Fleiri fréttir

Þrír geimfarar sendir til geimstöðvarinnar á mettíma

Þremur geimförum var í morgun skotið á loft og sendir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Soyuz-geimfarið sem flutti þá er nú tengt geimstöðinni, einungis þremur klukkustundum eftir geimskotið sjálft.

Þjófnaðir og akstur undir áhrifum

Lögregluvaktin á höfuðborgarsvæðinu var heldur róleg í gærkvöldi og nótt, þó voru höfð afskipti af nokkrum ökumönnum undir áhrifum og þjófum sem staðnir voru að búðarhnupli.

Hert á takmörkunum víða um Evrópu

Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 

Rússar segja ásakanir Norðmanna „alvarlega ögrun“

Sendiráð Rússlands í Noregi sagði ásakanir norskra stjórnvalda um að Rússar hafi staðið að tölvuárás á norska þingið í sumar „alvarlega og vísvitandi ögrun“ sem muni skaða samskipti ríkjanna. Norski utanríkisráðherrann segir vísbendingar um aðild rússneskra stjórnvalda að innbrotinu.

Þjófar á Granda reyndust stúlkur undir sakhæfisaldri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í verslun úti á Granda á fimmta tímanum í dag vegna þjófnaðar úr verslun. Þjófarnir reyndust vera „stúlkubörn undir sakhæfisaldri“ að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

„Þegar það heyrist ekki í manni þá talar maður hærra“

Hartnær sextíu prósent Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá samkvæmt nýrri könnun og stuðningur ungmenna við málið hefur nærri tvöfaldast. Stjórnmálafræðingur segir átök fyrirséð. Hópur stuðningsmanna kom saman í dag og málaði ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu.

Öfgamenn ræddu um að myrða ríkisstjórann og ræna öðrum

Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar.

Aðstoðuðu konu sem villtist við Helgafell

Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu konu sem villtist af leið eftir að hún gekk á Helgafell í Hafnarfirði í kvöld. Konan var þokkalega haldin þegar hún fannst og er hún nú á leið til byggða.

Lögregla og Neyðarlína í nánara samstarf

Búið er að ganga úr skugga um að allar ábendingar sem berast Neyðarlínu og fjarskiptamiðstöð lögreglu fari réttar boðleiðir, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða.

Áhyggjuefni að fólk skilji ekki sóttvarnatilmæli

Tilmæli um að golfvellir loki samhliða því sem annað íþróttastarf leggst tímabundið af eru liður í því að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það áhyggjuefni ef fólk skilur ekki hvers vegna gripið sé til sóttvarnaaðgerða.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en í þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga.

Fleiri börn hafa smitast af kórónuveirunni

Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga.

Sex smit rakin til morgunsunds á Hrafnagili

Svo virðist sem rekja megi uppruna covid-19 smits í sex af þeim átta tilfellum, sem staðfest hafa verið í Eyjafjarðarsveit, til sundlaugarinnar á Hrafnagili í byrjun síðustu viku.

Stjórnvöld hafi „háþrýstiþvegið“ sannleikann burt

Þingmenn Pírata lýstu yfir furðu og óánægju með það á Alþingi nú síðdegis að áletrunin „Hvar er stjórnarskráin?“ skyldi hafa verið fjarlægð af vegg við Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu í gær.

Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof

Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi.

Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði.

Bólu­setningin verður Norð­mönnum að kostnaðar­lausu

Heilbrigðisráðherra Noregs segir að það verði Norðmönnum að kostnaðarlausu að bólusetja sig gegn kórónuveirunni þegar þar að kemur. Reikningurinn falli á norska ríkið, ehn hann vonast til að hægt verði að hefja bólusetningar snemma á næsta ári.

83 Diagnosed With Coronavirus Yesterday

83 new coronavirus cases were diagnosed domestically yesterday, Vísir has reported. 49 were quarantine at the time of diagnosis but... The post 83 Diagnosed With Coronavirus Yesterday appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Fluttu hjálpargögn en ekki vopn til Jerevan

Fjölmiðlar í Aserbaídsjan segja að vopn hafi verið flutt frá Íslandi til Armeníu um helgina og hafa vísað til fragtflugvélar Icelandair sem flogið var frá Keflavík til Jerevan, höfuðborgar Armeníu.

Sjá næstu 50 fréttir