Fleiri fréttir

Kim sagður hafa komið fram opinberlega

Fregnir af meintu andláti Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðast verulega orðnum auknar. Norður-kóreski ríkisfjölmiðillinn fullyrðir að Kim hafi komið fram opinberlega við opnunarathöfn fyrir áburðarverksmiðju. Það er í fyrsta skipta skipti sem hann sést opinberlega í tuttugu daga.

Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir

Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð.

Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings

Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum.

Telja ógerning að virða tveggja metra reglu á flugvöllum

Forstjóri Heathrow-flugvallar telur „líkamlega ómögulegt“ að virða reglur um félagsforðun á flugvöllum. Flugvellir þurfi að grípa til skimana og farþegar þurfi að ganga með grímur þegar flugsamgöngur færast aftur í aukana.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hlutafjárútboð Icelandair, minni pestargangur og lækkun hótelgistingu í sumar er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Eldur í sumarbústað reyndist eldur í rusli

Slökkviliðsstjóri segir að slökkviliðsmenn hafi þegar haldið af stað á vettvang en á leið þeirra á staðinn og við nánari eftirgrennslan hafi komið í ljós að verið væri að brenna rusl og því ekki eins mikil hætta á ferðum og í fyrstu var talið.

Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega.

Mikið tjón á bílum eftir á­rekstur í Grinda­vík

Árekstur varð í Grindavík nú á fjórða tímanum en tveir bílar skullu saman á gatnamótum. Bílarnir eru báðir mikið skemmdir og þurfti að beita klippum til að opna dyr bílstjóramegin á öðrum bílnum.

Mikil­vægasta verk­efnið að verja af­komu fólks

„Aukin framlög og fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er ekki eingöngu nauðsynleg á næstunni heldur til framtíðar,“ skrifa Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í ávarpi í tilefni af Verkalýðsdeginum.

Alltaf áskoranir í löggæslu

Ofbeldismál eru meðal þeirra mála sem eru Höllu Bergþóru Björnsdóttur, nýjum lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, hugleikin. Hún á þó ekki von á að ráðast í miklar stefnubreytingar hjá embættinu.

Verðum að sýna þol­gæði til að komast í gegn um næstu mánuði

„Þó stærsta orrustan sé unnin í stríðinu þá er stríðinu langt í frá lokið. Eins og við þreytumst ekki á að minna á þá þurfum við að halda vöku okkar því hættan er sú að veiran blossi upp aftur og þá er eins gott að vera viðbúin og það ætlum við að vera.“

Talinn ítrekað lemja konuna sína en aldrei fengið refsingu

Dómstólar hafa hafnað kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um fjögurra vikna brottvísun karlmanns á Suðurnesjum af heimili sínu vegna gruns um heimilisofbeldi. Ástæðan er sú að konan vill endurtekið ekki að lögregla aðhafist neitt í málinu.

Einn greindist með Co­vid-19

Einn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Því hafa nú 1.798 greinst með veiruna hér á landi.

„Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og  nú“

Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis.

Lög­reglan í Ástralíu skaut á­rásar­mann til bana

Lögreglan í Vestur-Ástralíu skaut mann til bana eftir að hann stakk fjölda fólks með hníf í verslunarmiðstöð í bænum South Hedland í Pilbara héraðinu. Fimm slösuðust í árásinni og tveir þeirra eru alvarlega slasaðir.

Undir­­búa aukna að­­sókn í Há­­skóla Ís­lands

Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust.

Lög­reglu­menn fara í raf­ræna kröfu­göngu

Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. Því hefur verið blásið til rafrænnar kröfugöngu en ekki eru aðstæður til að halda kröfugöngu á staðnum líkt og tíðkast hefur.

Sjá næstu 50 fréttir