Fleiri fréttir

Fræða­fólki býðst að dvelja á æsku­heimili Ólafs Ragnars

Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í tvær til sex vikur í Grímshúsi á Ísafirði. Grímur Kristgeirsson, faðir Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta, reisti húsið árið 1930.

Út­breiddustu mót­mæli í Kína í rúm­lega þrjá­tíu ár

Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum.

Sátu fastir í flug­vélinni í sjö tíma

Flugmanni og farþega lítillar flugvélar sem flogið var á raflínumastur í Bandaríkjunum í gær var bjargað eftir þeir höfðu setið fastir í flugvélinni í sjö tíma. Flugvélin skorðaðist af í mastrinu og sat þar föst.

Myndband: Mercedes-AMG One rústaði brautarmetinu á Nürburgring

Norðurslaufan á Nürburgring er einskonar mælistika á getu sportbíla af öllum stærðum og gerðum. Brautin er tæpir 21 kílómetri að lengd. Fyrra met fyrir fjöldaframleidda bíla átti Porsche 911 GT2 RS og það var 6 mínútur og 43 sekúndur, sléttar. Mercedes-AMG One bætti metið um 7,817 sekúndur.

Sjö fundist látnir eftir aur­skriðuna á Ischia

Sjö hafa nú fundist látnir og fimm er enn saknað eftir að aurskriða féll á ítölsku eyjunni Ischiaum helgina. Björgunarstarf stendur enn yfir og segir talsmaður yfirvalda að börn séu í hópi þeirra sem sé saknað.

Mótmælt með auðum blaðsíðum

Mótmæli í mörgum af helstu borgum Kína héldu áfram í nótt og virðist sem aðeins sé að bæta í frekar en hitt.

„Þegar ég hætti þá ætla ég bara að hætta“

„Þú verður að hafa ástríðuna og viljann og langa til þess að gera þetta til þess að starfa í þessu. Þetta er ekki þægileg innivinna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra en hann kveðst svo sannarlega ekki vera hættur í stjórnmálum þrátt fyrir að hafa tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í byrjun mánaðarins.

Minni mót­staða við um­gangs­pestum eftir heims­far­aldur

Þennan fyrsta vetur án sóttvarnaaðgerða yfirvalda leggjast árstíðabundnar öndunarfærasýkingar af fullum þunga á landsmenn. Fleiri börn eru að veikjast og það verr en á undanförnum árum, sem veldur vanlíðan á meðal foreldra að sögn barnalæknis. Covid-sýking getur líka breytt ónæmissvari við öðrum veirusýkingum.

Ó­var­kárt orða­lag um af­brot ýtir undir for­dóma

„Þetta snýst fyrst og fremst um orðanotkun. Ég held að það væri farsælla fyrir alla að sleppa því að nota þetta og hugsa um þetta á annan hátt,“ segir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur en hún telur óvarkárt orðalag um afbrot ala á fordómum.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við meðal annars frá því að verð á bensínlítranum er nú fimmtíu krónum dýrara en það var í byrjun árs, þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu sé svipað og þá. Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir græðgi stjórna ferðinni hjá íslenskum bensínfyrirtækjum.

Rottur og kakkalakkar herja á stórborgir Spánar

Rottur og kakkalakkar herja nú á margar borgir Spánar. Gríðarlega aukningu þessara skaðræðisskepna má fyrst og fremst rekja til ómuna veðurblíðu í haust, en einnig til Covid farsóttarinnar.

Leggur til að arð­greiðslur banka greiði skuldir ÍL-sjóðs

Doktor í fjármálum segir Íslandsbankaskýrsluna vera svarta og að mikilvægt sé umræðan endi ekki í pólitískum skotgröfum. Þá leggur hann til að hagnaður banka í ríkiseigu verði nýttur til að greiða niður skuldir ÍL-sjóðs.

Móttaka flóttamanna á Austurlandi gengur einstaklega vel

Flóttamönnum frá Úkraínu, sem búa nú á Eiðum býðst nú allskonar atvinna á Austurlandi. Forseti sveitarstjórnar Múlaþings vonar að fólkið verði ekki lengi á Eiðum, heldur komi inn í samfélagið, sem fyrst, hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð.

„Það er raunveruleg ógn sem að okkur steðjar“

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að styrkja lögregluna og þá sérstaklega varðandi rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi og varðandi forvarnir. Aukin notkun stunguvopna kallaði líka eftir því að lögregluþjónar fengju rafmagnsbyssur.

Ljós Oslóartrésins tendruð

Ljós Oslóartrésins verða tendruð við hátíðlega athöfn á Austurvelli klukkan 16 í dag, fyrsta sunnudag í aðventu. 

Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum

Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar ætli sér að ræna rúmlega tíu þúsund börnum af hernumdum svæðum þeirra í Luhansk-héraði í austurhluta landsins og reyna að þvinga foreldra þeirra til að fylgja þeim eftir. Þegar eru Rússar sakaðir um að hafa rænt minnst tólf þúsund úkraínskum börnum en líklegt er að þau séu mun fleiri.

Karl­maður skotinn til bana í Osló

Karlmaður á þrítugsaldri var skotinn til bana nálægt miðbæ Oslóar á fimmta tímanum í nótt. Einn hefur verið handtekinn grunaður um morðið.

Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina

Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti.

Íslandsbanki,  stýrivextir og átök í undirheimum í Sprengisandi

Það verður farið um víðan völl í Sprengisandi á Bylgjunni þennan sunnudaginn. Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti og munu þau meðal annars ræða söluna á Íslandsbanka, stýrivexti, nýlega baráttu um formannasæti Sjálfstæðisflokksins og átök í undirheimum Íslands.

Um þrjú hundruð flugmenn vantar á næstunni

Um þrjú hundruð flugmenn mun vanta til starfa á Íslandi á næstu tveimur til þremur árum, og því er mikill áhugi á að læra flug hjá Flugakademíu Íslands hjá Keili á Keflavíkurflugvelli þar sem framtíðar atvinnuflugmenn eru þjálfaðir.

Umfangsmikil mótmæli vegna strangra sóttvarnaraðgerða

Umfangsmikil mótmæli áttu sér stað víðsvegar um Kína í gærkvöldi og í nótt vegna strangra sóttvarnaraðgerða í Kína. Meðal annars var mótmælt í Sjanghæ þar sem mótmælendur kölluðu eftir því að Xi Jinping, forseti Kína, stigi til hliðar.

Ruddist inn í íbúð í miðbænum og sofnaði

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um mann sem hafði farið óvelkominn inn í íbúð í miðbænum. Þetta var klukkan sjö í gærkvöldi en þegar lögregluþjóna bar að garði var maðurinn sofandi í íbúðinni en hann hafði valdið einhverju tjóni þar.

Rýma hús vegna gróður­elda í Noregi

Í­búum minnst þrjá­tíu húsa í Åfjord í Þrænda­lög­um í Nor­egi hefur verið skipað að yfir­gefa heimili sín vegna gróður­elda á svæðinu sem kviknuðu í gær. Eldarnir hafa breitt úr sér en slökkvi­lið á svæðinu telur sig hafa náð þokka­legum tökum á þeim. Fleiri gróður­eldar brutust út í Noregi í dag.

Kona fannst látin og tíu enn saknað

Yfirvöld á Ítalíu hafa staðfest að kona hafi fundist látin eftir stóra aurskriðu sem féll yfir hluta bæjarins Casamicciola á eyjunni Ischia í morgun. Tíu er enn saknað.

„Vonandi verður þetta betra í kvöld“

Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 

Mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að fara sérstaklega varlega í umferðinni í kvöld vegna mikillar hálku á höfuðborgarsvæðinu. Bíll fór út af Hellisheiðinni síðdegis í dag.

Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir um­ferðar­slys

Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað.

For­eldrar á Sel­tjarnar­nesi segja á­standið ó­líðandi

Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness segir ástand í æskulýðsmálum á Seltjarnarnesi ólíðandi. Sveitarfélagið hafi dregið það of lengi að endurvekja stöðu æskulýðsfulltrúa sem var lögð niður fyrir tveimur árum og ekki sé boðlegt að íþróttafélag hverfisins leigi menntaskólanemum sali sína undir bjórkvöld.

Aukinn við­búnaður í mið­bænum næstu daga

Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan.

Grótta nörruð til að leigja ung­mennum veislu­sal

Íþróttafélagið Grótta segist leggja sig fram við að leigja veislusal félagsins ekki ungmennum sem ekki hafa náð áfengiskaupaaldri. Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í salnum í gær. Félagið segir 23 ára einstakling hafa leigt salinn og lofað að allir gestir yrðu tvítugir eða eldri.

Minnst tólf saknað eftir aurskriðu á Ítalíu

Stór aurskriða fór yfir hluta bæjarins Casamicciola á eyjunni Ischia á Ítalíu í morgun. Minnst tíu hús hrundu vegna skriðunnar en mikið hefur rignt á eyjunni undanfarna daga.

Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu

Rússnesku hjónin svo voru handtekin í Svíþjóð í vikunni fyrir njósnir, áttu íbúð í fjölbýlishúsi í Moskvu þar sem margir starfsmenn GRU-leyniþjónustu rússneska hersins, hafa einnig átt íbúðir. Hjónin eru einnig sögð tengjast fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum.

Fjölmenningarhátíð á Hvolsvelli í dag

Það stendur mikið til á Hvolsvelli í dag því þar verður haldin fjölmenningarhátíð í félagsheimilinu Hvolnum þar sem íbúar frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal kynna menningu sína fyrir öðrum íbúum í gegnum söng, dans og matarsmakk . Einnig munu íslensk ungmenni kynna sína menningu, siði og hefðir fyrir gestum og bjóða upp á hangikjöt og lifrarpylsu.

Sjá næstu 50 fréttir