Innlent

CIA reyndi að leyna dauða fanga í Abu Ghraib

Bandaríska leyniþjónustan CIA reyndi að leyna dauða írasks fanga í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Segir fréttatímaritið Time að meðal skjala, sem það hafi fengið um málið, séu myndir sem sýni limlest lík mannsins sem síðan var settur í frysti. Réttarmeinafræðingur sagði við Time að maðurinn hefði þó fyrst verið kæfður með poka. Bandaríkjamenn handtóku manninn, al-Jamadi, í nóvember árið 2003 vegna gruns um að hann hefði átt þátt í sprengjuárás á höfuðstöðvar Rauða krossins í Bagdad þar sem 12 manns létu lífið. Bandaríkjastjórn hefur ekki viljað tjá sig um málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×