Fleiri fréttir

Vaktin: Fram­tíðin velti á því að stríðið verði sem styst

Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta vera að niðurlægja sjálfan sig á hinu alþjóðlega sviði og að tryggja verði að ósigur hans í Úkraínu verði með þeim hætti að hann hagnist ekki á yfirgangssemi sinni.

Tuttugu ára draumur úti: Sviknir um miða á Euro­vision

Ungur maður með einhverfu og þroskahömlun mun ekki upplifa tuttugu ára draum sinn á morgun þar sem miðasölufyrirtæki sveik hann og stuðningsforeldri hans um miða á aðalkeppni Eurovision sem fram fer annað kvöld.

Búin að skera út allar gangtegundir íslenska hestsins

Íslenskur hesturinn er í miklu metum og uppáhaldi hjá Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, alltaf kölluð Sigga á Grund, útskurðarmeistara í Flóanum, enda var hún að ljúka við að skera út allar fimm gangtegundir hestsins. Auk þess var hún að gera risa drykkjarhorn úr nautgripahorni.

Kosningavakan í ár verður á Stöð 2 Vísi

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar verður á kosningavaktinni alla helgina þegar úrslitin ráðast í baráttunni um sveitarstjórnir landsins. Í ár verður kosningavaka fréttastofunnar á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi sem er opin öllum.

Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna látinn

Sheikh Khalifa bin Zayed al-Nahyan forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna er látinn, 73 ára að aldri. Khalifa hefur verið forseti furstadæmanna frá árinu 2004 en hefur aðeins komið fram við hátíðartilefni vegna heilablóðfalls sem hann fékk árið 2014. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Framsóknarflokkurinn er í stórsókn í borginni samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Óvíst er hvort að meirihlutinn haldi velli. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 en landsmenn ganga að kjörborðinu á morgun.

Ný könnun Maskínu: Pawel úti, Líf inni og Framsókn fær fjóra

Núverandi meirihluti í Reykjavík fengi tólf fulltrúa af 23 samkvæmt nýrri könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Fylgi Framsóknar er á pari við Pírata en báðir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa verði niðurstaðan á morgun í samræmi við könnunina. 

Meintur barnaníðingur grunaður um miklu fleiri brot

Rúmlega fimmtugur karlmaður sem bíður dóms í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli gegn börnum, er grunaður um fleiri brot en þau sem hann hefur verið ákærður fyrir. Dómur fellur í málinu í næstu viku.

Lögreglumenn börðu syrgjendur í útför blaðakonu

Ísraelskir lögreglumenn börðu syrgjendur með kylfum í útför blaðakonu al-Jazeera sem var skotin til bana á Vesturbakkanum á miðvikudag. Kistuberar misstu kistu hennar stuttlega vegna atgangsins.

Hálft af hvoru lamb í Bárðardal

„Við vorum mjög hissa og áttum eiginlega ekki til orð, við höfum aldrei fengið svona lamb í okkar 50 ára búskapartíð, þetta er alveg magnað og mjög sérstakt,“ segir Bergljót Þorsteinsdóttir á bænum Halldórsstöðum í Bárðardal. Lamb, sem var að koma í heiminn á bænum, er svart öðrum megin og hvítt hinum megin. Nánast jöfn skipting alla leið.

Skipulagsmál efst í huga borgarbúa fyrir kosningar

Skipulagsmál vega þyngst í huga Reykvíkinga í kosningunum samkvæmt nýrri þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar. Í samanburði við önnur sveitarfélög eru þeir óánægðastir með þjónustu sveitarfélagsins. Á landsbyggðinni eru atvinnumálin aftur á móti efst í huga kjósenda.

Szczyt inflacji może nastąpić pod koniec lata

Zarówno bank Íslandsbanki, jak i Landsbankinn przewidują wzrost inflacji w nadchodzących miesiącach. Íslandsbanki prognozuje w maju inflację na poziomie 7,5 proc., Landsbankinn na 7,6 proc.

Fullur stuðningur við aðild Finna og Svía

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra býður Finna og Svía velkomna í Atlantshafsbandalagið. Finnar eru komnir lengra í ferlinu og ljóst að þeir muni leggja fram umsókn.

Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálf­boða­liða­ferli

Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu.

Um­sóknir um al­þjóð­lega vernd aldrei verið fleiri

Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun.

Mun skoða hvort æski­legt sé að virkja í frið­landi

Um­hverfis-, orku- og lofts­lags­ráð­herra úti­lokar ekki að hann muni breyta frið­lýsingar­skil­málum í Vatns­firði til að hægt verði að virkja þar. Hug­myndin er eitur í beinum sumra þing­manna Vinstri grænna.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um fjölda hælisumsókna til Íslands sem hefur aldrei verið meiri en í ár sem skýrist að mestu leyti af stríðinu í Úkraínu.

Blóð­mera­bóndi gefst upp á barningnum

Sigríður Jónsdóttir bóndi í Arnarholti hefur lýst því yfir að hún ætli að hætta blóðmerahaldi. Hún sakar fyrirtækið Ísteka efh. um fantaskap í samningum.

Myndband: Nýr Range Rover Sport við Kárahnjúka

Nýr Range Rover Sport var frumsýndur í vikunni. Frumsýningunni var streymt um víða veröld. Þar var meðal ananrs sýnt kynningarmyndband sem kappaksturskonan Jessica Hawkins ók um Hafrahvammagljúfur á bílnum í kappi við vatnsyfirborðið sem sífell hækkaði enda Hálslón komið á yfirfall.

„Ég sá að löggurnar sem voru í dómnum voru bara sofandi“

Gabríel Douane Boama, sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl, segir lífið í fangelsi ágætt. Hann segist hafa flúið úr héraðsdómi þegar hann sá að lögreglumennirnir hafi ekki veitt honum næga athygli og hann hafi vitað að hann næði að flýja. 

Mikil ásókn í að greiða at­kvæði utan kjör­fundar

Spennan magnast í kosningabaráttunni nú þegar innan við einn og hálfur sólarhringur er þar til landsmenn ganga að kjörborðinu. Fleiri hafa nú greitt atkvæði utan kjörfundar en fyrir síðustu kosningar og búist er við að fjölmargir greiði atkvæði á morgun.

„Firðinum er vonandi ekki mikil hætta búin“

Frambjóðandi VG í Múlaþingi telur andstöðu Seyðfirðinga við fyrirhugað fiskeldi fordæmalausa á landsvísu. Þá hafi bæjarbúar sýnt að þeir séu færir um atvinnusköpun með öðrum leiðum. Heimastjórnarmaður telur andstöðuna ofmetna og segir eldið ómissandi fyrir uppbyggingu.

Fluttur á slysa­deild eftir mótor­hjóla­slys

Mótorhjólaslys átti sér stað í Mosfellsbæ um áttaleytið í kvöld og var einn fluttur á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins féll ökumaðurinn af hjóli sínu. 

Nú­verandi mönnun sé farin að ógna öryggi sjúk­linga

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur gífurlegar áhyggjur af vöntun á hjúkrunarfræðingum til starfa og skorar á yfirvöld að bæta kjör og starfsumhverfi til að fjölga hjúkrunarfræðingum í heilbrigðiskerfinu.

Broskarlar og hakakross gera atkvæðið ógilt

Broskarl í stað X-ins á atkvæðaseðilinn á laugardag er ekki góð hugmynd ef atkvæðið á að telja. Dæmi eru um atkvæðaseðla í kjörkössum sem heftir hafa verið saman við blaðagreinar. 

Hol­óttir vegir plaga kjós­endur á Akra­nesi

Holóttir vegir plaga kjósendur á Akranesi sem vilja úrbætur á vegakerfinu. Oddvitar allra framboðslista boða sókn í samgöngu- og atvinnumálum og segja fyrsta skref að ráða Sævar Frey Þráinsson aftur sem bæjarstjóra.

Geir Ólafs með óhefðbundin skilaboð til kjósenda

Fréttastofa fór á stúfana í dag á nokkrar kosningaskrifstofur á höfuðborgarsvæðinu og þar gat að líta allt frá djögglandi frambjóðendum sem í örvæntingu sinni reyna að komast inn í borgarstjórn og til Geirs Ólafssonar, sem sló tóninn með áhrifaríku tóndæmi.

Segir tvo hafa ráðist á son hennar meðan þrír aðrir horfðu á

Ungur maður varð fyrir fólskulegri og tilefnislausri árás í bílakjallara á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Maðurinn þekkti árásarmennina ekkert og segir móðir hans árásina hafa haft veruleg áhrif á hann. Lögregla segir mál svipuð þessu hafa komið á sitt borð undanfarið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Spennan magnast þegar aðeins einn og hálfur sólarhringur er í að landsmenn gangi að kjörborðinu. Margir hafa þegar greitt atkvæði. Við ræðum við Sigríði Kristinsdóttur sýslumann á höfuðborgarsvæðinu í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2.

Sjá næstu 50 fréttir