Fleiri fréttir

Sólveig Anna segir Eflingu hafa komið til móts við SA en vill meiri hækkanir

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að félagið hafi komið til móts við Samtök atvinnulífsins með nýju samningstilboði sem kynnt var í gær. Hún segir þó alveg ljóst að verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkanir en samið hafi verið um í samningum við Starfsgreinasambandið.

„Höggorminum“ sleppt úr fangelsi í Nepal

Franska raðmorðingjanum Charles Sobhraj verður senn sleppt úr fangelsinu í Nepal þar sem hann hefur dvalið í nær tuttugu ár. Honum hefur verið skipað að snúa aftur til Frakklands.

Frost að fjórtán stigum

Veðurstofan spáir fremur hægri norðlægri átt í dag og á morgun, Þorláksmessu. Reikna má með dálitlum éljum norðan- og austanlands, en annars yfirleitt léttskýjað. Þó eru um að él gætu slæðst inn á Suðurland annað kvöld.

Ekki ölmusa heldur fjárfesting í öryggi og lýðræði

„Fjárstuðningur ykkar er ekki ölmusa. Hann er fjárfesting í öryggi heimsins og lýðræði, sem við förum með á sem ábyrgastan hátt,“ sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing í gærkvöldi.

Skýli fullt af snjó við Kefla­víkur­flug­völl

Skýli sem ætlað er til þess að ferðamenn geti gengið í gegnum á leið sinni frá langtímabílastæði Keflavíkurflugvallar að flugstöðinni er enn troðfullt af snjó. Upplýsingafulltrúi Isavia segir það vera á dagskrá að fjarlægja snjóinn. 

Netanjahú snýr aftur til valda

Benjamín Netanjahú hefur myndað ríkisstjórn í Ísrael og snýr aftur í forsætisráðherrastól í sjötta sinn. 

„Það vildi enginn vinna með ykkur“

Snjómokstur Reykjavíkurborgar var til umræðu í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Mörgum finnst borgin ekki hafa staðið sig í stykkinu við mokstur og söltun gatna. Til viðtals voru Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en athygli vakti þegar Einar sagði engan annan borgarstjórnarflokk hafa viljað vinna með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar í vor. 

Blindur maður fórnar­lamb mansals og vistaður á Hólms­heiði

Erlendur blindur karlmaður hefur setið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um það bil mánuð. Hann talar hvorki íslensku né ensku. Í dag var honum afhent tæki sem gerir dvölina aðeins auðveldari. Formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, þakkar starfsmönnum á Hólmsheiði og samföngum mannsins kærlega fyrir að auðvelda honum lífið á meðan hann hefur dvalið í fangelsinu. 

Kjósa nýjan lögmann Færeyja í fyrramálið

Samkomulag hefur náðst um myndun nýrrar landsstjórnar í Færeyjum undir forystu Aksels V. Johannesen, formanns Jafnaðarflokksins, sem verður á ný lögmaður Færeyja, en því embætti gegndi hann einnig á árunum 2015 til 2019.

Vikulangt jólafrí Hagstofunnar skjóti skökku við

Hagstofa Íslands hefur ákveðið að veita starfsmönnum sínum aukalega vikulangt jólafrí. Hagstofan verður lokuð á milli jóla og nýárs. Hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins segir fríið koma spánskt fyrir sjónir í ljósi aðstæðna á opinberum vinnumarkaði. 

Vill hafa Reykja­víkur­flug­völl til taks fyrir milli­landa­flug

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til sérstaks aukafundar í fyrramálið, að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar, til að ræða það öngþveiti sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautar. Innviðaráðherra, sem kemur á fund þingnefndarinnar, segir ástandið hafa verið óásættanlegt og Njáll Trausti vill skoða beint millilandaflug frá Reykjavík.

„Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“

Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við.

„Verk­efnið hefur stækkað gríðar­lega“

Snjómokstur í borginni verður sífellt umfangsmeiri samhliða stækkun borgarinnar. Fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið notuð til að ryðja göturnar síðustu daga og hafa þau nú rutt samtals um þúsund kílómetra leið.

Neitaði fjölskyldum frá Úkraínu um hjálp út árið

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, neitar fjölskyldum frá Úkraínu um aðstoð út árið í tölvupóstsamskiptum við Íslending sem tengist fjölskyldunum fyrr í desember.

Kokkurinn sem fann upp á tikk­a masala er látinn

Ali Ahmed Aslam, kokkurinn sem fann upp á tikka masala-kjúklingaréttinum er látinn, 77 ára að aldri. Hann hafði rekið veitingastaðinn Shish Mahal í Glasgow í Skotlandi í 58 ár. 

Vonar að hreyfingin geti staðið þéttar saman fyrir næstu samninga

Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna í VR, Landssambandi verslunarmanna og samfloti iðn- og tæknimanna hefur samþykkt skammtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Formaður VR bindur vonir við að Efling nái að semja sem fyrst og að hreyfingin standi þéttar saman fyrir næstu samninga.

Landabruggari með heimagerða sprengju í fjögurra mánaða fangelsi

Karlmaður á sjötugsaldri var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis fíkniefna- og ökulagabrot. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vopnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum heimatilbúna sprengju og gaddakylfu sem fannst við húsleit lögreglu

Of al­­gengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunn­­skólum

Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu.

Efling fikrar sig nær SA með nýju til­boði

Stéttarfélagið Efling hefur gert Samtökum atvinnulífsins (SA) tilboð um endurnýjun samninga. Í nýju tilboði er samþykkt að hagvaxtarauki sem bætast átti á laun í apríl á næsta ári falli niður en á móti koma aðra launaliðshækkanir. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til sérstaks aukafundar í fyrramálið, að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar, til að ræða það öngþveiti sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautar. Innviðaráðherra, sem kemur á fund nefndarinnar, segir ástandið hafa verið óásættanlegt og Njáll Trausti vill skoða beint millilandaflug frá Reykjavík.

„Powrót do normalności na lotnisku jest powolny i bolesny”

Po znacznych zakłóceniach jakie miały miejsce w ciągu ostatnich kilku dni, ruch lotniczy na lotnisku Keflavík wraca powoli do normy. Dyrektor generalny linii lotniczych Icelandair mówi, że celem firmy jest dostarczenie wszystkich pasażerów do ich miejsc docelowych jeszcze przed świętami Bożego Narodzenia.

Halli blandar sér í Fjöl­skyldu­hjálpar­málið

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur heitið því að millifæra tuttugu þúsund krónur inn á reikning fimmtíu innflytjenda á Íslandi sem eru hjálpar þurfi. Hann hvetur aðra til að gera slíkt hið sama.

Tveir fundust látnir í Bergen

Morðrannsókn er hafin hjá lögreglunni í Bergen eftir að tveir fundust látnir í úthverfinu Ytre Sandviken norður af Bergen.

Sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Horn­ströndum stendur

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra og tveimur flugmönnum þess, sem lentu þyrlu í tvígang án leyfis í friðlandinu á Hornströndum árið 2020. Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði og vildi sýkna viðkomandi.

Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti

Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn.

Dregur sérfræðinga að borðinu því löng lokun sé óásættanleg

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að álíka ástand og myndaðist á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa með tilheyrandi raski á flugumferð myndist ekki aftur. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði Sigurður næstu skref felast í að fara yfir mögulegar lausnir með hópi sérfræðinga.

Fé­lags­menn VR sam­þykktu kjara­samninga við SA og FA

Félagsmenn VR hafa samþykkt kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda en atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag og voru niðurstöðurnar kynntar rétt í þessu. Báðir samningar voru samþykktir með yfir 80 prósent atkvæða. 

Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta

Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 

Dúx Flens­borgar­skólans með 9,87 í ein­kunn

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 43 nemendur. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af listnámssviði. Hæstu einkunn hlaut Guðrún Edda Min Harðardóttir, með einkunnina 9,87 á stúdentsprófi.

Konieczne jest wprowadzenie zasad w przyjmowaniu statków wycieczkowych

Rosnąca liczba pasażerów, którzy przybywają do kraju na statkach wycieczkowych wymaga podjęcia działania i zwiększenia kontroli ich ruchu. Dyrektor zarządzający Agencji Turystycznej z północy kraju, Markaðsstofa Norðurland uważa, że ​​granica tolerancji została osiągnięta przy liczbie turystów jaka jest spodziewana latem przyszłego roku.

Björgunar­sveitir fluttu líf­færi, krabba­meins­sjúk­ling, ó­fríska konu og lyf fyrir lang­veikt barn

Mikið hefur mætt á björgunarsveitum landsins síðustu daga vegna óveðurs og ófærðar. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að frá 17. desember hafi verið skráðar 83 aðgerðir sem 633 félagar björgunarsveita tóku þátt í, frá 63 björgunarsveitum. Meðal verkefna voru líffæraflutningur, flutningur krabbameinssjúklings til læknis og flutningur á lyfjum fyrir langveikt barn.

Tókst ekki að sanna að hross væri hrekkj­ótt

Ung kona sem höfðaði mál til heimtu skaðabóta vegna alvarlegs reiðslyss, sem hún lenti í þegar hún var sextán ára gömul, fær engar bætur úr hendi eiganda hrossins. Ekki taldist sannað að hrossið væri hrekkjótt.

Diljá að­stoðar Dag

Diljá Ragnarsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.

„Ég fór í fangelsi frjáls maður“

Daníel Rafn Guðmundsson sökk djúpt ofan í undirheima Reykjavíkur á tímabili og upplifði sláandi hluti. Þegar hann mætti í fangelsi til að afplána dóm fyrir líkamsárás var hann hins vegar laus undan fíkn og hafði þar frelsast til kristinnar trúar.

„Það er allt hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf á vellinum“

Flugumferð um Keflavíkurflugvöll er að komast aftur í rétt horf eftir umtalsverðar raskanir síðustu daga. Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að koma öllum á áfangastað fyrir jól en félagið hefur meðal annars tekið tvær breiðþotur á leigu til þess að það gangi upp.

Sjá næstu 50 fréttir