Fleiri fréttir

Nýsmituð tengjast vinahópum

Þau sem hafa verið að greinast með kórónuveiruna síðustu daga tengjast vinahópum, að sögn landlæknis. Vísbendingar eru um að faraldurinn sé á uppleið. Vel má vera að þegar búið er að bólusetja mestu áhættuhópa verði hægt að slaka á sóttvarnaaðgerðum.

Ekki var hægt að fylgjast með hreyfingum sökum rigningar

Hreyfingar höfðu verið við Búðará á Seyðisfirði dagana áður en stóra skriðan féll á föstudag. Spýjur höfðu myndast í fjallinu en ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingunum því mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni.

„Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni.

Þjóð­verjar ef­laust ekki allir kátir með „jóla­gjöfina“

Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu.

Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember.

Malaví „land ársins“ hjá The Economist

Tímaritið The Economist hefur útnefnd Malaví land ársins. Viðurkenninguna fær Malaví fyrir að „endurvekja lýðræðið í landi sem þekkt er fyrir einræðistilburði.“

Kláraði stúdentinn á tveimur árum í fjar­námi

Hin átján ára gamla Birta Breiðdal getur farið brosandi inn í jólahátíðina. Hún skráði sig í sögubækurnar á föstudaginn þegar hún lauk stúdentsprófi við Fjölbrautarskólann í Ármúla. Hún er fyrsti nemandinn sem útskrifast við skólann sen stundaði námið alfarið í fjarnámi. Lauk hún auk þess stúdentsprófi á aðeins tveimur árum.

Bloom­berg upp­færir Ís­lands­tölur í bólu­efna­út­tekt

Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar.

Svona var 148. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:03 í dag. Alma D. Möller landlæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er sem kunnugt er í sóttkví.

Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu

Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað.

Sérfræðingar meta stöðuna í birtingu

Rýmingar eru enn í gildi á Seyðisfirði vegna hættu á aurskriðum og 276 íbúar bíða þess að snúa heim. Allt virðist hafa verið með kyrrum kjörum á svæðinu í nótt, að sögn ofanflóðasérfræðings, og úrkoma hefur verið lítil síðasta sólarhring. Staðan verður metin þegar líða tekur á daginn.

Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög

Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti.

Sex greindust með smit í Ilu­lissat

Sex greindust með kórónuveiruna í Ilulissat á Grænlandi í gær. Flestir þeirra sem greindust komu með flugi frá Danmörku og greindust í seinni landamæraskimun. Allir eru sagðir hafa virt sóttkví og segir landlæknir Grænlands takmarkaða hættu á frekari útbreiðslu.

Munu grafa upp milljónir minka­hræja vegna mengunar­hættu

Milljónir minkahræja verða grafin upp í Danmörku á næsta ári til að koma í veg fyrir mengun. Danska ríkisstjórnin greindi frá þessu í gær en vinna hefst í maí á næsta ári þegar hætta á kórónuveirusmiti vegna minkanna er talin liðin hjá.

Virtu ekki sóttkví á hóteli í miðbænum

Laust fyrir klukkan hálfníu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um einstaklinga á hóteli í miðbæ Reykjavíkur sem virtu ekki sóttkví.

Þjónustu­mið­­stöð al­manna­varna verður opnuð á Seyðis­firði

Almannavarnir munu fljótlega opna þjónustumiðstöð fyrir íbúa á Seyðisfirði. Verkefni slíkrar miðstöðvar felst meðal annars í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og þá sem hættan hefur haft önnur bein áhrif á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Þrettán ára fiðlusnillingur í sveitinni

Eyrún Huld Ingvarsdóttir, Þrettán ára stelpa í uppsveitum Árnessýslu gerði sér lítið fyrir og sigraði fiðlukeppni, sem Pólska sendiráðið efndi til. Æðsti draumur Eyrúnar er að spila í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Svíar og Frakkar loka á Bretland

Svíþjóð og Frakkland hafa bæst í hóp þeirra Evrópuríkja sem hafa sett takmörk á eða bannað alfarið samgöngur frá Bretlandi vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem dreifst hefur um Bretland, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði.

Segja bólu­efni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt

Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði.

Fjögurra milljarða króna framkvæmd við höfnina í Þorlákshöfn

Stefnt er að því að ráðst í fjögurra milljarða framkvæmd við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn þannig að það verði hægt að taka á móti 180 metra löngum skipum og 30 metra breiðum. Þá er stefnt að því að farþegaferja hefji siglingar frá Evrópu til Þorlákshafnar.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Belgía og Holland hafa aflýst flugi frá Bretlandi og þá er lestum frá Bretlandi bannað að koma til Belgíu. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu íhuga Frakkland og Þýskaland að grípa til sambærilegra aðgerða sem og Ítalía.Þetta er vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar í Bretlandi.

Slasaðist við að slökkva eld í potti

Einn slasaðist við að slökkva eld sem kom upp í potti við Múlasíðu á Akureyri nú síðdegis. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar í samtali við fréttastofu.

Víglínan á hálendinu og í innflutningi landbúnaðarvara

Ekki er eining innan stjórnarflokkanna um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra sem enn er í nefnd eftir fyrstu umræðu í lok desember. Þá má finna andstöðu við frumvarpið víða utan þings eins og innan sveitarstjórna, þótt almennt sé mikill stuðningur við það í samfélaginu að stofnaður verði hálendinsþjóðgarður.

Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunar­sveitar­bíl

„Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“

Sjá næstu 50 fréttir