Fleiri fréttir

Gustshúsin standa næstu áratugi

Hesthúsabyggð Gustsmanna í Kópavogi verður þar áfram að minnsta kosti næstu þrjátíu og þrjú árin. Forsvarsmenn Kópavogsbæjar funduðu með Gustsmönnum í gærkvöldi um framtíð svæðisins.

Berjaspretta með besta móti

Berjaspretta á Vestfjörðum er nú með besta móti. Vanur berjatínslumaður hefur aldrei séð eins mikið af aðalbláberjum á svæðinu.

Samstarfsnefnd ræðir ellilífeyri

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir það fagnaðarefni, að forráðamenn tiltekinna fyrirtækja skuli hafa tekið upp þá starfsmannastefnu að ráða eldra fólk með reynslu í vinnu, þannig að það hafi valfrelsi á ævikvöldinu.

Fimmtán milljónir trjáplantna

Fimmtán milljónasta Landgræðsluskógaplantan var gróðursett í Smalaholti í Garðabæ, við norðanvert Vífilsstaðavatn í dag.

Fjárskortur tefur rannsókn

Yfirdýralæknir sótti um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna í maí til að rannsaka hugsanlega fuglaflensu í fuglum hér á landi. Hún hefur ekki verið afgreidd enn. Sérfræðingur í smitsjúkdómum fugla segir liggja á að hraða rannsókn ekki síst í ljósi stöðunnar erlendis. </font /></b />

Bannað að mismuna eftir erfðum

Persónuvernd telur að samkvæmt nýjum vátryggingalögum verði tryggingafélögum bannað að óska eftir upplýsingum um arfgenga sjúkdóma. Tryggingafélögin segja iðgjöld hækki, verði úrskurðinum ekki hnekkt. Tryggingamiðstöðin íhugar málaferli.

Íhuga málaferli gegn Persónuvernd

Jón Hjartarson, skólameistari Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra á Sauðarkróki, segir skólann íhuga að fara í mál við Persónuvernd vegna úrskurðar um að fjöldi eftirlitsmyndavéla á göngum heimavistar skólans brjóti gegn meðalhófsreglu. Jón segir Persónuvernd hafa hvatt sig til að höfða mál til að hrinda úrskurðinum.

Vill auka viðskipti við Ísland

Síðari dagur opinberrar heimsóknar Václav Klaus, forseta Tékklands, hófst með fundi með Halldóri Ásgrímssyni í Ráðherrabústaðnum. Á fundinum var rætt um samskipti ríkjanna og voru þeir sammála um að auka enn frekar viðskipti á milli landanna. Þá ræddu þeir málefni Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins.

Athugasemdir við mannréttindamál

Fjölmargar athugasemdir vegna mannréttindamála hér á landi er að finna í niðurstöðu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um afnám kynþáttamisréttis. Mismunun, meðferð á hælisleitendum, atvinnumál útlendinga og aldursskilyrði til dvalarleyfa er meðal þess sem gerðar eru athugasemdir við og eru íslensk stjórnvöld hvött til að vinna að úrbótum.

Leiðarkort Strætó er hálfkák

Ingi Gunnar Jóhannsson landfræðingur hefur hannað eigið kort af nýju leiðarkerfi Strætó. Hann hyggst gefa kortið út sjálfur ef ekki semst við Strætó um samstarf. </font /></b />

Öryggismyndavélar-falskt öryggi

Forstjóri Persónuverndar segir vöktunaræði hafa gripið um sig, þar sem allan vanda eigi að leysa með öryggismyndavélum. Hún óttast að fólk upplifi falskt öryggi á kostnað friðhelgi einkalífsins.

Getur borist í hvaða fugl sem er

Fuglaflensan getur borist í hvaða fugl sem er á Íslandi en þrátt fyrir það ættu veiðimenn ekki að hræðast að verka veidda fugla því litlar líkur eru á að þeir séu smitaðir að sögn yfirdýralæknis. Landlæknisembættið, embætti yfirdýralæknis og matvælasvið Umhverfisstofnunar eru meðal embætta sem koma að málinu í dag.

Launahækkun á frístundaheimilum

Foreldrar þurfa að útvega pössun fyrir þau börn sem ekki komast að hjá frístundaheimilum ÍTR vegna manneklu. Tæplega 600 börn eru á biðlista og einungis 10 af 33 frístundaheimilum eru fullmönnuð í dag.

Gott bláberjaár

Útlit er fyrir gott berjaár og víða er bláberjaspretta með eindæmum góð. Ingólfur Kjartansson á Tálknafirði segir berjasprettu góða út með Snæfjallaströnd, en hann er staðarhaldari í Dalbæ í Unaðsdal yfir sumartímann.

Aðfinnslur um kynþáttamisrétti

Nefnd Sameinuðu Þjóðanna um afnám kynþáttamiséttis gerir athugasemd við það að íslensk stjórnvöld skáru niður framlög til Mannréttindaskrifstofunnar með ákvörðunum stjórnvalda fyrr á þessu ári.

Sushiverksmiðja gjaldþrota

Sushi-sjávarréttaverksmiðjan Sindraberg á Ísafirði er gjaldþrota og hefur skiptastjóri verið ráðinn yfir þrotabúinu. "Þetta er ekki fyrsta fyrirtækið sem við sjáum á eftir. Þetta var góður vinnustaður og fólkinu líkaði störfin vel," segir Helgi Ólafsson, varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga.

Meiri forvarnir og kynfræðslu

Miklu fleiri íslenskar unglingsstúlkur verða þungaðar heldur en norrænar kynsystur þeirra. Ástæðan er ekki meira lauslæti, heldur skortur á fræðslu og þjónustu.

Eldra fólk velkomið

"Fyrst og fremst er auglýst eftir kennurum til starfa," segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara. "Ef ekki tekst að fá kennara í öll störf verður hins vegar að ráða leiðbeinendur, og ég veit ekki annað en öllum sé frjálst að sækja um þau störf óháð aldri."

Hollenska skútan fundin

Hollenska skútan Daisy, sem leitað hafði verið síðan á laugardag, fannst snemma í gærmorgun um 160 mílur suðvestur af Reykjanesi. Skipstjóri skútunnar er þýskur en auk hans voru tveir aðrir um borð en engan sakaði.

Lág laun rót vandans

"Það er auðvitað mjög slæmt ef þessi staða kemur ítrekað upp á haustin," segir Elín Thorarensen, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Mörg hundruð börn bíða þess að fá pláss á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar vegna manneklu.

Spáir mildum vetri

Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, telur að snjóleysi í Esjunni, fimmta árið í röð, bendi til þess að veturinn verði mildur. Hann segir Esjuna vera einskonar langtímahitamæli sem segi ýmislegt um veðrið.

Milljónir plantna gróðursettar

"Þetta er stór áfangi sem skógræktarfélögin hafa fyrst og fremst unnið að," segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Íslands. Fimmtán milljónir plantna hafa verið gróðursettar í Landgræðsluskógum landsins síðastliðin fimmtán ár.

Ofvirk börn bíða lengur

"Ég þarf að grípa til þess að fara fyrr heim úr vinnunni á daginn af því að þá getur enginn séð um drenginn minn," segir Vilma Kristín Guðjónsdóttir, einstæð móðir sex ára drengs sem ekki hefur komist að á frístundaheimili við grunnskóla hans í Grafarvogi.

Hjarðmennska úti á miðjum firði

"Þorskurinn er orðinn svo gjæfur að maður getur klappað honum út á miðjum firði," segir Jón Þórðarson einn af umsjónarmönnum hafrannsóknar á Arnarfirði sem Hafrannsóknastofnunin stendur fyrir. Rannsóknin, sem hófst í apríl síðastliðnum, felst í því að þorskurinn í firðinum er fóðraður á ákveðnum svæðum með loðnu.

Blokkin seld á tíu milljónir

Í dag verður skrifað undir kaupsamninga á fjölbýlishúsi á Bíldudal sem var í eigu Vesturbyggðar. Jón Þórðarson athafnamaður átti hæsta boð í hana en það hljóðaði upp á rúmar tíu milljónir króna. </font />

Pólverjum er ekki fisjað saman

"Ég ætlaði bara að vera eitt til tvö ár en nú eru þau orðin átta, " segir Aleksandra sem kom til Ísafjarðar árið 1997 og fór að vinna í fiskvinnslu til að byrja með en hún undi sér ekki í slorinu og því var hún fegin þegar hún fékk vinnu á fjórðungssjúkrahúsinu.

Umsvif RNU margfaldast

Um mánaðamótin taka gildi ný lög um Rannsóknarnefnda umferðarslysa þannig að fimm til sjö sinnum fleiri slys verða rannsökuð á ári en verið hefur. Hingað til hefur nefndin aðeins rannsakað banaslys. Fyrsta verkefnið í nýrri verkskipan er alvarlegur árekstur strætisvagns og vörubíls sem varð fyrir helgina.

Réttað yfir ræningjum

Réttað var í gær yfir tveimur mönnum, 42 og 18 ára gömlum, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ránstilraunar við Hamarsgerði í Reykjavík í mars í fyrra. Þar réðust þeir á mann með trékylfu og slógu hann ítrekað með henni og krepptum hnefa.

Gustar um Glaðheima

"Áhuginn fór fram úr björtustu vonum," segir Guðbjartur Ingibergsson verktaki, sem er í forsvari fyrir hóp sem gert hefur tilboð í hesthúsin í Glaðheimum á Gustssvæðinu í Kópavogi. Hann býst við að ná samningum við yfir þriðjung hesthúsaeigenda þar.

Aron Pálmi á heimleið

Yfirgnæfandi líkur eru á því að Aron Pálmi Ágústsson sé í þann veginn að fá frelsi. Nafn hans er nú á lista sem löggjafarþing Texas hefur tekið saman yfir fanga sem það mun leggja til við ríkisstjóra Texas á næstu dögum að verði látnir lausir. Jafnvel er búist við að Aron Pálmi verði kominn til landsins eftir viku til tíu daga.

Óskoðaður og ótryggður

Vörubílinn sem lenti í hörðum árekstri við strætisvagn síðastliðinn föstudag var óskoðaður og ótryggður. Bílstjórinn neitar að hafa farið yfir á rauðu ljósi. Hann heimsótti strætisvagnabílstjórann á sjúkrahús.

Lögreglan kannar lögmæti söfnunar

Lögreglan kannar hvort heimild sé fyrir söfnun til styrktar bágstöddum börnum á Íslandi. Mjög strangar reglur eru í gildi um safnanir samkvæmt lögum um opinberar fjársafnanir. Til að mynda ber þeim sem standa að söfnun að tilkynna lögreglunni um söfnunina áður en hún hefst.

Nefnd SÞ vill stefnubreytingu

Nefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám kynþáttamisréttis hefur lýst áhyggjum sínum af því að fjárveitingar til Mannréttindaskrifstofu Íslands hafi verið felldar úr fjárlögum 2005.

Fimm daga gæsluvarðhald

Sautján ára piltur var í gærkvöldi úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald, en hann stakk átján ára pilt tvívegis í bakið á menningarnótt. Pilturinn sem fyrir árásinni varð liggur enn á gjörgæsludeild, eftir að hafa gengist undir aðgerð á brjóstholi.

Íslandsmeistari í sjöunda sinn

Hannes Hlífar Stefánsson skákmeistari varð um helgina íslandsmeistari í Skák í sjöunda sinn. Aðeins tveir aðrir skákmenn hafa náð þessum árangri, þeir Baldur Möller og Eggert Gilfer. Næstir, með sex titla koma þeir Ásmundur Ásgeirsson, Friðrik Ólafsson og Helgi Ólafsson.

Fjársöfnun fyrir vinnufélaga

Vagnstjórar hjá Strætó bs. hafa hrundið af stað fjársöfnun fyrir starfsbróður sinn sem lenti í alvarlegu slysi á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar á föstudag.

Opinber heimsókn Klaus hefst í dag

Opinber heimsókn, Vaclav Klaus, forseta Tékklands hefst í dag með athöfn á Bessastöðum að viðstöddum ráðherrum og embættismönnum, en forseti Íslands og Tékklands munu ræða saman á Bessastöðum.

Frjálslyndir fagna flugvelli

Borgarstjórnarflokkur F-listans fagnar umræðunni sem nú á sér stað um flugvallarmál á höfuðborgarsvæðinu. Frjálslyndir telja það grundvallaratriði fyrir samgöngu og öryggismál höfuðborgarsvæðisins og landsins alls að flugvöllur sé í hæfilegri nálægð við þær stofnanir og mannafla sem geta brugðist við neyðarástandi.

Reglur um rjúpnaveiði í sjónmáli

Heimilt verður að stunda rjúpnaveiðar í 28 daga í haust, í stað 69 daga áður. Þá mega veiðimenn ekki skjóta fleiri en tíu til fimmtán fugla hver.

Á batavegi eftir alvarlegt slys

Konan sem legið hefur á gjörgæsludeild Landspítalans eftir umferðarslys við Hallormsstað í byrjun mánaðarins er á batavegi. Konan liggur enn á gjörgæsludeild, en er komin úr öndunarvél. Í slysinu létust bresk hjón þegar fólksbíll sem þau voru í lenti í árekstri við flutningabíl með tengivagn.

Gjaldfrjáls leikskóli á Súðavík

Á vef Bæjarins besta á Ísafirði kemur fram að Fræðslu- og tómstundanefnd Súðavíkurhrepps og hreppsnefnd Súðavíkur samþykktu í gær formlega nýja gjaldskrá fyrir leikskólann í Súðavík. Með hinni nýju gjaldskrá verður leikskólinn í raun gjaldfrjáls. Er Súðavíkurhreppur fyrst sveitarfélaga á Íslandi til þess að stíga það skref að gera allt nám gjaldfrjálst. Í hinni nýju gjaldskrá kemur fram að ekkert gjald verður innheimt fyrir dvöl í leikskólanum fyrir allt að átta tíma á dag.

Norski verkamannaflokkurinn í sókn

Stjórnarskipti eru líkleg eftir þingkosningar sem fara fram í Noregi eftir mánuð, samkvæmt könnunum. Núverandi forsætisráðherra verður ekki í framboði en vonast samt til að verða áfram í embætti.

Bræðravíg í Sjálfstæðisflokknum

Össur Skarphéðinsson segir að valdamiklir menn innan Sjálfstæðisflokksins, geri atlögu að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, oddvita flokksins í borgarstjórn. Þeir vilji fá Gísla Martein Baldursson í fyrsta sætið.

Rjúpnaveiði í 28 daga í haust

Heimilt verður að stunda rjúpnaveiðar í 28 daga í haust, í stað 69 daga áður. Þá mega veiðimenn ekki skjóta fleiri en tíu til fimmtán fugla hver. Þetta er meðal þess sem Umhverfisstofnun leggur til varðandi rjúpnaveiðar.

Á batavegi eftir hnífsstungur

Pilturinn sem var stunginn tvisvar sinnum í bakið aðfaranótt sunnudags er á batavegi og verður hann útskrifaður af gjörgæsludeild í dag.

Sjá næstu 50 fréttir