Fleiri fréttir

Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins

Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann.

Gunnar Bragi hafði alla helgina til að skrifa minnihlutaálit

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu Miðflokksmanna að málsmeðferð utanríkismálanefndar vegna þriðja orkupakkans hafi verið óboðleg. Logi hrósar formanni nefndarinnar fyrir fagleg vinnubrögð.

Aldrei fleiri á hrakhólum innan eigin lands

Aldrei í sögunni hafa fleiri einstaklingar verið á hrakhólum innan eigin lands vegna átaka, ofbeldis og náttúruhamfara. Samkvæmt nýrri skýrslu voru 41,3 milljónir manna á vergangi í eigin landi um síðustu áramót.

Felicity Huffman játar sök fyrir dómi

Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, mun í dag játa sig seka í hinni svokölluðu háskólasvikamyllu en hún er ákærð fyrir að hafa greitt 15.000 Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur.

Sjö mánuðir fyrir brot gegn barni

Karlmaður hefur verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa látið stúlku, sem þá var 14 ára gömul, snerta getnaðarlim hans og fróa sér.

Blekktu fólk til að gefa upp lykilorð

Í síðustu viku tókst tölvuþrjóti að komast yfir notendanafn og lykilorð á heimabanka einstaklings með blekkingartali sínu en hann millifærði umtalsverða upphæð.

Elti fyrrverandi sambýliskonu uppi og hótaði henni lífláti er þau óku samsíða

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og hættubrot gegn fyrrverandi sambýliskonu hans og barnsmóður. Hótaði hann meðal annars konunni lífláti með því að draga fingur yfir háls sér á meðan hann horfði á hana, er þau óku samsíða á Langholtsvegi eftir að hann hafði ekið hana uppi.

Leik- og söngkonan Doris Day látin

Day var 97 ára gömul. Hún var þekktust fyrir leik og söng í söngleikjum og rómantískum gamanmyndum upp úr miðri síðustu öld.

Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur

Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors.

Grípa verður til aðgerða vegna metfjölda flóttamanna

Filippo Grandi flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna brýndi fyrir öryggisráðinu í síðustu viku að grípa til aðgerða vegna metfjölda vegalausra einstaklinga. Hann minnti þjóðarleiðtoga á að þeir gegni lykilhlutverki í því að bregðast við neyðarástandinu sem ríkir vegna flótta- og farandfólks, nú þegar hatursorðræða gegn því færist sífellt í aukana.

Segja bandarískar hersveitir enga ógn

Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran.

Fordæmir skipun formanns nefndar um lögreglueftirlit

Umdeildur ráðuneytisstarfsmaður gerður að formanni nefndar um eftirlit með lögreglu. Viðhafði niðrandi orð um borgara, félagasamtök og starfsmenn umboðsmanns Alþingis. Maðurinn var færður til í starfi vegna klögumála árið 2016.

Lenti flugvélinni án nefhjólsins

Enginn slasaðist við lendinguna en 82 farþegar og sjö áhafnarmeðlimir voru um borð í vélinni sem er af gerðinni Embraer-190.

Með haglabyssuna og skotfæri í ólæstum bíl

Meindýraeyðir í Norðurþingi hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa farið inn í Nettó á Húsavík og skilið bílinn eftir ólæstan en í framsætinu lá haglabyssa auk skotfæra. Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin.

Allt að 18 stiga hiti í kortunum

Í dag má búast við austlægri átt með vætu sunnan- og vestantil á landinu framan af degi en síðdegis lægir. Í kvöld snýst í suðlægari átt og styttir alveg upp.

Flott maíveður verður í vikunni

Að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, munu skilin sem eru nú á leið yfir landið reka kalda loftið endanlega á brott.

Áreitti ítrekað gesti staðarins

Starfsfólk veitingastaðar í miðborginni óskaði í gærkvöldi eftir aðstoð lögreglu vegna ölvaðs manns á staðnum.

Tugir mála ratað á borð lögreglunnar

Yfir 3.000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu hafa borist heimagistingarvakt ráðherra ferðamála. Tugir mála hafa endað með stjórnvaldssektum og tæp 60 mál hafa ratað á borð lögreglu.

Sjá næstu 50 fréttir