Fleiri fréttir

Fannst látinn í bifreið skammt frá Látravatni

Ökumaður fannst látinn í bifreið skammt frá Látravatni við Patreksfjörð á ellefta tímanum í morgun. Vegfarandi kom að bifreiðinni sem hafði oltið út af Örlygshafnarvegi. Ökumaðurinn var einsamall í bílnum. 

Fækkar milli daga en tveir komnir í öndunar­vél

Í dag liggja sautján á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fækkað um tvo milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Enginn þurfti á öndunarvélastuðning að halda í gær.

„Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana”

Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu.

Heiðra þá sem látist hafa í stríði

Flaggað er í hálfa stöng hjá þýska sendiráðinu á Íslandi í tilefni Volktrauerstag eða minningardagsins, sem haldinn er árlega í Þýskalandi til heiðurs allra þeirra sem látið hafa lífið í styrjöldum. Þá halda Bretar einnig sinn Remembrance sunday.

Óbólu­­settir í út­­göngu­bann í Austur­­ríki

Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið ákvörðun um setja útgöngubann á óbólusetta.  Breytingarnar taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda í tíu daga. Brot á útgöngubanninu varðar rúmlega tvö hundruð þúsund króna sekt.

Salmonellu-hóp­smit í septem­ber

Aukning varð á tilkynningum til sóttvarnarlæknis um salmonellusýkingar í septembermánuði. Grunur vaknaði um hópsmit en á nokkrum vikum greindust þrettán einstaklingar með sömu tegund af bakteríunni.

„Þau ráða stemningunni rosalega mikið“

Framkvæmdastjóri viðburðasviðs hjá Senu segir áríðandi að heilbrigðirsáðherra og sóttvarnayfirvöld gefi það út að öruggt sé fyrir fólk að mæta á skipulagða viðburði. Hann segist skynja skrítna stemningur í samfélaginu sem sé til komin vegna orðræðu heilbrigðisyfirvalda. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Umhverfisráðherra segir niðurstöðuna í nýjum loftlagssamningi viss vonbrigði en fagnar að dregið verði úr kolanotkun. Rætt verður við Guðmund Inga í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Alls greindust 139 smitaðir í gær

139 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær, laugardag. Þar af greindust þrír á landamærunum. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir um helgi.

Drottningin missir af minningar­at­höfn vegna tognunar

Elísabet önnur Bretlandsdrottning verður ekki viðstödd minningarathöfn sem haldin verður til heiðurs þeirra sem látist hafa í herþjónustu við breska heimsveldið í dag. Ástæðan er tognun í baki.

Snæ­hlé­barðar deyja úr Co­vid

Þrír snæhlébarðar létu lífið úr Covid-19 í dýragarðinum Lincoln Children’s Zoo í Nebraska í Bandaríkjunum á föstudaginn. 

Skjálfti upp á 3,4 í Vatnafjöllum í gærkvöldi

Ekkert lát er á skjálftavirkni í Vatnafjöllum suður af Heklu, en skjálfti af stærðinni 5,2 varð klukkan 23.23 í gærkvöldi. Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir á svæðinu síðastliðinn fimmtudag. 

Fámennt í miðbæ Reykjavíkur

Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í örfá útköll vegna hávaða en lítið af af fólki var í miðbæ Reykjavíkur.

„Auð­vitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 

„Við römbum enn á barmi lofts­lags­ham­fara“

António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, telur að pólitískan vilja hafi skort til að ryðja úr vegi djúpstæðum ágreiningi um viðbrögð þjóða við loftslagsvánni.

Fóstur­­for­eldrar segja til­færslu mál­efna fatlaðra hafa verið mikil mis­tök

Fósturforeldrar á Selfossi segja að það hafi verið mikil mistök að færa málefni fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga því málaflokkurinn sé í algjörum ólestri hjá sveitarfélögum. Þau eru með tvo tvítuga stráka í fóstri, sem komast hvorki inn á heimili á Selfossi eða á Sólheimum og þar með sé brotið á rétti þeirra.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttatíma okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö í kvöld segjum við frá alvarlegri hnífaárás sem var við Hagkaup í Garðabæ í gær. Lögreglan segir að ofbeldisglæpum sem þessum fari fjölgandi og séu alvarlegri en áður.

Tak­markanir dragi úr miklu á­lagi á lög­reglu

Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt. Lögreglan telur samt sem áður að draga muni úr álagi á lögreglumenn með breyttum opnunartíma skemmtistaða.

Heims­leið­togar hafi brugðist komandi kyn­slóðum

Formaður Ungra umhverfissinna segir að leiðtogar heims hafi brugðist þegar kemur að því að sýna fram á metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á lofstlagsráðstefnunni í Glasgow. Með samningsdrögum ráðstefnunnar verði erfitt að halda markmiði um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á lífi.

Skíða­fólk tekur gleði sína á ný

Aðstandendur ítalskra skíðahótela halda bjartsýnir inn í veturinn en hafa varann á. Síðustu tvö árin hafa eðli málsins samkvæmt verið hóteleigendum erfið vegna kórónuveirunnar. Bókanir streyma nú inn.

Særðist alvarlega eftir hnífstunguárás við Hagkaup

Sá sem varð fyrir hnífstunguárás á bílaplani við Hagkaup í Garðabæ í nótt særðist nokkuð alvarlega. Hann er þó ekki talinn í lífshættu að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu.

Pútín svarar hótunum Lúkasjenka

Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 

Há­karlar og sæ­hestar í ánni Thames

Vísindamenn hafa nú uppgötvað fjölda sjávardýra í ánni Thames í Bretlandi. Dýrafræðistofnun Lúndúna sögðu ána „líffræðilega dauða“ árið 1957. Ný rannsókn sýnir að áin hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum.

Fólk streymir enn í hrað­próf þrátt fyrir undan­þágu

Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. 

Enginn þarf að vera svangur á Vesturlandi um helgina

Íbúar á Vesturlandi þurfa ekki að óttast matarleysi um helgina því þar verður farand – matarmarkaður í dag og á morgun þar sem matarbíll hlaðin vörum framleiddum á Vesturlandi fer um svæðið. Framtakið kemur í veg fyrir hópmyndun á einum stað.

Flestir við­bragðs­aðilar hafa þegar fengið þriðja skammt

Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar fengið örvunarskammt af bóluefni gegn Covid-19 eða klára það á mánudag að sögn yfirlögregluþjóns. Byrjað verður að bjóða almenningi upp á þriðja skammt bóluefnis á mánudag.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hraðpróf verða óþörf á viðburðum um helgina þar sem að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Hraðpróf óþörf um helgina

Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina þar sem ljóst er að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi.

135 greindust smitaðir í gær

Í gær greindust 135 einstaklingar smitaðir af kórónuveirunni, þar af voru einungis 57 í sóttkví við greiningu.

Sjá næstu 50 fréttir