Fleiri fréttir

Dæmdur í lífs­tíðar­fangelsi fyrir að njósna um Svía fyrir Rússa

Dómstóll í Stokkhólmi hefur dæmt tvo bræður í fangelsi fyrir njósnir en þeir voru sagðir hafa veitt Rússum upplýsingar sem gætu skaðað þjóðaröryggi Svía. Eldri bróðirinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi en sá yngri fékk tæplega tíu ára dóm. Sérfræðingur segir brot af þessari stærðargráðu sjaldgæf í Svíþjóð. 

Katrín segir sjónar­­svipti að hinni sjarmerandi Ardern

Forsætisráðherra segir að sjónarsviptir verði af Jacinda Ardern sem óvænt sagði af sér embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands og leiðtoga Verkamannaflokksins í gærkvöldi. Sex ára valdatími hennar hafi einkennst af hverju áfallinu á fætur öðru, allt frá náttúruhamförum, fjöldamorðum, covid faraldrinum og nú til efnahagsástandsins vegna stríðsins í Úkraínu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum lítum við til veðurs en spáin fyrir morgundaginn er á þann veg að von er á asahláku víða eftir langan frostakafla.

Lita­dýrðin rakin til eld­gossins öfluga hinum megin á hnettinum

Ef til vill hafa Íslendingar tekið eftir því að sólarupprás og sólarlag síðustu daga hafa verið í litskrúðugri kantinum. Að öllum líkundum má rekja ástæður þess og uppruna eitt ár aftur í tímann og í 15 þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi, til eyríkisins Tonga í Kyrrahafi.

Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúru­legan dauð­daga sjúk­linga

Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum.

Smíða áttæring forfeðranna úr sunnlenskum skógarvið

Meira en öld eftir að Íslendingar hættu almennt að róa til fiskjar á áttæringum eru menn aftur teknir til við að smíða slíkt skip, og það úr íslenskum skógarvið. Tilgangurinn er að halda upp á menningararfinn.

„Það var logið upp í opið geðið á okkur“

Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum.

Tafir á Hring­braut vegna á­reksturs

Umferðartafir mynduðust eftir að tveir bílar rákust saman við hringtorgið á mótum Suðurgötu og Hringbrautar í í Reykjavík í morgun.  

Fella á­kvörðun MAST úr gildi og heimila inn­flutning á pólskum bolum

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að synja fyrirtæki um heimild til innflutningar á trjábolum með berki frá Póllandi og að þeir skuli endursendir eða þeim eytt. Ráðuneytið var ósammála stofnuninni og taldi að þau vottorð sem hafi fylgt sendingunni hafi staðist allar kröfur.

„Innræting er ekki orð sem við notum“

Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir í Íslandi í dag: „Ef ég væri Sigmundur Davíð myndi mér ekki þykja þægilegt að vera settur á sömu glæru og þessir þarna.“

Aðal­með­ferð í stærsta kókaín­máli Ís­lands­sögunnar fer fram í dag

Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir.

Rannsókn á ásökunum SÍ gegn SÁÁ felld niður

Héraðssaksóknari ákvað 2. desember síðastliðinn að hætta rannsókn á starfsháttum SÁÁ en málið varðaði ásakanir Sjúkratrygginga Íslands, meðal annars um fjölda reikninga sem voru sagðir tilhæfulausir.

Á­rásar­maður í Banka­strætis­málinu lýsir að­draganda á­rásarinnar

Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus.

Ardern segir af sér

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur ákveðið að segja af sér. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur.

Eldur við skóla slökktur með snjó

Einn var vistaður í fangageymslu í gærkvöldi vegna hótana og eignaspjalla og annar vegna ölvunarástands. Þá var tilkynnt um eld við skóla en hann var slökktur með snjó.

Trump vill komast aftur á Facebook

Donald Trump vill komast aftur á Facebook eftir að hafa verið bannaður á miðlinum í kjölfar innrásarinnar í bandaríska þinghúsið í janúar árið 2021. Talið er að hann vilji komast þangað til þess að koma kosningaherferð sinni á flug en hann hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna árið 2024.

Dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að af­höfða eigin­konu sína

Íranskur karlmaður var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að afhöfða sautján ára eiginkonu sína. Konan hafði flúið land þegar maðurinn vildi ekki leyfa henni að skilja við sig en sneri aftur eftir að fjölskylda hennar sagðist geta tryggt öryggi hennar. Hún var myrt nokkrum dögum síðar. 

Smitsjúkdómar færist í aukana með loftlagsbreytingum

Smitsjúkdómalæknir segir það einungis tímaspursmál hvenær annar heimsfaraldur líkt og Covid kemur upp. Nýlegar rannsóknir bendi til þess að allflestir smitsjúkdómar muni færast í aukana samhliða loftslagsbreytingum.

Fyrstu stúdentarnir flytja á Sögu eftir tvo mánuði

Þessa dagana standa yfir milljarða framkvæmdir við að breyta hótel Sögu í háskólahús og á þeim að vera lokið eftir eitt og hálft ár. Fyrstu stúdentarnir munu hins vegar flytja inn í nýjar einstaklingsíbúðir í marsmánuði.

Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Land­spítalanum

Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dómari í hryðjuverkamálinu íhugar nú hvort vísa eigi frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum. Sindri Snær og Ísidór, sem ákærðir eru í málinu, neituðu að hafa skipulagt hryðjuverk þegar málið var þingfest í dag. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Najstarszy Islandczyk ma 105 lat

Obecnie na Islandii żyje 47 osób, które mają co najmniej 100 lat. Trzy z tych 47 osób, ma żyjącego partnera. Wynika to z raportu Krajowego Rejestru, którym objęto najstarszych mieszkańców kraju.

Reykjanesbær wzywa inne gminy do działania

Reykjanesbær nie przyjmie większej liczby uchodźców niż uzgodniono. Burmistrz twierdzi, że limit uchodźców, których przyjęto został osiągnięty i wzywa więcej gmin do wzięcia na siebie odpowiedzialności.

262 nauðganir tilkynntar árið 2022

Alls voru 634 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu árið 2022. Fleiri nauðganir voru tilkynntar miðað við síðastliðin þrjú ár og þá fjölgaði brotum gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) um helming miðað við árið á undan. Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum var nánast óbreyttur.

Elsti Ís­lendingurinn er 105 ára

Í dag eru 47 einstaklingar á Íslandi 100 ára og eldri. Þrír af þessum 47 einstaklingum eiga maka á lífi. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt Þjóðskrár yfir elstu íbúa landsins.

Rjúfa veginn til að vernda nýju brúna

Vegagerðin mun rjúfa Skeiða- og Hrunamannaveg í sundur við brúna yfir Stóru-Laxá á morgun til þess að vernda nýja brú sem þar er nú í smíðum. Reiknað er með vatnavöxtum á næstu dögum vegna yfirvofandi hlýinda.

Dómari tekur til skoðunar hvort vísa eigi hryðju­verkalið frá

Tveir karlmenn sem sæta ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. Þeir játuðu hluta ákærunnar sem sneri að vopnalagabrotum auk þess sem annar játaði fíkniefnabrot. Dómari ætlar að skoða hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum.

Tekin af lífi með barnið í höndunum

Lögreglan í Tulare-sýslu í Kaliforníu segir allt útlit fyrir að morðin á sex einstaklingum í smábænum Goshen í morgun hafi verið aftökur. Móður á táningsaldri var á flótta undan morðingjunum með tíu mánaða gamalt barn hennar er þau voru bæði tekin af lífi.

Sjá næstu 50 fréttir