Fleiri fréttir Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8.1.2021 19:38 Maðurinn var stórhættulegur og kerfið brást Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag. 8.1.2021 19:01 Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. 8.1.2021 18:59 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjöldatakmarkanir miða við 20 manns, heimilt verður að bjóða upp á hópatíma á líkamsræktarstöðvum og fleiri mega sækja menningarviðburði. Þetta er meginefni breyttra reglna um samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið. Reglurnar taka gildi í næstu viku með fyrirvara um breytingar á faraldrinum hér á landi. 8.1.2021 18:00 Krefst kyrrsetningar á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú Lögmaður þeirra, sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandanda þeirra sem létust, hefur farið fram á kyrrsetningu á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú. Hann segir það gert til að tryggja skaðabótakröfur umbjóðenda sinna gagnvart húseigandanum, sem er fyrirtækið HD verk. 8.1.2021 17:59 Hreinsunarstarf gengur vel en hættustig áfram í gildi Hreinsunarstarf á Seyðisfirði hefur gengið vel og er búið að opna leið í gegnum stóru skriðuna sem féll þann 18. desember. 8.1.2021 17:10 Íslendingar fá tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech Gert er ráð fyrir því að Ísland geti fengið tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 í kjölfar nýs samkomulags Evrópusambandsins (ESB) við framleiðendurna. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. 8.1.2021 17:07 Trump verður ekki viðstaddur innsetningu Bidens Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti ætlar ekki að mæta á vígsluathöfn Joes Biden þann 20. janúar. Frá þessu greinir Trump á Twitter en nefnir ekki ástæðu þess að hann ætlar ekki að mæta. 8.1.2021 16:03 Neyðarástandi lýst yfir í London Ráðamenn í London hafa lýst yfir neyðarástandi af ótta við að sjúkrahús í borginni ráði ekki við þá fjölgun sjúklinga sem tengd er við nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar. Á rúmri viku hefur sjúklingum í London sem þurft hafa í öndunarvél fjölgað úr 640 í 908 eða um 42 prósent. 8.1.2021 15:55 Ofurhlauparar verulega skúffaðir eftir skráningarvesen Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021. Gangi ykkur vel í undirbúningnum! Svona voru skilaboð sem birtust á Facebook-síðu Laugavegs - Ultra marathon upp úr klukkan tólf í hádeginu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. 8.1.2021 15:54 Gerði samkomulag við Pfizer um að bólusetja alla fyrir páska Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa gert samkomulag við Pfizer sem tryggi öllum Ísraelum, eldri en sextán ára, bólusetningu fyrir lok marsmánaðar. Forsætisráðherrann segir að fyrirtækið hafi samþykkt að senda milljónir aukaskammta af bóluefni og þeir fyrstu muni berast á sunnudaginn. 8.1.2021 14:53 „Lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig“ Guðfinnur Óskarsson hefur verið ákærður fyrir hótanir í garð tæplega fimmtugs karlmanns. Ákæran á hendur Guðfinni er birt í Lögbirtingablaðinu í dag þar sem ekki hefur tekist að birta honum ákæruna í persónu. Hann er kvaddur til þingfestingar málsins þann 18. febrúar næstkomandi. 8.1.2021 14:51 Þóra beið lægri hlut í launadeilu við Óperuna Íslenska óperan hefur verið sýknuð í máli sem söngkonan Þóra Einarsdóttir höfðaði á hendur Óperunni vegna meintra vangoldinna greiðslna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málskostnaður fellur niður. 8.1.2021 14:02 Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun. 8.1.2021 13:57 Gunnar Þormar er látinn Gunnar Þormar, tannlæknir og fyrsti formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, er látinn. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 3. janúar. 8.1.2021 12:30 Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum. 8.1.2021 12:28 Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8.1.2021 12:27 Ígildi íslensku þjóðarinnar liggur í valnum Alls hafa 365.346 dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum, samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans, þar sem haldið er utan um opinberar tölur. Það þýðir að fleiri hafa dáið þar en Íslendingar voru í upphafi síðasta árs. 8.1.2021 12:24 Breytingar 13. janúar: Tuttugu mega koma saman, ræktin opnuð og íþróttir fá grænt ljós Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að rýmka reglur um fjöldatakmarkanir í 20 manns. Þá verður líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum. 8.1.2021 12:20 Ráðherra kominn með minnisblað Þórólfs í hendurnar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði, sem felur í sér tillögur hans um tilhögun næstu sóttvarnaaðgerða. 8.1.2021 12:00 Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. 8.1.2021 11:55 Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8.1.2021 11:40 Sænska þingið samþykkti sérstök heimsfaraldurslög Sænska þingið samþykkti í dag sérstök neyðarlög – svokölluð heimsfaraldurslög – sem veitir ríkisstjórn og opinberum stofnunum auknar heimildir til að takmarka ýmsa starfsemi í samfélaginu til að hefta megi útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 8.1.2021 11:34 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en aðeins tveir greindust smitaðir innanlands í gær. 8.1.2021 11:30 Tveir greindust innanlands og fimmtán á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir í sóttkví. Fimmtán greindust á landamærum. 8.1.2021 10:55 Kim heitir bættum samskiptum við umheiminn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir nauðsynlegt að bæta samband ríkisins við umheiminn og heitir því að gera það. Þetta sagði einræðisherrann á flokksþingi Verkamannaflokks Norður-Kóreu í gær en fjórði dagur þingsins er í dag. 8.1.2021 10:26 Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8.1.2021 09:26 Íbúar loki gluggum vegna elds í dekkjakurli í Álfsnesi Íbúar á Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að loka gluggum vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Reykur leggur í átt að byggðinni. 8.1.2021 09:01 Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð Nokkrum dögum fyrir óeirðirnar í þinghúsi Bandaríkjanna höfðu embættismenn í varnarmálaráðuneytinu samband við lögreglu þingsins og buðu þeim aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur af mótmælendum. Þegar þúsundir stuðningsmanna Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, umkringdu húsið á miðvikudaginn bauð dómsmálaráðuneytið aðstoð Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 8.1.2021 08:54 Telja að aðgerðir um borð í Polar Nanoq hafi verið ólögmætar Lögfræðingarnir Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og Hlín Gísladóttir telja að aðgerðir íslensku lögreglunnar um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í janúar 2017 hafi hvorki staðist íslensk lög né alþjóðalög. 8.1.2021 08:24 Annar ráðherra í ríkisstjórn Trumps segir af sér Betsy DeVos, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skilað inn afsögn sinni til Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þrettán dögum fyrir embættistöku nýs forseta. DeVos segir að aðkoma Trumps hafi skipt sköpum varðandi það að æstur múgur hafi ráðist inn í bandaríska þinghúsið á miðvikudag. 8.1.2021 08:20 Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 8.1.2021 08:15 Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8.1.2021 07:20 Lélegt skyggni, hættuleg akstursskilyrði og hviður yfir 45 m/s Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland sem taka gildi í nótt og standa fram á annað kvöld. 8.1.2021 07:16 Kia kynnir nýtt merki Kia kynnti í dag nýtt vörumerki bílaframleiðandans. Nýja merkið er tákn framsýnar og á að vera hvetjandi fyrir vörur og þjónustu fyrirtækisins í huga viðskiptavina þess. Með kynningu á nýja merkinu á sér um leið stað ákveðin umbreyting hjá Kia á vörumerkinu og skipulagningu innan fyrirtækisins. 8.1.2021 07:01 Meðhöndlarinn sem misnotaði traust þjáðra kvenna Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum, virðist hafa talið kvenkyns sjúklinga marga hverja girnast sig kynferðislega. Brot hans gegn tveimur kvennanna þóttu sérstaklega ósvífin í ljósi ungs aldurs annarrar konunnar og þess að hin var með alvarlegan sjúkdóm. 8.1.2021 07:01 Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8.1.2021 06:45 Trump kominn aftur á Twitter og fordæmir árásina í myndbandi Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er kominn aftur með aðgang að Twitter-reikningi sínum eftir að lokað var á hann í gærkvöldi. Hann birti nú skömmu eftir miðnætti myndband, þar sem hann fordæmir árásina á þinghúsið. 8.1.2021 00:15 Útiloka ekki að Trump verði ákærður Saksóknarinn Michael Sherwin segir rannsóknina á þeirri árás sem var gerð á þinghúsið í gær fyrst og fremst snúa að því að rannsaka hverjir stuðluðu að ofbeldi og óeirðum innan veggja hússins. Á þessu stigi sé það forgangsmál, þó ekki sé útilokað að fleiri verði ákærðir fyrir sinn þátt. 7.1.2021 23:34 Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7.1.2021 22:44 Evrópuþjóðir verði að grípa til harðari aðgerða vegna afbrigðisins Hans Kluge, yfirmaður Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir nýtt afbrigði kórónuveirunnar geta leitt til frekara álags á heilbrigðiskerfi víða um álfuna sem nú þegar eru undir miklu álagi. Því þurfi lönd að grípa til harðari aðgerða til að sporna við frekari útbreiðslu. 7.1.2021 22:01 Sagði atburði gærdagsins afleiðingu valdatíðar Trump Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt viðbrögð lögreglu við árásinni á þinghúsið í gær harðlega. Hann segir óásættanlegt að hugsa til þess að lögregla hefði brugðist við af meiri hörku ef um Black Lives Matter mótmæli væri að ræða. 7.1.2021 21:41 BHM kærir niðurstöðu Vinnumálastofnunar um meinta hópuppsögn BHM hefur kært ákvörðun Vinnumálastofnunar, um að uppsögn fjórtán starfsmanna Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) hafi ekki verið hópuppsögn, til félagsmálaráðuneytisins. 7.1.2021 21:01 Börn fengið greiðslur frá útlöndum fyrir kynferðislegar myndir Tvær tilkynningar bárust ábendingalínu Barnaheilla í desember um að erlendir aðilar hafi greitt íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Framkvæmdastjóri heimilis- og skóla segir að foreldrar verði að vera vakandi fyrir þessari þróun. 7.1.2021 20:01 Pelosi biðlar til Pence að svipta Trump völdum Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur óskað eftir því að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og ríkisstjórnin svipti Donald Trump Bandaríkjaforseta völdum. 7.1.2021 19:38 Sjá næstu 50 fréttir
Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8.1.2021 19:38
Maðurinn var stórhættulegur og kerfið brást Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag. 8.1.2021 19:01
Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. 8.1.2021 18:59
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjöldatakmarkanir miða við 20 manns, heimilt verður að bjóða upp á hópatíma á líkamsræktarstöðvum og fleiri mega sækja menningarviðburði. Þetta er meginefni breyttra reglna um samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið. Reglurnar taka gildi í næstu viku með fyrirvara um breytingar á faraldrinum hér á landi. 8.1.2021 18:00
Krefst kyrrsetningar á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú Lögmaður þeirra, sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandanda þeirra sem létust, hefur farið fram á kyrrsetningu á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú. Hann segir það gert til að tryggja skaðabótakröfur umbjóðenda sinna gagnvart húseigandanum, sem er fyrirtækið HD verk. 8.1.2021 17:59
Hreinsunarstarf gengur vel en hættustig áfram í gildi Hreinsunarstarf á Seyðisfirði hefur gengið vel og er búið að opna leið í gegnum stóru skriðuna sem féll þann 18. desember. 8.1.2021 17:10
Íslendingar fá tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech Gert er ráð fyrir því að Ísland geti fengið tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 í kjölfar nýs samkomulags Evrópusambandsins (ESB) við framleiðendurna. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. 8.1.2021 17:07
Trump verður ekki viðstaddur innsetningu Bidens Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti ætlar ekki að mæta á vígsluathöfn Joes Biden þann 20. janúar. Frá þessu greinir Trump á Twitter en nefnir ekki ástæðu þess að hann ætlar ekki að mæta. 8.1.2021 16:03
Neyðarástandi lýst yfir í London Ráðamenn í London hafa lýst yfir neyðarástandi af ótta við að sjúkrahús í borginni ráði ekki við þá fjölgun sjúklinga sem tengd er við nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar. Á rúmri viku hefur sjúklingum í London sem þurft hafa í öndunarvél fjölgað úr 640 í 908 eða um 42 prósent. 8.1.2021 15:55
Ofurhlauparar verulega skúffaðir eftir skráningarvesen Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021. Gangi ykkur vel í undirbúningnum! Svona voru skilaboð sem birtust á Facebook-síðu Laugavegs - Ultra marathon upp úr klukkan tólf í hádeginu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. 8.1.2021 15:54
Gerði samkomulag við Pfizer um að bólusetja alla fyrir páska Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa gert samkomulag við Pfizer sem tryggi öllum Ísraelum, eldri en sextán ára, bólusetningu fyrir lok marsmánaðar. Forsætisráðherrann segir að fyrirtækið hafi samþykkt að senda milljónir aukaskammta af bóluefni og þeir fyrstu muni berast á sunnudaginn. 8.1.2021 14:53
„Lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig“ Guðfinnur Óskarsson hefur verið ákærður fyrir hótanir í garð tæplega fimmtugs karlmanns. Ákæran á hendur Guðfinni er birt í Lögbirtingablaðinu í dag þar sem ekki hefur tekist að birta honum ákæruna í persónu. Hann er kvaddur til þingfestingar málsins þann 18. febrúar næstkomandi. 8.1.2021 14:51
Þóra beið lægri hlut í launadeilu við Óperuna Íslenska óperan hefur verið sýknuð í máli sem söngkonan Þóra Einarsdóttir höfðaði á hendur Óperunni vegna meintra vangoldinna greiðslna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málskostnaður fellur niður. 8.1.2021 14:02
Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun. 8.1.2021 13:57
Gunnar Þormar er látinn Gunnar Þormar, tannlæknir og fyrsti formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, er látinn. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 3. janúar. 8.1.2021 12:30
Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum. 8.1.2021 12:28
Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8.1.2021 12:27
Ígildi íslensku þjóðarinnar liggur í valnum Alls hafa 365.346 dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum, samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans, þar sem haldið er utan um opinberar tölur. Það þýðir að fleiri hafa dáið þar en Íslendingar voru í upphafi síðasta árs. 8.1.2021 12:24
Breytingar 13. janúar: Tuttugu mega koma saman, ræktin opnuð og íþróttir fá grænt ljós Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að rýmka reglur um fjöldatakmarkanir í 20 manns. Þá verður líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum. 8.1.2021 12:20
Ráðherra kominn með minnisblað Þórólfs í hendurnar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði, sem felur í sér tillögur hans um tilhögun næstu sóttvarnaaðgerða. 8.1.2021 12:00
Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. 8.1.2021 11:55
Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8.1.2021 11:40
Sænska þingið samþykkti sérstök heimsfaraldurslög Sænska þingið samþykkti í dag sérstök neyðarlög – svokölluð heimsfaraldurslög – sem veitir ríkisstjórn og opinberum stofnunum auknar heimildir til að takmarka ýmsa starfsemi í samfélaginu til að hefta megi útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 8.1.2021 11:34
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en aðeins tveir greindust smitaðir innanlands í gær. 8.1.2021 11:30
Tveir greindust innanlands og fimmtán á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir í sóttkví. Fimmtán greindust á landamærum. 8.1.2021 10:55
Kim heitir bættum samskiptum við umheiminn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir nauðsynlegt að bæta samband ríkisins við umheiminn og heitir því að gera það. Þetta sagði einræðisherrann á flokksþingi Verkamannaflokks Norður-Kóreu í gær en fjórði dagur þingsins er í dag. 8.1.2021 10:26
Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8.1.2021 09:26
Íbúar loki gluggum vegna elds í dekkjakurli í Álfsnesi Íbúar á Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að loka gluggum vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Reykur leggur í átt að byggðinni. 8.1.2021 09:01
Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð Nokkrum dögum fyrir óeirðirnar í þinghúsi Bandaríkjanna höfðu embættismenn í varnarmálaráðuneytinu samband við lögreglu þingsins og buðu þeim aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur af mótmælendum. Þegar þúsundir stuðningsmanna Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, umkringdu húsið á miðvikudaginn bauð dómsmálaráðuneytið aðstoð Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 8.1.2021 08:54
Telja að aðgerðir um borð í Polar Nanoq hafi verið ólögmætar Lögfræðingarnir Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og Hlín Gísladóttir telja að aðgerðir íslensku lögreglunnar um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í janúar 2017 hafi hvorki staðist íslensk lög né alþjóðalög. 8.1.2021 08:24
Annar ráðherra í ríkisstjórn Trumps segir af sér Betsy DeVos, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skilað inn afsögn sinni til Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þrettán dögum fyrir embættistöku nýs forseta. DeVos segir að aðkoma Trumps hafi skipt sköpum varðandi það að æstur múgur hafi ráðist inn í bandaríska þinghúsið á miðvikudag. 8.1.2021 08:20
Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 8.1.2021 08:15
Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8.1.2021 07:20
Lélegt skyggni, hættuleg akstursskilyrði og hviður yfir 45 m/s Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland sem taka gildi í nótt og standa fram á annað kvöld. 8.1.2021 07:16
Kia kynnir nýtt merki Kia kynnti í dag nýtt vörumerki bílaframleiðandans. Nýja merkið er tákn framsýnar og á að vera hvetjandi fyrir vörur og þjónustu fyrirtækisins í huga viðskiptavina þess. Með kynningu á nýja merkinu á sér um leið stað ákveðin umbreyting hjá Kia á vörumerkinu og skipulagningu innan fyrirtækisins. 8.1.2021 07:01
Meðhöndlarinn sem misnotaði traust þjáðra kvenna Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum, virðist hafa talið kvenkyns sjúklinga marga hverja girnast sig kynferðislega. Brot hans gegn tveimur kvennanna þóttu sérstaklega ósvífin í ljósi ungs aldurs annarrar konunnar og þess að hin var með alvarlegan sjúkdóm. 8.1.2021 07:01
Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8.1.2021 06:45
Trump kominn aftur á Twitter og fordæmir árásina í myndbandi Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er kominn aftur með aðgang að Twitter-reikningi sínum eftir að lokað var á hann í gærkvöldi. Hann birti nú skömmu eftir miðnætti myndband, þar sem hann fordæmir árásina á þinghúsið. 8.1.2021 00:15
Útiloka ekki að Trump verði ákærður Saksóknarinn Michael Sherwin segir rannsóknina á þeirri árás sem var gerð á þinghúsið í gær fyrst og fremst snúa að því að rannsaka hverjir stuðluðu að ofbeldi og óeirðum innan veggja hússins. Á þessu stigi sé það forgangsmál, þó ekki sé útilokað að fleiri verði ákærðir fyrir sinn þátt. 7.1.2021 23:34
Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7.1.2021 22:44
Evrópuþjóðir verði að grípa til harðari aðgerða vegna afbrigðisins Hans Kluge, yfirmaður Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir nýtt afbrigði kórónuveirunnar geta leitt til frekara álags á heilbrigðiskerfi víða um álfuna sem nú þegar eru undir miklu álagi. Því þurfi lönd að grípa til harðari aðgerða til að sporna við frekari útbreiðslu. 7.1.2021 22:01
Sagði atburði gærdagsins afleiðingu valdatíðar Trump Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt viðbrögð lögreglu við árásinni á þinghúsið í gær harðlega. Hann segir óásættanlegt að hugsa til þess að lögregla hefði brugðist við af meiri hörku ef um Black Lives Matter mótmæli væri að ræða. 7.1.2021 21:41
BHM kærir niðurstöðu Vinnumálastofnunar um meinta hópuppsögn BHM hefur kært ákvörðun Vinnumálastofnunar, um að uppsögn fjórtán starfsmanna Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) hafi ekki verið hópuppsögn, til félagsmálaráðuneytisins. 7.1.2021 21:01
Börn fengið greiðslur frá útlöndum fyrir kynferðislegar myndir Tvær tilkynningar bárust ábendingalínu Barnaheilla í desember um að erlendir aðilar hafi greitt íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Framkvæmdastjóri heimilis- og skóla segir að foreldrar verði að vera vakandi fyrir þessari þróun. 7.1.2021 20:01
Pelosi biðlar til Pence að svipta Trump völdum Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur óskað eftir því að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og ríkisstjórnin svipti Donald Trump Bandaríkjaforseta völdum. 7.1.2021 19:38