrýna stjórn Skálholts harkalega Diddú og Megas, sem hafa reglulega haldið tónleika í Skálholtskirkju, segja tónlistarlífið í Skálholti í uppnámi vegna uppsagnar dómorganistans. Biskup Íslands fundar í dag með kirkjuráði Skálholtskirkju. 20.9.2006 07:15 370 fötluð börn líða fyrir deilu ríkis og sveitarfélaga Fötluð börn á aldrinum 10-16 ára fá enga aðstoð eftir að skóla lýkur. Foreldrar þeirra verða þá að sækja þau og geta þeir því ekki unnið fullan vinnudag. Málið er í kyrrstöðu í kerfinu. 20.9.2006 07:15 Vill sjötta sætið í prófkjöri xD Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjötta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kolbrún var í níunda sæti á framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir síðustu alþingiskosningar. Nái hún sjötta sætinu hækkar hún sig töluvert: upp í þriðja sætið í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 19.9.2006 21:45 Athugun á gjaldfríum grunnskóla vísað til menntaráðs Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu borgarfulltrúa vinstri grænna um skoðun möguleika á gjaldfríum grunnskóla verði vísað til menntaráðs. Flestir þeir sem tjáðu sig um málið í borgarstjórn í dag töldu hugmyndina ekki enn tímabæra en vildu samt umræðu um málið. 19.9.2006 21:30 Krefjast nýs samnings við sjúkraliða Trúnaðarmenn sjúkraliða við Landspítalann Háskólasjúkrahús krefjast þess að gerður verði nýr stofnanasamningur við sjúkraliða LSH. Trúnaðarmennirnir funduðu í dag og krefjast þess jafnframt að kjör sjúkraliða hjá LSH verði í samræmi við nýja samninga við aðrar starfsgreinar í félags- og heilbrigðisgeiranum. 19.9.2006 21:16 Sólveig Pétursdóttir gefur ekki kost á sér Sjálfstæðismenn í Reykjavík ákváðu fyrir stundu að halda sameiginlegt prófkjör í Reykjavíkurkjördæmunum báðum í lok október. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis og fyrrum dómsmálaráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér. 19.9.2006 19:00 Dæmdur fyrir að stinga föður sinn Nítján ára piltur var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa stungið föður sinn með hnífi þannig að hann hlaut lífshættulega áverka. Níu mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir. 19.9.2006 18:45 Þurfa ekki meiri orku Íslenska járnblendifélagið hyggst ekki blanda sér í samkeppni álveranna um meiri raforku, fari svo að móðurfélagið Elkem flytji starfsemi verksmiðjunnar í Ålvik í Noregi, til Grundartanga. Forstjóri fyrirtækisins telur allar forsendur fyrir því að taka við starfseminni án þess að nota meiri orku. 19.9.2006 18:35 Stutt síðan Samfylkingin beitti sér fyrir nýrri stóriðjuuppbyggingu Aðeins eru þrír mánuðir liðnir frá því að Samfylkingin beitti sér fyrir því innan Reykjavíkurborgar að Orkuveitan kæmi að frekari stóriðjuuppbyggingu. Í síðustu viku boðaði sami flokkur stóriðjustopp. Frambjóðendur flokksins í væntanlegum álversbyggðarlögum freista þess nú að útskýra hvernig barátta fyrir nýjum álverum samræmist hinni nýju stóriðjustefnu flokksins. 19.9.2006 18:04 Unnið að fjölskyldustefnu hjá Reykjavíkurborg Samþykkt var á fundi borgarastjórnar Reykjavíkur í dag að hefja vinnu við fjölskyldustefnu í Reykjavík. Markmiðið með henni er að tryggja að gætt sé að hagsmunum barna, unglinga og fjölskylnda við alla stefnumótun og áætlanagerð á vegum Reykjavíkurborgar. 19.9.2006 17:30 Stjórnsýslukæra á hendur Skattstjóranum í Reykjavík Stjórnsýslukæru hefur verið lögð fram á hendur Skattstjóranum í Reykjavík fyrir að afhenda skattframtöl örorkulífeyrisþega án leyfis. Skattstjóri segir að umboð hafi verið til staðar fyrir afhendingu framtalanna. 19.9.2006 17:15 Ekki ólíklegt að Katrín Jakobsdóttir fari fram Varaformaður Vinstri grænna segir ekki ólíklegt að hún fari fram í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir þinkosningarnar næsta vor. Bæði Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir ætla að bjóða sig fram. 19.9.2006 16:50 Mikil umferðarteppa vegna slyss í Ártúnsbrekku Mikil umferðarteppa myndaðist í Reykjavík í dag í kjölfar umferðarslyss sem varð skömmu fyrir hádegi í Ártúnsbrekkunni. Vörubíll með tengivagn sem var að flytja rúðu gler valt með þeim afleiðingum að glerið dreifðist um götuna og því var ákveðið að loka Miklubraut frá Grensásvegi til austurs og upp í Ártúnsbrekku. 19.9.2006 16:45 Önundur S. Björnsson sækist eftir 2.-3. sæti í Suðurkjördæmi Önunundur S. Björnsson hyggst sækjast eftir öðru til þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldið verður 4. nóvember næstkomandi vegna komandi þingkosninga. 19.9.2006 16:00 Enginn handtekinn fyrr en tölvurnar hafa verið rannsakaðar Lögreglumenn í Reykjavík, Kópavogi, á Selfossi og Ísafirði gerðu í morgun samhæfðar húsleitir vegna gruns um að niðurhal á barnaklámi af netinu. Aðgerðirnar voru skipulagðar eftir vísbendingu frá Interpol. Enginn verður handtekinn fyrr en tölvurnar hafa verið rannsakaðar af tæknideildum á hverjum stað fyrir sig. 19.9.2006 15:53 Nýr fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu Stefán Lárus Stefánsson hefur afhent Terry Davis, aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins í Strassborg, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu með aðsetur í Strassborg. 19.9.2006 15:45 Penninn kaupir þriðjung í Te og kaffi Penninn hefur keypt þriðjungshlut í fyrirtækinu Te og kaffi og mun framvegis annast dreifingu og þjónustu til fyrirtækja á vörum frá Te og kaffi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum. 19.9.2006 15:30 Mætti með loftbyssu í skólann Lögreglan í Reykjavík hafði nýverið afskipti af grunnskólanema sem kom með loftbyssu í skólann. Fram kemur á vef lögreglunnar að sá hafði skotið á tvo skólafélaga sína og marðist annar þeirra. 19.9.2006 15:15 Allri gjaldtöku verði hætt í grunnskólum Borgarfulltrúar Vinstri - grænan hyggjast leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi sem nú er hafinn um að allri gjaldtöku af nemendum í grunnskólum borgarinnar verði hætt haustið 2007, þar með talið gjaldtöku fyrir hádegismat og frístundaheimili. 19.9.2006 15:00 Hámarksrefsing verði 16 ár í stað 6 ára Dómsmálaráðherra leggur til að skilgreining almennra hegningarlaga á nauðgun verði víkkuð þannig að önnur kynferðisnauðung og misnotkun á bágu andlegu ástandi falli innan refsiramma fyrir nauðgun. Þetta er töluverð refsiþynging þar sem hámarks refsing fyrir slík brot er 6 ár en verður 16 ár ef frumvarpið nær fram að ganga. 19.9.2006 14:52 Húsleit á nokkrum stöðum vegna barnakláms Lögreglan á Selfossi, á Ísafirði, í Reykjavík og í Kópavogi gerðu í morgun húsleit á nokkrum heimilum vegna ábendingar frá Interpol um að í gegnum tölvubúnað þessara heimila hefði verið hlaðið niður efni sem innihélt barnaklám. 19.9.2006 14:35 Ein mest sótta íslenska heimildarmynd frá upphafi Allt stefnir í að myndin um Jón Pál Sigmarsson verði ein best sótta íslenska heimildamyndin frá upphafi. Myndin var frumsýnd á Íslensku kvikmyndahátíðinni og er nú komin í almennar sýningar. 19.9.2006 14:30 Ártúnsbrekka opnuð aftur eftir slys Miklabraut frá Grensásvegi til austurs og upp í Ártúnsbrekku verður opnuð innan stundar eftir umferðarslys sem varð þar fyrir hádegi. 19.9.2006 14:15 Eins árs fangelsi fyrir að stinga föður sinn Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi morgun átján ára pilt í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa stungið föður sinn á veitingastað í Reykjavík þann 17. júní í sumar. 19.9.2006 14:00 Segist ekki bjóða sig fram gegn Birni Guðlaugur Þór Þórðarson, sem sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra gerir, segist ekki vera að bjóða sig fram gegn Birni. 19.9.2006 13:30 Vinna að því að flytja starfsemi frá Noregi til Íslands Forsvarsmenn Íslenska járnblendifélagsins vinna nú að því fá til sín stóran hluta starfsemi verksmiðju móðurfélagsins Elkem í Ålvik í Noregi. Ekki er þó þörf á meiri orku því framleiðslunni yrði breytt og hún gerð flóknari og fjölbreytilegri að sögn Ingimundar Birnis, forstjóra Járnblendifélagsins. 19.9.2006 13:15 Sjá næstu 50 fréttir
Nýtt afl og Frjálslyndir sameinast Forystumenn Nýs afls og Frjálslynda flokksins hafa komist að samkomulagi um að sameina flokkana. Hefur forysta Nýs afls ákveðið að samtökunum verði breytt úr stjórnmálaflokki og hvetur stjórnin félagsmenn í Nýju afli til að ganga í Frjálslynda flokkinn. 20.9.2006 10:00
Gefur kost á sér í sjötta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjötta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kolbrún var í níunda sæti á framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir síðustu alþingiskosningar. 20.9.2006 09:12
Krefjast þess að kjör verði í samræmi við nýja samninga Trúnaðarmenn sjúkraliða við Landspítalann- háskólasjúkrahús krefjast þess að gerður verði nýr stofnanasamningur við sjúkraliða LSH. Trúnaðarmennirnir funduðu í gær og krefjast þess jafnframt að kjör sjúkraliða hjá LSH verði í samræmi við nýja samninga við aðrar starfsgreinar í félags- og heilbrigðisgeiranum. 20.9.2006 08:45
Skaut kött nágrannans Karlmaður á Egilsstöðum hefur verið kærður til lögreglu fyrir að skjóta heimiliskött nágranna síns í bakgarði eigandans í vor. 20.9.2006 08:30
Búið að finna silfurberg til að húða Þjóðleikhúsið að utan Búið er að finna silfurberg til að húða Þjóðleikhúsið að utan en viðgerðir hafa staðið yfir á leikhúsinu um skeið. Bergtegundin var notuð þegar húsið var byggt en vegna þess hversu vandfundin hún er, var jafnvel talið að notast þyrfti við önnur úrræði. Samningar hafa tekist um kaup á fimm tonnum af silfurbergi af Braga Björnssyni, landeigand en silfurbergið verður sótt í Suðurfjall í Breiðdalnum. Það verður ekki átakalaust að ná silfurbergið því það er í talsverðri hæð og flytja þarf vélar upp í fjallið svo hægt sé að ná silfurberginu úr námunni. 20.9.2006 08:30
Ekið á unga stúlku Ekið var á unga stúlku á Háaleitisbraut nálægt Fellsmúla um klukkan átta í morgun. Lögregla og sjúkrabíll eru komin á staðinn. Ekki er vitað um meiðsl stúlkunnar að svo stöddu en hún er með meðvitund. 20.9.2006 08:18
Refsivert að auglýsa vændi Refsing fyrir að stunda vændi fellur niður en í staðinn gert refsivert að auglýsa vændi. Þá verður refsing fyrir samræði og önnur kynferðismök við barn yngra en fjórtán ára þyngd, samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra. 20.9.2006 08:00
Hjólhýsi snéri jeppling í hálf hring Ökumaður jepplings lenti í vandræðum á Þrengslavegi seint í nótt þegar hjólhýsi, sem hann dró, fór að slást til beggja hliða og sveiflan óx þar til hún snéri jepplingnum í hálf hring á veginum. Í sama mund bar að fólksbíl á móti, en ökumanni hans tókst ekki að koma í veg fyrir árekstur, þótt hann beindi bílnum í ofboði út af veginum. Skullu bílanrir haraklega saman og stór skemmdust, en ökumennirnir sluppu ómeiddir. Að sögn lögreglu eru fordæmi fyrir því að svona skjálftar, eða sveiflur komi á hjólhýsi og leiði til vandræða. 20.9.2006 08:00
Sjónmengun af völdum háspennulína Náttúruvaktin mótmælir harðlega þeim áætlunum Landsnets að leggja háspennulínur frá Hellisheiðarvirkjun vegna þeirrar gríðarlegu sjónmengunar sem þær munu valda. 20.9.2006 07:45
Lundinn og Laxness vinsælir hjá túristum Nú er ferðamannastraumurinn farinn að minnka en um 170 þúsund erlendir ferðamenn lögðu leið sína til landsins í sumar. Samkvæmt könnunum eyða þeir hér um 10-15 prósentum í verslun. Hvað skyldu nú þessir gjaldeyrisskapandi farfuglar hafa keypt og tekið með sér heim frá landinu bláa? 20.9.2006 07:45
Verðbólgan niður á næsta ári Geir H. Haarde forsætisráðherra er bjartsýnn á að tímabundin niðursveifla efnahagslífsins snúist við von bráðar. 20.9.2006 07:45
Þremur ungmennur sleppt úr ítarlegum yfirheyrslum Þremur ungmennum, sem lögreglan á Selfossi handtók snemma í gærmorgun eftir þjófnað í félagsheimilinu Árnesi í fyrrinótt, var sleppt seint í gærkvöldi eftir ítarlegar yfirheyrslur. Andvirði þýfisins úr Árnesi er hátt í milljón króna, fyrir utan tjón, sem fólkið vann á innréttingum og húsbúnaði. Þá reyndist fólkið hafa ýmis afbrot víða um land á samviskunni, og var það meðal annars á bíl, sem það hafði stolið á Húsavík nýverið, þegar það fór ránshendi um bæinn. 20.9.2006 07:45
Kennarar krafnir um endurgreiðslu launa Fimmtán grunnskólakennurum í Reykjavík er gert að endurgreiða ofgreidd laun frá árinu 2004. Mannlegum mistökum starfsmanns borgarinnar er um að kenna. Upphæðirnar nema frá tugum þúsunda en þeir sem verst verða úti þurfa að greiða á annað hundrað þúsund króna. 20.9.2006 07:30
Viðræðurnar þróast í takt við vonir Geirs Geir Haarde forsætisráðherra væntir þess að niðurstöður í viðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um varnir Íslands og viðskilnað Bandaríkjahers liggi fyrir í þessari viku. Hann segir leyndina yfir viðræðunum hafa verið nauðsynlega. 20.9.2006 07:30
Útlit fyrir að lífeyrir öryrkja verði skertur Búist er við vaxandi átökum milli Öryrkjabandalagsins og lífeyrissjóðanna vegna skerðingar á lífeyrisgreiðslum til öryrkja. Fundað verður um málið í dag. Formaður Starfsgreinasambandsins býst við að málið fari dómstólaleiðina. 20.9.2006 07:30
Ný þjónusta styttir leiðina Meðferðarteymi barna við heilsugæsluna í Grafarvogi léttir á sérfræðiþjónustu Barna- og unglingageðdeildar. Þar er hægt að sinna börnum áður en vandamál þeirra verða mjög alvarleg. 20.9.2006 07:30
Meirihluti ungt fólk Meirihluti starfsmanna matvöruverslana, veitingastaða og kráa er yngri en 25 ára. Þetta leiða nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í ljós en þeirra er getið í vefriti fjármálaráðuneytisins. Í október á síðasta ári voru 46 prósent þeirra sem störfuðu í matvöruverslunum tvítugt fólk eða yngra og sextíu prósent allra sem þar störfuðu höfðu ekki náð 25 ára aldri. 20.9.2006 07:30
Vinstri grænir velja á lista 11. nóvember Vinstri grænir í Reykjavík samþykktu á félagsfundi sínum í gærkvöldi að halda sameiginlegt forval með Suðvesturkjördæmi. Það verður haldið 11. nóvember og voru reglur þar að lutandi samþykktar á fundinum. Listinn verður svonefndur fléttulisti þar sem konur og karlar skiptast á eftir sætum og hver þátttakandi á að velja þrjá í fjögur efstu sætin. 20.9.2006 07:16
Pólsk menning kynnt í Reykjavík Pólsk menningarhátíð verður haldin dagana 28. september - 1. október næstkomandi. Hátíðin hefur verið tvö ár í undirbúningi og með henni verður ýtt úr vör stærstu kynningu á pólskri menningu sem fram hefur farið hér á landi. 20.9.2006 07:15
Diddú og Megas gagnrýna stjórn Skálholts harkalega Diddú og Megas, sem hafa reglulega haldið tónleika í Skálholtskirkju, segja tónlistarlífið í Skálholti í uppnámi vegna uppsagnar dómorganistans. Biskup Íslands fundar í dag með kirkjuráði Skálholtskirkju. 20.9.2006 07:15
370 fötluð börn líða fyrir deilu ríkis og sveitarfélaga Fötluð börn á aldrinum 10-16 ára fá enga aðstoð eftir að skóla lýkur. Foreldrar þeirra verða þá að sækja þau og geta þeir því ekki unnið fullan vinnudag. Málið er í kyrrstöðu í kerfinu. 20.9.2006 07:15
Vill sjötta sætið í prófkjöri xD Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjötta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kolbrún var í níunda sæti á framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir síðustu alþingiskosningar. Nái hún sjötta sætinu hækkar hún sig töluvert: upp í þriðja sætið í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 19.9.2006 21:45
Athugun á gjaldfríum grunnskóla vísað til menntaráðs Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu borgarfulltrúa vinstri grænna um skoðun möguleika á gjaldfríum grunnskóla verði vísað til menntaráðs. Flestir þeir sem tjáðu sig um málið í borgarstjórn í dag töldu hugmyndina ekki enn tímabæra en vildu samt umræðu um málið. 19.9.2006 21:30
Krefjast nýs samnings við sjúkraliða Trúnaðarmenn sjúkraliða við Landspítalann Háskólasjúkrahús krefjast þess að gerður verði nýr stofnanasamningur við sjúkraliða LSH. Trúnaðarmennirnir funduðu í dag og krefjast þess jafnframt að kjör sjúkraliða hjá LSH verði í samræmi við nýja samninga við aðrar starfsgreinar í félags- og heilbrigðisgeiranum. 19.9.2006 21:16
Sólveig Pétursdóttir gefur ekki kost á sér Sjálfstæðismenn í Reykjavík ákváðu fyrir stundu að halda sameiginlegt prófkjör í Reykjavíkurkjördæmunum báðum í lok október. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis og fyrrum dómsmálaráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér. 19.9.2006 19:00
Dæmdur fyrir að stinga föður sinn Nítján ára piltur var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa stungið föður sinn með hnífi þannig að hann hlaut lífshættulega áverka. Níu mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir. 19.9.2006 18:45
Þurfa ekki meiri orku Íslenska járnblendifélagið hyggst ekki blanda sér í samkeppni álveranna um meiri raforku, fari svo að móðurfélagið Elkem flytji starfsemi verksmiðjunnar í Ålvik í Noregi, til Grundartanga. Forstjóri fyrirtækisins telur allar forsendur fyrir því að taka við starfseminni án þess að nota meiri orku. 19.9.2006 18:35
Stutt síðan Samfylkingin beitti sér fyrir nýrri stóriðjuuppbyggingu Aðeins eru þrír mánuðir liðnir frá því að Samfylkingin beitti sér fyrir því innan Reykjavíkurborgar að Orkuveitan kæmi að frekari stóriðjuuppbyggingu. Í síðustu viku boðaði sami flokkur stóriðjustopp. Frambjóðendur flokksins í væntanlegum álversbyggðarlögum freista þess nú að útskýra hvernig barátta fyrir nýjum álverum samræmist hinni nýju stóriðjustefnu flokksins. 19.9.2006 18:04
Unnið að fjölskyldustefnu hjá Reykjavíkurborg Samþykkt var á fundi borgarastjórnar Reykjavíkur í dag að hefja vinnu við fjölskyldustefnu í Reykjavík. Markmiðið með henni er að tryggja að gætt sé að hagsmunum barna, unglinga og fjölskylnda við alla stefnumótun og áætlanagerð á vegum Reykjavíkurborgar. 19.9.2006 17:30
Stjórnsýslukæra á hendur Skattstjóranum í Reykjavík Stjórnsýslukæru hefur verið lögð fram á hendur Skattstjóranum í Reykjavík fyrir að afhenda skattframtöl örorkulífeyrisþega án leyfis. Skattstjóri segir að umboð hafi verið til staðar fyrir afhendingu framtalanna. 19.9.2006 17:15
Ekki ólíklegt að Katrín Jakobsdóttir fari fram Varaformaður Vinstri grænna segir ekki ólíklegt að hún fari fram í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir þinkosningarnar næsta vor. Bæði Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir ætla að bjóða sig fram. 19.9.2006 16:50
Mikil umferðarteppa vegna slyss í Ártúnsbrekku Mikil umferðarteppa myndaðist í Reykjavík í dag í kjölfar umferðarslyss sem varð skömmu fyrir hádegi í Ártúnsbrekkunni. Vörubíll með tengivagn sem var að flytja rúðu gler valt með þeim afleiðingum að glerið dreifðist um götuna og því var ákveðið að loka Miklubraut frá Grensásvegi til austurs og upp í Ártúnsbrekku. 19.9.2006 16:45
Önundur S. Björnsson sækist eftir 2.-3. sæti í Suðurkjördæmi Önunundur S. Björnsson hyggst sækjast eftir öðru til þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldið verður 4. nóvember næstkomandi vegna komandi þingkosninga. 19.9.2006 16:00
Enginn handtekinn fyrr en tölvurnar hafa verið rannsakaðar Lögreglumenn í Reykjavík, Kópavogi, á Selfossi og Ísafirði gerðu í morgun samhæfðar húsleitir vegna gruns um að niðurhal á barnaklámi af netinu. Aðgerðirnar voru skipulagðar eftir vísbendingu frá Interpol. Enginn verður handtekinn fyrr en tölvurnar hafa verið rannsakaðar af tæknideildum á hverjum stað fyrir sig. 19.9.2006 15:53
Nýr fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu Stefán Lárus Stefánsson hefur afhent Terry Davis, aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins í Strassborg, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu með aðsetur í Strassborg. 19.9.2006 15:45
Penninn kaupir þriðjung í Te og kaffi Penninn hefur keypt þriðjungshlut í fyrirtækinu Te og kaffi og mun framvegis annast dreifingu og þjónustu til fyrirtækja á vörum frá Te og kaffi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum. 19.9.2006 15:30
Mætti með loftbyssu í skólann Lögreglan í Reykjavík hafði nýverið afskipti af grunnskólanema sem kom með loftbyssu í skólann. Fram kemur á vef lögreglunnar að sá hafði skotið á tvo skólafélaga sína og marðist annar þeirra. 19.9.2006 15:15
Allri gjaldtöku verði hætt í grunnskólum Borgarfulltrúar Vinstri - grænan hyggjast leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi sem nú er hafinn um að allri gjaldtöku af nemendum í grunnskólum borgarinnar verði hætt haustið 2007, þar með talið gjaldtöku fyrir hádegismat og frístundaheimili. 19.9.2006 15:00
Hámarksrefsing verði 16 ár í stað 6 ára Dómsmálaráðherra leggur til að skilgreining almennra hegningarlaga á nauðgun verði víkkuð þannig að önnur kynferðisnauðung og misnotkun á bágu andlegu ástandi falli innan refsiramma fyrir nauðgun. Þetta er töluverð refsiþynging þar sem hámarks refsing fyrir slík brot er 6 ár en verður 16 ár ef frumvarpið nær fram að ganga. 19.9.2006 14:52
Húsleit á nokkrum stöðum vegna barnakláms Lögreglan á Selfossi, á Ísafirði, í Reykjavík og í Kópavogi gerðu í morgun húsleit á nokkrum heimilum vegna ábendingar frá Interpol um að í gegnum tölvubúnað þessara heimila hefði verið hlaðið niður efni sem innihélt barnaklám. 19.9.2006 14:35
Ein mest sótta íslenska heimildarmynd frá upphafi Allt stefnir í að myndin um Jón Pál Sigmarsson verði ein best sótta íslenska heimildamyndin frá upphafi. Myndin var frumsýnd á Íslensku kvikmyndahátíðinni og er nú komin í almennar sýningar. 19.9.2006 14:30
Ártúnsbrekka opnuð aftur eftir slys Miklabraut frá Grensásvegi til austurs og upp í Ártúnsbrekku verður opnuð innan stundar eftir umferðarslys sem varð þar fyrir hádegi. 19.9.2006 14:15
Eins árs fangelsi fyrir að stinga föður sinn Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi morgun átján ára pilt í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa stungið föður sinn á veitingastað í Reykjavík þann 17. júní í sumar. 19.9.2006 14:00
Segist ekki bjóða sig fram gegn Birni Guðlaugur Þór Þórðarson, sem sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra gerir, segist ekki vera að bjóða sig fram gegn Birni. 19.9.2006 13:30
Vinna að því að flytja starfsemi frá Noregi til Íslands Forsvarsmenn Íslenska járnblendifélagsins vinna nú að því fá til sín stóran hluta starfsemi verksmiðju móðurfélagsins Elkem í Ålvik í Noregi. Ekki er þó þörf á meiri orku því framleiðslunni yrði breytt og hún gerð flóknari og fjölbreytilegri að sögn Ingimundar Birnis, forstjóra Járnblendifélagsins. 19.9.2006 13:15
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent