Fleiri fréttir

Bjarni Bene­dikts­son með Co­vid-19

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindist með Covid-19 í dag. Hann hvetur alla til að sýna varkárni vegna útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.

Mikið sé gert úr því að lands­byggðar­fólk sé rolur og aular

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisfólksins, segir mikið gert úr því í fjölmiðlum og íslenskum kvikmyndum að landsbyggðarfólk sé upp til hópa rolur og aular. Þar vísar hann helst til Verðbúðarinnar, nýrrar þáttaráðar RÚV, sem hann hefur gagnrýnt harðlega í dag.

Smitrakningarteymið breytir um taktík

Smitrakningarteymið sér fram á að geta ekki lengur hringt í alla sem greinast með veiruna, eins og hingað til hefur alltaf verið gert. Rúmur fjórðungur þeirra sem fóru í sýnatöku við Covid-19 í gær greindust með veiruna, samtals 664. Hlutfallið hefur aldrei verið eins hátt.

Fer fram á að ríkis­stjórnin for­dæmi á­kvörðun Per­sónu­verndar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum.

Aktywowano telefoniczny system alarmowy

Agencja Ochrony Cywilnej i szef policji z Suðurnes aktywowali sms-owy system powiadamiania i ostrzegania przed zagrożeniem ze strony wulkanu na półwyspie Reykjanes.

Halda áfram með Allir vinna þrátt fyrir aðvaranir

Fjár­mála­ráðu­neytið telur að úr­ræðið Allir vinna geri ríkinu erfiðara fyrir að rétta við halla­rekstur sinn og veiki skatt­kerfið í heild sinni. Þrátt fyrir þetta verður úr­ræðið fram­lengt út næsta ár.

Grind­víkingar orðnir þreyttir á skjálfta­hrinunni

Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Smitrakningarteymið sér ekki lengur fram á að geta hringt í alla sem greinast með kórónuveiruna, líkt og gert hefur verið hingað til. Ástæðan er gríðarlegur fjöldi smitaðra, en rúmur fjórðungur þeirra sem fór í sýnatöku í gær reyndist smitaður. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Ísraelar láta reyna á fjórða skammt bóluefnis

Hópur heilbrigðisstarfsmanna í Ísrael fékk í dag fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 en um er að ræða tilraunaverkefni sem er ætlað að skera úr um hversu mikla vernd seinni örvunarskammtur veitir gegn ómíkron afbrigðinu.

Talíbanar banna langferðir kvenna

Talíbanar hafa bannað afgönskum konum, sem ætla að ferðast langar vegalengdir, að ferðast einar. Rútu- og lestarstjórar mega því ekki hleypa konum inn nema þær séu í fylgd karlkyns ættingja sinna.

Yngsti þingmaðurinn: „Engar áhyggjur mamma og pabbi“

Yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur sæti á Alþingi í dag, aðeins nítján ára að aldri. Hún segir langþráðan draum vera að rætast, þó foreldrum hennar hafi ekki litist á blikuna í fyrstu. Hún brennur fyrir loftslagsmálum og vill uppræta spillingu í samfélaginu.

Nýta reynsluna eftir hópsmitið á Sólvöllum

Hópsmit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðir í Vestmannaeyjum yfir hátíðirnar en átta starfsmenn og fjórir íbúar hafa nú greinst. Svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum segir viðbúið að fleiri muni greinast á næstu dögum en verið er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Ó­míkron kalli á breytingar á ein­angrun

Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi.

Yngst til að taka sæti á þingi

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaþingmaður Pírata, varð í dag yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga. Gunnhildur Fríða er jafnframt fyrsta manneskjan sem fædd er á þessari öld til að taka sæti á þingi, en hún er nítján ára og 241 daga gömul. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni um kórónuveirufaraldurinn en hátt í átta hundruð manns greindust smitaðir í gær.

Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjör­­gæslu

Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera.

Fjölgaði á spítala og gjör­gæslu yfir jólin

Nú liggja fjórtán sjúklingar inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fimm á gjörgæslu og þrír þeirra í öndunarvél. Helmingur einstaklinganna er óbólusettur, þar af fjórir þeirra sem eru á gjörgæslu.

Reyndust vera að bræða tjöru­pappa

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í þaki einbýlishúss í Bakkaflöt í Garðabæ út á ellefta tímanum í morgun.

Á ekki von á eins langri röð í sýnatöku í dag

Um þrjú þúsund einstaklingar voru skráðir í PCR-sýnatöku á Suðurlandsbraut í morgun og um þúsund í hraðpróf. Langar raðir mynduðust í sýnatöku yfir hátíðisdagana en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á ekki von á eins mikilli bið í dag.

Ísraelar kanna virkni fjórða skammts bóluefnisins

Hópur fólks fékk í morgun fjórða skammt bóluefnisins gegn kórónuveirunni á ísralesku sjúkrahúsi í morgun. Yfirvöld íhuga nú að heimila fjórðu sprautuna fyrir fólk í áhættuhópum til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.

Stefna á afléttingar þrátt fyrir fyrsta dauðsfallið vegna ómíkron

Áströlsk stjórnvöld stefna á afléttingar sóttvarnaaðgerða þrátt fyrir að fyrsta dauðsfallið af völdum nýs ómíkron-afbrigðis hafi verið staðfest. Fleiri hafa þá aldrei greinst smitaðir af veirunni á einum degi í landinu en fáir eru þó inniliggjandi á spítala vegna veirunnar.

Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf

Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar.

Sjá næstu 50 fréttir