Fleiri fréttir

Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti.

Gular viðvaranir, rok, slydda og leysingar seinni partinn

Leiðindaveður verður víðast hvar á landinu í dag, vaxandi sunnan- og suðaustanátt og hvassviðri eða stormur síðdegis með talsverðri rigningu í eftirmiðdaginn, en þurrt á Norður- og Norðausturlandi fram á kvöld.

Heilsa Alberts Mónakófursta góð eftir smit

Furstinn af Mónakó, Albert II, fyrsti þjóðhöfðinginn til þess að greinast með kórónuveirusmit segist líða ágætlega nokkrum dögum eftir að hann greindist með veiru

Aðeins brýnustu skurðaðgerðirnar framkvæmdar

Skurðaðgerðum hefur fækkað verulega á Landspítalanum vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins eru nú gerðar brýnustu aðgerðirnar og er viðbúið að biðlistar verði orðnir langir þegar starfsemi spítalans kemst aftur í eðlilegt horf.

Bændur loka búum sínum

Íslenskir bændur eru farnir að loka búum sínum og vilja alls ekki utanaðkomandi heimsóknir vegna ástandsins í landinu.

Louis Vuitton ætla að gefa Frökkum 40 milljón grímur

Franski tískuvörurisinn LVMH, sem heldur til að mynda úti tískuvörumerkjunum Louis Vuitton og Christian Dior, hefur pantað fjörutíu milljón grímur frá birgjum sínum og er ætlunin að dreifa þeim í samvinnu við frönsk heilbrigðisyfirvöld.

Flestum flugferðum aflýst og sárafáir ferðamenn að koma

Sárafáir ferðamenn koma til landsins þessa dagana og segir ferðamálastjóri fjölda þeirra sem fara um Leifsstöð vera allt niður í fjórðung af því sem áður var. Hann vonar að landsmönnum sem ferðast innanlands fjölgi í sumar.

Tólf á Landspítalanum með COVID-19

Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild.

Djúp lægð nálgast landið

Búast má við suðvestanátt og kólnandi veðri í dag, víða verður strekkingsvindur og éljagangur þegar kemur fram á daginn en léttir til austanlands í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir