Fleiri fréttir

Á 187 km hraða á Reykjanesi

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjanesbæ í nótt. Fjórir voru kærðir fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók var á 187 kílómetra hraða. Tvívegis var lögreglan kölluð að skemmtistaðnum Traffic við Hafnargötu. Í annað skiptið var það vegna stúlku sem sparkaði í bíl þar fyrir utan eftir að hafa verið vísað út.

Ekið á unga stúlku í Kvennahlaupi

Ekið var á níu ára stúlku sem þátt tók í Kvennahlaupinu í gær. Stúlkan hljóp í veg fyrir bíl á mótum Vífilsstaðavegar og Elliðavatnsvegar og var bílnum ekið á rólegum hraða að sögn lögreglu. Stúlkan var flutt á slysadeild og er talið að hún sé fótbrotin. Á átjánda þúsund konur tóku þátt í Kvennahlaupinu í gær og var hlaupið á 90 stöðum á landinu.

Rólegt á Akureyri í gærkvöld

Skemmtanalífið fór vel fram á Akureyri í nótt. Tveir þurftu þó að gista fangageymslur lögreglunnar þar sem þeir gátu ekki greitt reikning sem þeir höfðu stofnað til á veitingastað í bænum. Þeir voru báðir í annarlegu ástandi þegar þeir voru teknir klukkan rétt rúmlega sex í gærkvöldi. Fjórir voru teknir fyrir hraðakstur, tveir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur án réttinda.

Teknir fyrir fíkniefnaneyslu

Fjórir voru teknir höndum og færðir á lögrelgustöðina á Ísafirði eftir að bifreið sem þeir voru í var stöðvuð við eftirlit. Mennirnir eru grunaðir um neyslu fíkniefna en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum.

Kveikt í þremur ruslagámum

Tólf voru teknir fyrir hraðakstur í gærkvöld og nótt í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Sá sem fór hraðast ók á 138 kílómetra hraða. Þá var ungur maður tekinn grunaður um ölvun við akstur. Eins hafði slökkvilið á staðnum í nógu að snúast en kveikt var í þremur ruslagámum á Eyrarbakka, Selfossi og í Grímsnesi.

Ammoníakleki í Lagarfossi

Ammoníakeiturefni lak úr Lagarfossi, flutningaskipi Eimskips, undan ströndum Skotlands í fyrrinótt. Áhöfnin hafði strax samband við skosku strandgæsluna í Aberdeen og lét vita af óhappinu en skipinu var bannað að halda áfram för sinni til Íslands fyrr en tekist hefði að stöðva lekann.

Ryksugur á mannauð landsbyggðar

Háskólarnir í Reykjavík virka eins og ryksugur á mannauðinn af landsbyggðinni, segir Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. Hann telur að eina raunhæfa byggðastefnan til framtíðar sé að efla háskóla um landið allt.

Sameinast verði um samgöngubætur

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir að landsmenn eigi að sameinast um samgöngubætur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Kjördæmapot komi í veg fyrir að ráðist sé í átak sem dragi verulega úr banaslysum.

Bændur langeygir eftir rigningu

Þurrt er víða á landinu og er úrkoma síðasta mánuðinn langt undir meðaltali. Bændur á Norðurlandi og víðar eru orðir langeygir eftir rigningu.

Vongóð um að leysa deilu

Björg Thorarensen, nýr stjórnarformaður Landakotsskóla, er vongóð um að hægt verði að leysa deiluna sem staðið hefur um skólastarfið að undanförnu. Hún hefur þegar rætt við deilendur og mun eiga fund með stjórn skólans í vikunni. Uppstokkun í stjórn skólans varð þó ekki til að lægja öldurnar.

Teknir með hass

Fjórir menn voru handteknir á Ísafirði laust fyrir klukkan 23.00 á laugardagskvöldið með lítilræði af fíkniefnum í fórum sínum.

Veifaði kynfærum sínum

Stúlku var hrint fyrir utan skemmtistaðinn Traffic í Hafnargötu í Keflavík rétt upp úr fjögur í gærnótt og var óskað eftir aðstoð lögreglunnar í Keflavík þar eð stúlkan meiddist lítillega.

Beltin björguðu

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og keyrði út af á Norðfjarðarvegi um miðnætti aðfaranótt sunnudags.

Of greitt ekið

Mikil umferð var í umdæmi lögreglunnar í Keflavík aðfaranótt sunnudags og talsvert um umferðarlagabrot.

Í lauginni undir áhrifum áfengis

"Það eru margir rússneskir og lettneskir togarar í Hafnarfirði þessa dagana og sjómennirnir koma í hópum í laugina til okkar. Þetta eru afskaplega prúðir drengir og eru ekki með nein leiðindi en við höfum ansi oft þurft að vísa þeim frá þar sem þeir hafa verið undir áhrifum áfengis," segir forstöðumaður Suðurbæjarlaugar í Hafnarfirði. 

Veggjatítlur í miðborginni

Veggjatítlur finnast æ oftar í gömlum húsum í miðborginni. Kaupandi íbúðar í Þingholtunum, þar sem veggjatítlur fundust, fer fram á riftun kaupsamnings.

Fundu tundurdufl

Tundurdufl fannst yst í norðanverðum Reyðarfirði um hádegisbil í gær. Það var skipið Sólborg ÞH 270 sem fann tundurduflið við svokallaðan Lagga og tilkynnti lögreglunni á Eskifirði strax um málið.

Bilun í vél Icelandair

Töf varð á vél Icelandair til San Francisco frá Keflavík síðdegis á laugardag vegna bilunar. Vélin lagði ekki af stað á áfangastað fyrr en um miðnætti í gær.

Æfir vegna seinkunar á flugi

Erlendir ferðamenn, sem eru strandaglópar á Keflavíkurflugvelli, eru æfir yfir meira en sólarhringsseinkun á flugi Icelandair til San Francisco. Bilun í hreyfli veldur seinkuninni en ekki reyndist unnt að útvega aðra vél til að fljúga með mannskapinn.

Fleira komi til en kennslan

Stærðfræðikunnátta stúdenta í háskóla er mjög mismunandi eftir því úr hvaða framhaldsskóla þeir koma. Stærðfræðikennari við Menntaskólann við Sund segir að athuga verði fleiri þætti en bara kennsluna, þegar skýringa er leitað.

Eiturefnaleki í Lagarfossi

Flutningaskipið Lagarfoss fékk að halda áfram siglingunni hingað til lands eftir að komist var fyrir ammóníakleka í gámi í skipinu í fyrradag. Skipið var statt undan ströndum Skotlands þegar lekinn kom upp og taka tíu eiturefnakafarar á móti skipinu þegar það kemur til hafnar snemma dags í dag.</b />

Endurskoðunar þörf

Stofnunin hlýtur að endurskoða stöðu sína í ljósi breyttra aðstæðna," segir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ræddi um vanda stofnunarinnar á ársfundi hennar fyrir helgina og sagði núverandi lánastefnu fremur þjóna stöðnuðu atvinnulífi en framsæknum iðnaði.

Hittast í dag og ræða álver

Fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi og iðnaðarráðuneytisins hittast í dag að máli til þess að ræða möguleika á álveri á Norðurlandi. Tilgangur fundarins er að reyna að ná samstöðu Norðlendinga um undirbúning álversins.  

Hópnauðgun á Tjörninni

Stokkandarsteggir ráðast mjög harkalega að kollum á Tjörninni í Reykjavík. Sjónarvottar standa á öndinni og líkja þessu við hópnauðgun sem óhugnanlegt sé að horfa upp á.

Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði

Kotbýli kuklarans verður ímyndaður bústaður galdramanns á sautjándu öld. Galdrasafnið á Hólmavík reisir það í Bjarnarfirði þar sem gestir geta kynnt sér kukl og aðra óáran.

Við eggjatöku í Drangey

Her manns fór á dögunum í eggjatöku í Drangey - og gekk bara vel. Sigflokkur kom í eyna fyrir viku í blíðskaparveðri eins og á hverju ári um ómunatíð og á móti honum tók sjófuglinn, langvían, sem orpið hefur hinum eftirsóttu eggjum í bjarginu. Eftir hressingu í Drangeyjarskála var haldið út á bjargbrún.

Hljómgrunnur fyrir þjóðaratkvæði

Að forsetaembættið verði lagt niður, bannað verði að stofna íslenskan her og að vatn verði lýst almannaeign voru meðal tillagna um breytingar á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins sem fram komu á ráðstefnu sem stjórnarskrárnefnd hélt á Hótel Loftleiðum á laugardag.

Eldur í íbúð

Eldur kviknaði í viftu í eldhúsi í íbúð á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi í Vesturbergi 138 í Breiðholti um miðjan dag í gær.

Hlé á R-listaviðræðum

Viðræðunefnd flokkanna þriggja sem standa að R-listanum ákvað á síðasta fundi sínum á fimmtudag að gera hlé á viðræðum sín á milli. Næsti fundur flokkanna verður haldinn mánudaginn 27. júní.

Lögmaður kennir endurskoðanda um

Mistök endurskoðunarfyrirtækis urðu til þess að fjölskyldufyrirtækis forsætisráðherra var ekki getið í upplýsingagjöf S-hópsins til framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Lögmaður S-hópsins segir mistökin ekki hafa neina þýðingu.

Meta íslensku þjóðvegina

Rannsóknir verða gerðar á íslenska vegakerfinu í sumar út frá alþjóðlegum vegaöryggisstaðli EuroRAP.

Slasaðist töluvert í veltu

Ungur maður slasaðist talsvert eftir að hafa velt bíl sínum á veginum upp að Laugarvatni í nótt. Hann var ekki talinn í lífshættu en var fluttur á slysadeild til Reykjavíkur. Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur en tildrög slyssins eru í rannsókn. Bíllinn er gjörónýtur og þykir mildi að ekki hafi farið enn verr.

30 gripnir fyrir of hraðan akstur

Þrjátíu voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Akureyri síðastliðinn sólarhring. Flestir þeirra voru teknir í gærkvöldi eða 23, í Öxnadal og á Svalbarðsströnd. Sá sem hraðast ók var á 149 kílómetra hraða. Enn fremur var einum stungið inn í fangageymslur í nótt sökum ölvunar.

Á stolnum bíl með þýfi

Maður velti stolnum bíl rétt fyrir innan Flateyri í Önundarfirði í gærmorgun. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði en reyndist ekki alvarlega slasaður. Í bílnum fannst þýfi úr innbroti sem framið var sömu nótt. Maðurinn, sem grunaður er um akstur undir áhrifum lyfja, ók án þess að hafa ökuréttindi. Hann gisti fangageymslur þar til síðdegis í gær þegar honum var sleppt. Málið er í rannsókn.

Ferðamaður velti bíl í Dýrafirði

Þýskur ferðamaður slapp ómeiddur eftir að hafa velt bíl sem hann ók í Dýrafirði í fyrrinótt. Bíllinn lenti utan vegar og fór að minnsta kosti eina veltu en lenti aftur á hjólunum. Ökumaður, sem tilkynnti sjálfur um óhappið, segist hafa fipast þegar lamb hljóp í veg fyrir bílinn. Bíllinn skemmdist mikið en hægt var að aka honum á lögreglustöðina þar sem hann var tekinn úr umferð.

Handtekin með þýfi á Selfossi

Par á þrítugsaldri var handtekið á Selfossi í gærmorgun með þýfi í bíl sínum. Maðurinn ók bílnum en hann er grunaður um akstur undir áhrifum lyfja. Við nánari athugun kom þýfið í ljós og reyndist það vera úr nýlegu innbroti í Reykjavík. Parinu var sleppt um miðnætti að loknum yfirheyrslum en það hefur komið við sögu lögreglunnar áður.

Hafna framkvæmdum í Norðlingaöldu

Náttúruvaktin hefur lýst yfir stuðningi við þá stefnu meirihluta sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps að hafna framkvæmdum við Norðlingaöldu. Í ályktun frá Náttúruvaktinni segir að Þjórsárver séu eitt verðmætasta ósnortna svæðið á hálendi Íslands. Hálendi Íslands sé auðlind sem beri að geyma ósnortna fyrir komandi kynslóðir.

Erilsamt hjá lögreglu í Reykjavík

Erilsamt var að sögn lögreglunnar í Reykjavík í nótt. Einn var handtekinn og látinn gista fangageymslur eftir líkamsárás í heimahúsi í austurborginni. Fjórir voru teknir með lítilræði af fíkniefnum. Þeir voru fluttir í yfirheyrslur á lögreglustöðina en sleppt að þeim loknum. Þá voru fjórir teknir fyrir ölvunarakstur snemma í morgun.

Sérframboð í Skagafirði

Samfylkingin mun bjóða fram sér í Skagafirði í næstu sveitarstjórnarkosningum. Ákvörðunin var tekin á félagsfundi Samfylkingarinnar í Skagafirði fyrir stuttu. Þetta þýðir að Skagafjarðarlistinn býður ekki fram í næstu sveitarstjórnarkosningum eins og síðustu tvennar kosningar.

Minningarreitur vígður á Súðavík

Í dag verður minningarreitur í Súðavík vígður, en hann var reistur til minningar um þá sem fórust í snjóflóðinu þann 16. janúar 1995. Athöfnin hefst klukkan tvö og mun séra Magnús Erlingsson sóknarprestur annast vígsluna.

Lagaskilyrði skorti fyrir leyfi

Lagaskilyrði skortir fyrir starfsleyfi Alcoa, segir dósent í umhverfisrétti við Háskóla Íslands. Í framhaldi af dómi Hæstaréttar verður að fara fram nýtt umhverfismat um álver í Reyðarfirði. Engu að síður verður starfsleyfi, sem byggist á umhverfismati, ekki afturkallað, meðal annars vegna þess að leyfishafinn gerir sér réttmætar væntingar um að halda leyfinu hann hafi ekkert brotið af sér. Dómurinn varði stjórnsýslu ríkisins.

Hátt í 20 þúsund í Kvennahlaupi

Kvennahlaup ÍSÍ fer fram víða um land í dag. Þetta er í sextánda sinn sem hlaupið fer fram en alls verður hlaupið á 90 stöðum á landinu. Talið er að hátt í 20 þúsund konur á öllum aldri muni taka þátt í hlaupinu en flestir þátttakendur voru í Garðabæ, eða fimm þúsund, en þar hófst hlaupið klukkan tvö.

Sýknaður af ákæru um hasssmygl

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði síbrotamann af ákæru um tilraun til að smygla hassi til landsins, en það fannst við gegnumlýsingu á farangri hans á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Í skýrslu lögreglunnar í Danmörku segir að maðurinn hafi viðurkennt að hafa ætlað að flytja efnið til Íslands fyrir vin sinn en ekki viljað upplýsa hver það væri.

HR útskrifar 259 nemendur

Háskólinn í Reykjavík útskrifaði í dag 259 manns við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu. Í fyrsta sinn úrskrifaði skólinn nemendur með BA-gráðu í lögfræði en alls voru 42 útskrifaðir frá lagadeild, 73 af tölvunarfræðideild og 144 frá viðskiptadeild háskólans.

Útskrift frá KÍ í dag

Kennaraháskóli Íslands brautskráði í fyrsta sinn nemendur með BA-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði í dag en úrskrift skólans fór fram í íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði. Tveir voru útskrifaðir með þessa nýju gráðu og eru þeir í hópi 509 kandídata sem fengu afhent prófskírteini á athöfninni í dag.

Sjá næstu 50 fréttir