Fleiri fréttir

Órökstuddar fullyrðingar um að veiran sé manngerð

Kínverjar segja ummæli Bandaríkjastjórnar um að kórónuveiran hafi verið sköpuð á tilraunastofu í Wuhan-borg út í hött. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir ekkert benda til þess að sú sé raunin.

Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku

Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári.

Búið að slökkva í sinunni

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk slökkvistarfi vegna sinuelds suðaustan við Saltvík á Kjalarnesi nú síðdegis.

Þyrlukaupum frestað og TF-LÍF verður seld

Fyrirhuguðu útboði vegna kaupa á þremur þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna verður frestað til ársins 2022. Í staðinn á að framlengja leigusamningi vegna tveggja þyrla sem þegar eru í notkun hjá gæslunni og leigja eina til viðbótar.

Rúmur hálfur milljarður aukalega í loftslagsaðgerðir

Meirihluti um 550 milljóna króna aukaframlags til loftslagsmála í sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður varið til verkefna sem tengjast orkuskiptum. Um 200 milljónir króna verða settar í kolefnisbindingarverkefni.

Eliza og Vigdís skrifuðu leyniskilaboð

Garður frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta var vettvangurinn þegar Mæðrablóminu, árlegu söfnunarátaki Mæðrastyrksnefndar fyrir tekjulágar konur sem vilja mennta sig, var hleypt af stokkunum.

Sinubruni á Kjalarnesi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að slökkva sinueld sem kviknaði á suðaustur við Saltvík á Kjalarnesi á þriðja tímanum í dag.

Milljarðar gætu búið við þrúgandi hita fyrir 2070

Allt að þrír milljarðar jarðarbúa gætu búið á stöðum þar sem hiti verður nær óbærilegur vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna fyrir árið 2070. Meðalhiti þar sem stór hluti mannkyns býr gæti þá verið yfir 29 gráðum.

WHO hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni

Christian Lindmeier, talsmaður stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í Genf í gær að það hefði ekki komið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á óvart að eitt af tuttugu og fjögur sýnum sem voru tekin úr lungabólgusjúklingum í Frakklandi í desember hefði reynst jákvætt fyrir Covid-19.

Verkfall á hádegi

Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarinnar hefst að nýju á hádegi í dag

66% samdráttur í nýskráningu fólksbifreiða í apríl

Í apríl voru nýskráðir 449 fólksbílar í ár en 1305 í apríl 2019. Það nemur samdrætti upp á 66%. Fyrstu fjóra mánuði ársins voru nýskráðir 3268 nýir fólksbílar. Það nemur 27% samdrætti á nýskráningum fólksbíla miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins 2019.

Sjá næstu 50 fréttir