Fleiri fréttir Metfjöldi ferðamanna Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli fóru tæplega 67 þúsund erlendir ferðamenn um flugstöðina í júlí. Þetta er mesti fjöldi ferðamanna, sem komið hafa til landsins, í einum mánuði og hækkun um 2,6% frá sama tíma í fyrra. 30.8.2006 10:45 Árni kannast ekki við uppreist æru sinnar Árni Johnsen segist ekki hafa fengið það tilkynnt sjálfur að handhafar forsetavalds séu búnir að undirrita uppreist æru honum til handa. Frétt þess efnis var í Fréttablaðinu í morgun. Ekki hefur náðst í dómsmálaráðherra sem fer með málið og leggur fram tillögu eða nokkurn handhafa forsetavalds, en forseti Íslands er í útlöndum í einkaerindum fram í næstu viku. 30.8.2006 10:00 Krapasnjór á vestfirskum vegum Krapasnjór er víða á fjallvegum á Vestfjörðum og biður Vegagerðin fólk um að sýna fyllstu varkárni á Steingrímsfjarðarheiði, Hrafnseyrarheiði og Þorskafjarðarheiði. 30.8.2006 09:39 Hannes vann fyrstu skákina Hannes Hlífar Stefánson vann Héðinn Steingrímsson í fyrstu einvígisskákinni af fjórum í gærkvöldi, en þeir tefla nú um Íslandsmeistaratitilinn í skák. 30.8.2006 09:30 Lyklar að nýjum stúdentagörðum afhentir Félagsstofnun stúdenta og stúdentar við Háskóla Íslands fögnuðu í gær þegar lyklar voru afhendir að nýjum stúdentagörðum við Lindagötuna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri afhenti alnafna sínum lyklana að nýrri stúdentaíbúð að því tilefni. 30.8.2006 09:15 Erfiðlega gekk að greiða Magna atkvæði Erfiðlega gekk að greiða atkvæði fyrir raunveruleikaþáttinn Rockstar Supernova í gærkvöldi vegna mikils álags, í það minnsta hér á Íslandi. Margir Íslendingar ætluðu að styðja Magna með því að senda inn fjölda atkvæða en fram til þrjú í nótt komst ekki í gegn nema brotabrot af þeim atkvæðum sem fólk reyndi að senda. 30.8.2006 09:00 Lánaði 15 ára strák bílinn sinn Lögreglan í Keflavík stöðvaði í gærkvöldi 15 ára ungling undir stýri í miðbæ Keflavíkur. 18 ára eigandi bílsins hafði leyft honum að keyra og fær sá líklega kæru fyrir enda er það ólöglegt. 30.8.2006 08:45 Ók um göngustía í Fossvogsdal Ökumaður á stolnum bíl, sem grunaður er um að hafa verið undir áhrifum vímuefna, reyndi að stinga lögregluna í Kópavogi af í nótt. Mikill eltingaleikur upphófst og tók lögreglan í Reykjavík þátt. Eltingaleikurinn barst um víðan völl, meðal annars um göngustíga í Fossvogsdal. 30.8.2006 08:14 Hannes komin með einn vinning Hannes Hlífar Stefánson vann Héðinn Steingrímsson í fyrstu einvígisskákinni af fjórum, en þeir heyja nú einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í skák í Orkuveitu Reykjavíkur. Einvígsskákvígið hófst fyrr í dag og mun standa næstu daga. Fjöldi áhofenda kom á skákstað og sá Helgi Ólafsson stórmeistari um skákskýringar. Næsta einvígsskák fer fram á morgun klukkan fimm í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi. 29.8.2006 22:30 Ekið á ungan dreng Ekið var á ellefu ára gamlan dreng við Sundlaugarveg á áttunda tímanum í kvöld. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar en meiðsl hans reyndust minniháttar. 29.8.2006 22:02 Eldur kviknaði í timbursölu BYKO Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á áttunda tímanum í kvöld vegna elds sem hafði kviknað í sagi í timbursölu BYKO í Kópavogi. Starfsmenn Byko voru búnir að slökkva eldin þegar slökkvilið kom á staðinn. Talsverður reykur var á svæðinu og þurftu slökkviliðsmenn því að reykræsta timbursöluna. 29.8.2006 21:55 Hægt að kjósa Magna á MSN Í nótt verður í fyrsta sinn hægt að kjósa Magna Ásgeirsson í gegnum skilaboðaforritið MSN Messenger. Það er Microsoft á Íslandi stendur fyrir þessari nýjung. Þeir sem hyggjast greiða Magna atkvæði sitt með þessum hætti þurfa að endurræsa forritið og þá kemur í ljós flipi á vinstri hönd með mynd af stjörnu á. Þegar ýtt er á stjörnuna kemur kosningavalmynd í ljós. Þessi nýja leið til að greiða keppendum atkvæði í Rockstar:Supernova stendur einungis Íslendingum og Bandaríkjamönnum til boða en auk þess er hægt að kjósa á Netinu og senda sms líkt og áður. 29.8.2006 20:40 Stúdentar fagna nýjum stúdentagörðum Félagsstofnun stúdenta og stúdentar við Háskóla Íslands fögnuðum í dag þegar lyklar voru afhendir að nýjum stúdentagörðum við Lindagötuna. 29.8.2006 19:51 Hekla tilbúin að gjósa Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. 29.8.2006 18:49 Tvær létust í umferðarslysum Nítján hafa látist í umferðinni á Íslandi á þessu ári. Stúlka lést eftir umferðarslys á Eiðavegi í gærkvöldi. Önnur íslensk stúlka lést í umferðarslysi í Danmörku í gær. 29.8.2006 18:45 Hafa játað hlutdeild í smygli fangavarðar Nokkrir hafa játað að eiga þátt í fíkniefnasmygli fangavarðar á Litla-Hrauni. Þeir eru utan veggja fangelsisins og ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. 29.8.2006 18:45 Tefla á skákborði meistaranna Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson hófu að tefla um Íslandsmeistaratitilinn í skák í húsakynnum Orkuveitunnar klukkan fimm í dag. Þeir tefla á skákborðinu sem Fischer og Spasský tefldu við árið 1972, en afar sjaldgæft að mönnum sé leyft að tefla á því. 29.8.2006 18:15 Háskóli Íslands og íslensk erfðagreining í samstarf Háskóli Íslands og íslensk erfðagreining hafa gert samstarfssamning sem gefur nemendum Háskólans kost á að sækja framhaldsnámskeið í mannerfðafræði í umsjón vísindamanna og sérfræðinga Íslenskrar erfðagreiningar. 29.8.2006 18:15 17 ára piltur handtekinn með 100 grömm af kókaíni Sautján ára piltur var handtekinn á Leifsstöð með 100 grömm af kókaíni falið innvortis. Þetta er í þriðja sinn á rúmri viku sem reynt er að smygla fíkniefnum til landsins með því að fela þau innvortis. 29.8.2006 18:08 Valgerður á fund iðnaðarnefndar Minnihluti iðnaðarnefndar hefur óskað eftir því við formann nefndarinnar að Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðaráðherra, verði kölluð á fund nefndarinnar á morgun. 29.8.2006 18:04 Bæta þarf viðbúnarð og viðbragðsáætlanir Skerpa þarf á viðbúnaði og gera viðbragðsáætlanir vegna sinu- og skógarelda sem upp kunna að blossa í framtíðinni. Sinubruninn á Mýrum í vor sýndi fram á að áhættan væri meiri en áður var talið. 29.8.2006 18:04 Íslensk stúlka lést í bílslysi á Jótlandi Íslensk stúlka lést á Jótlandi í Danmörku á mánudaginn síðastliðinn þegar strætisvagn og flutningabíll keyrðu saman. Stúlkan hét Hulda Hauksdóttir og var 22. ára gömul. 29.8.2006 17:08 Krabbameinssjúk börn fá fartölvur til eignar Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og EJS, umboðsaðili Dell tölva á Íslandi skrifuðu undir samstarfssamning á Barnaspítala hringsins í dag. Að því tilefni fengu fjögur börn fengu afhendar tölvur frá EJS. 29.8.2006 15:43 Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins felld úr gildi Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um bann við samruna Dagsbrúnar og Senu. 29.8.2006 15:37 Starfshópur um norðurslóðamál Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í dag ákvörðun sína um að setja á laggirnar starfshóp um norðurslóðamál. Viðfangsefni starfshópsins verða að undirbúa alþjóðlega ráðstefnu um norðurslóðamál í Reykjavík í mars 2007 og leggja fram greinargerð í kjölfar hennar um stefnumið Íslands og forgangsröðun verkefna í norðurslóðastarfi. 29.8.2006 15:30 Kaupmáttur mun lækka tímabundið Búast má við tímabundinni lækkun kaupmáttar, eignaverðs og fjölgun gjaldþrota þegar um hægist í efnahagslífinu, að mati Greiningar Glitnis. 29.8.2006 14:11 Vilja dómsmálaráðherra fyrir nefndina Að ósk þriggja fulltrúa Samfylkingarinnar í alsherjanefnd mun nefndin koma saman, þriðjudaginn þann 5. september, til að funda um það ófremdarástand sem er í fangelsismálum landsins. Þar munu fulltrúarnir fara fram á að dómsmálaráðherra verði kallaður á fund nefndarinnar enda telji þeir hann ábyrgan fyrir ástandinu. 29.8.2006 13:30 Reykvíkingum frjálst að eiga hunda á ný Hundahald verður að öllum líkindum leyfilegt á ný í Reykjavík innan skamms eftir að þessum besta vini mannsins hefur verið úthýst í 82 ár. Umhverfisráð boðar í staðinn hert viðurlög gegn þeim sem brjóta gegn reglum um hundahald. 29.8.2006 13:16 Bæklunarlæknar krefjast úrbóta Bæklunarlæknar íhuga að segja sig úr samningi við Tryggingastofnun ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra. Þeir vilja aukið fjárhagslegt svigrúm frá Tryggingastofnun til að sinna sjúklingum sínum eins og þörf krefur. Formaður samninganefndar bæklunarlækna segir Tryggingastofnun ekki rækja hlutverk sitt sem skyldi ef hún geti ekki tryggt Íslendingum læknisþjónustu. 29.8.2006 13:10 Forstjóraskipti hjá Dagsbrún Gunnar Smári Egilsson hefur látið af störfum sem forstjóri Dagsbrúnar og mun veita nýjum sjóði forstöðu, Dagsbrún Mediafund, sem tekur við uppbyggingu og útgáfu Nyhedsavisen í Danmörku og undirbýr frekari útgáfu fríblaða í öðrum löndum. Árni Pétur Jónsson tekur við starfi forstjóra Dagsbrúnar og gengir því starfi samhliða starfi sínu sem forstjóri Og Vodafone. 29.8.2006 12:19 Tillaga um flýtingu útboða felld Meirihluti samgöngunefndar Alþingis felldi í morgun tillögu fulltrúa minnihluta þess efnis að ríkisstjórnin dragi nú þegar til baka ákvörðun um að skera niður framkvæmdir á tilgreindum vegaköflum úti á landi og að útboðum verði flýtt til að vinna upp glataðan tíma. Fulltrúar minnihlutans bentu á að vegaáætlun er samþykkt af Alþingi og studd samþykktum fjárlögum og enginn nema Alþingi sjálft geti fellt slíkt úr gildi. Eins og áður segir var tillagan felld með 5 atkvæðum stjórnarþingmanna gegn 4 atkvæðum minnihlutans í samgöngunefnd. 29.8.2006 11:03 Borð Fischers og Spasskys á leið í ferðalag Skákborðið sem Fischer og Spasský tefldu við árið 1972 verður sent til Þýskalands innan skamms þar sem það fer á viðamikla sýningu sem helguð er skák og stjórnmálum. En áður en borðið leggur í langferð þjónar það í öðru einvígi þar sem Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson kljást um Íslandsmeistaratitilinn. Það einvígi byrjar klukkan fimm í dag í húsi Orkuveitu Reykjavíkur og er öllum opið. 29.8.2006 10:34 Samfylkingin vill fjölga stúdentaíbúðum Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg gangi til viðræðna við byggingafélög námsmanna um uppbyggingu allt að 800 stúdentaíbúða. 29.8.2006 10:29 Alcan í Straumsvík býður þjóðinni í heimsókn Í tilefni af 40 ára afmæli Alcan í Straumsvík verða dyrnar að álverinu opnaðar almenningi sunnudaginn 3. september. 29.8.2006 09:58 Neyðarhjálp úr norðri styrkir elliheimili og grunnskóla í Tékklandi Góðgerðarfélagið "Neyðarhjálp úr norðri" hefur gefið eina milljón króna til elliheimils í bænum Valasske Mexirici og grunnskóla í borginni Vsetin í Tékklandi. Félagið efndi til söfnunar í vor í kjölfar flóða sem urðu í Tékklandi 29.8.2006 09:43 Tafir á umferð Búast má við töfum á umferð í dag og næstu daga frá kl. 7:30-20:00 á Suðurlandsvegi frá Norðlingaholti upp að Litlu Kaffistofu. Tvístefna verður á annari akrein á köflum en umferð handstýrt annarsstaðar. 29.8.2006 09:13 Aurflóð féll inn í kjallara Lítið aurflóð féll inn í kjallara húss á Siglufirði um miðnættið í nótt. Ekki er ljóst hversu miklar skemmdirnar eru. 29.8.2006 09:00 Banaslys á Eiðavegi Ung kona sem lenti í umferðarslysi á Eiðavegi hjá Fossgerði lést í gærkvöldi. Hún var nítján ára. 29.8.2006 08:45 Tap á rekstri Landsvirkjunar Sex komma fimm milljarða króna tap varð af rekstri Landsvirkjunar á fyrri helmingi þessa árs og skýrist það aðallega af veikingu krónunnar og lánum í erlendri mynt. 29.8.2006 08:21 Hætta á frekara grjóthruni og aurskriðum í og við Siglufjörð Laust eftir miðnætti kom vatnsflaumur og drulla úr skurði sem fór inn í kjallara húss á Siglufirði. Mikil úrkoma hefur verið s.l. 2 daga og búast má við að hún verði til hádegis á morgun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. 29.8.2006 01:54 Stjórnarformaður Landsvirkjunar vissi ekki af skýrslu Gríms Stjórnarformaður Landsvirkjunar vissi ekki af greinargerð Gríms Björnssonar jarðfræðings þegar ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun var tekin í stjórn fyrirtækisins. Hann segir að upphaflega hafi aðeins "sérfræðingar fyrirtækisins" fengið greinargerðina frá Orkustofnun. 28.8.2006 19:38 Þorgeir Pálsson til Flugstoða ohf. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri hefur ákveðið að taka boði stjórnar Flugstoða ohf. um að verða forstjóri félagsins. Gengið hefur verið frá starfssamningi milli aðila, sem kveður á um að Þorgeir taki við starfinu 1. janúar 2007. Hann mun fram til þess tíma gegna embætti flugmálastjóra, sem hann var skipaður til árið 1992. 28.8.2006 21:30 Reykjavíkurborg og Strætó BS krefjast skaðabóta Reykjavíkurborg og Strætó bs krefjast skaðabóta frá olíufélögunum upp á 157 milljónir króna vegna samráðs félaganna. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, þar sem stefnandi og verjendur kröfðust frestunar á málunum tveimur í þrjár vikur sem þeir hyggjast nota til frekari gagnaöflunar. Olíufélögin sem um ræðir eru Esso, Olís og Skeljungur. 28.8.2006 21:05 Frestun á fyllingu Hálslóns myndi kosta milljarða Frestun á fyllingu Hálslóns, eins og Vinstri grænir leggja til, myndi kosta Landsvirkjun milljarða króna. Steingrímur J. Sigfússon segir það vel sloppið, miðað við milljarðana sem óvandaður undirbúningur hafi kostað. 28.8.2006 21:00 VG vill að Valgerður segi af sér Formaður Vinstri grænna hvetur Valgerði Sverrisdóttur til að segja af sér ráðherradómi í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á þátt hennar í að greinargerð Gríms Björnssonar jarðfræðings var stimpluð sem trúnaðarmál árið 2002. 28.8.2006 20:55 Sjá næstu 50 fréttir
Metfjöldi ferðamanna Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli fóru tæplega 67 þúsund erlendir ferðamenn um flugstöðina í júlí. Þetta er mesti fjöldi ferðamanna, sem komið hafa til landsins, í einum mánuði og hækkun um 2,6% frá sama tíma í fyrra. 30.8.2006 10:45
Árni kannast ekki við uppreist æru sinnar Árni Johnsen segist ekki hafa fengið það tilkynnt sjálfur að handhafar forsetavalds séu búnir að undirrita uppreist æru honum til handa. Frétt þess efnis var í Fréttablaðinu í morgun. Ekki hefur náðst í dómsmálaráðherra sem fer með málið og leggur fram tillögu eða nokkurn handhafa forsetavalds, en forseti Íslands er í útlöndum í einkaerindum fram í næstu viku. 30.8.2006 10:00
Krapasnjór á vestfirskum vegum Krapasnjór er víða á fjallvegum á Vestfjörðum og biður Vegagerðin fólk um að sýna fyllstu varkárni á Steingrímsfjarðarheiði, Hrafnseyrarheiði og Þorskafjarðarheiði. 30.8.2006 09:39
Hannes vann fyrstu skákina Hannes Hlífar Stefánson vann Héðinn Steingrímsson í fyrstu einvígisskákinni af fjórum í gærkvöldi, en þeir tefla nú um Íslandsmeistaratitilinn í skák. 30.8.2006 09:30
Lyklar að nýjum stúdentagörðum afhentir Félagsstofnun stúdenta og stúdentar við Háskóla Íslands fögnuðu í gær þegar lyklar voru afhendir að nýjum stúdentagörðum við Lindagötuna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri afhenti alnafna sínum lyklana að nýrri stúdentaíbúð að því tilefni. 30.8.2006 09:15
Erfiðlega gekk að greiða Magna atkvæði Erfiðlega gekk að greiða atkvæði fyrir raunveruleikaþáttinn Rockstar Supernova í gærkvöldi vegna mikils álags, í það minnsta hér á Íslandi. Margir Íslendingar ætluðu að styðja Magna með því að senda inn fjölda atkvæða en fram til þrjú í nótt komst ekki í gegn nema brotabrot af þeim atkvæðum sem fólk reyndi að senda. 30.8.2006 09:00
Lánaði 15 ára strák bílinn sinn Lögreglan í Keflavík stöðvaði í gærkvöldi 15 ára ungling undir stýri í miðbæ Keflavíkur. 18 ára eigandi bílsins hafði leyft honum að keyra og fær sá líklega kæru fyrir enda er það ólöglegt. 30.8.2006 08:45
Ók um göngustía í Fossvogsdal Ökumaður á stolnum bíl, sem grunaður er um að hafa verið undir áhrifum vímuefna, reyndi að stinga lögregluna í Kópavogi af í nótt. Mikill eltingaleikur upphófst og tók lögreglan í Reykjavík þátt. Eltingaleikurinn barst um víðan völl, meðal annars um göngustíga í Fossvogsdal. 30.8.2006 08:14
Hannes komin með einn vinning Hannes Hlífar Stefánson vann Héðinn Steingrímsson í fyrstu einvígisskákinni af fjórum, en þeir heyja nú einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í skák í Orkuveitu Reykjavíkur. Einvígsskákvígið hófst fyrr í dag og mun standa næstu daga. Fjöldi áhofenda kom á skákstað og sá Helgi Ólafsson stórmeistari um skákskýringar. Næsta einvígsskák fer fram á morgun klukkan fimm í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi. 29.8.2006 22:30
Ekið á ungan dreng Ekið var á ellefu ára gamlan dreng við Sundlaugarveg á áttunda tímanum í kvöld. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar en meiðsl hans reyndust minniháttar. 29.8.2006 22:02
Eldur kviknaði í timbursölu BYKO Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á áttunda tímanum í kvöld vegna elds sem hafði kviknað í sagi í timbursölu BYKO í Kópavogi. Starfsmenn Byko voru búnir að slökkva eldin þegar slökkvilið kom á staðinn. Talsverður reykur var á svæðinu og þurftu slökkviliðsmenn því að reykræsta timbursöluna. 29.8.2006 21:55
Hægt að kjósa Magna á MSN Í nótt verður í fyrsta sinn hægt að kjósa Magna Ásgeirsson í gegnum skilaboðaforritið MSN Messenger. Það er Microsoft á Íslandi stendur fyrir þessari nýjung. Þeir sem hyggjast greiða Magna atkvæði sitt með þessum hætti þurfa að endurræsa forritið og þá kemur í ljós flipi á vinstri hönd með mynd af stjörnu á. Þegar ýtt er á stjörnuna kemur kosningavalmynd í ljós. Þessi nýja leið til að greiða keppendum atkvæði í Rockstar:Supernova stendur einungis Íslendingum og Bandaríkjamönnum til boða en auk þess er hægt að kjósa á Netinu og senda sms líkt og áður. 29.8.2006 20:40
Stúdentar fagna nýjum stúdentagörðum Félagsstofnun stúdenta og stúdentar við Háskóla Íslands fögnuðum í dag þegar lyklar voru afhendir að nýjum stúdentagörðum við Lindagötuna. 29.8.2006 19:51
Hekla tilbúin að gjósa Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. 29.8.2006 18:49
Tvær létust í umferðarslysum Nítján hafa látist í umferðinni á Íslandi á þessu ári. Stúlka lést eftir umferðarslys á Eiðavegi í gærkvöldi. Önnur íslensk stúlka lést í umferðarslysi í Danmörku í gær. 29.8.2006 18:45
Hafa játað hlutdeild í smygli fangavarðar Nokkrir hafa játað að eiga þátt í fíkniefnasmygli fangavarðar á Litla-Hrauni. Þeir eru utan veggja fangelsisins og ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. 29.8.2006 18:45
Tefla á skákborði meistaranna Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson hófu að tefla um Íslandsmeistaratitilinn í skák í húsakynnum Orkuveitunnar klukkan fimm í dag. Þeir tefla á skákborðinu sem Fischer og Spasský tefldu við árið 1972, en afar sjaldgæft að mönnum sé leyft að tefla á því. 29.8.2006 18:15
Háskóli Íslands og íslensk erfðagreining í samstarf Háskóli Íslands og íslensk erfðagreining hafa gert samstarfssamning sem gefur nemendum Háskólans kost á að sækja framhaldsnámskeið í mannerfðafræði í umsjón vísindamanna og sérfræðinga Íslenskrar erfðagreiningar. 29.8.2006 18:15
17 ára piltur handtekinn með 100 grömm af kókaíni Sautján ára piltur var handtekinn á Leifsstöð með 100 grömm af kókaíni falið innvortis. Þetta er í þriðja sinn á rúmri viku sem reynt er að smygla fíkniefnum til landsins með því að fela þau innvortis. 29.8.2006 18:08
Valgerður á fund iðnaðarnefndar Minnihluti iðnaðarnefndar hefur óskað eftir því við formann nefndarinnar að Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðaráðherra, verði kölluð á fund nefndarinnar á morgun. 29.8.2006 18:04
Bæta þarf viðbúnarð og viðbragðsáætlanir Skerpa þarf á viðbúnaði og gera viðbragðsáætlanir vegna sinu- og skógarelda sem upp kunna að blossa í framtíðinni. Sinubruninn á Mýrum í vor sýndi fram á að áhættan væri meiri en áður var talið. 29.8.2006 18:04
Íslensk stúlka lést í bílslysi á Jótlandi Íslensk stúlka lést á Jótlandi í Danmörku á mánudaginn síðastliðinn þegar strætisvagn og flutningabíll keyrðu saman. Stúlkan hét Hulda Hauksdóttir og var 22. ára gömul. 29.8.2006 17:08
Krabbameinssjúk börn fá fartölvur til eignar Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og EJS, umboðsaðili Dell tölva á Íslandi skrifuðu undir samstarfssamning á Barnaspítala hringsins í dag. Að því tilefni fengu fjögur börn fengu afhendar tölvur frá EJS. 29.8.2006 15:43
Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins felld úr gildi Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um bann við samruna Dagsbrúnar og Senu. 29.8.2006 15:37
Starfshópur um norðurslóðamál Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í dag ákvörðun sína um að setja á laggirnar starfshóp um norðurslóðamál. Viðfangsefni starfshópsins verða að undirbúa alþjóðlega ráðstefnu um norðurslóðamál í Reykjavík í mars 2007 og leggja fram greinargerð í kjölfar hennar um stefnumið Íslands og forgangsröðun verkefna í norðurslóðastarfi. 29.8.2006 15:30
Kaupmáttur mun lækka tímabundið Búast má við tímabundinni lækkun kaupmáttar, eignaverðs og fjölgun gjaldþrota þegar um hægist í efnahagslífinu, að mati Greiningar Glitnis. 29.8.2006 14:11
Vilja dómsmálaráðherra fyrir nefndina Að ósk þriggja fulltrúa Samfylkingarinnar í alsherjanefnd mun nefndin koma saman, þriðjudaginn þann 5. september, til að funda um það ófremdarástand sem er í fangelsismálum landsins. Þar munu fulltrúarnir fara fram á að dómsmálaráðherra verði kallaður á fund nefndarinnar enda telji þeir hann ábyrgan fyrir ástandinu. 29.8.2006 13:30
Reykvíkingum frjálst að eiga hunda á ný Hundahald verður að öllum líkindum leyfilegt á ný í Reykjavík innan skamms eftir að þessum besta vini mannsins hefur verið úthýst í 82 ár. Umhverfisráð boðar í staðinn hert viðurlög gegn þeim sem brjóta gegn reglum um hundahald. 29.8.2006 13:16
Bæklunarlæknar krefjast úrbóta Bæklunarlæknar íhuga að segja sig úr samningi við Tryggingastofnun ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra. Þeir vilja aukið fjárhagslegt svigrúm frá Tryggingastofnun til að sinna sjúklingum sínum eins og þörf krefur. Formaður samninganefndar bæklunarlækna segir Tryggingastofnun ekki rækja hlutverk sitt sem skyldi ef hún geti ekki tryggt Íslendingum læknisþjónustu. 29.8.2006 13:10
Forstjóraskipti hjá Dagsbrún Gunnar Smári Egilsson hefur látið af störfum sem forstjóri Dagsbrúnar og mun veita nýjum sjóði forstöðu, Dagsbrún Mediafund, sem tekur við uppbyggingu og útgáfu Nyhedsavisen í Danmörku og undirbýr frekari útgáfu fríblaða í öðrum löndum. Árni Pétur Jónsson tekur við starfi forstjóra Dagsbrúnar og gengir því starfi samhliða starfi sínu sem forstjóri Og Vodafone. 29.8.2006 12:19
Tillaga um flýtingu útboða felld Meirihluti samgöngunefndar Alþingis felldi í morgun tillögu fulltrúa minnihluta þess efnis að ríkisstjórnin dragi nú þegar til baka ákvörðun um að skera niður framkvæmdir á tilgreindum vegaköflum úti á landi og að útboðum verði flýtt til að vinna upp glataðan tíma. Fulltrúar minnihlutans bentu á að vegaáætlun er samþykkt af Alþingi og studd samþykktum fjárlögum og enginn nema Alþingi sjálft geti fellt slíkt úr gildi. Eins og áður segir var tillagan felld með 5 atkvæðum stjórnarþingmanna gegn 4 atkvæðum minnihlutans í samgöngunefnd. 29.8.2006 11:03
Borð Fischers og Spasskys á leið í ferðalag Skákborðið sem Fischer og Spasský tefldu við árið 1972 verður sent til Þýskalands innan skamms þar sem það fer á viðamikla sýningu sem helguð er skák og stjórnmálum. En áður en borðið leggur í langferð þjónar það í öðru einvígi þar sem Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson kljást um Íslandsmeistaratitilinn. Það einvígi byrjar klukkan fimm í dag í húsi Orkuveitu Reykjavíkur og er öllum opið. 29.8.2006 10:34
Samfylkingin vill fjölga stúdentaíbúðum Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg gangi til viðræðna við byggingafélög námsmanna um uppbyggingu allt að 800 stúdentaíbúða. 29.8.2006 10:29
Alcan í Straumsvík býður þjóðinni í heimsókn Í tilefni af 40 ára afmæli Alcan í Straumsvík verða dyrnar að álverinu opnaðar almenningi sunnudaginn 3. september. 29.8.2006 09:58
Neyðarhjálp úr norðri styrkir elliheimili og grunnskóla í Tékklandi Góðgerðarfélagið "Neyðarhjálp úr norðri" hefur gefið eina milljón króna til elliheimils í bænum Valasske Mexirici og grunnskóla í borginni Vsetin í Tékklandi. Félagið efndi til söfnunar í vor í kjölfar flóða sem urðu í Tékklandi 29.8.2006 09:43
Tafir á umferð Búast má við töfum á umferð í dag og næstu daga frá kl. 7:30-20:00 á Suðurlandsvegi frá Norðlingaholti upp að Litlu Kaffistofu. Tvístefna verður á annari akrein á köflum en umferð handstýrt annarsstaðar. 29.8.2006 09:13
Aurflóð féll inn í kjallara Lítið aurflóð féll inn í kjallara húss á Siglufirði um miðnættið í nótt. Ekki er ljóst hversu miklar skemmdirnar eru. 29.8.2006 09:00
Banaslys á Eiðavegi Ung kona sem lenti í umferðarslysi á Eiðavegi hjá Fossgerði lést í gærkvöldi. Hún var nítján ára. 29.8.2006 08:45
Tap á rekstri Landsvirkjunar Sex komma fimm milljarða króna tap varð af rekstri Landsvirkjunar á fyrri helmingi þessa árs og skýrist það aðallega af veikingu krónunnar og lánum í erlendri mynt. 29.8.2006 08:21
Hætta á frekara grjóthruni og aurskriðum í og við Siglufjörð Laust eftir miðnætti kom vatnsflaumur og drulla úr skurði sem fór inn í kjallara húss á Siglufirði. Mikil úrkoma hefur verið s.l. 2 daga og búast má við að hún verði til hádegis á morgun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. 29.8.2006 01:54
Stjórnarformaður Landsvirkjunar vissi ekki af skýrslu Gríms Stjórnarformaður Landsvirkjunar vissi ekki af greinargerð Gríms Björnssonar jarðfræðings þegar ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun var tekin í stjórn fyrirtækisins. Hann segir að upphaflega hafi aðeins "sérfræðingar fyrirtækisins" fengið greinargerðina frá Orkustofnun. 28.8.2006 19:38
Þorgeir Pálsson til Flugstoða ohf. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri hefur ákveðið að taka boði stjórnar Flugstoða ohf. um að verða forstjóri félagsins. Gengið hefur verið frá starfssamningi milli aðila, sem kveður á um að Þorgeir taki við starfinu 1. janúar 2007. Hann mun fram til þess tíma gegna embætti flugmálastjóra, sem hann var skipaður til árið 1992. 28.8.2006 21:30
Reykjavíkurborg og Strætó BS krefjast skaðabóta Reykjavíkurborg og Strætó bs krefjast skaðabóta frá olíufélögunum upp á 157 milljónir króna vegna samráðs félaganna. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, þar sem stefnandi og verjendur kröfðust frestunar á málunum tveimur í þrjár vikur sem þeir hyggjast nota til frekari gagnaöflunar. Olíufélögin sem um ræðir eru Esso, Olís og Skeljungur. 28.8.2006 21:05
Frestun á fyllingu Hálslóns myndi kosta milljarða Frestun á fyllingu Hálslóns, eins og Vinstri grænir leggja til, myndi kosta Landsvirkjun milljarða króna. Steingrímur J. Sigfússon segir það vel sloppið, miðað við milljarðana sem óvandaður undirbúningur hafi kostað. 28.8.2006 21:00
VG vill að Valgerður segi af sér Formaður Vinstri grænna hvetur Valgerði Sverrisdóttur til að segja af sér ráðherradómi í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á þátt hennar í að greinargerð Gríms Björnssonar jarðfræðings var stimpluð sem trúnaðarmál árið 2002. 28.8.2006 20:55