Fleiri fréttir Velti bíl og tengivagni í Ártúnsbrekku Ökumaður dráttarbíls með tengivagni slapp lítið sem ekkert meiddur þegar bíllinn og vagninn ultu neðarlega í Ártúnsbrekku í Reykjavík á tólfta tímanum í morgun. Svo vel vildi til að engin annar bíll var nálægur rétt þegar slysið varð. 19.9.2006 11:55 Vinstri - grænir í Reykjavík ákveða framboðsmál Vinstri - grænir í Reykjavík halda í kvöld fund þar sem afgreidd verður tillaga um fyrirkomulag á forvali fyrir komandi alþingiskosningar. Tillagan gerir ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi þann 11. nóvember. 19.9.2006 11:15 Brenndist við að fylla á kveikjara Maður brenndist á hendi og var næstu búinn að kveikja í húsi sínu, þegar hann var að setja kveikjarabensín á Sippó-kveikjarann sinn í húsi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík í nótt. Reykur var í íbúðinni þegar slökkviliðið kom á vettvang og var maðurinn fluttur á slysadeild þar sem í ljós kom að hann hafði hlotið annars stigs bruna en á litlu svæði þó. 19.9.2006 10:45 Stúlka komin í leitirnar Stúlkan sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir er komin í leitirnar. Það gerðist nú í morgun. 19.9.2006 10:03 Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 11,4% Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 11,4 prósent síðustu tólf mánuði eftir því sem fram kemur í nýjum tölum Hagstofunnar. Vísitalan í október, reiknuð eftir verðlagi um miðjan september, er 352,3 stig og hækkar um 0,26 prósent frá fyrra mánuði. 19.9.2006 10:00 Lýst eftir 16 ára stúlku Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Aldísi Ósk Egilsdóttur sem er 16 ára að aldri. Hún er 172 cm á hæð með sítt, slétt dökkt hár og sterklega vaxin. Hún er íklædd grárri hettupeysu, svörtum frottebuxum og brúnum skóm. Lögreglan biður hana að gefa sig fram eða þá sem hafa séð til hennar eða viti um ferðir hennar, að hafa samband við lögreglu í síma 444 1100. 19.9.2006 09:37 Framkvæmdir víða við þjóðveginn Hvalfjarðargöngin verða lokuð yfir nóttina þessa viku fram á föstudag. Göngin verða lokuð fyrir umferð frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Fleiri framkvæmdir eru víðar á þjóðvegum landsins en búast má við umferðartöfum við brúnna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þá standa yfir brúarframkvæmdir á Djúpavegi við Selá í Hrútafirði. Umferð er beint um hjá leið en umferð verður að öllum líkindum hleypt um brúna 10. október næstkomandi. 19.9.2006 09:30 Ferðamaður missti stjórn á bíl sínum Ferðamaður missti stjórn á bifreið sinni sem valt eftir þjóðveginum í Eldhrauni í liðinni viku. Betur fór en á horfðist en ferðamaðurinn, sem var einn í bíl, hlaut minniháttar skrámur og gerði læknir að sárum hans á vettvangi. Þá voru tíu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögeglunnar í Vestur-Skaftafellssýslu en sá sem hraðast ók mældist á 129 kílómetra hraða. 19.9.2006 09:15 OMX kaupir Kauphöllina OMX, sem á og rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, og Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing hf. (EV), eigandi Kauphallar Íslands og Verðbréfaskráningar Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup OMX á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. 19.9.2006 09:08 Umferð beint um Hvalfjörðinn Umferð var beint um Hvalfjörð í nótt þar sem göngin voru lokuð frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Umferðin gekk vel að sögn lögreglu, en göngin verða lokuð þrjár næstu nætur til viðbótar, vegna viðhalds i þeim. Um síðustu helgi mældust umþaðbil hundrað bílar á of mikluk hraða í göngunum, en þar er hámarkshraði 70 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast fór var 40 kílómetrum yfir þeim mörkum. 19.9.2006 08:45 Útsýnisflug frá Ísafirði á Kárahnjúkasvæðið Til stendur að fara í útsýnisflugi yfir Kárahnjúkasvæðið frá Ísafirði 1. október næstkomandi ef nægur áhugi er til að fylla flugvél sem færi frá Ísafirði. Greint er svo frá á fréttavef Bæjarins besta. Beint flug ásamt hálftíma flugi yfir svæðið mun kosta tuttugu þúsund krónur á manninn og geta áhugasamir skráð sig á lista í versluninni Hamraborg. Flogið verður með Fokker flugvél eða nýrri Dash flugvél Flugfélags Íslands. 19.9.2006 08:30 Ökumaður vöruflutningabíls sofnaði undir stýri Mildi þykir að stór vöruflutningabíll skuli hafa sveigt til hægri, en ekki til vinstri, á móti bíl úr þeirri átt, þegar hann hafnaði utan þjóðvegarins á milli Blönduóss og Skagastrandar undir kvöld í gær, eftir að ökumaður hans sofnaði undir stýri. 19.9.2006 08:15 Þyrlan sótti danska ferðakonu Ung dönsk ferðakona veiktist hastarlega í Þórsmörk í gærkvöldi og eftir samráð við lækna var ákeðið að óska eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hún sótti konuna og lenti með hana við Borgarspítalann um klukkan ellefu í gærkvöldi. Ekki liggur fyrir hvað gekk að konunni, en hún mun ekki vera í lifshættu. 19.9.2006 07:30 Brotist inn í félagsheimilið Árnes Brotist var inn í félagsheimilið Árnes í uppsveitum Árnesssýslu í nótt og þaðan meðal annars stolið tölvum, skjávörpum, áfengi og lausafé. Ljóst er að þýfið nemur háum upphæðum og eru lögreglumenn frá Selfossi á vettvangi, en þjófarnir komust undan og munu engar beinar vísbendigar vera um það, hverjir þarna voru á ferð. 19.9.2006 07:15 Röng myndbirting Myndir af vörum Himneskrar hollustu, sem birtust í frétt NFS í gærkvöldi, um að vörur hafi verið innkallaðar vegna hugsanlegrar bakteríumengunar, eru ekki á meðal þeirra vörutegunda sem voru innkallaðar. Beðist er velvirðingar á þeim misskilningi sem myndirnar kunna að hafa valdið. 19.9.2006 13:45 Ríkið æsir til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu Bæklunarlæknar eru ekki bjartsýnir á að fundir með samninganefnd heilbrigðisráðuneytisins skili ásættanlegum árangri og fleiri sérgreinalæknar líta einnig til fordæmis hjartalækna sem sögðu sig af samningi við Tryggingastofnun í vor. Formaður Læknafélags Íslands segir að með því að takmarka þjónustuna sé ríkið að æsa til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. 18.9.2006 20:19 Segir ekki við Símann að sakast Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir ekki við Símann að sakast þó fjarskiptakerfi Landhelgisgæslunnar á Norðurlandi hafi rofnað á laugardag. Þingmaður vinstri grænna kennir einkavæðingu Símans um sambandsleysið og segir ótækt að öryggi landsmanna hafi verið einkavætt. 18.9.2006 18:45 Rætt um hverfi háhýsa við Laugarnes Hugmyndir um nýtt hverfi, allt að sautján hæða íbúða- og skrifstofubygginga við Laugarnes, eru nú til umræðu í borgarkerfinu. Framkvæmdir gætu hafist næsta vor. 18.9.2006 18:03 Utanríkisráðherra á allsherjarþing SÞ Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, heldur í dag á 61. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í tengslum við allsherjarþingið mun utanríkisráðherra meðal annars sitja fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkja og utanríkisráðherra Norðurlanda. Ráðherra mun einnig sitja hádegisverðarfund ráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins. 18.9.2006 17:15 Gæsluvarðhald vegna meintrar nauðgunar fellt úr gildi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem sakaður er um að hafa nauðgað konu á heimili hans þann 10. september síðastliðinn. 18.9.2006 16:55 Össur nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar Össur Skarphéðinsson var í dag kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar á fundi þingflokksins á Hótel Glym í Hvalfirði fyrr í dag. Á fundinum voru Kristján L. Möller endurkjörinn varaformaður og Þórunn Sveinbjarnardóttir endurkjörin ritari þingflokksins. 18.9.2006 16:39 Átta mánuðir fyrir kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku Tuttugu og þriggja ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tólf ára stúlku. 18.9.2006 16:03 Refsingu fyrir líkamsárás frestað í tvö ár Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur frestað ákvörðun refsingar yfir 25 ára gamalli stúlku í tvö ár, en hún var sakfelld fyrir að hafa ráðist á aðra stúlku í félagsheimili Blönduóss í fyrra. Þau skilyrði eru sett að stúlkan haldi skilorð árin tvö. 18.9.2006 15:44 Gripinn nakinn á almannafæri Lögreglan í Reykjavík sinnti margvíslegum verkefnum um helgina eftir því sem fram kemur á vef hennar. Í einu þeirra var hún kölluð til þegar erlendir ferðamenn höfðu reist tjald sitt á sólpalli við fjölbýlishús í borginni. Fólkinu var gert að taka tjald sitt og leita sér gistingar annars staðar. Þá kom lögreglan ölvuðum manni til aðstoðar en sá var nakinn á almannafæri. 18.9.2006 15:18 Breytingar verða kynntar eins fljótt og auðið er Ari Edwald, forstjóri 365, segir rekstur fréttastofu NFS í mikilli endurskoðun og líklega muni koma til uppsagna starfsfólks vegna breytinga á rekstrinum. Hann vill ekki segja til um hvenær endanleg niðurstaða liggur fyrir. 18.9.2006 15:07 Yngra fólk mannar búðir og veitingastaði Stærstur hluti starfsmanna í matvöruverslunum og á veitingastöðum og krám er yngri en 25 ára. Þetta leiða nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í ljós en þeirra er getið í vefriti fjármálaráðuneytisins. 18.9.2006 14:54 Forsetahjónin á ráðstefnu í New York Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur boðið Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Dorrit Moussaeff forsetafrú að taka þátt í ráðstefnunni Clinton Global Initiative í New York í vikunni. Ráðstefnuna sækja fjölmargir þjóðarleiðtogar og forystumenn í alþjóðamálum. 18.9.2006 14:30 Arnarvarp gekk illa vegna slæms tíðarfars Varp arnarins gekk óvenju illa í ár en stofninn hefur engu að síður þrefaldast frá því að bannað var að bera út eitur fyrir tófu árið 1964. Þetta kemur fram á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. 18.9.2006 14:15 Verðbólga á Íslandi sú mesta innan EES Verðbólga á Íslandi var sú mesta innan Evrópska efnhagssvæðisins frá ágúst 2005 til ágústmánaðar í ár. Þetta leiða nýjar tölur Hagstofunnar í ljós. Verðbólgan hér á landi, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, reyndist 7,1 prósent á tímabilinu en var 2,3 prósent að meðaltali í ríkjum EES og á evrusvæðinu. 18.9.2006 14:00 Skjálfti úti fyrir Grímsey Jarðskjálfti upp á þrjá á Richter varð um tvo kílómetra norðnorðvestur af Grímsey um klukkan hálfellefu í morgun. Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni að skjálftar séu algengir á þessu svæði. 18.9.2006 13:15 Afhenti skattframtöl örorkulífeyrisþega án leyfis? Örorkulífeyrisþegi hyggst höfða mál, og jafnvel leggja fram stjórnsýslukæru á hendur Skattstjóranum í Reykjavík fyrir að afhenda skattframtöl sín, án leyfis. 18.9.2006 13:00 101 sektaður fyrir hraðakstur í Hvalfjarðargöngum Lögreglan í Reykjavík mældi hundrað og einn ökumann sem ók yfir leyfilegum hámarkshraða í Hvalfjarðargöngum fyrir helgi. Segir í tilkynningu frá lögreglu að þrátt fyrir öflugt myndavélaeftirlit í göngunum virði margir ökumenn ekki 70 kílómetra leyfilegan hámarkshraða sem þar sé. 18.9.2006 12:45 Vandar föðurlega um fyrir Guðlaugi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vandar föðurlega um fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni, sem að öllum líkindum býður sig fram í annað sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á móti Birni. 18.9.2006 12:30 Bandarískt spínat innkallað vegna hugsanlegrar bakteríu Íslenskir innflytjendur og söluaðilar á spínati hafa þegar innkallað allt bandarískt spínat og grænmetisblöndur sem innihalda slíkt spínat eftir að í ljós kom að fólk í Bandaríkjunum hefur veikst af völdum spínats sem mengað er af ecoli-bakteríunni. 18.9.2006 12:15 Farþegum Strætós fjölgar um 20% í júlí og ágúst Farþegum með Strætó fjölgaði um 20 prósent í júlí og ágúst miðað við sömu mánuði í fyrra eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá byggðasamlaginu. Þar segir einnig að ef horft sé á annan ársþriðjung í heild nemi fjölgunin 9,2 prósentum. 18.9.2006 11:30 Boðið upp á sérfræðileiðsögn annan hvern þriðjudag í vetur Þjóðminjasafnið mun bjóða upp á sérfræðileiðsögn í hádeginu annan hvern þriðjudag í vetur. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á leiðsögn með þessum hætti á safninu. 18.9.2006 11:30 Sjónvarp og gögn flutt um raflagnir Síminn hefur um nokkurt skeið prófað sig áfram með gagnaflutning um raflagnir innan heimilanna, svokölluð heimatengi. Nú er komin á markað lausn á vegum Símans sem leysir hið eilífa snúruvandamál heimilanna. Hefðbundnar aðferðir með símalínu og ljósleiðara eru notaðar til þess að koma gögnum inn á heimilin en raflögnin er síðan notuð til að dreifa sjónvarpi og gögnum innan íbúðanna. 18.9.2006 11:00 Actavis hækkar ekki tilboð sitt í PLIVA Actavis hyggst ekki hækka tilbði sitt í króatíska lyfjafyrirtækið PLIVA eftir að bandaríska fyrirtækið Barr Pharmaceuticals hækkaði tilboð sitt í síðustu viku. 18.9.2006 10:55 Enn haldið sofandi í öndunarvél Líðan drengsins, sem slasaðist alvarlega þegar hann velti bíl sínum við bæinn Skipholt nálægt Flúðum aðfaranótt fimmtudags, er óbreytt. Honum er í öndunarvél og er honum haldið sofandi á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. 18.9.2006 10:45 Vilja að Konukot verði áfram opið Femínistafélag Íslands skorar á formann Velferðarsviðs Reykjavíkur að endurskoða tillögur um að leggja niður Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur. 18.9.2006 10:30 Lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi Maðurinn sem lést í banaslysi á Suðurlandsvegi síðastliðið laugardagskvöld hét Magnús Magnússon til heimilis að bænum Hallanda í Árnessýslu. Hann var fæddur 24. júní árið 1945 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. 18.9.2006 10:15 Reyksíminn fær sex milljón króna styrk Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt Reyksímanum sex milljón króna styrk. Þjónustan á að hjálpa fólki að hætta að reykja og hefur hún verið að festa sig í sessi. 18.9.2006 09:45 Olíusamráðið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur Skaðabótakrafa Reykjavíkurborgar á hendur olíufélögunum Essó, Olís og Skeljungi, vegna ólöglegs verðsamráðs, verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur undir hádegi. Borgin krefst hátt í 160 milljóna króna í skaðabætur vegna þess sem hún telur sig hafa skaðast á því, að félögin skiptu viðskiptunum á milli sín á bak við tjöldin. 18.9.2006 09:30 Hvalfjarðargöng lokuð næstu nætur Hvalfjarðargöng verða lokuð í fjórar nætur frá miðnætti til klukkan sex að morgni fram á föstudaginn kemur vegna vinnu í göngunum. Þá stendur yfir viðgerð á ristarhliði á Hringvegi við Fornahvamm sunnan Holtavörðuheiðar. Meðan á verkinu stendur geta orðið einhverjar umferðartafir þar sem umferðin er tekin til hliðar á einbreiða framhjárein. 18.9.2006 09:09 Hestakerra slóst utan í gangavegginn Hvalfjarðargöngum var lokað í hálfa aðra klukkustund upp úr miðnætti í nótt eftir að hestakerra slóst utan í gangavegginn og valt. Engin hestur var í kerrunni og engan sakaði í bílnum sem dró hana. Að sögn lögreglu bendir ekkert til að bílnum hafi verið ekið ógætilega hratt. 18.9.2006 09:00 Sjá næstu 50 fréttir
Velti bíl og tengivagni í Ártúnsbrekku Ökumaður dráttarbíls með tengivagni slapp lítið sem ekkert meiddur þegar bíllinn og vagninn ultu neðarlega í Ártúnsbrekku í Reykjavík á tólfta tímanum í morgun. Svo vel vildi til að engin annar bíll var nálægur rétt þegar slysið varð. 19.9.2006 11:55
Vinstri - grænir í Reykjavík ákveða framboðsmál Vinstri - grænir í Reykjavík halda í kvöld fund þar sem afgreidd verður tillaga um fyrirkomulag á forvali fyrir komandi alþingiskosningar. Tillagan gerir ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi þann 11. nóvember. 19.9.2006 11:15
Brenndist við að fylla á kveikjara Maður brenndist á hendi og var næstu búinn að kveikja í húsi sínu, þegar hann var að setja kveikjarabensín á Sippó-kveikjarann sinn í húsi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík í nótt. Reykur var í íbúðinni þegar slökkviliðið kom á vettvang og var maðurinn fluttur á slysadeild þar sem í ljós kom að hann hafði hlotið annars stigs bruna en á litlu svæði þó. 19.9.2006 10:45
Stúlka komin í leitirnar Stúlkan sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir er komin í leitirnar. Það gerðist nú í morgun. 19.9.2006 10:03
Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 11,4% Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 11,4 prósent síðustu tólf mánuði eftir því sem fram kemur í nýjum tölum Hagstofunnar. Vísitalan í október, reiknuð eftir verðlagi um miðjan september, er 352,3 stig og hækkar um 0,26 prósent frá fyrra mánuði. 19.9.2006 10:00
Lýst eftir 16 ára stúlku Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Aldísi Ósk Egilsdóttur sem er 16 ára að aldri. Hún er 172 cm á hæð með sítt, slétt dökkt hár og sterklega vaxin. Hún er íklædd grárri hettupeysu, svörtum frottebuxum og brúnum skóm. Lögreglan biður hana að gefa sig fram eða þá sem hafa séð til hennar eða viti um ferðir hennar, að hafa samband við lögreglu í síma 444 1100. 19.9.2006 09:37
Framkvæmdir víða við þjóðveginn Hvalfjarðargöngin verða lokuð yfir nóttina þessa viku fram á föstudag. Göngin verða lokuð fyrir umferð frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Fleiri framkvæmdir eru víðar á þjóðvegum landsins en búast má við umferðartöfum við brúnna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þá standa yfir brúarframkvæmdir á Djúpavegi við Selá í Hrútafirði. Umferð er beint um hjá leið en umferð verður að öllum líkindum hleypt um brúna 10. október næstkomandi. 19.9.2006 09:30
Ferðamaður missti stjórn á bíl sínum Ferðamaður missti stjórn á bifreið sinni sem valt eftir þjóðveginum í Eldhrauni í liðinni viku. Betur fór en á horfðist en ferðamaðurinn, sem var einn í bíl, hlaut minniháttar skrámur og gerði læknir að sárum hans á vettvangi. Þá voru tíu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögeglunnar í Vestur-Skaftafellssýslu en sá sem hraðast ók mældist á 129 kílómetra hraða. 19.9.2006 09:15
OMX kaupir Kauphöllina OMX, sem á og rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, og Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing hf. (EV), eigandi Kauphallar Íslands og Verðbréfaskráningar Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup OMX á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. 19.9.2006 09:08
Umferð beint um Hvalfjörðinn Umferð var beint um Hvalfjörð í nótt þar sem göngin voru lokuð frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Umferðin gekk vel að sögn lögreglu, en göngin verða lokuð þrjár næstu nætur til viðbótar, vegna viðhalds i þeim. Um síðustu helgi mældust umþaðbil hundrað bílar á of mikluk hraða í göngunum, en þar er hámarkshraði 70 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast fór var 40 kílómetrum yfir þeim mörkum. 19.9.2006 08:45
Útsýnisflug frá Ísafirði á Kárahnjúkasvæðið Til stendur að fara í útsýnisflugi yfir Kárahnjúkasvæðið frá Ísafirði 1. október næstkomandi ef nægur áhugi er til að fylla flugvél sem færi frá Ísafirði. Greint er svo frá á fréttavef Bæjarins besta. Beint flug ásamt hálftíma flugi yfir svæðið mun kosta tuttugu þúsund krónur á manninn og geta áhugasamir skráð sig á lista í versluninni Hamraborg. Flogið verður með Fokker flugvél eða nýrri Dash flugvél Flugfélags Íslands. 19.9.2006 08:30
Ökumaður vöruflutningabíls sofnaði undir stýri Mildi þykir að stór vöruflutningabíll skuli hafa sveigt til hægri, en ekki til vinstri, á móti bíl úr þeirri átt, þegar hann hafnaði utan þjóðvegarins á milli Blönduóss og Skagastrandar undir kvöld í gær, eftir að ökumaður hans sofnaði undir stýri. 19.9.2006 08:15
Þyrlan sótti danska ferðakonu Ung dönsk ferðakona veiktist hastarlega í Þórsmörk í gærkvöldi og eftir samráð við lækna var ákeðið að óska eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hún sótti konuna og lenti með hana við Borgarspítalann um klukkan ellefu í gærkvöldi. Ekki liggur fyrir hvað gekk að konunni, en hún mun ekki vera í lifshættu. 19.9.2006 07:30
Brotist inn í félagsheimilið Árnes Brotist var inn í félagsheimilið Árnes í uppsveitum Árnesssýslu í nótt og þaðan meðal annars stolið tölvum, skjávörpum, áfengi og lausafé. Ljóst er að þýfið nemur háum upphæðum og eru lögreglumenn frá Selfossi á vettvangi, en þjófarnir komust undan og munu engar beinar vísbendigar vera um það, hverjir þarna voru á ferð. 19.9.2006 07:15
Röng myndbirting Myndir af vörum Himneskrar hollustu, sem birtust í frétt NFS í gærkvöldi, um að vörur hafi verið innkallaðar vegna hugsanlegrar bakteríumengunar, eru ekki á meðal þeirra vörutegunda sem voru innkallaðar. Beðist er velvirðingar á þeim misskilningi sem myndirnar kunna að hafa valdið. 19.9.2006 13:45
Ríkið æsir til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu Bæklunarlæknar eru ekki bjartsýnir á að fundir með samninganefnd heilbrigðisráðuneytisins skili ásættanlegum árangri og fleiri sérgreinalæknar líta einnig til fordæmis hjartalækna sem sögðu sig af samningi við Tryggingastofnun í vor. Formaður Læknafélags Íslands segir að með því að takmarka þjónustuna sé ríkið að æsa til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. 18.9.2006 20:19
Segir ekki við Símann að sakast Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir ekki við Símann að sakast þó fjarskiptakerfi Landhelgisgæslunnar á Norðurlandi hafi rofnað á laugardag. Þingmaður vinstri grænna kennir einkavæðingu Símans um sambandsleysið og segir ótækt að öryggi landsmanna hafi verið einkavætt. 18.9.2006 18:45
Rætt um hverfi háhýsa við Laugarnes Hugmyndir um nýtt hverfi, allt að sautján hæða íbúða- og skrifstofubygginga við Laugarnes, eru nú til umræðu í borgarkerfinu. Framkvæmdir gætu hafist næsta vor. 18.9.2006 18:03
Utanríkisráðherra á allsherjarþing SÞ Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, heldur í dag á 61. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í tengslum við allsherjarþingið mun utanríkisráðherra meðal annars sitja fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkja og utanríkisráðherra Norðurlanda. Ráðherra mun einnig sitja hádegisverðarfund ráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins. 18.9.2006 17:15
Gæsluvarðhald vegna meintrar nauðgunar fellt úr gildi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem sakaður er um að hafa nauðgað konu á heimili hans þann 10. september síðastliðinn. 18.9.2006 16:55
Össur nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar Össur Skarphéðinsson var í dag kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar á fundi þingflokksins á Hótel Glym í Hvalfirði fyrr í dag. Á fundinum voru Kristján L. Möller endurkjörinn varaformaður og Þórunn Sveinbjarnardóttir endurkjörin ritari þingflokksins. 18.9.2006 16:39
Átta mánuðir fyrir kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku Tuttugu og þriggja ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tólf ára stúlku. 18.9.2006 16:03
Refsingu fyrir líkamsárás frestað í tvö ár Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur frestað ákvörðun refsingar yfir 25 ára gamalli stúlku í tvö ár, en hún var sakfelld fyrir að hafa ráðist á aðra stúlku í félagsheimili Blönduóss í fyrra. Þau skilyrði eru sett að stúlkan haldi skilorð árin tvö. 18.9.2006 15:44
Gripinn nakinn á almannafæri Lögreglan í Reykjavík sinnti margvíslegum verkefnum um helgina eftir því sem fram kemur á vef hennar. Í einu þeirra var hún kölluð til þegar erlendir ferðamenn höfðu reist tjald sitt á sólpalli við fjölbýlishús í borginni. Fólkinu var gert að taka tjald sitt og leita sér gistingar annars staðar. Þá kom lögreglan ölvuðum manni til aðstoðar en sá var nakinn á almannafæri. 18.9.2006 15:18
Breytingar verða kynntar eins fljótt og auðið er Ari Edwald, forstjóri 365, segir rekstur fréttastofu NFS í mikilli endurskoðun og líklega muni koma til uppsagna starfsfólks vegna breytinga á rekstrinum. Hann vill ekki segja til um hvenær endanleg niðurstaða liggur fyrir. 18.9.2006 15:07
Yngra fólk mannar búðir og veitingastaði Stærstur hluti starfsmanna í matvöruverslunum og á veitingastöðum og krám er yngri en 25 ára. Þetta leiða nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í ljós en þeirra er getið í vefriti fjármálaráðuneytisins. 18.9.2006 14:54
Forsetahjónin á ráðstefnu í New York Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur boðið Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Dorrit Moussaeff forsetafrú að taka þátt í ráðstefnunni Clinton Global Initiative í New York í vikunni. Ráðstefnuna sækja fjölmargir þjóðarleiðtogar og forystumenn í alþjóðamálum. 18.9.2006 14:30
Arnarvarp gekk illa vegna slæms tíðarfars Varp arnarins gekk óvenju illa í ár en stofninn hefur engu að síður þrefaldast frá því að bannað var að bera út eitur fyrir tófu árið 1964. Þetta kemur fram á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. 18.9.2006 14:15
Verðbólga á Íslandi sú mesta innan EES Verðbólga á Íslandi var sú mesta innan Evrópska efnhagssvæðisins frá ágúst 2005 til ágústmánaðar í ár. Þetta leiða nýjar tölur Hagstofunnar í ljós. Verðbólgan hér á landi, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, reyndist 7,1 prósent á tímabilinu en var 2,3 prósent að meðaltali í ríkjum EES og á evrusvæðinu. 18.9.2006 14:00
Skjálfti úti fyrir Grímsey Jarðskjálfti upp á þrjá á Richter varð um tvo kílómetra norðnorðvestur af Grímsey um klukkan hálfellefu í morgun. Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni að skjálftar séu algengir á þessu svæði. 18.9.2006 13:15
Afhenti skattframtöl örorkulífeyrisþega án leyfis? Örorkulífeyrisþegi hyggst höfða mál, og jafnvel leggja fram stjórnsýslukæru á hendur Skattstjóranum í Reykjavík fyrir að afhenda skattframtöl sín, án leyfis. 18.9.2006 13:00
101 sektaður fyrir hraðakstur í Hvalfjarðargöngum Lögreglan í Reykjavík mældi hundrað og einn ökumann sem ók yfir leyfilegum hámarkshraða í Hvalfjarðargöngum fyrir helgi. Segir í tilkynningu frá lögreglu að þrátt fyrir öflugt myndavélaeftirlit í göngunum virði margir ökumenn ekki 70 kílómetra leyfilegan hámarkshraða sem þar sé. 18.9.2006 12:45
Vandar föðurlega um fyrir Guðlaugi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vandar föðurlega um fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni, sem að öllum líkindum býður sig fram í annað sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á móti Birni. 18.9.2006 12:30
Bandarískt spínat innkallað vegna hugsanlegrar bakteríu Íslenskir innflytjendur og söluaðilar á spínati hafa þegar innkallað allt bandarískt spínat og grænmetisblöndur sem innihalda slíkt spínat eftir að í ljós kom að fólk í Bandaríkjunum hefur veikst af völdum spínats sem mengað er af ecoli-bakteríunni. 18.9.2006 12:15
Farþegum Strætós fjölgar um 20% í júlí og ágúst Farþegum með Strætó fjölgaði um 20 prósent í júlí og ágúst miðað við sömu mánuði í fyrra eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá byggðasamlaginu. Þar segir einnig að ef horft sé á annan ársþriðjung í heild nemi fjölgunin 9,2 prósentum. 18.9.2006 11:30
Boðið upp á sérfræðileiðsögn annan hvern þriðjudag í vetur Þjóðminjasafnið mun bjóða upp á sérfræðileiðsögn í hádeginu annan hvern þriðjudag í vetur. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á leiðsögn með þessum hætti á safninu. 18.9.2006 11:30
Sjónvarp og gögn flutt um raflagnir Síminn hefur um nokkurt skeið prófað sig áfram með gagnaflutning um raflagnir innan heimilanna, svokölluð heimatengi. Nú er komin á markað lausn á vegum Símans sem leysir hið eilífa snúruvandamál heimilanna. Hefðbundnar aðferðir með símalínu og ljósleiðara eru notaðar til þess að koma gögnum inn á heimilin en raflögnin er síðan notuð til að dreifa sjónvarpi og gögnum innan íbúðanna. 18.9.2006 11:00
Actavis hækkar ekki tilboð sitt í PLIVA Actavis hyggst ekki hækka tilbði sitt í króatíska lyfjafyrirtækið PLIVA eftir að bandaríska fyrirtækið Barr Pharmaceuticals hækkaði tilboð sitt í síðustu viku. 18.9.2006 10:55
Enn haldið sofandi í öndunarvél Líðan drengsins, sem slasaðist alvarlega þegar hann velti bíl sínum við bæinn Skipholt nálægt Flúðum aðfaranótt fimmtudags, er óbreytt. Honum er í öndunarvél og er honum haldið sofandi á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. 18.9.2006 10:45
Vilja að Konukot verði áfram opið Femínistafélag Íslands skorar á formann Velferðarsviðs Reykjavíkur að endurskoða tillögur um að leggja niður Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur. 18.9.2006 10:30
Lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi Maðurinn sem lést í banaslysi á Suðurlandsvegi síðastliðið laugardagskvöld hét Magnús Magnússon til heimilis að bænum Hallanda í Árnessýslu. Hann var fæddur 24. júní árið 1945 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. 18.9.2006 10:15
Reyksíminn fær sex milljón króna styrk Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt Reyksímanum sex milljón króna styrk. Þjónustan á að hjálpa fólki að hætta að reykja og hefur hún verið að festa sig í sessi. 18.9.2006 09:45
Olíusamráðið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur Skaðabótakrafa Reykjavíkurborgar á hendur olíufélögunum Essó, Olís og Skeljungi, vegna ólöglegs verðsamráðs, verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur undir hádegi. Borgin krefst hátt í 160 milljóna króna í skaðabætur vegna þess sem hún telur sig hafa skaðast á því, að félögin skiptu viðskiptunum á milli sín á bak við tjöldin. 18.9.2006 09:30
Hvalfjarðargöng lokuð næstu nætur Hvalfjarðargöng verða lokuð í fjórar nætur frá miðnætti til klukkan sex að morgni fram á föstudaginn kemur vegna vinnu í göngunum. Þá stendur yfir viðgerð á ristarhliði á Hringvegi við Fornahvamm sunnan Holtavörðuheiðar. Meðan á verkinu stendur geta orðið einhverjar umferðartafir þar sem umferðin er tekin til hliðar á einbreiða framhjárein. 18.9.2006 09:09
Hestakerra slóst utan í gangavegginn Hvalfjarðargöngum var lokað í hálfa aðra klukkustund upp úr miðnætti í nótt eftir að hestakerra slóst utan í gangavegginn og valt. Engin hestur var í kerrunni og engan sakaði í bílnum sem dró hana. Að sögn lögreglu bendir ekkert til að bílnum hafi verið ekið ógætilega hratt. 18.9.2006 09:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent