Fleiri fréttir

Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento.

Hyundai kynnir hugmyndabílinn Spádóm

Hyundai kynnti á þriðjudagsmorgunn hugmyndabílinn Prophecy sem þýðir spádómur, en hann sýnir spá Hyundai um hvað muni einkenna í megindráttum þróun í hönnun næstu kynslóða rafbíla frá fyrirtækinu.

Konan fundin heil á húfi

Konan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi er fundin heil á húfi.

Öllum verða tryggð laun í sótt­kví

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun.

150 skjálftar við Reykjanestá

Upp úr hádegi í dag jókst aftur virkni í jarðskjálftahrinu sem verið hefur í gangi nálægt Reykjanestá allt frá 15. febrúar.

Brúðkaup og tvær jarðarfarir á Selfossi

"Þar sem Djöflaeyjan rís" eftir Einar Kárasson er verk, sem Leikfélag Selfoss mun frumsýna föstudagskvöldið 6. mars. Um fimm tíu manns taka þátt í sýningunni á einn eða annan hátt.

Samninga­við­ræður Eflingar og borgarinnar í öng­stræti

Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tíu ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og er fjöldi smitaðra hér á landi því komin upp í tuttugu og sex manns. Seðlabankastjóri segir viðbúið að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa frá veirunni og mun Seðlabankinn tryggja lausafé bankanna til að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir.

Eiginkona Biden varði hann fyrir veganmótmælendum

Mótmælendur ruddust upp á sviðið þegar Joe Biden fagnaði góðu gengi í forvali Demókrataflokksins í gærkvöldi. Eiginkona hans steig á milli hans og mótmælendanna og hélt þeim frá honum með valdi.

Læknar halda sig frá samkomum

Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar.

Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050

Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki.

„Ekki eru öll kurl komin til grafar“

Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum.

Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts

„Þetta tók samtals tólf sekúndur,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, um leið og hann hafði lokið sér af við að maka handspritti á hendur sínar í pontu Alþingis.

Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands

Til stendur að vísa að minnsta kosti fimm barnafjölskyldum aftur til Grikklands vegna þess að þær njóta alþjóðlegrar verndar þar. Rauði krossinn á Íslandi telur óboðlegt að senda flóttafólk til Grikklands í ljósi ástandsins þar um þessar mundir.

Ítalir íhuga að loka skólum í tvær vikur

Stjórnvöld á Ítalíu íhuga nú að loka öllum skólum og háskólum um land allt næstu tvær vikurnar. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19.

Vill hefja kartöflurækt en á ekki fyrir útsæði

Utanríkisráðuneytið veitti á dögunum Creditinfo Group hf. tæplega 23 milljóna króna styrk til verkefnis í Vestur-Afríku sem snýst um að vinna lánshæfisgreiningar fyrir smáfyrirtæki og einyrkja í því skyni að bæta aðgengi eigenda þeirra að lánsfé.

Sjá næstu 50 fréttir