Fleiri fréttir

Engin flugeldasala á Laugarvatni – Eingöngu netsala

„Helsta ástæða þess að við seljum ekki flugelda er sú að þetta er lítil sveit og því fer mikil vinna á fáar hendur og ágóðinn er ekki mikill í svona litlu samfélagi,“ segir Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni aðspurður af hverju sveitin selur ekki flugelda á staðnum fyrir áramót.

Stálu stórum dráttar­bíl Strætó

Dráttarbíl Strætó af gerð Scania 440 var stolið af athafnasvæði Strætó á Hesthálsi í dag. Upplýsingafulltrúi segir að lögreglu hafi verið gert viðvart og verið sé að skoða myndefni úr myndavélum á svæðinni.

Mögnuð tólf ára söngstelpa á Selfossi

Þrátt fyrir að Bryndís Embla Einarsdóttir á Selfossi sé ekki nema tólf ára gömul þá hefur hún sungið í kórum í fimm ár. Hún hefur vakið athygli fyrir fallega rödd og er fengin til að syngja við hin ýmsu tækifæri. Henni finnst „Faðir vorið“ fallegasta lagið, sem hún syngur.

Nýgengi mest hér á landi

Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar tvö greinum við frá neyðarástandi sem lýst var yfir á Landspítalanum í dag vegna mikilla forfalla starfsmanna spítalans. Þá náði Ísland þeim vafasama heiðri í dag að hvergi er nýgengni smitaðra meiri í Evrópu en hér á landi. 

Maðurinn fannst heill á húfi

Uppfært: Maðurinn sem lögregla og björgunarsveitir leituðu að í kvöld fannst heill á húfi á áttunda tímanum í kvöld. Fréttina um leitina má lesa hér að neðan:

Hand­tekinn vopnaður byssu og sveðju

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann vopnaðan sveðju og byssu í Höfðanum í Reykjavík fyrr í dag. Aðilinn var handtekinn nokkru síðar og færður í fangaklefa.

Brotist inn í netkerfi Strætó

Tölvuþrjótar hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Strætó. Verið er að skoða umfang árásarinnar, sem uppgötvaðist í gær og er ekki hægt að útiloka leka á persónuupplýsingum.

Skoðar að stytta einangrun einkennalausra

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví.

Í mál við TikT­ok vegna starfs við að horfa á og eyða ógeðslegum myndböndum

Bandarísk kona sem starfað hefur við umræðurýnir (e. moderator) hjá TikTok, samfélagsmiðlisins vinsæla, hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu. Hún sakar fyrirtækið um að hafa ekki varið hana gegn sálfræðilegum skaða sem hún hlaut af því að horfa á grimmileg myndbönd meðal annars af nauðgunum og morðum svo klukkutímum skipti á degi hverjum.

Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku

Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni.

Vara við mikilli svif­ryksmengun um ára­mótin

Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. 

Enn engin niðurstaða í máli Maxwell

Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag.

Veiran heggur skarð í raðir ríkisstjórnar og Alþingis

Fámennt var á ríkisstjórnarfundi í morgun en þrír ráðherrar hafa greinst með kórónuveiruna og því er veiran búin að höggva töluvert skarð í raðir þingmanna. Forsætisráðherra segir stefnt að því að ljúka þingstörfum fyrir áramót í dag en atkvæðagreiðslur um tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar hófust í morgun.

Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði

Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar.

Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum.

Brotist inn hjá Simma Vill

Brotist var inn í veitingastaðinn Barion Bryggjan í nótt en hann rekur Sigmar Vilhjálmsson, sem kallast jafnan Simmi Vill. Innbrotsþjófurinn komst í sjóðsvélar en engar skemmdir urðu á veitingastaðnum.

Þórdís Kolbrún einnig með Covid-19

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur greinst með Covid-19 og eru þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú komnir í einangrun.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum ræðum við við sóttvarnalækni um faraldur kórónuveirunnar en metfjöldi greindist innanlands í gær, enn eina ferðina.

Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 

836 greindust smitaðir innan­lands í gær

836 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins.

All­hvöss norðan­átt og drjúg ofan­koma á köflum

Spáð er norðan- og norðaustanátt í dag og verður strekkingur eða allhvass algengur vindstyrkur. Á norðan- og austanverðu landinu er útlit fyrir snjókomu og gæti orðið nokkuð drjúg ofankoma á köflum.

Skjálfti 3,4 að stærð í morgun

Skjálfti 3,4 að stærð varð um fjóra kílómetra norður af Krýsuvík klukkan 6:25 í morgun. Annar skjálfti, rétt rúmlega tveir að stærð, var rúmum tveimur mínútum síðar á sömu slóðum.

Frakkar herða sótt­varna­reglur

Frakkar hafa ákveðið að herða sóttvarnareglur í landinu til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar.

113 stúdenta­í­búðir verða út­búnar á Hótel Sögu

Félagsstofnun stúdenta (FS) mun fá fjórðu til sjöundu hæð norðurálmu Hótels Sögu í sinn hlut og verða 113 stúdentaíbúðir útbúnar þar. Þá hefur FS óskað eftir að fá að stunda veitingarekstur á fyrstu hæð hótelsins þar sem hefur verið rekið veitingahús.

Sjá næstu 50 fréttir