Fleiri fréttir

Landsmenn komast loksins í klippingu

Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar.

Átta greindust innan­lands

Átta greindust með kórónuveiruna innan­lands í gær. Ekki hafa svo fáir greinst á einum degi síðan 14. september. Einungis tveir af þessum átta sem greindust voru í sóttkví.

Loka fyrir hringaksturinn á bíla­stæðinu næst Laugum

Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur.

Repúblikanar pirraðir yfir áhugaleysi Trumps

Repúblikanar hafa ítrekað kallað eftir því að Donald Trump, forseti, hjálpi þeim í kosningabaráttunni fyrir aukakosningarnar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Hann hefur þó hvorki tjáð sig um kosningarnar né stefnir hann á að fara til Georgíu og taka þátt í baráttunni.

Segja Biden hafa unnið í Arizona

Joe Biden var í nótt lýstur sigurvegari í Arizona sem skilar honum ellefu kjörmönnum og hefur hann nú náð 290 kjörmönnum en 270 þarf til að tryggja sér embættið.

Kviknaði í kertaskreytingu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tvö verkefni á dælubíla síðasta sólarhringinn og var annað þeirra fyrsta kertaskreyting ársins, eins og það er orðað í færslu slökkviliðsins á Facebook.

Mun á­fram stýra landinu næstu fimm árin

Landskjörstjórn í Mjanmar staðfesti í morgun að Lýðræðislega þjóðarbandalagið, flokkur Aung San Suu Kyi, hafi tryggt sér nægilega mörg þingsæti til að stýra landinu næstu fimm árin. Kosningar fóru fram í landinu síðasta sunnudag.

Citroën með 7 ára ábyrgð

Nýir Citroën bílar frá Brimborg eru nú með sjö ára ábyrgð og átta ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð fyrir fólksbíla og sendibíla.

Kennarinn sem flytur senn í Hvíta húsið

Þegar nýr Bandaríkjaforseti sver embættiseið þann 20. janúar næstkomandi mun bandaríska þjóðin sömuleiðis eignast nýja forsetafrú – Jill Biden. Þar fer kona sem brennur fyrir kennslu, hagsmunum fjölskyldna hermanna og baráttu gegn brjóstakrabbameini.

Trump sagður velta sér upp úr ó­sigrinum á meðan far­aldurinn geisar

Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku.

Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna

Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna.

Vísuðu dönskum öfga­mönnum sem ætluðu að brenna Kóraninn úr landi

Belgísk yfirvöld vísuðu fimm dönskum hægriöfgamönnum úr landi í dag. Þeir eru taldir hafa ætlað að brenna Kóran, helgirit múslima, í hverfi höfuðborgarinnar Brussel þar sem meirihluti íbúa er múslimar. Mennirnir eru sagðir hafa valdið alvarlegri ógn við allsherjarreglu.

Brúin brast í beinni útsendingu

Litlu mátti muna að illa færi þegar brú sem sjónvarpskona og tökumaður stóðu á fór skyndilega í sundur í beinni útsendingu í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Miklir vatnavextir hafa fylgt hitabeltisstorminum Eta þar.

Skipulag borgarinnar hafnar stórbyggingu á Miðbakka

Vincent Tan sem nýverið eignaðist öll Icelandair hótelin vill reisa 33 þúsund fermetra fjölnota byggingu á Miðbakka við gömlu höfnina sem meðal annars myndi hýsa fimm stjörnu Four Seasons hótel. Skipulag borgarinnar hefur hafnað hugmyndinni á grundvelli umsagnar Faxaflóahafna sem eiga lóðina.

Gætum náð góðum árangri jafnvel fyrir fyrsta í aðventu

Gert er ráð fyrir að þær samfélagslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til til að sporna gegn útbreiðslu covid-19 muni hafa þau áhrif að smitsuðullinn haldist undir einum samkvæmt nýju spálíkani Háskóla Íslands um þróun faraldursins hér á landi.

Þrjú þúsund tilkynningar vegna brota á sóttvarnarlögum

Um þrjú þúsund tilkynningar hafa borist lögreglunni vegna brota á sóttvarnarlögum. Í um tvö hundruð tilfellum hefur málunum lokið með sektum. Margar eru vegna grímunotkunar og eða að fjöldatakmarkanir séu ekki virtar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segjum við frá því að skipulag Reykjavíkur hefur hafnað hugmyndum fjárfestisins Vincent Tan um byggingu fjölnota stórhýsis á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Áætlaður kostnaður var um fjörtíu milljarðar króna.

Bretar afnema heimkomusóttkví vegna ferðalaga til Íslands

Ísland er á meðal átta ríkja sem breskir ferðamenn geta heimsótt án þess að þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví vegna kórónuveirunnar við heimkomu frá og með laugardegi. Bann við óþarfa ferðalögum hefur verið í gildi á Bretlandi frá því í síðustu viku.

Sjá næstu 50 fréttir