Fleiri fréttir

For­dæma hand­tökur á stjórnar­and­stæðingum í Bólivíu

Mannréttindasamtök og Samtök Ameríkuríkja gagnrýna harðlega handtökur á Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta Bólivíu, og fleiri stjórnmálamönnum og saka stjórnvöld um að misbeita réttarkerfinu á pólitískan hátt. Saksóknarar saka Áñez um aðild að valdaráni.

Ár síðan sam­komu­bann tók gildi

Í dag er ár síðan samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi hér á landi. Á miðnætti mánudaginn 16. mars 2020 tók gildi reglugerð þar sem kveðið var á um að ekki mættu fleiri en 100 manns koma saman, til dæmis á tónleikum, íþróttaviðburðum og við kirkjuathafnir.

Bein útsending: Morgunfundur um blæðingar

Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi um svokallaðar blæðingar sem orðið geta í vegklæðingu og malbiki. Fundurinn hefst klukkan níu og verður sýndur í beinu streymi, sem nálgast má neðar í fréttinni.

Tinder ætlar að veita bak­grunns­upp­lýsingar um not­endur

Notendur stefnumótasnjallforritsins Tinder í Bandaríkjunum geta brátt nálgast opinberar upplýsingar um sakaferil og ofbeldi annarra notenda sem þeir gætu farið á stefnumót með. Til stendur að þjónustan verði tekin upp á fleiri stefnumótaforritum fyrirtækisins í fyllingu tímans.

Svíar stöðva einnig notkun á bólu­efni AstraZene­ca

Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca þar til að Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið rannsókn sinni á mögulegum aukaverkunum. Fjölmörg ríki Evrópu hafa nú þegar stöðvað notkunina, þar á meðal Ísland, eftir að fréttir bárust af því að að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar.

Verður fjórði heil­brigðis­ráð­herrann á einu ári

Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku

Spá allt að fjórtán stiga hita

Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Hittast á fundi og ræða bóluefni AstraZeneca

Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar ætla að hittast í dag til að ræða bóluefnið frá Oxford-AstraZeneca, sem mörg Evrópuríki hafa ákveðið að hætta að nota tímabundið vegna fregna um að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar.

Ræða möguleikann á annarri ferðagjöf

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að til greina komi að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf í sumar.

Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum

Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð.

Lang­holts­skóli sigur­vegari Skrekks

Langholtsskóli sigraði Skrekk en úrslitakvöldið fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Ingunnarskóli hafnaði í öðru sæti og Hagaskóli í því þriðja.

Kynna hugsan­leg næstu skref á fimmtu­­dag

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun á fimmtudag ræða niðurstöður athugunar á mögulegum aukaverkunum bóluefnis AstraZeneca við Covid-19 og ræða hugsanleg næstu skref.

Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar

Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D.

Þriðja bylgjan skellur á Noregi á ofsahraða

Yfirvöld í Osló kynntu í kvöld hörðustu takmarkanirnar á svæðinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Íslensk kona í Osló segir óraunverulegt að þriðja bylgja faraldursins skelli nú á Norðmönnum á ofsahraða.

Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið

Sérfræðingur  hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi  þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst.

Bein út­­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Skjálftar og kórónuveiran eru enn í aðalhlutverki í kvöldfréttum Stöðvar 2. Rætt verður við sérfræðing frá Veðurstofu Íslands í beinni útsendingu um nýjustu vendingar á Reykjanesi, kvikusöfnun er enn í gangi og ný spenna safnast upp um leið.

Kallar eftir að­gerðum vegna aukinnar of­fitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“

Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu.

Þakkar Íslendingum fyrir ó­metan­legan stuðning eftir and­lát unnustans

Unnusta ástralsks ferðamanns, sem lést á Húsavík í mars í fyrra eftir að hafa smitast af Covid-19, færir Íslendingum kærar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning meðan á dvöl hennar stóð. Hún segist jafnframt staðráðin í því að snúa aftur til Íslands og klára fríið sem unnusta hennar auðnaðist ekki að ljúka.

Vatíkanið bannar blessun samvistar sam­kynja para

Vatíkanið gaf í dag út ákvörðun, sem Frans páfi, samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa samvist samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun.

Fund­u fyrst­a smyglk­af­bát­inn fram­leidd­an í Evróp­u

Lögregluþjónar á Spáni lögðu nýverið hald á smyglkafbát sem verið var að smíða í vöruskemmu í borginni Málaga. Kafbátinn átti að nota til að smygla fíkniefnum og er þetta í fyrsta sinn sem vitað er að kafbátur sem þessi sé smíðaður í Evrópu.

Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir

Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið.

Tilslakanir ekki í kortunum: „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna”

Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands eru ekki í kortunum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum um næstu aðgerðir en vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega felst í þeim fyrir utan það að litlar breytingar verði innanlands.

Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram

Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um þróun kórónuveirufaraldursins en einn greindist innanlands í gær og var sá í sóttkví.

Sjá næstu 50 fréttir