Fleiri fréttir

Þrír ind­verskir her­menn létust í á­tökum við kín­verska herinn

Þrír indverskir hermenn létu lífið í átökum við kínverska herinn í Ladakh vegna deilna um Kasmír héraðið. Samkvæmt upplýsingum frá indverska hernum sem birtar voru á vef breska ríkisútvarpsins munu yfirmenn beggja herja funda til að koma í veg fyrir frekari átök og bættu við að báðar hliðar hafi orðið fyrir áfalli.

Golden State-morðinginn sagður ætla að játa til að forðast aftöku

Joseph James DeAngelo, sem ákærður var árið 2018 fyrir morð, mannrán og nauðganir sem tengd voru hinum svokallaða Golden State-morðingja yfir langt tímabil, mun játa á sig sök í málinu til þess að sleppa við það að vera tekinn að lífi fyrir glæpi sína.

Sam­særis­kenningar og framand­legar full­yrðingar for­seta­fram­bjóðanda

Framandlegar kenningar um að afganskir karlmenn gætu reynt að komast inn í Kvennaathvarfið og að milljarðamæringurinn George Soros sé með áætlun um að loka öllum vefsíðum hægrimanna er á meðal þess sem forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson hefur haldið fram sem álitsgjafi á Útvarpi Sögu undanfarin ár.

Trump kallar her­menn í Þýska­landi heim vegna NATO-deilna

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á mánudag að hann hygðist kalla bandaríska hermenn í Þýskalandi heim vegna þess að Þýskaland hafi ekki styrkt NATO samkvæmt samkomulagi og sakaði landið um að misnota Bandaríkin í viðskiptum.

Mikill eldur kom upp í gámi fullum af bíl­hræjum

Eldur kom upp í stórum vörugámi í portinu við bílaflutningafyrirtæki að Fitjabraut 14 í Keflavík klukkan fjögur í nótt. Vel tókst að slökkva eldinn en hann var þó mikill og mikinn reyk lagði frá gámnum.

Aðskotahlutur sprengdi dekk á vél Norwegian

Rannsóknarnefnd flugslysa hefur skilað lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks sem varð við flugtak Boeing 737-800 flugvélar Norwegian Air frá Keflavíkurflugvelli þann 16. júní 2018.

Lögreglumaður sem lagði ekki hald á fíkniefni við húsleit sýknaður

Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag.

Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman

Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt.

Lík flugmannsins fundið

Leitaraðgerðir hófust í morgun eftir að fréttir bárust af því að F-15C Eagle vél bandaríkjahers hefði hrapað í Norðursjó, austur af Austur-Jórvíkurskíri í Englandi.

Fyrrverandi ritstjóri gagnrýnir afskipti Bjarna af ráðningunni

Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar.

Fagnaðarfundir þegar ástvinir hittust í Leifsstöð eftir langa bið

Landamæri Íslands voru formlega opnuð ferðamönnum í dag og urðu fagnaðarfundirnir á Keflavíkurflugvelli. Skimun gekk vel en einum Bandaríkjamanni var vísað úr landi. Fyrsta flugvél lenti í morgun og meðal farþega var móðir sem hafði ekki hitt börnin sín síðan á jólunum.

Lögreglan leitar að þremur til viðbótar vegna brota á sóttkví

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Landamæri Íslands voru formlega opnuð ferðamönnum í dag. Miklir fagnaðarfundir urðu á Keflavíkurflugvelli og í umfjöllun um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verður meðal annars rætt við móður sem hafði ekki hitt börnin sín síðan um jólin.

Sjá næstu 50 fréttir