Fleiri fréttir

Kynferðisbrotamál klúðruðust vegna tregðu við að nota Barnahús

Forstjóri Barnaverndarstofu segir að tvö nýleg mál sem vörðuðu kynferðisofbeldi gegn börnum hafi klúðrast vegna tregðu dómara við að nota Barnahús. Hann vill að allar skýrslur af börnum séu teknar í Barnahúsi, en segist tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda.

Auðveldara að smygla

Greið leið er fyrir þá sem vilja smygla fíkniefnum, fólki eða öðrum ólöglegum farmi hingað til lands, eftir að hætt var að vinna úr upplýsingum frá frumratsjám í vor. Hægt er að fljúga hingað litlum vélum og lenda þeim utan alfaraleiðar án þess að nokkur verði þess var.

Mikið um slagsmál í Keflavík

Lögreglan í Keflavík þurfti fimm sinnum að stöðva slagsmál á Hafnargötunni þar í bæ í nótt. Tveir leituðu sér aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar ólátanna en enginn var fluttur á lögreglustöð.

Árásarmennirnir enn ófundnir

Öryggisvörður var stunginn í bakið í nótt í verslun Select í Breiðholti og starfsmaður verslunarinnar var sleginn í höfuðið. Árásarmennirnir eru ófundnir.

Sjö á slysadeild eftir umferðarslys á Miklubraut

Sjö voru fluttir á slysadeild í nótt lítið meiddir eftir að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Miklubraut nærri Rauðarárstíg. Bifreiðin reif niður 25 metra af járngirðingu á umferðareyju sem þar er og lenti svo framan á annarri bifreið sem kom úr gagnstæðri átt.

Flutningabíll valt á Vestfjörðum

Flutningabíll valt í Trostansfirði á Vestfjörðum um sexleytið í gærkvöld. Bílstjórann, sem var einn í bílnum, sakaði ekki, að því er fram kemur á fréttavefnum Tíðis. Farmurinn, um 14 tonn af frystri loðnu, fór hins vegar allur út úr bílnum við óhappið og vann á þriðja tug björgunarsveitamanna ásamt vinnuvélum við að hreinsa svæðið fram eftir kvöldi.

Öryggisvörður stunginn í síðuna

Öryggisvörður var stunginn í síðuna í verslun Select í Breiðholti um þrjúleytið í nótt þegar hann reyndi að koma nokkrum ungum mönnum út úr versluninni. Maðurinn var fluttur á slysadeild en meiðsl hans reyndust minni en óttast var í fyrstu. Árásarmennirnir komust undan en lögregla hefur grun um hverjir voru að verki og er þeirra nú leitað.

Flugmálastjórn gæti tekið við eftirlitinu

Flugumferðarstjórn hefur ekki orðið fyrir neinum áhrifum þó að herinn hafi hætt eftirliti með flugumferð. Flugmálastjórn gæti tekið við eftirlitshlutverkinu, að mati flugmálastjóra. Varaformaður Samfylkingarinnar vill að Nató borgi.

Ekki rof á skyldum gagnvart NATO

Íslendingar bregðast ekki skyldum sínum gagnvart NATO þótt ratsjáreftirlit sé takmarkað, að mati Geirs Haarde, forsætisráðherra. Hann segir varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn eiga að ljúka fyrir mánaðamót.

Fann fórnarlambið á vefsíðu fyrir samkynhneigða

Pilturinn sem kom sér í kynni við mann í gegnum netið gagngert til að drepa hann, fór inn á vef fyrir samkynhneigða, þar sem hann taldi að þá væri auðveldara að fá viðkomandi til að hitta sig. Hann dvelur nú á unglingaheimili.

Haftið rofið

Stærsti jarðborinn lauk hlutverki sínu í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar í morgun. Herdís Sigurgrímsdóttir var fyrir austan og fylgdist með ferlíkinu brjóta niður síðasta berghaftið.

Brýnt að bregðast við misskiptingu

Rúmlega 2500 manns gengu til góðs í dag og söfnuðu fé handa börnum í suðurhluta Afríku. Einn göngumanna var forseti Íslands sem telur einnig brýnt að stjórnvöld, sveitarfélög og almenningur hrindi af stað þjóðarátaki til að jafna lífskjörin á Íslandi.

Hestamenn og vegfarendur verði á varðbergi

Svokallaður Grafarvogsdagur stendur nú yfir en honum lýkur með flugeldasýningu klukkan 22:00 í kvöld. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að vitað sé að hross geti fælst við flugelda og því biður lögreglan í Reykjavík bæði hestamenn og vegfarendur að vera á varðbergi.

Lögreglustjórafélag Íslands stofnað

Stofnfundur Lögreglustjórafélags Íslands var haldinn á Hvolsvelli í dag. Félagið er stofnað vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagi lögreglunnar og eru félagar allir lögreglustjórar og aðstoðarlögreglustjórar sem sinna mun þeim störfum eftir 1. janúar 2007.

Missa tökin á raunveruleikanum

Ofbeldisfullir tölvuleikir og sjónvarpsefni hafa áhrif á þau ungmenni sem veik eru fyrir og geta orðið til þess að þau missi tökin á raunveruleikanum. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessari þróun hérlendis fremur en annars staðar, segir Hugo Þórisson, barnasálfræðingur, en mál sextán ára pilts sem leitaði uppi mann til að drepa í gegnum netið, hefur vakið mikinn óhug.

Vill taka málið upp við yfirstjórn NATO

Varaformaður Samfylkingarinnar vill taka það upp við yfirstjórn NATO að ekkert eftirlit sé með ómerktum flugvélum sem hugsanlega reyna að komast inn í íslenska lofthelgi.

Gengið til góðs

Söfnun Rauða Krossins, Göngum til góðs hófst í morgun. Að þessu sinni er safnað fyrir börn í sunnanverðri Afríku sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi.

Sífellt fleiri börn metin í sjálfsvígshættu

Tæplega 50 börn sóttu bráðamóttöku Barna og unglingadeildar vegna sjálfsvígshættu á fyrstu fimm mánuðum ársins. Til að taka á þessum vanda er deildin að fara af stað með verkefni sem heitir Lífið kallar en til þess þarf fjármagn.

Fremur róleg nótt um allt land

Fremur rólegt var hjá lögreglu um allt land í nótt. Fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík voru þó fullsetnar í morgunsárið en að sögn varðstjóra á vakt höfðu þeir sem þar gistu unnið sér það eitt til saka að vera ofurölvi. Þrír voru teknir fyrir ölvuanarakstur í höfuðborginni í nótt.

50 börn á bráðamóttöku BUGL fyrstu 5 mánuði 2006

Tæplega 50 börn sóttu bráðamóttöku Barna og unglingadeildar vegna sjálfsvígshættu á fyrstu fimm mánuðum ársins. Til að taka á þessum vanda er deildin að fara af stað með verkefni sem heitir Lífið kallar en til þess þarf fjármagn.

Einstakt mál hérlendis

Mál sextán ára pilts sem segist hafa leitað sér fórnarlambs á netinu til að ráða af dögum, er algerlega einstakt hérlendis. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir piltinum í gær, fyrir að hafa stungið 25 ára mann í bakið með hnífi. Pilturinn ber að hann hafi langað til að drepa mann og því hafi hann lagt til þessa netkunningja síns með hnífi þegar hann fékk tækifæri til.

Eldur í plastkari læsti sig í klæðningu húss

Kveikt var í plastkari í Skeifunni um hálffimmleytið í nótt. Þegar slökkvilið kom á staðinn logaði talsvert í karinu og hafði eldurinn náð að læsa sig í klæðningu á húsi sem karið stóð við. Slökkviliðið var þó fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Brennuvargurinn er ófundinn.

Eldur kviknaði í kjallaraíbúð

Eldur kviknaði í kjallara íbúðarhúss við Hlíðarveg í Kópavogi um sexleytið í morgun. Tveir voru í íbúðinni og komust þeir út af sjálfsdáðum, auk fjögurra manna fjölskyldu sem býr á efri hæð hússins.

Vildi finna einhvern til að drepa

Sextán ára piltur, sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald fyrir að hafa stungið tuttuguogfimm ára gamla karlmann í bakið með hnífi, sagðist við handtöku hafa kynnst manninum í gegnum internetið með það í huga að finna einhvern til að drepa.

Verða að semja fyrirfram

Ef stjórnarandstöðunni er einhver alvara með að stilla upp valkosti við núverandi ríkisstjórn í næstu kosningum, þá verður að semja stjórnarsáttmálann fyrirfram, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Samfylkingin myndi líklega tapa meiru á því en vinstri grænir og er því tregari til að lofa nokkru um framtíðarsamstarf.

Ungt fólk skortir fræðslu og hræðslu

Fjöldi alnæmissmitaðra hefur rokið upp á Norðurlöndunum undanfarin ár. Enn sjást engin merki um þessa þróun hérlendis, að sögn sóttvarnalæknis, en smitleiðirnar eru greinilega opnar þar sem lekandatilfellum hefur fjölgað mjög. Kæruleysi og kynlífsvæðingu er um að kenna, segir formaður alnæmissamtakanna.

Bað ekki um að þyrlurnar yrðu lengur

Björn Bjarnason segist ekki hafa beðið Bandaríkjamenn um að halda björgunarþyrlum sínum þar til aðrar þyrlur kæmu í þeirra stað í október en þyrlur hersins fara í næstu viku. Formaður Sjómannasambands Ísland segir það setja sjómenn í hættu að bilið þarna á milli sé ekki brúað því slysin geri ekki boð á undan sér.

Segist vilja að fylgst sé með lofhelginni

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill ekki staðfesta hvort eftirlit sé haft með ómerktum flugvélum í íslenskri lofthelgi þrátt fyrir fréttir um að bandaríkjaher hafi hætt eftirlitinu fyrir nokkrum vikum. Geir H. Harde forsætisráðherra vill heldur ekki tjá sig um málið.

Mæta í vinnu hjá Varnarliðinu en hafa ekkert að gera

Íslenskir starfsmenn hjá Varnarliðinu mæta til vinnu dag hvern en hafa engin verkefni. Um 300 Íslendingar eru þar enn við störf þrátt fyrir að búið sé að fjarlæga tölvur, síma, verkfæri og jafnvel skrifborðsstóla.

Barr hækkar tilboð sitt í PLIVA

Forsvarsmenn bandaríska lyfjafyrirtæksins Barr greindu frá því í dag þeir hefðu hækkað tilboð sitt í öll hlutabréf króatíska lyfjafyrirtækisins PLIVA. Þar með heldur barátta Actavis og Barr um yfirráð í PLIVA áfram.

FÍS harmar óviðeigandi samhengi hlutanna

Í framhaldi af viðtölum við Jóhannes Jónsson í Þættinum "Örlagadagurinn" á Stöð 2 og NFS tvo sunnudaga í ágúst harmar stjórn FÍS - Félags íslenskra stórkaupmanna, að félagið og einstakir forsvarsmenn þess hafi verið nefndir á nafn í óviðeigandi samhengi Í tilkynningu FÍS segir að fjölmörg aðildarfélög FÍS eigi í miklum og góðum viðskiptum við ýmis fyrirtæki Baugs þar sem báðir njóti góðs af. Það sé því síst í þeirra þágu að fræjum tortryggni sé sáð á þessum vettvangi.

Varnarviðræður halda áfram 14. september

Og við vorum að fá þá frétt að ákveðið hefur verið að viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál verði haldið áfram fimmtudaginn 14. september næstkomandi í Washington. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Starfsemi leikhúsanna kynnt í nýjum bækling

Fulltrúar leikhúsanna á Íslandi komu saman í Hressingarskálanum í dag til að kynna úgáfu bæklings sem innheldur upplýsingar um allt það sem verður á dagskrá leikhúsanna á komandi leikári.

Samkeppni íslenskra háskóla ekki af hinu góða

Samkeppnisumhverfið sem íslenskir háskólar búa við er ekki af hinu góða. Þetta er meðal þess sem gagnrýnt er í nýrri skýrslu OECD um íslenska háskólakerfið. Þar kemur einnig fram að gæðaeftirlit með skólunum er ófullnægjandi.

Magni og frú fá dúnsængur

Það er greinilegt að árangur Magna Ásgeirssonar í Rockstar:Supernova gleður marga. Fréttavefurinn Austurlandið punktur is greinir frá því að eigendur verslunarinnar Gæði og mýkt á Grensásvegi hafi ákveðið að gefa Magna og konu hans dúnsængur og dúnkodda fyrir frábæran árangur í raunveruleikaþættinum.

Gæsluvarðhald vegna hnífsstungu staðfest

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sextán ár apilti sem grunaður er um að hafa stungið tuttugu og fimm ára gamla karlmann í bakið með hnífi í Laugardal aðfararnótt þriðjudags.

900 sjálfboðaliðar skráðir í söfnun RKÍ

Um 900 sjálfboðaliðar hafa þegar skráð sig í landssöfnun Rauða kross Íslands sem fer fram á morgun undir kjörorðinu Göngum til góðs. Hefur mikill stígandi verið í skráningu sjálfboðaliða síðustu daga og hafa um 400 bæst við frá því gærdag. Rauði krossinn þarf um 2.000 sjálfboðaliða til að ná takmarki sínu að ganga í hvert hús á landinu.

Laugarlækjaskóli ver titil á heimavelli

Norðurlandamót grunnskóla í skák hefst í dag klukkan átján í Lauglækjaskóla, en hann á einmitt titil að verja. Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum mótsins að skólameistarar frá öllum Norðurlöndunum séu komnir til landsins til að reyna með sér og stendur mótið fram á sunnudagskvöld.

Annir hjá lögreglu í gær

Þremur tölvum var stolið í jafnmörgum þjófnaðarmálum sem voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær. Einni var stolið úr skóla, annarri í heimahúsi þar sem þjófurinn fór inn um svaladyr en ekki er fullkomlega ljóst með hvaða hætti þriðja tölvan hvarf. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar.

Útlán Íbúðalánasjóðs dragast saman

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 3,2 milljörðum króna í ágúst og drógust saman um tæpa tvo milljarða frá fyrra mánuði þegar þau námu 5,1 milljarði.

Árni vék ekki fyrir Þorgerði Katrínu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það af og frá að Árni Mathiesen hafi fært sig yfir í suðurkjördæmi til að hún gæti tekið fyrsta sæti á lista flokksins í suðvesturkjördæmi. Þetta sagði hún í viðtali við NFS eftir ríkisstjórnarfund í morgun.

Vill ræða arðsemismat í ljósi nýrra upplýsinga

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, óskaði eftir því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag að fulltrúar Landsvirkjunar og hagfræði- og efnhagssérfræðingar kæmu á fund nefndarinnar. Tilefnið er arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar í ljósi upplýsinga um aukinn kostnað virkjunarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir