Fleiri fréttir Sextugur sýknaður af hasssmygli Sextugur karl var í Héraðsdómi Reykjaness í gær sýknaður af ákæru um að hafa reynt að smygla til landsins 304 grömmum af hassi. Efnið fannst í tösku mannsins við gegnumlýsingu á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. 10.6.2005 00:01 Tóku feil og réðust á lögreglumenn Fjórir karlmenn og ein kona réðust að ómerktum lögreglubíl í Hafnarfirði og skemmdu töluvert skömmu fyrir klukkan eitt á aðfaranótt föstudags. Í bílnum voru tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn við eftirlit. Fólkið fór mannavillt og var handtekið. 10.6.2005 00:01 Í fangelsi fyrir brot gegn barni Maður var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þá 10 ára gamalli stúlku, en tveir mánuðir refsingarinnar voru skilorðsbundnir í tvö ár. Brotið átti sér stað í ágúst í fyrra. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað auk 300 þúsund króna í miskabætur til stúlkunnar. 10.6.2005 00:01 Ráðuneytið gekk of langt Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi úrskurð dómsmálaráðuneytisins þess efnis að Lilju Sæmundsdóttur væri óheimilt að ættleiða barn frá Kína. Ráðuneytið studdist í úrskurði sínum við að Lilja gæti átt á hættu heilsubrest vegna offitu. Þá voru henni dæmdar 600.000 krónur í málskostnað. 10.6.2005 00:01 Tíma sóað fyrir þrjósku og hroka "Þetta sýnir að almenningur hefur möguleika á að hafa áhrif og stjórnvöld mega ekki hunsa lög og reglur," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um nýfallinn dóm Hæstaréttar varðandi umhverfismat álverksmiðju Alcoa. 10.6.2005 00:01 Opnar umræður um stjórnarskrána Stjórnarskrárnefnd, sem stýrir endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins, heldur í dag opið málþing um stjórnarskrána. Ráðstefnan fer fram á Hótel Loftleiðum, en á henni fá þau félagasamtök, sem sent hafa erindi til stjórnarskrárnefndar, alls 21 að tölu, tækifæri til að ræða við nefndarmenn. 10.6.2005 00:01 Ísland tekur við forystu í Eystras Davíð Oddsson ávarpaði í gær fund utanríkisráðherra aðildarríkja Eystrasaltsríkjanna sem stendur yfir í Stettin í Póllandi. Ísland hefur tekið við formennsku í Eystrasaltsráðinu og mun gegna henni í eitt ár. 10.6.2005 00:01 Fimm milljarðar á fimmtán árum Heildarkostnaður samfélagsins vegna tjóna á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss á árunum 1990-2005 er um fimm milljarðar króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Vinir Hellisheiðar héldu á Hótel Selfossi í gær. Meðalkostnaður vegna umferðarslysa á Suðurlandsvegi er rúmlega 5,6 milljónir en kostnaður á sambærilegum vegum annars staðar á landinu er ein og hálf milljón. 10.6.2005 00:01 Færri í nám en vilja Mun færri komast í nám í Háskólanum í Reykjavík og í Bifröst en óska. Yfir eitt þúsund fá ekki skólavist. Rektorinn í Bifröst segir góða þjónustu við nemendur skila árangri. 10.6.2005 00:01 Mikil aðsókn í HHS Aðsókn í nýju námsleiðina HHS á Bifröst hefur farið framar björtustu vonum. Bifröst er fyrsti íslenski háskólinn sem býður upp á námsleiðina hér á landi. 10.6.2005 00:01 Rannsókn sé stórpólitísk tíðindi Stjórnarandstaðan kallar það stórpólitísk tíðindi að Ríkisendurskoðandi dragi í efa hæfi forsætisráðherra þegar tekin var ákvörðun um sölu ríkisbankanna. Formaður Vinstri - grænna segir að það yrði ekki einungis áfellisdómur yfir forsætisráðherra, yrði hann talinn vanhæfur, heldur einnig yfir fyrri störf Ríkisendurskoðunar. 10.6.2005 00:01 Fengu helmingi meiri launahækkun Ráðherrar og þingmenn hafa fengið helmingi meiri launahækkun en aðrir í þjóðfélaginu frá árinu 2003. Þeir hafa fengið yfir tuttugu prósenta launahækkun á sama tíma og laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um tíu prósent. 10.6.2005 00:01 Starfsleyfi Alcoa ekki afturkallað Lögmaður Umhverfisstofnunar segir starfsleyfi Alcoa fyrir álveri í Reyðarfirði ekki verða afturkallað þrátt fyrir dóm Hæstaréttar um að álverið þurfi að fara í umhverfismat. Hjörleifur Guttormsson telur að stöðva þurfi framkvæmdirnar í Reyðarfirði á meðan umhverfisáhrif verði metin. 10.6.2005 00:01 Rökstuðningur ekki fullnægjandi Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, vann mál sitt gegn íslenska ríkinu í dag. Dómari taldi rökstuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir neitun ekki fullnægjandi. 10.6.2005 00:01 Skagafjarðarlisti ekki aftur fram Samfylkingin í Skagafirði ákvað á félagsfundi 6. júní sl. að við næstu sveitarstjórnarkostningar, sem fram fara 2006 myndi Samfylkingin bjóða fram undir eigin merkjum. Jafnframt samþykkti fundurinn að fela stjórn félagsins að hefja undinbúning að framboði flokksins í næstu sveitarstjórnarkosningu m.a. með að skoða aðferðir við skipan framboðslista, undirbúning málefna og fleiri atriða. 10.6.2005 00:01 Meðalkostnaður tjóns 5,6 milljónir Kostnaður við tjón á Suðurlandsvegi vegna árekstra á árinu 2003 nam rúmum einum milljarði króna. Meðalkostnaður við hvert tjón sama ár var rúmar 5,6 milljónir króna. 10.6.2005 00:01 Lækningalind opnuð í Bláa lóninu Lækningalind Bláa lónsins var formlega opnuð síðdegis. Aðstaðan á að stórbæta þjónustu við psoriasis-sjúklinga hér á landi. 10.6.2005 00:01 Náðunarnefnd fjallar um Aron Pálma Mál Arons Pálma Ágústsonar hefur verið tekið til meðferðar hjá náðunarnefnd Texas í Bandaríkjunum. Þetta segir Einar S. Einarsson, talsmaður RJF-hópsins, en hópurinn hefur barist fyrir frelsi Arons Pálma úr stofufangelsi í Beaumont í Texas. Náðunarnefndin mun væntanlega taka afstöðu í málinu innan sex mánuða en það er svo ríkisstjórans að taka endanlega afstöðu til náðunarinnar. 10.6.2005 00:01 Efi um Ríkisendurskoðun Ríkisendurskoðun rannsakar nú upplýsingar sem snerta hugsanlegt vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í söluferli ríkisbankanna síðla árs 2002. Gögn sem gáfu tilefni til athugasemda lágu þegar fyrir í minnisblaði ríkisendurskoðunar á fundi hennar með fjárlaganefnd á miðvikudag. 10.6.2005 00:01 Stjórnvöld með minnimáttarkennd Fyrir helgina vann Hjörleifur mál fyrir Hæstarétti sem margir telja að verði fordæmisgefandi fyrir umhverfisvernd og aðild almennings að ákvörðunum sem valdið geta spjöllum á náttúrunni ellegar mengun af mannavöldum. 10.6.2005 00:01 Guðmundur Árni til Svíþjóðar Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður sendiherra Íslands í Svíþjóð í haust samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins. Jafnframt er ákveðið að Svavar Gestsson, núverandi sendiherra í Stokkhólmi, flytjist til Danmerkur. 10.6.2005 00:01 Álversframkvæmdir ekki stöðvaðar Hjörleifur Guttormsson telur að stöðva beri framkvæmdir við álverið í Reyðarfirði á meðan beðið er eftir nýju umhverfismati. Umhverfisstofnun hyggst ekki afturkalla starfsleyfi og Fjarðabyggð mun ekki afturkalla framkvæmdaleyfi og því halda framkvæmdir áfram. 10.6.2005 00:01 Allt að eitt ár í vinnslu Hrönn Pétursdóttir, starfsmanna- og kynningarstjóri hjá Alcoa Fjarðaráli, segir að vinna við nýtt umhverfsimat geti tekið allt að einu ári. 10.6.2005 00:01 Hætt við Dalsbraut Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt tillögu Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra þess efnis að hætt verði við lagningu Dalsbrautar, sunnan Þingvallastrætis, en þess í stað verði lagður göngu- og hjólastígur í götustæðið. 10.6.2005 00:01 Gögn ríkisendurskoðunar stangast á Stjórnarandstaðan telur ótækt að Ríkisendurskoðun rannsaki sjálf hvort hennar eigin skýrslur gefi tilefni til vanhæfisathugunar á þætti forsætisráðherra við sölu ríkisbankanna. Gögn embættisins fela í sér misvísandi upplýsingar um þátt félags í eigu ættingja forsætisráðherra í söluferli ríkisbankanna. 10.6.2005 00:01 Flaug burt með lambið Það var ófögur sjón sem blasti við Jóhönnu Kristjánsdóttur sauðfjárbónda við Ísafjarðardjúp á fimmtudag þegar hún varð vitni af því þegar haförn kom aðvífandi, greip með sér um hálfs mánaðar gamalt lamb og flaug burt með það. 10.6.2005 00:01 Hætta borun eftir heitu vatni Borun eftir heitu vatni á Berserkseyri á Snæfellsnesi hefur verið hætt í bili. Borstangir brotnuðu í vinnsluholunni og er búið að reyna í sex vikur að ná þeim upp. 9.6.2005 00:01 Bankarnir mega krefjast gjalds Samkeppnisráð segir bönkum og lánastofnunum heimilt að krefjast gjalds fyrir uppgreiðslu lána. Neytendasamtökin og Alþýðusamband Íslands sendu ráðinu erindi þar sem stofnunin var beðin að skera úr um það hvort slík gjaldtaka samræmdist lögum. 9.6.2005 00:01 Íbúaþing D-lista í Laugardalnum Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna efnir til íbúaþings í dag klukkan 17 í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal</u />. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokksins, setur íbúaþingið og mun kynna hugmyndir um betri borg. 9.6.2005 00:01 Bílþjófnaður og skemmdarverk Tveir piltar eru nú í haldi lögreglunnar í Reykjavík vegna bílþjófnaðar og skemmdarverka. Þeir voru handteknir á fjórða tímanum í nótt eftir að þeir höfðu brotist inn í og skemmt nokkra bíla í Höfðahverfi og í framhaldinu stolið einum og ekið honum í sandgryfju Björgunar þar skammt frá. 9.6.2005 00:01 Fíkniefni ætluð til sölu Lögreglan í Kópavogi handtók tvo menn í bíl upp úr miðnætti í nótt og fannst á þeim töluvert magn fíkniefna. Fíkniefnin voru í sölupakkningum. Mennirnir, sem eru tvítugir, játuðu við yfirheyrslur sinn þátt og telst málið upplýst. 9.6.2005 00:01 Full grein gerð fyrir lekanum Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra vill að breska ríkisstjórnin geri fulla grein fyrir lekanum sem varð í kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield. Umhverfisráðherra skrifaði Margaret Beckett, hinni bresku starfsystur sinni, bréf vegna þessa. 9.6.2005 00:01 Reykjavík kom best út úr prófunum Nemendur í Reykjavík komu best út úr samræmdu prófunum í tíunda bekk en nemendur í Suðurkjördæmi verst. Prófað var í íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, náttúrufræði og samfélagsfræði. Ekki er hægt að bera saman niðurstöðurnar úr þremur síðasttöldu fögunum þar sem hlutfall nemenda sem þreytti próf í þeim var ólíkt eftir skólum og landshlutum. 9.6.2005 00:01 Tóbaksdómur fer fyrir Hæstarétt Áfrýjað hefur verið til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Japan Tobacco og tóbaksverslunarinnar Bjarkar frá því lok apríl. Í honum var hafnað kröfum um að stilla mætti út tóbaksvörum og um að tóbaksframleiðandinn mætti birta upplýsingar um tóbaksvarning sinn, svo sem um útlitsbreytingar pakkninga eða breytingar á tóbaksblöndun. 9.6.2005 00:01 Bókunar- og sölustarfsemi leigð út Reykjavíkurborg hefur brugðist við úrskurði samkeppnisyfirvalda og leigt út bókunar- og sölustarfsemi Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavik. Þessi hluti starfseminnar var talinn stangast á við samkeppnislög og var borginni gert að aðskilja þenna hluta rekstursins frá öðrum. 9.6.2005 00:01 Máli Hannesar vísað frá Máli fjölskyldu Halldórs Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vísað frá vegna annmarka á málatilbúnaði stefnanda. Ekkja Halldórs, Auður Sveinsdóttir, höfðaði mál gegn Hannesi vegna meints ritstuldar í bók hans um Nóbelsskáldið. 9.6.2005 00:01 Nýtt svið fyrir Þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsið og Landsbankinn hafa gert með sér samstarfssamning um uppbyggingu á nýju sviði Þjóðleikhússins. Sviðið á að heita „Kassinn“ og verður til húsa á jarðhæð íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar að Lindargötu 7. Landsbankinn mun standa straum af kostnaði við uppbyggingu Kassans, svo sem kaupum á nýjum hljóð- og ljósabúnaði. 9.6.2005 00:01 Dæmdur fyrir skattsvik Maður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 14,7 milljóna króna fyrir skattsvik og bókhaldsbrot á árunum 1998 til 2000. 9.6.2005 00:01 3 milljóna bótakröfu vísað frá Skaðabótakröfu konu sem rann í hálku á göngustíg við Fannborg í Kópavogi veturinn 1999 var í dag hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Konan fór fram á tæpar þrjár milljónir króna auk vaxta. 9.6.2005 00:01 Úrbætur gegn heimilisofbeldi Verkefnisstjórn um heilsufar kvenna hefur verið falið að athuga sérstaklega nokkra þætti er varða heilbrigðisþjónustu við konur sem eru fórnarlömb heimilisofbeldis, og vinna að úrbótum. 9.6.2005 00:01 Fölsun lyfseðla í hverjum mánuði Tilkynningar um falsaða lyfseðla berast til Lyfjastofnunar í hverjum mánuði. Þar eru á ferðinni einstaklingar sem eru að reyna að svíkja út morfínlyf og önnur ávanabindandi efni. Fíklar beita öllum brögðum til að komast yfir þau. 9.6.2005 00:01 Veikindi oftast ástæða vanskila Veikindi eru oftast nefnd sem ástæða fyrir greiðsluerfiðleikum þeirra sem leita til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna árið 2004, að því er fram kemur í ársskýrslu stofunnar. 9.6.2005 00:01 Árs fangelsi fyrir kókaínsmygl Maður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi í árs fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla 226 grömmum af kókaíni til landsins innvortis þann 19. desember síðastliðinn. Kókaínið var í 59 pakkningum og var fjarlægt úr líkama mannsins með aðgerð á sjúkrahúsi. Þetta er þriðji dómurinn sem maðurinn fær og því þótti hann hæfilegur tólf mánuðir. 9.6.2005 00:01 Fræðslusjóður um einhverfu Stofnaður hefur verið Fræðslusjóður um einhverfu. 9.6.2005 00:01 Dæmdur fyrir tilraun til manndráps Rúmlega fertugur maður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í eins og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk vin fyrrverandi sambýliskonu sinnar með hnífi fyrir framan hús hennar við Bjargartanga í Mosfellsbæ í byrjun febrúar. 9.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Sextugur sýknaður af hasssmygli Sextugur karl var í Héraðsdómi Reykjaness í gær sýknaður af ákæru um að hafa reynt að smygla til landsins 304 grömmum af hassi. Efnið fannst í tösku mannsins við gegnumlýsingu á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. 10.6.2005 00:01
Tóku feil og réðust á lögreglumenn Fjórir karlmenn og ein kona réðust að ómerktum lögreglubíl í Hafnarfirði og skemmdu töluvert skömmu fyrir klukkan eitt á aðfaranótt föstudags. Í bílnum voru tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn við eftirlit. Fólkið fór mannavillt og var handtekið. 10.6.2005 00:01
Í fangelsi fyrir brot gegn barni Maður var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þá 10 ára gamalli stúlku, en tveir mánuðir refsingarinnar voru skilorðsbundnir í tvö ár. Brotið átti sér stað í ágúst í fyrra. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað auk 300 þúsund króna í miskabætur til stúlkunnar. 10.6.2005 00:01
Ráðuneytið gekk of langt Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi úrskurð dómsmálaráðuneytisins þess efnis að Lilju Sæmundsdóttur væri óheimilt að ættleiða barn frá Kína. Ráðuneytið studdist í úrskurði sínum við að Lilja gæti átt á hættu heilsubrest vegna offitu. Þá voru henni dæmdar 600.000 krónur í málskostnað. 10.6.2005 00:01
Tíma sóað fyrir þrjósku og hroka "Þetta sýnir að almenningur hefur möguleika á að hafa áhrif og stjórnvöld mega ekki hunsa lög og reglur," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um nýfallinn dóm Hæstaréttar varðandi umhverfismat álverksmiðju Alcoa. 10.6.2005 00:01
Opnar umræður um stjórnarskrána Stjórnarskrárnefnd, sem stýrir endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins, heldur í dag opið málþing um stjórnarskrána. Ráðstefnan fer fram á Hótel Loftleiðum, en á henni fá þau félagasamtök, sem sent hafa erindi til stjórnarskrárnefndar, alls 21 að tölu, tækifæri til að ræða við nefndarmenn. 10.6.2005 00:01
Ísland tekur við forystu í Eystras Davíð Oddsson ávarpaði í gær fund utanríkisráðherra aðildarríkja Eystrasaltsríkjanna sem stendur yfir í Stettin í Póllandi. Ísland hefur tekið við formennsku í Eystrasaltsráðinu og mun gegna henni í eitt ár. 10.6.2005 00:01
Fimm milljarðar á fimmtán árum Heildarkostnaður samfélagsins vegna tjóna á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss á árunum 1990-2005 er um fimm milljarðar króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Vinir Hellisheiðar héldu á Hótel Selfossi í gær. Meðalkostnaður vegna umferðarslysa á Suðurlandsvegi er rúmlega 5,6 milljónir en kostnaður á sambærilegum vegum annars staðar á landinu er ein og hálf milljón. 10.6.2005 00:01
Færri í nám en vilja Mun færri komast í nám í Háskólanum í Reykjavík og í Bifröst en óska. Yfir eitt þúsund fá ekki skólavist. Rektorinn í Bifröst segir góða þjónustu við nemendur skila árangri. 10.6.2005 00:01
Mikil aðsókn í HHS Aðsókn í nýju námsleiðina HHS á Bifröst hefur farið framar björtustu vonum. Bifröst er fyrsti íslenski háskólinn sem býður upp á námsleiðina hér á landi. 10.6.2005 00:01
Rannsókn sé stórpólitísk tíðindi Stjórnarandstaðan kallar það stórpólitísk tíðindi að Ríkisendurskoðandi dragi í efa hæfi forsætisráðherra þegar tekin var ákvörðun um sölu ríkisbankanna. Formaður Vinstri - grænna segir að það yrði ekki einungis áfellisdómur yfir forsætisráðherra, yrði hann talinn vanhæfur, heldur einnig yfir fyrri störf Ríkisendurskoðunar. 10.6.2005 00:01
Fengu helmingi meiri launahækkun Ráðherrar og þingmenn hafa fengið helmingi meiri launahækkun en aðrir í þjóðfélaginu frá árinu 2003. Þeir hafa fengið yfir tuttugu prósenta launahækkun á sama tíma og laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um tíu prósent. 10.6.2005 00:01
Starfsleyfi Alcoa ekki afturkallað Lögmaður Umhverfisstofnunar segir starfsleyfi Alcoa fyrir álveri í Reyðarfirði ekki verða afturkallað þrátt fyrir dóm Hæstaréttar um að álverið þurfi að fara í umhverfismat. Hjörleifur Guttormsson telur að stöðva þurfi framkvæmdirnar í Reyðarfirði á meðan umhverfisáhrif verði metin. 10.6.2005 00:01
Rökstuðningur ekki fullnægjandi Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, vann mál sitt gegn íslenska ríkinu í dag. Dómari taldi rökstuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir neitun ekki fullnægjandi. 10.6.2005 00:01
Skagafjarðarlisti ekki aftur fram Samfylkingin í Skagafirði ákvað á félagsfundi 6. júní sl. að við næstu sveitarstjórnarkostningar, sem fram fara 2006 myndi Samfylkingin bjóða fram undir eigin merkjum. Jafnframt samþykkti fundurinn að fela stjórn félagsins að hefja undinbúning að framboði flokksins í næstu sveitarstjórnarkosningu m.a. með að skoða aðferðir við skipan framboðslista, undirbúning málefna og fleiri atriða. 10.6.2005 00:01
Meðalkostnaður tjóns 5,6 milljónir Kostnaður við tjón á Suðurlandsvegi vegna árekstra á árinu 2003 nam rúmum einum milljarði króna. Meðalkostnaður við hvert tjón sama ár var rúmar 5,6 milljónir króna. 10.6.2005 00:01
Lækningalind opnuð í Bláa lóninu Lækningalind Bláa lónsins var formlega opnuð síðdegis. Aðstaðan á að stórbæta þjónustu við psoriasis-sjúklinga hér á landi. 10.6.2005 00:01
Náðunarnefnd fjallar um Aron Pálma Mál Arons Pálma Ágústsonar hefur verið tekið til meðferðar hjá náðunarnefnd Texas í Bandaríkjunum. Þetta segir Einar S. Einarsson, talsmaður RJF-hópsins, en hópurinn hefur barist fyrir frelsi Arons Pálma úr stofufangelsi í Beaumont í Texas. Náðunarnefndin mun væntanlega taka afstöðu í málinu innan sex mánuða en það er svo ríkisstjórans að taka endanlega afstöðu til náðunarinnar. 10.6.2005 00:01
Efi um Ríkisendurskoðun Ríkisendurskoðun rannsakar nú upplýsingar sem snerta hugsanlegt vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í söluferli ríkisbankanna síðla árs 2002. Gögn sem gáfu tilefni til athugasemda lágu þegar fyrir í minnisblaði ríkisendurskoðunar á fundi hennar með fjárlaganefnd á miðvikudag. 10.6.2005 00:01
Stjórnvöld með minnimáttarkennd Fyrir helgina vann Hjörleifur mál fyrir Hæstarétti sem margir telja að verði fordæmisgefandi fyrir umhverfisvernd og aðild almennings að ákvörðunum sem valdið geta spjöllum á náttúrunni ellegar mengun af mannavöldum. 10.6.2005 00:01
Guðmundur Árni til Svíþjóðar Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður sendiherra Íslands í Svíþjóð í haust samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins. Jafnframt er ákveðið að Svavar Gestsson, núverandi sendiherra í Stokkhólmi, flytjist til Danmerkur. 10.6.2005 00:01
Álversframkvæmdir ekki stöðvaðar Hjörleifur Guttormsson telur að stöðva beri framkvæmdir við álverið í Reyðarfirði á meðan beðið er eftir nýju umhverfismati. Umhverfisstofnun hyggst ekki afturkalla starfsleyfi og Fjarðabyggð mun ekki afturkalla framkvæmdaleyfi og því halda framkvæmdir áfram. 10.6.2005 00:01
Allt að eitt ár í vinnslu Hrönn Pétursdóttir, starfsmanna- og kynningarstjóri hjá Alcoa Fjarðaráli, segir að vinna við nýtt umhverfsimat geti tekið allt að einu ári. 10.6.2005 00:01
Hætt við Dalsbraut Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt tillögu Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra þess efnis að hætt verði við lagningu Dalsbrautar, sunnan Þingvallastrætis, en þess í stað verði lagður göngu- og hjólastígur í götustæðið. 10.6.2005 00:01
Gögn ríkisendurskoðunar stangast á Stjórnarandstaðan telur ótækt að Ríkisendurskoðun rannsaki sjálf hvort hennar eigin skýrslur gefi tilefni til vanhæfisathugunar á þætti forsætisráðherra við sölu ríkisbankanna. Gögn embættisins fela í sér misvísandi upplýsingar um þátt félags í eigu ættingja forsætisráðherra í söluferli ríkisbankanna. 10.6.2005 00:01
Flaug burt með lambið Það var ófögur sjón sem blasti við Jóhönnu Kristjánsdóttur sauðfjárbónda við Ísafjarðardjúp á fimmtudag þegar hún varð vitni af því þegar haförn kom aðvífandi, greip með sér um hálfs mánaðar gamalt lamb og flaug burt með það. 10.6.2005 00:01
Hætta borun eftir heitu vatni Borun eftir heitu vatni á Berserkseyri á Snæfellsnesi hefur verið hætt í bili. Borstangir brotnuðu í vinnsluholunni og er búið að reyna í sex vikur að ná þeim upp. 9.6.2005 00:01
Bankarnir mega krefjast gjalds Samkeppnisráð segir bönkum og lánastofnunum heimilt að krefjast gjalds fyrir uppgreiðslu lána. Neytendasamtökin og Alþýðusamband Íslands sendu ráðinu erindi þar sem stofnunin var beðin að skera úr um það hvort slík gjaldtaka samræmdist lögum. 9.6.2005 00:01
Íbúaþing D-lista í Laugardalnum Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna efnir til íbúaþings í dag klukkan 17 í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal</u />. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokksins, setur íbúaþingið og mun kynna hugmyndir um betri borg. 9.6.2005 00:01
Bílþjófnaður og skemmdarverk Tveir piltar eru nú í haldi lögreglunnar í Reykjavík vegna bílþjófnaðar og skemmdarverka. Þeir voru handteknir á fjórða tímanum í nótt eftir að þeir höfðu brotist inn í og skemmt nokkra bíla í Höfðahverfi og í framhaldinu stolið einum og ekið honum í sandgryfju Björgunar þar skammt frá. 9.6.2005 00:01
Fíkniefni ætluð til sölu Lögreglan í Kópavogi handtók tvo menn í bíl upp úr miðnætti í nótt og fannst á þeim töluvert magn fíkniefna. Fíkniefnin voru í sölupakkningum. Mennirnir, sem eru tvítugir, játuðu við yfirheyrslur sinn þátt og telst málið upplýst. 9.6.2005 00:01
Full grein gerð fyrir lekanum Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra vill að breska ríkisstjórnin geri fulla grein fyrir lekanum sem varð í kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield. Umhverfisráðherra skrifaði Margaret Beckett, hinni bresku starfsystur sinni, bréf vegna þessa. 9.6.2005 00:01
Reykjavík kom best út úr prófunum Nemendur í Reykjavík komu best út úr samræmdu prófunum í tíunda bekk en nemendur í Suðurkjördæmi verst. Prófað var í íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, náttúrufræði og samfélagsfræði. Ekki er hægt að bera saman niðurstöðurnar úr þremur síðasttöldu fögunum þar sem hlutfall nemenda sem þreytti próf í þeim var ólíkt eftir skólum og landshlutum. 9.6.2005 00:01
Tóbaksdómur fer fyrir Hæstarétt Áfrýjað hefur verið til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Japan Tobacco og tóbaksverslunarinnar Bjarkar frá því lok apríl. Í honum var hafnað kröfum um að stilla mætti út tóbaksvörum og um að tóbaksframleiðandinn mætti birta upplýsingar um tóbaksvarning sinn, svo sem um útlitsbreytingar pakkninga eða breytingar á tóbaksblöndun. 9.6.2005 00:01
Bókunar- og sölustarfsemi leigð út Reykjavíkurborg hefur brugðist við úrskurði samkeppnisyfirvalda og leigt út bókunar- og sölustarfsemi Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavik. Þessi hluti starfseminnar var talinn stangast á við samkeppnislög og var borginni gert að aðskilja þenna hluta rekstursins frá öðrum. 9.6.2005 00:01
Máli Hannesar vísað frá Máli fjölskyldu Halldórs Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vísað frá vegna annmarka á málatilbúnaði stefnanda. Ekkja Halldórs, Auður Sveinsdóttir, höfðaði mál gegn Hannesi vegna meints ritstuldar í bók hans um Nóbelsskáldið. 9.6.2005 00:01
Nýtt svið fyrir Þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsið og Landsbankinn hafa gert með sér samstarfssamning um uppbyggingu á nýju sviði Þjóðleikhússins. Sviðið á að heita „Kassinn“ og verður til húsa á jarðhæð íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar að Lindargötu 7. Landsbankinn mun standa straum af kostnaði við uppbyggingu Kassans, svo sem kaupum á nýjum hljóð- og ljósabúnaði. 9.6.2005 00:01
Dæmdur fyrir skattsvik Maður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 14,7 milljóna króna fyrir skattsvik og bókhaldsbrot á árunum 1998 til 2000. 9.6.2005 00:01
3 milljóna bótakröfu vísað frá Skaðabótakröfu konu sem rann í hálku á göngustíg við Fannborg í Kópavogi veturinn 1999 var í dag hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Konan fór fram á tæpar þrjár milljónir króna auk vaxta. 9.6.2005 00:01
Úrbætur gegn heimilisofbeldi Verkefnisstjórn um heilsufar kvenna hefur verið falið að athuga sérstaklega nokkra þætti er varða heilbrigðisþjónustu við konur sem eru fórnarlömb heimilisofbeldis, og vinna að úrbótum. 9.6.2005 00:01
Fölsun lyfseðla í hverjum mánuði Tilkynningar um falsaða lyfseðla berast til Lyfjastofnunar í hverjum mánuði. Þar eru á ferðinni einstaklingar sem eru að reyna að svíkja út morfínlyf og önnur ávanabindandi efni. Fíklar beita öllum brögðum til að komast yfir þau. 9.6.2005 00:01
Veikindi oftast ástæða vanskila Veikindi eru oftast nefnd sem ástæða fyrir greiðsluerfiðleikum þeirra sem leita til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna árið 2004, að því er fram kemur í ársskýrslu stofunnar. 9.6.2005 00:01
Árs fangelsi fyrir kókaínsmygl Maður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi í árs fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla 226 grömmum af kókaíni til landsins innvortis þann 19. desember síðastliðinn. Kókaínið var í 59 pakkningum og var fjarlægt úr líkama mannsins með aðgerð á sjúkrahúsi. Þetta er þriðji dómurinn sem maðurinn fær og því þótti hann hæfilegur tólf mánuðir. 9.6.2005 00:01
Dæmdur fyrir tilraun til manndráps Rúmlega fertugur maður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í eins og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk vin fyrrverandi sambýliskonu sinnar með hnífi fyrir framan hús hennar við Bjargartanga í Mosfellsbæ í byrjun febrúar. 9.6.2005 00:01