Fleiri fréttir Verkefnisstjórinn býst ekki við mótmælum í Teigsskógi Verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit býst ekki við að mótmælendur hlekki sig við jarðýtur þegar vegagerð hefst um Teigsskóg. Búið sé að fara vel yfir málið og verkið verði unnið í nánu samráði við Náttúrustofu Vestfjarða og sveitarfélagið Reykhólahrepp. 16.2.2022 18:32 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Það gæti slokknað í faraldri kórónuveirunnar á næstu tveimur vikum að sögn sóttvarnalæknis. Verið er að loka Covid-göngudeild Landspítalans og fela heilsugæslunni verkefni deildarinnar. 16.2.2022 18:00 Safnar sögum um ketti sem finnast langt að heiman: „Þetta getur ekki verið tilviljun“ Nýjum Facebook hóp er ætlað að kortleggja sögur af köttum sem týnast og finnast langt frá heimili sínu en nokkuð hefur borið á því undanfarið. Stofnandi hópsins telur að í einhverjum tilvikum séu óprúttnir aðilar að fara með kettina í annað bæjarfélag. Hún segir það óskiljanlega mannvonsku að fara illa með ketti og því sé mikilvægt að ná þeim sem stunda slíkt. 16.2.2022 18:00 Heiðar Örn ráðinn fréttastjóri RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson hefur verið ráðinn fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Hann tekur við starfinu af Rakel Þorbergsdóttir sem sagði upp störfum í nóvember. 16.2.2022 17:30 Sakaður um nauðgun fyrir tólf árum meðan konan svaf Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa á heimili sínu í desember fyrir rúmum tólf árum haft samræði og önnur kynferðismök við konu. 16.2.2022 17:00 Hákarl banaði manni fyrir framan stangveiðimenn Maður sem var á sundi undan ströndum Sydney í Ástralíu í morgun var drepinn af hákarli. Nokkur vitni voru að árásinni sem var einungis nokkra metra frá landi og segja vitnin að hvítháfur hafi banað manninum. 16.2.2022 16:06 Ráðherrar segja Verbúðina skemmtun góða Ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir og Willum Þór Þórsson eru sammála um að Verbúðin hafi verið góð skemmtun og að frjálst framsal aflaheimilda hafi verið skiljanlegt og jafnvel farsælt skref á sínum tíma. 16.2.2022 15:59 Grunaður um að hafa nauðgað karlmanni á skemmtistað Karlmaður nokkur hefur verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og nauðgun á salerni á skemmtistað einum í miðbæ Reykjavíkur í ágúst 2021. Þá er hann sakaður um brot gegn lögum um útlendinga fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum. 16.2.2022 15:54 Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. 16.2.2022 15:30 Fyrsta konan sögð læknuð af HIV-veirunni Bandarísk kona með hvítblæði er sögð hafa læknast af HIV-veirunni við stofnfrumuígræðslu frá gjafa með náttúrlegar varnir gegn veirunni sem veldur alnæmi. Um er að ræða fyrstu konuna sem læknast af veirunni en tveir menn hafa áður læknast. 16.2.2022 14:57 Sólveig Anna ponownie wybrana na prezesa Efling W wyborach zarządu związków zawodowych Efling, które zakończyły się we wtorek wieczorem, wygrała Sólveig Anna Jónsdóttir. 16.2.2022 13:29 2489 zakażeń w kraju Z powodu COVID-19, wczoraj zmarł ponad 60 letni mężczyzna, który przebywał na oddziale intensywnej terapii w Landspítali. 16.2.2022 13:22 Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast. 16.2.2022 13:13 Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16.2.2022 12:59 Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. 16.2.2022 12:51 Íslenskur stuðningur við friðaruppbyggingu á landamærum Malaví og Mósambík Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja nýtt verkefni í Malaví á vegum Sameinuðu þjóðanna sem felur í sér að fyrirbyggja átök og vinna að friðaruppbyggingu við landamærin að Mósambík. Óttast er að spenna á landamærunum fari vaxandi en sem kunnugt er hafa verið alvarleg átök og skærur í Cabo-Delgado héraði í norðausturhluta Mósambík. 16.2.2022 12:25 Hafa notað lífsýni þolenda til að bendla þá við aðra glæpi Upp hefur komist að lögreglan í San Francisco hefur verið að nota erfðaupplýsingar þolenda kynferðisbrota til að tengja þá við aðra glæpi. Yfirsaksóknari borgarinnar segir lögreglu fara með þolendur eins og sönnunargögn og vill banna athæfið. 16.2.2022 11:45 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við nýkjörinn formann Eflingar en Sólveig Anna Jónsdóttir bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri stéttarfélagsins sem fram fór í gær. 16.2.2022 11:38 Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16.2.2022 11:31 Hætta að bólusetja í höllinni ári síðar Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar 2021 og nú ári síðar stendur til að þeim muni ljúka. Þeir sem eiga eftir að fá bólusetningu eða örvunarskammt munu eftir næstu viku geta leitað til heilsugæslunnar. 16.2.2022 11:20 Veiran náði í skottið á Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er með Covid-19. Sigurður Ingi greinir frá þessu á Facebook. 16.2.2022 11:20 Spá þrjátíu sentímetra hækkun sjávarmáls fyrir 2050 Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna og annarra stofnanna, spá því að sjávarmál við austurströnd Bandaríkjanna muni hækka um 25 til þrjátíu sentímetra fyrir árið 2050. Sú hækkun er sambærileg þeirri hækkun sjávarmáls sem hefur átt sér stað á síðustu hundrað árum. 16.2.2022 11:05 Vegur um Teigsskóg á að vera tilbúinn í október á næsta ári Vegagerðin hefur formlega birt útboðsauglýsingu um nýbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit á kaflanum millli Þórisstaða og Hallsteinsness. Þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. 16.2.2022 10:40 Nýtt met: 2.489 greindust innanlands í gær 2.489 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 106 á landamærum. Aldrei hafa fleiri greinst á einum degi. 16.2.2022 10:24 Karlmaður á sextugsaldri með Covid lést á gjörgæslu Karlmaður á sextugsaldri með COVID-19 lést á gjörgæslu í gær. 16.2.2022 10:22 Enginn í öndunarvél annan daginn í röð 48 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu. Enginn er í öndunarvél, annan daginn í röð. 16.2.2022 09:51 Minnst átján látnir eftir 25,8 sentímetra rigningu á þremur tímum Minnst átján eru látnir eftir aurskriður og flóði í Rio de Janeiro-ríki í Brasilíu í gær. 25,8 sentímetra rigning mældist á svæðinu á einungis þremur klukkustundum, sem er nærri því jafn mikið og mældist síðustu 30 daga þar áður. 16.2.2022 09:45 Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16.2.2022 09:41 Skilaboð lögreglu séu skýr: Það sé ólöglegt að segja frá Einn fjögurra blaðamanna sem hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglu vegna fréttaflutnings um svokallaða skæruliðadeild Samherja furðar sig á háttsemi lögreglunnar og segir hana senda skýr skilaboð: Það sé glæpur að segja frá. 16.2.2022 09:25 Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16.2.2022 09:10 Bólusetning virðist vernda gegn langvinnu Covid Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands hefur yfirfarið fjölda breskra og alþjóðlegra rannsókna um áhrif bóluefna á svokölluðu langvinnu Covid og komist að þeirri niðurstöðu að bólusetning virðist veita ákveðna vörn. 16.2.2022 08:56 Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16.2.2022 08:39 Segja hluta greiðslu Andrésar til Giuffre úr vasa drottningarinnar Andrés prins mun greiða Virginu Giuffre og góðgerðarsamtökum hennar meira en tólf milljónir punda, um tvo milljarða íslenskra króna, vegna samkomulags þeirra um að mál Giuffre á hendur honum verði fellt niður. Bretlandsdrottning mun fjármagna greiðsluna að hluta. 16.2.2022 08:05 Kalla eftir fjölgun lögreglumanna og auknum rannsóknarheimildum Stjórn Landssambands lögreglumanna hefur gefið út ályktun þar sem hún lýsir yfir þungum áhyggjum af öryggi lögreglumanna í kjölfar atvika þar sem skotvopnum hefur verið beitt. 16.2.2022 07:36 Hæglætis veður víðast hvar Norðaustan og austanlands er allhvöss austanátt algeng með snjókomu eða slyddu, en það dregur úr vindi og úrkomu á þessum slóðum eftir hádegi. Í öðrum landshlutum verður vindur fremur hægur í dag, en búast má við éljum á stöku stað. 16.2.2022 07:33 Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16.2.2022 07:00 Kia efst áttunda árið í röð hjá J.D. Power Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power yfir bílaframleiðendur. Þetta er áttunda árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power í flokki bíla sem teljast magnsölubílar. Þetta er þó í fyrsta skipti sem Kia er í fyrsta sæti yfir öll bílmerki, ekki einungis magnsöluframleiðendur og því er sannarlega um tímamót að ræða. 16.2.2022 07:00 Stefna Eflingu vegna kjarasamningsbrota og framkomu stjórnenda Þrír fyrrverandi starfsmenn Eflingar stéttarfélags hafa stefnt félaginu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna meintra kjarasamningsbrota og ámælisverðrar framkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýendurkjörins formanns, og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, sem gert er ráð fyrir að taki aftur við störfum á næstunni. 16.2.2022 06:56 Ók vélsleða á hús Það er óhætt að segja að verkefni lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu hafi verið fjölbreytt í gærkvöldi og nótt en vaktin hófst með tilkynningum um þriggja bíla árekstur í Hafnarfirði og beiðni um aðstoð eftir að vélsleða var ekið á hús. 16.2.2022 06:28 Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15.2.2022 22:55 Spyr hvort fréttamenn séu of góðir til að svara spurningum lögreglu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spyr hvernig það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að blaðamenn mæti í skýrslutöku líkt og almennir borgarar. 15.2.2022 22:03 Öryggi vegfarenda á stígum eigi að vera í forgangi Erfið færð er enn víða fyrir gangandi vegfarendur eftir veðrið síðustu daga. Stjórnarmeðlimur Samtaka um bíllausan lífstíl vill betri forgangsröðun. Borgin segir verkefnið erfitt sem krefst þolinmæði. 15.2.2022 20:41 Í beinni: Hver verður formaður Eflingar? Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld. Tekur hún því við formannsstóli verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15.2.2022 20:01 Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15.2.2022 19:35 Vopnaframleiðandi greiðir fjölskyldum fórnarlamba bætur Fjölskyldur níu barna sem voru myrt í skólanum Sandy Hook í Bandaríkjunum árið 2012 hafa náð dómsátt við vopnaframleiðandan Remington um greiðslu bóta upp á rúmlega níu milljarða króna. Um er að ræða fyrsta skipti sem vopnaframleiðandi sætir ábyrgð vegna skotárásar í Bandaríkjunum. 15.2.2022 19:18 Sjá næstu 50 fréttir
Verkefnisstjórinn býst ekki við mótmælum í Teigsskógi Verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit býst ekki við að mótmælendur hlekki sig við jarðýtur þegar vegagerð hefst um Teigsskóg. Búið sé að fara vel yfir málið og verkið verði unnið í nánu samráði við Náttúrustofu Vestfjarða og sveitarfélagið Reykhólahrepp. 16.2.2022 18:32
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Það gæti slokknað í faraldri kórónuveirunnar á næstu tveimur vikum að sögn sóttvarnalæknis. Verið er að loka Covid-göngudeild Landspítalans og fela heilsugæslunni verkefni deildarinnar. 16.2.2022 18:00
Safnar sögum um ketti sem finnast langt að heiman: „Þetta getur ekki verið tilviljun“ Nýjum Facebook hóp er ætlað að kortleggja sögur af köttum sem týnast og finnast langt frá heimili sínu en nokkuð hefur borið á því undanfarið. Stofnandi hópsins telur að í einhverjum tilvikum séu óprúttnir aðilar að fara með kettina í annað bæjarfélag. Hún segir það óskiljanlega mannvonsku að fara illa með ketti og því sé mikilvægt að ná þeim sem stunda slíkt. 16.2.2022 18:00
Heiðar Örn ráðinn fréttastjóri RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson hefur verið ráðinn fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Hann tekur við starfinu af Rakel Þorbergsdóttir sem sagði upp störfum í nóvember. 16.2.2022 17:30
Sakaður um nauðgun fyrir tólf árum meðan konan svaf Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa á heimili sínu í desember fyrir rúmum tólf árum haft samræði og önnur kynferðismök við konu. 16.2.2022 17:00
Hákarl banaði manni fyrir framan stangveiðimenn Maður sem var á sundi undan ströndum Sydney í Ástralíu í morgun var drepinn af hákarli. Nokkur vitni voru að árásinni sem var einungis nokkra metra frá landi og segja vitnin að hvítháfur hafi banað manninum. 16.2.2022 16:06
Ráðherrar segja Verbúðina skemmtun góða Ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir og Willum Þór Þórsson eru sammála um að Verbúðin hafi verið góð skemmtun og að frjálst framsal aflaheimilda hafi verið skiljanlegt og jafnvel farsælt skref á sínum tíma. 16.2.2022 15:59
Grunaður um að hafa nauðgað karlmanni á skemmtistað Karlmaður nokkur hefur verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og nauðgun á salerni á skemmtistað einum í miðbæ Reykjavíkur í ágúst 2021. Þá er hann sakaður um brot gegn lögum um útlendinga fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum. 16.2.2022 15:54
Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. 16.2.2022 15:30
Fyrsta konan sögð læknuð af HIV-veirunni Bandarísk kona með hvítblæði er sögð hafa læknast af HIV-veirunni við stofnfrumuígræðslu frá gjafa með náttúrlegar varnir gegn veirunni sem veldur alnæmi. Um er að ræða fyrstu konuna sem læknast af veirunni en tveir menn hafa áður læknast. 16.2.2022 14:57
Sólveig Anna ponownie wybrana na prezesa Efling W wyborach zarządu związków zawodowych Efling, które zakończyły się we wtorek wieczorem, wygrała Sólveig Anna Jónsdóttir. 16.2.2022 13:29
2489 zakażeń w kraju Z powodu COVID-19, wczoraj zmarł ponad 60 letni mężczyzna, który przebywał na oddziale intensywnej terapii w Landspítali. 16.2.2022 13:22
Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast. 16.2.2022 13:13
Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16.2.2022 12:59
Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. 16.2.2022 12:51
Íslenskur stuðningur við friðaruppbyggingu á landamærum Malaví og Mósambík Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja nýtt verkefni í Malaví á vegum Sameinuðu þjóðanna sem felur í sér að fyrirbyggja átök og vinna að friðaruppbyggingu við landamærin að Mósambík. Óttast er að spenna á landamærunum fari vaxandi en sem kunnugt er hafa verið alvarleg átök og skærur í Cabo-Delgado héraði í norðausturhluta Mósambík. 16.2.2022 12:25
Hafa notað lífsýni þolenda til að bendla þá við aðra glæpi Upp hefur komist að lögreglan í San Francisco hefur verið að nota erfðaupplýsingar þolenda kynferðisbrota til að tengja þá við aðra glæpi. Yfirsaksóknari borgarinnar segir lögreglu fara með þolendur eins og sönnunargögn og vill banna athæfið. 16.2.2022 11:45
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við nýkjörinn formann Eflingar en Sólveig Anna Jónsdóttir bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri stéttarfélagsins sem fram fór í gær. 16.2.2022 11:38
Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16.2.2022 11:31
Hætta að bólusetja í höllinni ári síðar Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar 2021 og nú ári síðar stendur til að þeim muni ljúka. Þeir sem eiga eftir að fá bólusetningu eða örvunarskammt munu eftir næstu viku geta leitað til heilsugæslunnar. 16.2.2022 11:20
Veiran náði í skottið á Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er með Covid-19. Sigurður Ingi greinir frá þessu á Facebook. 16.2.2022 11:20
Spá þrjátíu sentímetra hækkun sjávarmáls fyrir 2050 Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna og annarra stofnanna, spá því að sjávarmál við austurströnd Bandaríkjanna muni hækka um 25 til þrjátíu sentímetra fyrir árið 2050. Sú hækkun er sambærileg þeirri hækkun sjávarmáls sem hefur átt sér stað á síðustu hundrað árum. 16.2.2022 11:05
Vegur um Teigsskóg á að vera tilbúinn í október á næsta ári Vegagerðin hefur formlega birt útboðsauglýsingu um nýbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit á kaflanum millli Þórisstaða og Hallsteinsness. Þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. 16.2.2022 10:40
Nýtt met: 2.489 greindust innanlands í gær 2.489 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 106 á landamærum. Aldrei hafa fleiri greinst á einum degi. 16.2.2022 10:24
Karlmaður á sextugsaldri með Covid lést á gjörgæslu Karlmaður á sextugsaldri með COVID-19 lést á gjörgæslu í gær. 16.2.2022 10:22
Enginn í öndunarvél annan daginn í röð 48 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu. Enginn er í öndunarvél, annan daginn í röð. 16.2.2022 09:51
Minnst átján látnir eftir 25,8 sentímetra rigningu á þremur tímum Minnst átján eru látnir eftir aurskriður og flóði í Rio de Janeiro-ríki í Brasilíu í gær. 25,8 sentímetra rigning mældist á svæðinu á einungis þremur klukkustundum, sem er nærri því jafn mikið og mældist síðustu 30 daga þar áður. 16.2.2022 09:45
Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16.2.2022 09:41
Skilaboð lögreglu séu skýr: Það sé ólöglegt að segja frá Einn fjögurra blaðamanna sem hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglu vegna fréttaflutnings um svokallaða skæruliðadeild Samherja furðar sig á háttsemi lögreglunnar og segir hana senda skýr skilaboð: Það sé glæpur að segja frá. 16.2.2022 09:25
Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16.2.2022 09:10
Bólusetning virðist vernda gegn langvinnu Covid Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands hefur yfirfarið fjölda breskra og alþjóðlegra rannsókna um áhrif bóluefna á svokölluðu langvinnu Covid og komist að þeirri niðurstöðu að bólusetning virðist veita ákveðna vörn. 16.2.2022 08:56
Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16.2.2022 08:39
Segja hluta greiðslu Andrésar til Giuffre úr vasa drottningarinnar Andrés prins mun greiða Virginu Giuffre og góðgerðarsamtökum hennar meira en tólf milljónir punda, um tvo milljarða íslenskra króna, vegna samkomulags þeirra um að mál Giuffre á hendur honum verði fellt niður. Bretlandsdrottning mun fjármagna greiðsluna að hluta. 16.2.2022 08:05
Kalla eftir fjölgun lögreglumanna og auknum rannsóknarheimildum Stjórn Landssambands lögreglumanna hefur gefið út ályktun þar sem hún lýsir yfir þungum áhyggjum af öryggi lögreglumanna í kjölfar atvika þar sem skotvopnum hefur verið beitt. 16.2.2022 07:36
Hæglætis veður víðast hvar Norðaustan og austanlands er allhvöss austanátt algeng með snjókomu eða slyddu, en það dregur úr vindi og úrkomu á þessum slóðum eftir hádegi. Í öðrum landshlutum verður vindur fremur hægur í dag, en búast má við éljum á stöku stað. 16.2.2022 07:33
Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16.2.2022 07:00
Kia efst áttunda árið í röð hjá J.D. Power Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power yfir bílaframleiðendur. Þetta er áttunda árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power í flokki bíla sem teljast magnsölubílar. Þetta er þó í fyrsta skipti sem Kia er í fyrsta sæti yfir öll bílmerki, ekki einungis magnsöluframleiðendur og því er sannarlega um tímamót að ræða. 16.2.2022 07:00
Stefna Eflingu vegna kjarasamningsbrota og framkomu stjórnenda Þrír fyrrverandi starfsmenn Eflingar stéttarfélags hafa stefnt félaginu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna meintra kjarasamningsbrota og ámælisverðrar framkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýendurkjörins formanns, og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, sem gert er ráð fyrir að taki aftur við störfum á næstunni. 16.2.2022 06:56
Ók vélsleða á hús Það er óhætt að segja að verkefni lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu hafi verið fjölbreytt í gærkvöldi og nótt en vaktin hófst með tilkynningum um þriggja bíla árekstur í Hafnarfirði og beiðni um aðstoð eftir að vélsleða var ekið á hús. 16.2.2022 06:28
Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15.2.2022 22:55
Spyr hvort fréttamenn séu of góðir til að svara spurningum lögreglu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spyr hvernig það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að blaðamenn mæti í skýrslutöku líkt og almennir borgarar. 15.2.2022 22:03
Öryggi vegfarenda á stígum eigi að vera í forgangi Erfið færð er enn víða fyrir gangandi vegfarendur eftir veðrið síðustu daga. Stjórnarmeðlimur Samtaka um bíllausan lífstíl vill betri forgangsröðun. Borgin segir verkefnið erfitt sem krefst þolinmæði. 15.2.2022 20:41
Í beinni: Hver verður formaður Eflingar? Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld. Tekur hún því við formannsstóli verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15.2.2022 20:01
Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15.2.2022 19:35
Vopnaframleiðandi greiðir fjölskyldum fórnarlamba bætur Fjölskyldur níu barna sem voru myrt í skólanum Sandy Hook í Bandaríkjunum árið 2012 hafa náð dómsátt við vopnaframleiðandan Remington um greiðslu bóta upp á rúmlega níu milljarða króna. Um er að ræða fyrsta skipti sem vopnaframleiðandi sætir ábyrgð vegna skotárásar í Bandaríkjunum. 15.2.2022 19:18