Fleiri fréttir

Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega

Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íslenskum dreng hefur tvisvar verið synjað um barnatryggingu hjá Verði af því að hann er of þungur. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.

Byggt í kringum Valhöll

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að heimila uppbyggingu íbúða- og skrifstofuhúsnæðis við Háaleitisbraut 1 í Reykjavík.

Harðar aðgerðir vegna ljósmyndarinnar örlagaríku

Stjórnendur kínverska flugfélagsins Air Guilin þurfa að taka á sig launalækkun eftir að ljósmynd af konu sem tekin var í flugstjórnarklefa flugvélar félagsins fór í mikla dreifingu á kínverskum samfélagsmiðlum.

Askja tekur formlega við Honda umboðinu

Bílaumboðið Askja tekur formlega við Honda umboðinu á Íslandi þann 8. nóvember. Askja tekur við umboðinu af Bernhard sem er í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhards. Fyrir er Askja með umboð fyrir Mercedes-Benz og Kia og nú bætist Honda við sem þriðja vörumerkið hjá fyrirtækinu.

Kviknaði í bíl í Vatnsmýrinni

Ökumaður fólksbíls í miðbænum varð var við það á öðrum tímanum í dag að bíllinn hans væri að hegða sér óeðlilega. Hann ók sem leið lá inn á bílastæðið við N1 við Njarðargötu en kviknað hafði í bíl hans.

Íslandi gert hátt undir höfði í nýrri HeForShe skýrslu

Íslandi er gert hátt undir höfði í nýrri ársskýrslu HeForShe hreyfingar UN Women. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er meðal tíu þjóðarleiðtoga sem eru sérstakir forsvarsmenn HeForShe. Í skýrslunni segir Guðni að kynjajafnrétti sé ekki aðeins grundvallar mannréttindi heldur undirstaða þess að byggja upp betra samfélag.

Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá

Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira.

Leggjast á eitt og safna fé til góðgerðarmála

Gott mál, góðgerðardagur Hagaskóla, verður haldinn á morgun. Nemendur safna peningum til styrktar Landvernd og Bjartri sýn. Dagurinn er haldinn í ellefta sinn og hafa fjölmörg málefni verið styrkt um rúmar tuttugu milljónir.

Demó­kratar fögnuðu sigri

Demókratar í Bandaríkjunum fögnuðu sigri í kosningum sem fram fóru í gær en kosið var um ríkisstjóra og þingmenn á nokkrum ríkisþingum landsins.

Lyklar virki alls staðar

Rafbílasamband Íslands er tilbúið að gefa eftir kröfu um að ekki þurfi aðgangslykla frá orkufyrirtækjum til að hlaða rafbíla í skiptum fyrir að lykill frá einu fyrirtæki virki á allar hleðslustöðvar.

Risagróðurhús þyrfti orku Blönduvirkjunar

Paradise Farm þarf raforku sem samsvarar hámarksafli Blönduvirkjunar ef áform um 500 þúsund fermetra gróðurhús verða að veruleika. Talsmaður segir að leggja þyrfti í miklar fjárfestingar til að flytja raforkuna að stöðinni.

Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni

Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni.

Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó

Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó.

Mælt fyrir frumvarpi um neyslurými í annað sinn

Landlæknir getur veitt sveitarfélagi leyfi til að stofna og reka neyslurými þar sem varsla og meðferð ávana- og fíkniefna er heimil, eða svo kölluð neyslurými, samkvæmt frumvarpi sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir í dag.

Lykilvitni breytir framburði sínum

Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega.

Sjá næstu 50 fréttir