Fleiri fréttir

Fundu búnað til að stela kortaupplýsingum

Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú mál þar sem sérstökum búnaði var komið yfir kortasjálfsala við bensínstöð á höfuðborgarsvæðinu með það að markmiði að ná rafrænum upplýsingum af greiðslukortum. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt mál kemur upp hér á landi.

Dagur Group opnar verslun í Leifsstöð næsta vor

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og Dagur Group hafa gert með sér samning um rekstur verslunar með tónlist, kvikmyndir, tölvuleiki sem og afþreyingarefni því tengt, en hingað til hafa þessir vöruflokkar verið seldir í Fríhöfninni ehf. Einnig mun verslunin selja aðgöngumiða á tónleika og aðra afþreyingarviðburði á Íslandi og erlendis.

Skorað á öll stjórnmálaöfl að tryggja jafnan hlut kynjanna

Kvennahreyfing Samfylkingarinnar skorar á öll stjórnmálaöfl að tryggja jafnan hlut kvenna og karla á framboðslistum í komandi alþingiskosningum. Í tilkynningu frá hreyfingunni er sérstaklega hvatt til þess að í tveimur efstu sætum hvers framboðslista sé fólk af báðum kynjum og þannig tryggt að hlutur kynjanna verði sem jafnastur í fulltrúatölu á Alþingi.

Skjálftavirkni á Ströndum

Jarðskjálfti upp á þrjá á Richter var laust eftir klukkan sjö í morgun vestur af Djúpuvík í Reykjafirði á Ströndum. Annar minni skjálfti að stærð 2,7 varð á sömu slóðum nokkrum mínútum fyrir.

Efnistaka við Eyvindará hafi ekki verulega neikvæð áhrif

Skipulagsstofnun hefur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð efnistaka við Eyvindará á Fljótsdalshéraði eins og hún sé kynnt í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum valdi ekki verulega neikvæðum og óafturkræfum sjónrænum áhrifum.

Starfandi erlendum ríkisborgurum fjölgar um 265% á sjö árum

Starfandi erlendir ríkisborgurum fjölgaði um 265 prósent frá árinu 1998 til 2005. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Starfandi erlendir ríkisborgarar voru 9.010 árið 2005 eða 5,5 prósent af heildarfjölda starfandi fólks en voru 3.400 árið 1998 eða 2,3 prósent af starfandi fólki.

Umferðartafir vegna málningarvinnu á Breiðamerkursandi

Vegna málningarvinnu við Jökulsá á Breiðamerkursandi má búast við umferðartöfum þessa viku og næstu viku. Á Djúpvegi (þjóðvegi 61) við Selá í Hrútafirði standa nú yfir brúarframkvæmdir og er vegfarendum beint um hjáleið.

Guðjón Hjörleifsson býður sig fram í 2.-3. sæti

Guðjón Hjörleifsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér í 2. til 3. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara næsta vor. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér í morgun en Guðjón var í þriðja sæti listans fyrir síðustu kosningar.

Talinn hafa verið á 200 km hraða

Þrítugur karlmaður var mældur á 148 kílómetra hraða á vélhjóli sínu skammt fyrir utan Akureyri í nótt. Þegar lögregla gaf manninum merki um að hún vildi ná af honum tali sinnti hann því engu heldur reyndi að stinga laganna verði af, og telur lögregla að vélhjólið hafi verið á um og yfir 200 kílómetra hraða meðan á eltingaleiknum stóð.

Þorgerður Katrín sækist eftir 1. sætinu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar næsta vor. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Á annað hundrað grömm af hassi fundust við húsleit

Lögreglan í Kópavogi réðist í gærkvöldi, með aðstoð lögreglunnar í Hafnarfirði og tollgæslunnar, til atlögu á heimili á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur lék á að fram færi fíkniefnasala. Fimm manns af báðum kynjum, á tvítugs- og þrítugsaldri, voru handtekin í og við heimilið. Við leit í húsnæðinu fundust á annað hundrað grömm af hassi, vafið í söluumbúðir, og lítilræði af amfetamín.

Ekkert eftirlit með merkjum frá ratsjárstöðvum

Ekkert eftirlit er hér á landi með merkjum sem berast frá fjórum ratsjárstöðvum hersins á Íslandi en kerfið var sett upp til að verjast ómerktum flugvélum sem reyna að laumast inn í íslenska lofthelgi. Bandaríkjamenn hafa engan áhuga sýnt á því að reka þetta kerfi áfram.

Gengið til góðs á laugardaginn

Rauði kross Íslands hvetur þjóðina til að ganga til góðs á laugardag, í þágu munaðarlausra barna í Afríku sem og annarra barna þar sem standa höllum fæti.

Stjórnarandstaðan stillir saman strengi sína

Formenn Samfylkingarinnar, vinstri grænna og Frjálslynda flokksins hittust í gær til að ræða einhvers konar samstarf á milli flokkanna í næstu þingkosningum. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að ákveðið hafi verið að flokkarnir reyndu að stilla saman strengi sína og það yrði byrjað á velferðarmálunum.

Árni fram í Suðurkjördæmi

Árni Mathiesen fjármálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Árni yfirgefur þannig Suðvesturkjördæmið, sitt gamla kjördæmi, en hann segist ekki vera að rýma fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins.

Börnin fá að fara í skólann

Pólsku börnin á Ísafirði fá loks að fara í skólann á morgun þrátt fyrir að vera ekki komin með kennitölu. Enginn skóli á landinu virðist því ætla að halda sig við lagabókstafinn sem kveður á um að kennitala sé forsenda skólavistar fyrir börn nýbúa.

Ellefu ára með fíkniefni

Lögreglan í Reykjavík hafði á dögunum afskipti af ellefu ára dreng þar kannabisefni fundust í fórum hans. Eftir því lögregla kemst næst mun þetta vera einsdæmi í sögu lögreglunnar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að drengurinn hafi verið tvísaga þegar lögreglan ræddi við hann.

Greiða 30 þúsund krónur með ungbarni á mánuði

Kópavogsbær hyggst greiða foreldrum ungbarna um 30 þúsund krónur á mánuði frá lokum fæðingarorlofs þar til barnið fær leikskólavist eða hefur náð tveggja ára aldri. Þessar hugmyndir voru kynntar á bæjarráðsfundi í dag.

Hæsta tré landsins í Hallormsstaðaskógi

Hæsta træ landsins er að finna í Hallormsstaðaskógi en það er alaskaösp sem er 24,2 metrar á hæð eftir því sem fram kemur í Sunnlenska fréttablaðinu.

Lögregla auglýsir eftir vitnum

Lögreglan auglýsir eftir vitnum að líkamsárás við veitingastaðinn Pravda í Austurstræti á milli klukkan hálffjögur og hálffimm aðfararnótt sunnudagsins 27. ágúst. Þar var bandarískum ferðamanni veitt þungt hnefahögg í andlitið og hlaut hann verulega áverka.

Sjö af börnunum átta komin í skóla

Sjö af erlendu börnunum átta sem ekki fengu inni í grunnskóla í Ísafjarðarbæ eru komin í skóla eftir fund skólayfirvalda með Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra. Á fréttavef Bæjarins besta er sagt frá því sú ákvörðun hafi verið tekin að því tilskildu að hægt væri að staðfesta að sótt hefði verið um kennitölu fyrir þau.

Tökum á annarri þáttaröð Latabæjar lokið

Upptökum á annarri þáttaröð sjónvarpsþáttanna um Latabæ lauk nú um mánaðarmótin. Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum að alla hafi verið teknir upp 18 nýir þættir í kvikmyndaveri Latabæjar í Garðabæ og hafa um 130 kvikmyndagerðarmenn, íslenskir og erlendir, starfað við verkefnið síðastliðið hálft ár.

Árni býður sig fram í Suðurkjördæmi

Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefur ákveðið að bjóða sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Þetta tilkynnti ráðherra á fundi á Kaffitári í Reykjanesbæ.

Faxaskáli rifinn

Vinnuvélar hófu að rífa niður Faxaskála í morgun en húsnæðið mun víkja fyrir nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Faxskálinn, sem er 16.200 fermetrar að stærð, var byggður sem vörugeymsla á sjöunda áratugnum og notaður sem vörugeymsla í tengslum við inn- og útflutning þar til sú starfsemi fluttist í Sundahöfn.

Árni Mathiesen boðar til blaðamannafundar

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar á Kaffi Tár í Reykjanesbæ kl. 15 í dag. Samkvæmt heimildum fréttatofu tengist fundurinn framboði ráðherrans fyrir næstu þingkosningar. Sýnt verður beint frá blaðamannafundinum á NFS kl. 15.

Fylkisþingmenn frá Kaliforníu í heimsókn

Sendinefnd frá fylkisþingi Kaliforníu verður í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Alþingis dagana 7.-13. september. Fyrir sendinefndinni fer öldungadeildarþingmaðurinn Tom Torlakson en hann er af íslenskum ættum

Fundu fíkniefni á ellefu ára dreng

Lögreglan í Reykjavík hafði á dögunum afskipti af ellefu ára dreng þar sem kannabisefni fundust í fórum hans. Eftir því lögregla kemst næst mun þetta vera einsdæmi í sögu lögreglunnar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að drengurinn hafi verið tvísaga þegar lögreglan ræddi við hann.

Segir sveitarfélög ekki tilbúin að greiða fyrir þjónustu Strætós

Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi formaður Strætó bs., hefur sent frá yfirlýsingu vegna ásakana um að hún hafi leynt bágri fjárhagsstöðu Strætós. Þar segir hún slæma fjárhagsstöðu Strætó bs. er tilkomna vegna þess að flest sveitarfélög sem standa að byggðasamlaginu hafi ekki verið tilbúin að greiða fyrir þá þjónustu sem þau sjálf hafa óskað eftir, að Reykjavík og Hafnarfirði undanskildum.

Hyggst reyna aftur að ári

Benedikt S. Lafleur hætti í morgun við þreksund sitt yfir Ermarsund vegna óhagstæðra skilyrða. Hann er þó ekki af baki dottinn og hyggst reyna aftur að ári, breytist veðrið ekki til batnaðar á næstu dögum.

Viljaleysi dómsmálayfirvalda um að kenna

Allsherjarnefnd Alþingis kom saman í morgun að beiðni Samfylkingarmanna til að ræða vanda íslenskra fangelsa. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd, segir ófremdarástand nú vera til komið vegna viljaleysis dómsmálayfirvalda.

Stóriðjustefnan er sannarlega liðin

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir það háðulegt og óheppilegt ef stjórnarandstaðan þekkir ekki muninn á stóriðjustefnu stjórnvalda og frumkvæði landsmanna. Þar á hann við ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem sagði í gær að stóriðjustefna stjórnvalda væri greinilega ekki dauð, þvert á það sem Jón sagði

Hátt matarverð heimatilbúinn vandi

Ágúst Einarsson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir hátt matarverð á Íslandi heimatilbúinn vanda sem meðal annars megi rekja til hægra breytinga á íslensku landbúnaðarkerfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins býst við tillögum um breytingar á vörugjaldi á næstunni.

Orkuveitan vinnur með háskólum

Orkuveita Reykjavíkur, ásamt sjö háskólum, hefur stofnsett sjálfstæðan sjóð sem ætlað er að vera samstarfsvettvangur um orku- og umhverfisrannsóknir.

Þurfti að hætta við sund yfir Ermarsund

Benedikt S. Lafleur hætti í morgun við þreksund sitt yfir Ermarsund vegna óhagstæðra skilyrða. Benedikt lagði af stað í morgun en varð frá á hverfa vegna hvassviðris og þess að vont var í sjóinn. Hann sagði í samtali við NFS í morgun útlitið væri ekki gott næstu daga og því væri sundið í mikilli óvissu og jafnvel þyrfti hann frá að hverfa.

Stofna Landnemaskóla fyrir erlent starfsfólk

Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis hyggst í samstarfi við nokkra aðila koma á fóta svokölluðum Landnemaskóla til að greiða fyrir aðgengi erlends starfsfólks að íslensku samfélagi. Um er að ræða 120 stunda nám í íslensku, samfélagsfræði og fleira sem Mímir-símennt og samstarfsaðilar hafa þróað.

Ísland í níunda sæti yfir efnahagslegt frelsi

Ísland hefur færst upp um fjögur sæti á lista yfir þær þjóðir heimsins sem búa við mest efnahagslegt frelsi samkvæmt árlegri skýrslu um efnahagslegt frelsi í heiminum. Það er Rannsóknarmiðstöð um samfélags og efnahagsmál sem gefur út skýrsluna. Ísland var í þrettánda sæti í fyrra en er nú í því níunda ásamt Lúxemborg.

Lagður af stað yfir Ermasundið

Benedikt S. Lafleur lagði af stað í þreksund sitt yfir Ermarsundið upp úr sjö í morgun. Í samtali við NFS í morgun var hann brattur og sagði aðstæður prýðisgóðar í dag en sundraunin hefur frestast um nokkra daga vegna veðurs og öldugangs.

Safna fyrir byggingu skóla í Pakistan

Nemendur og starfsmenn Borgarholtsskóla munu ferðast leiðina til Pakistan í dag. Í tilefni 10 ára afmælis skólans er efnt til táknræns hlaups, göngu og/eða hjólreiða nemenda og starfsmanna skólans í fjáröflunarskyni og er markmiðið að samanlagður kílómetrafjöldi sem lagður verður að baki verði jafn vegalengdinni í loftlínu á milli Íslands og Pakistan.

Mikill verðmunur á pasta og frosinni ýsu

Um sautján hundruð krónum getur munað á innkaupakörfum samkvæmt nýrri verðlagskönnun Verðlagseftirlits ASÍ. Karfan var ódýrust í Bónus en dýrust í Kaskó. Mikilvægt að skoða innihald körfunnar í heild, segir ASÍ.

Fleiri karlar njóta fríðinda

Næstum þrír af hverjum fjórum félagsmönnum VR njóta hlunninda sem hluta af launakjörum sem er nokkur aukning frá árinu 2004.

Hætt störfum hjá flokknum

Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, hefur látið af störfum sem aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en því starfi hefur hún gegnt síðustu sjö ár.

Vöruverð lækkar ef verndartollar hverfa

Matarverðið lækkar ekki nema Íslendingar afnemi tolla og vörugjöld og lækki virðisaukaskatt. Innkoma erlendrar lágvöruverðsverslunar á íslenskan markað myndi lækka vöruverðið, að mati framkvæmdastjóra sænska SVÞ.

Slæmri stöðu Strætó leynt

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum stjórnarformann Strætó bs., borgarfulltrúa R-listans, hafa leynt upplýsingum um slæma fjárhagsstöðu fyrirtækisins fram yfir kosningar. Fyrrum stjórnarformaður segir þetta dylgjur og að málið hafi ekki verið

Sjá næstu 50 fréttir