Fleiri fréttir

„Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust“

Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum.

Ekkert bendir til annars en að verk­fall hefjist á þriðju­dag

„Eins og stendur er í sjálfu sér ekkert sem bendir til annars, það hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að [verkfall] muni hefjast á hádegi á þriðjudag og ef það er það sem þarf þá verður svo að vera,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar

Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir

Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum.

Sumar hömlur komnar til að vera

Prófessor og sérfræðingur í smitsjúkdómum segir ólíklegt að hægt sé að aflétta mörgum hömlum sem settar hafa verið vegna kórónuveirufaraldursins fyrr en bóluefni er komið gegn veirunni.

Læknir telur öryggi annarra heimilis­manna á Eir tryggt

Læknir á hjúkrunarheimilinu Eir segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að kórónuveiran breiðist ekki út meðal heimilismanna eftir að skjólstæðingur hjúkrunarheimilisins greindist með veiruna. Ekkert nýtt smit hefur greinst á heimilinu

Fallegt en kalt í dag

Í dag verður hægviðri, léttskýjað og vægt frost fram af degi en snýst svo í suðvestangolu og þykknar upp og hlýnar.

Loforð um að ljúga aldrei entist ekki lengi

Fyrsti opinberi blaðamannafundur upplýsingafulltrúa Hvíta hússins í 417 daga byrjaði á því að Kayleigh McEnany, sem er ný í starfi, hét því að ljúga ekki að blaðamönnum.

Verulega ósáttir við stöðvun grásleppuveiða

Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar.

Hafa sett mörg verkefni á ís

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum verður af yfir þrjú hundruð milljónum króna á árinu vegna hruns í ferðaþjónustunni. Þjóðgarðsvörður segir að fresta þurfi viðhaldsverkefnum vegna þessa.

Katrín ætlar að ávarpa þjóðina

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að flytja ávarp til þjóðarinnar annað kvöld. Þar ætlar hún að ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann.

Staðfest að kona smitaðist á Eir

Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann.

Skoða að opna sund­laugar í maí

Farið verður yfir það á fundi hjá almannavörnum og sóttvarnalækni á mánudag hvort hægt verði að opna sundlaugar í maí.

Snögg stöðvun grá­sleppu­veiða mikið á­fall fyrir sjó­menn

„Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.

Minnst fjórir metrar milli tjalda í sumar

Margir bíða ef til vill óþreyjufullir eftir að geta byrjað að ferðast innanlands enda verður lítið um utanlandsferðir í ár. Leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum, skálum ferðafélaga og fleiri ferðamannastaða hafa verið gefnar út af landlæknisembættinu.

Trump rekur eftir­lits­mann sem gagn­rýndi stöðu heil­brigðis­kerfisins

Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós.

Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu

Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum.

Grá­sleppu­veiðar stöðvaðar

Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári

Kim mættur aftur til starfa

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mætti í gær á opnunarathöfn áburðarverksmiðju í útjaðri Pyongyang en hann hafði ekki sést opinberlega í tuttugu daga og héldu margir að Kim væri alvarlega veikur eða jafnvel fallinn frá vegna fjarveru sinnar.

Sjá næstu 50 fréttir