Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Neyðarástand er yfirvofandi hjá Landhelgisgæslunni vegna verkfalls flugvirkja. Sú staða blasir við að þyrlufloti gæslunnar stöðvist á næstu dögum. Rætt verður við Georg Kr. Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, í beinni útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2.

Stefnir í miklar breytingar í miðbæ Kópavogs

Útlit er fyrir að miðbær Kópavogs muni taka stakkaskiptum á næstu árum. Samkvæmt breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi sem hafa verið samþykktar til kynningar verða 550 íbúðir á svæðinu.

Svif­ryksmengun nærri tvö­falt yfir mörkum í borginni í gær

Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi.

„Ótrúlegur hraði“ í þróun bóluefna

Jákvæðar niðurstöður berast nú í röðum frá framleiðendum bóluefna gegn kórónuveirunni. Aldrei áður hefur tekið jafnskamman tíma að þróa bóluefni.

Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu

Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm.

Írar fylgja í fótspor Dana

Landbúnaðarráðherra Írlands hefur tilkynnt eigendum minkabúa í landinu að öllum minkum verði lógað til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

BBC ritskoðar vinsælt en óheflað jólalag

Yfirmenn bresku útvarpstöðvarinnar BBC Radio 1 hafa tekið ákvörðun um að ritskoðuð útgáfa eins vinsælasta jólalags Bretlands fari í loftið þessi jólin á útvarpsstöðinni.

Hrókeringar í dönsku ríkis­stjórninni

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur kynnt breytingar á ríkisstjórn sinni eftir afsögn ráðherrans Mogens Jensen vegna minkamálsins svokallaða.

Höfðar mál vegna dauða Glee-stjörnunnar Naya Rivera

Fyrrverandi eiginmaður Glee-stjörnunnar Naya Rivera hefur fyrir hönd dánarbús hennar stefnt yfirvöldum og stjórnendum Piruvatns, norðvestur af Los Angeles í Kaliforníu, vegna dauða Rivera í júlí síðastliðinn.

Ósammála Kára um forgang í bólusetningu

Sóttvarnalæknir segir að þegar bólusetningar hefjist verði miðað við að heilbrigðisstarfsmenn sem eru í samskiptum við sjúklinga verði í forgangi.

Himinlifandi með niðurstöður tilrauna

Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun.

Orsakir banaslyssins við Viðborðssel þríþættar

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að ökumaður bíls sem ekið var á gangandi vegfarenda á Suðurlandsvegi við Viðborðssel með þeim afleiðingum að hann lést hafi ekið of hratt miðað við aðstæður.

Tröllaskagahólf sýkt hólf næstu tuttugu árin

Tröllaskagahólf hefur verið skilgreint sem riðusýkt hólf næstu tuttugu árin frá síðasta staðfesta tilfelli, sem staðfest var á miðvikudaginn. Sex varnarhólf á landinu teljast því sýkt hólf.

Snjókoma í kortunum

Það verður fremur hægur vindur í dag og víða léttskýjað framan af degi. Þá verður frost yfirleitt á bilinu tvö til tíu stig að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

900 starfsmenn Mayo Clinic smitast á tveimur vikum

Fleiri en 900 starfsmenn Mayo Clinic, eins virtasta rannsóknarsjúkrahús Bandaríkjanna, hafa smitast af Covid-19 á aðeins tveimur vikum. Næstum allir smituðust utan vinnu en tölurnar þykja sýna hvaða áhrif mikið samfélagssmit getur haft á starfsemi heilbrigðisstofnana.

Sögufrægur útvarpssjónauki sagður að hruni kominn

Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufræði er mögulega að hruni kominn. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum upp losnaði í sumar. Þegar hefja átti viðgerð á honum gaf annar og mikilvægari vír sig.

Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn.

Sjá næstu 50 fréttir