Fleiri fréttir

Norð­læg átt og rigning með köflum fyrir norðan

Veðurstofan spáir norðlægum áttum í dag, tíu til átján metrum á sekúndu og rigning með köflum eða súld fyrir norðan, en þurrt að kalla sunnan heiða. Heldur hvassara verður við fjöll norðvestanlands og á Suðausturlandi.

Kis­hida stað­festur í em­bætti for­sætis­ráð­herra

Fumio Kishida hefur tekið við sem nýr forsætisráðherra Japans. Kishida var kjörinn formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins í síðustu viku og samþykkti meirihluti japanska þingsins Kishida svo sem forsætisráðherra í morgun.

Undir­búnings­nefnd kjör­bréfa­nefndar fundar í dag

Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis fundar í dag og fer þar yfir þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út fyrir helgi. Nefndinni er falið að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem hafa borist, eða munu berast, vegna nýliðinna kosninga.

Einn upp á þrjú stig í nótt

Enn skelfur jörð í grennd við Keili og í nótt klukkan kortér yfir tvö kom skjálfti sem mældist þrjú stig að stærð. Sá var á 5,6 kílómetra dýpi og átti hann upptök sín 1,1 kílómetra SSV af Keili.

Um­deildi lista­maðurinn Lars Vilks lést í bíl­slysi

Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni.

Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn

Búist er við aukinni úrkomu á Norðurlandi eystra og því hefur verið ákveðið að rýma sex bæi í Kinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu. 

Dældu rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði

Á sjöunda tug björgunarliða hafa staðið í ströngu við að dæla rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði. Slökkviliðsstjóri segir rigninguna þá mestu á svæðinu í manna minnum.

Átta létust þegar einka­þota brot­lenti í Mílanó

Einkaþota brotlenti á skrifstofubyggingu í Mílanó á Ítalíu í dag með þeim afleiðingum að allir átta um borð létust. Byggingin var mannlaus þegar flugslysið varð og engan sakaði á jörðu niðri.

Mörg hundruð kýr í sumarbústað

Þeir sem eru svo heppnir að hafa komið inn í sumarbústað í Holtum í Rangárvallasýslu missa hökuna niður á bringu þegar inn er komið. Ástæðan er sú að bústaðurinn er fullur af gripum, sem tengjast kúm á einn eða annan hátt.

Kóreumenn hóta öryggisráðinu

Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiði við ályktunartillögu Frakka til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hótuðu ráðinu í dag fyrir að gagnrýna eldflaugavopnaáætlun ríkisins.

Enn skelfur jörð við Keili

Laust fyrir klukkan fimm í dag varð jarðskjálfti að stærð 3,4 rétt rúmum kílómetra suðsuðvestur af Keili. 

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá óveðrinu sem hefur geisað á norðvestanverðu landinu síðasta sólahringinn og heyrum í björgunarfólki á staðnum.

Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn

Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag.

Aukinn kraftur í eldgosinu á La Palma

Tvær vikur eru frá því eldgosið hófst á La Palma á Kanaríeyjum en aukinn kraftur er í eldgosinu og er útlit fyrir að tvo ný gosop hafi opnast. Þá hefur jarðskjálftum einnig fjölgað.

„Það virðist hreinlega allt klikka í þessu máli“

Formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að fólk standi uppi með mikið tjón vegna vanhæfni verktaka. Það sé þó óvenjulegt að eftirlit með verkefni fari líka úrskeiðis eins og gerðist í tugmilljóna nýframkvæmd í fjölbýli í Breiðholti.

Hraðpróf á Hlíð neikvæð

Hraðpróf sem íbúar í sóttkví á Hlíð, hjúkrunarheimili Heilsuverndar á Akureyri, hafa farið í um helgina hafa hingað til verið neikvæð. Íbúarnir fara í PCR-próf á morgun og verður sóttkví aflétt hjá þeim sem fá neikvætt svar þar.

Magnús sækist eftir formannsembættinu

Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994.

31 greindist smitaður í gær

Ekki greindust jafn margir smitaðir af Covid-19 í gær og í fyrradag. Hins vegar þarf að taka mið af því að um helgar fara færri í sýnatöku.

Ullarvika á Suðurlandi í fyrsta skipti

Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid.

Föt karlmanns fundust við Elliðaá

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í morgun tilkynning um að föt af karlmanni hefðu fundist við Elliðaá. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að dróni hafi verið notaður til að skoða ána.

Vill koma fleiri nauðgurum bakvið lás og slá

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að dómskerfi landsins hefði ekki reynst fórnarlömbum nauðgana vel. Johnson hét því að gera endurbætur svo fleiri nauðgarar enduðu bakvið lás og slá.

Upptök skjálftanna á sömu slóðum og þyrluútsending

Upptök stærstu jarðskjálftanna á Reykjanesi síðustu vikuna hafa verið á tiltölulega afmörkuðu svæði milli fjallanna Keilis og Litla-Hrúts. Skjálftar yfir tveir að stærð hafa allir átt upptök um 0,3 til 2,0 kílómetra suðsuðvestur frá Keili.

Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu

Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti.

Duterte segist aftur ætla að setjast í helgan stein

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að myndi hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Hann hafði áður þegið tilnefningu um að vera varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningum í maí næstkomandi.

Sjá næstu 50 fréttir