Fleiri fréttir

Vilja afrit af bréfi orkumálastjóra til ráðherra

Formaður þingflokks VG hefur óskað eftir því við iðnaðarráðherra að fá í hendur afrit af bréfi eða greinargerð orkumálastjóra til ráðherra í kjölfar skýrslu Gríms Björnssonar um Kárahnjúka árið 2002.

Staðfestir fyrra mat

Stjórn Landsvirkjunar lýsir yfir fyllsta trausti á þá starfsmenn Landsvirkjunar og aðra sem hafa unnið að hönnun og byggingu Kárahnjúkavirkjunar og vill fullvissa landsmenn að alls öryggis hafi verið gætt við hönnun og byggingu mannvirkjanna og að engin hætta steðji að íbúum svæðisins. Stjórnin samþykkti á fundi í dag endurskoðað áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Það staðfestir fyrra mat og verður því haldið áfram með framkvæmdina eins og ráðgert var.

Fleiri vilja vinstristjórn

68 prósent þeirra sem þátt taka í nýrri könnun Fréttablaðsins vilja skipta út flokkum í ríkisstjórninni eftir næstu þingkosningar. Fleiri vilja fá vinstristjórn heldur en áframhaldandi hægri stjórn.

Stefna borgarinnar og Strætó tekin fyrir

Reykjavíkurborg og Strætó bs. hafa stefnt olíufélögunum vegna samráðs þeirra og krefjast skaðabóta upp á samtals 157 milljóna króna. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, þar sem stefnandi og verjandur kröfðust frestunar á málunum tveimur í þrjár vikur sem þeir hyggjast nota til frekari gagnaöflunar.

Öldruð kona lést eftir að hafa orðið fyrir bíl

Kona á áttræðisaldri lést í gær eftir að hafa orðið fyrir bíl í Keflavík í gærdag. Eftir slysið var hún flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en vegna þess hve alvarleg meiðsl hennar voru var hún flutt á slysadeild Landspítalans þar sem hún var síðan úrskurðuð látin. Þetta er sjöunda banaslysið í umferðinni í ágústmánuði og það átjánda á þessu ári.

Snæfellsbæ stefnt

BSRB stefndi Snæfellsbæ síðastliðinn föstudag vegna ólögmætra uppsagna sex starfsmanna úr starfi við íþróttahús og sundlaugar bæjarins.

Útvarpsstjóri RÚV las fréttir á Bylgjunni í dag

Gamlir fréttamenn og útvarpsmenn af Bylgjunni snúa aftur að hljóðnemanum í tilefni af tvítugsafmæli Bylgjunnar, meðal annarra mætti Páll Magnússon útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins í hljóðver og las fréttir klukkan ellefu. Auk Páls Magnússonar munu Elín Hirst, Sigursteinn Másson og fleiri lesa okkur fréttirnar á Bylgjunni í dag.

Tveir fangar taldir tengjast fíkniefnasmyglinu

Tveir fangar sem afplána dóm á Litla-hrauni hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðahald í tengslum við fíkniefnasmygl fangavarðar á Litla-Hrauni á laugardaginn. Forstöðumaður Litla-Hrauns segir fíkniefnasmygl fangavarðarins mikið áfall.

Ræðir nýtt áhættumat

Stjórnarfundur Landsvirkjunar hófst klukkan níu í morgun. Á fundinum verður meðal annars lagt fram nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þar sem nýjar upplýsingar um jarðhita og jarðsprungur hafa komið fram þá var óskað eftir því við Landsvirkjun að lagt yrði fram nýtt áhættumat.

Segir árásina morðtilraun

Heimilislaus Íslendingur, Haraldur Sigurðsson, sem var kastað fyrir lest í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld, segist lítið muna eftir sekúndunum þegar hann lá undir lestinni. Hann segir árásina ekkert annað en morðtilraun því að á upptökum úr öryggismyndavélum sjáist að árásarmaðurinn bíði á brautarpallinum til að sjá þegar lestin keyri yfir Harald en labbi svo í burtu.

Búið að úrskurða fangavörðinn í gæsluvarðahald

Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað fangavörðinn, sem handtekinn var á laugardaginn fyrir að reyna að smygla inn fíkniefnum á Litla-Hraun, í vikulangt gæsluvarðhald. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að mikið hafi verið um fíkniefni í umferð innan veggja fangelsins í sumar.

Vill ræða um leyniþjónustu

Björn Bjarnason, vill hefja umræður um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Þetta sagði ráðherra í ræðu á fundi Rótarýklúbbs Austurbæjar þar sem hann flutti ræðu um varnarmálin. Ræðuna birtir hann í heild á heimasíðu sinni, www.bjorn.is.

Stýrivextir eru háir á Íslandi

Stýrivextir á Íslandi skera sig frá stýrivöxtum annarra þjóða. Stýrivextirnir eina tækið sem Seðlabankinn hefur til þess að ná tökum á verðbólgunni.

Skiptar skoðanir um nekt barna í sjónvarpi

Fjölmiðlar eiga að móta sér stefnu í því hvernig þeir koma fram við börn. Ósmekklegt var að sýna nakið barn í sjónvarpsþættinum Kóngur um stund segir Ingibjörg Þ. Rafnar umboðsmaður barna.

68 prósent vilja aðra stjórn

Flestir, eða tæplega 36 prósent, vilja vinstri stjórn eftir næstu kosningar, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Rúm 32 prósent vilja hægri stjórn en rúmlega 22 prósent vilja samstarf hægri og vinstri afla.

Meirihluti vill Sjálfstæðisflokk í stjórn

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja tæp 54 prósent að Sjálfstæðisflokkur verði í ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Rúm 48 prósent vilja Samfylkingu og 45 prósent vilja að Vinstri græn verði í ríkisstjórn.

Gleypti hálft kíló af hassi

Par á fertugsaldri með þriggja ára gamalt barn var stöðvað við reglubundið eftirlit tollgæslunnar í Leifsstöð um hádegisbil á fimmtudaginn. Parið var að koma frá Kaupmannahöfn og vöknuðu grunsemdir tollgæslunnar um að maðurinn væri með fíkniefni innvortis.

Fáir útlendingar á bótum

Lítið er um að erlendir starfsmenn á Íslandi taki sér atvinnuleysisbætur, þrátt fyrir að réttur þeirra til bóta sé sá sami og réttur Íslendinga, telji þeir fram á landinu. Sama gildir um fæðingarorlofsgreiðslur.

Beitir blekkingum

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að Valgerður Sverrisdóttir hafi beitt blekkingum í fjölmiðlum þegar hún hafi verið spurð um það hví hún hafi ekki greint þingmönnum frá innihaldi skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings.

Hópur sem vill á önnur mið

Greinilegt er að hópur kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill ekki halda áfram með ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta les Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur úr skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist í blaðinu í dag.

Samningar eru vandamálið ekki kennitala

Vinnumarkaður Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri Þjóðskrár, segir að kennitala sé ekki vandamálið hvað erlenda starfsmenn varðar, vandinn sé sá að vinnuveitendur skili ekki inn ráðningarsamningum. Kennitalan fáist og biðtíminn styttist þegar starfsmenn Þjóðskrár verði allir komnir úr sumarleyfi.

Hundruð erlendra manna óskráð

Þjóðskráin hefur ekki undan að afgreiða umsóknir um kennitölur fyrir erlenda starfsmenn. Fyrirtæki geta ekki staðið skil á skatti meðan kennitölu vantar. Vinnuveitendur skila ekki inn ráðningarsamningi til Vinnumálastofnunar.

Fékk laun í uppsagnarfresti

VR vann nýlega mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd félagsmanns sem var vikið fyrirvaralaust úr starfi í fyrravetur. Í dómnum var verslanakeðju í Reykjavík gert að greiða félagsmanninum rúmlega eina og hálfa milljón króna vegna launa í uppsagnarfresti auk málskostnaðar.

Rannsókn heldur áfram í dag

„Ég er bara að bíða eftir svörum frá lögreglunni en hún hefur rannsókn á málinu eftir helgi,“ segir Einar B. Gunnlaugsson, verkstjóri Efnamóttökunnar, en mikill eldur braust út í eiturefnamóttökunni í Gufunesi á föstudagskvöldið.

Ófaglærðir ráðnir til starfa

"Ég fullyrði að slíkt tíðkast hvergi annars staðar í hinum vestræna heimi og er til háborinnar skammar," segir Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Mikill skortur er á fagmenntuðum lögreglumönnum, sérstaklega í Reykjavík, og getur nánast hver sem er sótt um starf og fengið án þess að hljóta til þess nokkra menntun.

Ánægð með skjót viðbrögð

Forsvarsmenn á Keflavíkurflugvelli funda í dag um aðgerðir á flugvellinum um helgina þegar flugvél British Airways nauðlenti vegna gruns um eld í farþegarými. Arngrímur Guðmundsson, deildarstjóri öryggissviðs Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar, segist vera nokkuð ánægður með aðgerðirnar og sérstaklega hvað viðbragðstími hafi verið góður.

Vill flýta byggingu á Lýsisreit

Niðurrif á húsnæði Lýsis við Grandaveg er langt á veg komið og til stendur að bjóða út byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða með níutíu rýmum fyrir Reykvíkinga og Seltirninga.

Töf á auglýstum afslætti

Tölvubilun hjá bensínstöðum Esso olli því að auglýstur þrettán krónu afsláttur á eldsneyti tók ekki gildi á tilsettum tíma í gær. Allnokkrir viðskiptavinir olíufélagsins létu í ljós gremju sína þegar þeir voru rukkaðir um fullt verð eftir að afsláttur átti að taka gildi. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá Esso, segir atvikið óheppilegt. Hann vill beina til viðskiptavina sem keyptu bensín á tilboðstímabilinu að halda eftir kassakvittun svo að hægt sé að endurgreiða þeim mismuninn.

Strandamaður sigurvegari

Strandamaðurinn Kristján Albertsson frá Melum og Sigurður Sigurðarson dýralæknir voru sigurvegarar á meistaramóti í hrútaþukli sem haldið var á Ströndum í gær. Um fimmtíu keppendur kepptu í tveimur flokkum. Flokki vanra þar sem reyndir hrútadómarar meta gæði hrúta og í flokki óvanra þar sem tilfinningin ræður.

Íslendingar of ríkir fyrir styrki

Allt lítur út fyrir að Chevening námsstyrkir, sem breska sendiráðið hefur umsjón með og veitir árlega fyrir hönd breska utanríkisráðuneytisins, muni ekki bjóðast Íslendingum frá og með næsta ári.

Tekjuafganginum vel varið

Þetta er náttúrulega stórkostleg afkoma sem kynnt var í gær [fimmudag] og ég sem fjármálaráðherra megnið af síðasta ári er mjög ánægður með þessa útkomu á mínu síðasta starfsári, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra um niðurstöðu ríkisreiknings fyrir árið 2005.

Sáttmáli í málefnum fatlaðra

Samningar náðust um sáttmála Sameinuðu þjóðanna í málefnum fatlaðra á föstudag en viðræður um hann hafa tekið um fimm ár að sögn Helga Hjörvar sem sæti á í íslensku sendinefndinni. Sáttmálinn er af sama toga og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna.

Nær 500 börn ættleidd á 20 árum

Tæplega fimm hundruð börn hafa verið ættleidd á Íslandi frá öðrum löndum undanfarin tuttugu ár. Nú hefur verið stofnað Foreldrafélag ættleiddra barna hér á landi. Sigríður Ingvarsdóttir, formaður félagsins, segir hlutverk þess vera að standa vörð um hagsmuni kjörforeldra í sem víðustu samhengi, stuðla að rannsóknum á sviði ættleiðinga til hagsbóta fyrir félagsmenn og standa að fræðslu til félagsmanna og almennings um málefni tengd ættleiðingum

Tekinn fullur á bíl foreldranna

Aðfaranótt sunnudags stöðvaði lögreglan í Reykjavík níu ökumenn sem eru grunaðir um ölvun við akstur. Þar af var einn fimmtán ára ökumaður sem lögregla stöðvaði í austurhluta Reykjavíkur um níuleytið um morguninn.

Lögregla fann engar skemmdir

Skálaverðir og vegfarendur tilkynntu lögreglunni á Hvolsvelli um utanvegaakstur hóps torfærubifhjólamanna milli Hvanngils og Kaldaklofskvíslar í gær.

Endaði fjörutíu metrum frá vegi

Nítján ára ökumaður missti stjórn á bifreið sinni um hálf átta leytið í gærmorgun á Ólafsfjarðarvegi við bæinn Djúpárbakka, með þeim afleiðingum að bifreiðin valt.

Víti til varnaðar

Hlynur Smári Sigurðsson, Íslendingurinn sem er í fangelsi í Brasilíu vegna fíkniefnamisferlis, segist ekki lifa af marga mánuði í viðbót í fangelsinu.

Vill umræðu um nauðsyn leyniþjónustu

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyggst beita sér fyrir umræðum um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Íslendingar geti ekki látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd. Þingmaður Samfylkingarinnar segist engin rök hafa séð fyrir leyniþjónustu á Íslandi.

Regnbogabörn opna nýja heimasíðu

Regnbogabörn, samtök áhugafólks um eineltismál, opnuðu heimasíðu í dag kl. 16:00. Heimasíðunni er sérstaklega beint til barna og er hugsuð sem forvarnartæki gegn einelti.

Bíll valt á Sæbrautinni

Ökumaður velti bíl sínum á Sæbrautinni til móts við Seðlabankann um klukkan tíu í morgun. Svo virðist sem hann hafi misst stjórn á bifreiðinni í beygju en hún er nokkuð kröpp þar sem nú standa yfir framkvæmdir á svæðinu

Messa undir berum himni

Messað var undir berum himni í Grafarvogi í morgun. Séra Vigfús Þór Árnason þjónaði fyrir altari ásamt séra Bjarna Þór Bjarnasyni.

Maður lést í vinnuslysi

Karlmaður á fimmtugssaldri lést í gærdag þar sem hann var við vinnu á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins í Álfsnesi á Kjalarnesi.

Erill hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í gærkvöld og nótt vegna mikillar ölvunar í miðbænum. Þurftu þónokkrir að leita á slysadeild vegna áverka eftir slagsmál en enginn þeirra var þó alvarlega slasaður.

Lögregla í eftirför á Kjalvegi í gær

Lögreglan á Blönduósi lenti í háskalegri eftirför á hálendinu í gær þar sem hún var við eftirlit. Í frétt frá lögreglunni kemur fram við Áfangafell, sem er við Blöndulón, hafi hún komið auga á jeppabifreið sem ekið var á miklum hraða suður Kjalveg.

Sjá næstu 50 fréttir