Fleiri fréttir

Ilmolíur ógna velferð dýra

Matvælastofnun (MAST) varar gæludýraeigendur við mikilli notkun ilmolía á heimilum þar sem þær geta verið skaðlegar dýrum og þá einkum og sér í lagi köttum. Mikilvægt er að gæludýraeigendur takmarki aðgang gæludýra að þeim.

Tuttugu sjúkrarúm tekin úr notkun

Tuttugu rúm á Landspítalanum hafa verið tekin úr notkun nýverið vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum, segir Jón Magnús Kristjánsson, bráðalæknir á Landspítalanum.

Flæddi inn í tvo kjallara

Starfsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu stóðu í ströngu langt fram eftir kvöldi við að hreinsa frá stífluðum niðurföllum á götum.

Trúa ekki á guð en vilja samt fermast öll saman

Ellefu prósent barna kjósa að fermast borgaralega. Embla Einarsdóttir er ein þeirra. Hún segist hafa ákveðið það því að fræðslan hjá Siðmennt muni nýtast henni betur. Tæplega 3.400 hafa fermst hjá Siðmennt frá því árið 1989.

Farage opinn fyrir því að greiða atkvæði um Brexit á ný

Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, er opinn fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Forsætisráðuneytið hafnar slíku og núverandi UKIP-liðar eru ósammála Farage. Stjórnarandstaðan hrifin af þessari afstöðu Farage.

Einfættur fangi fær ekki náðun

Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga.  

Rignir, bætir í vind og kólnar

Veðurstofan gerir ráð fyrir hvassviðri eða stormi austan megin á landinu, en að það verði strekkingur eða allhvasst vestantil.

Neyðarástand hjá foreldrum ungra barna

Langir biðlistar hjá dagforeldrum setja foreldra í mikinn vanda. Fækkun í stéttinni og manneklu hjá leikskólum um að kenna. Rebekka Júlía Magnúsdóttir hefur íhugað að segja upp vinnunni.

Langflestir styðja dánaraðstoð

Ný íslensk rannsókn sýnir að langflestir vilja geta óskað eftir dánaraðstoð fengju þeir ólæknandi eða illvígan sjúkdóm.

Heimatilbúið tímahrak við skipan dómaranna

Þingmaður Samfylkingarinnar telur að illa hafi verið staðið að verki frá upphafi við skipan átta héraðsdómara. Óheppilegt sé að settur ráðherra munnhöggvist við nefndina.

Vísbendingar um aðra kjarnorkutilraun

Gervinhnattamyndir sýna umtalsverðan námugröft við Punggye-ri, þar sem Norður-Kórea hefur sex sinnum sprengt kjarnorkuvopn, nú síðast í september.

Ætla að beita sér gegn Hezbollah

Bandaríkin segja Hezbollah vera hryðjuverkasamtök en þau eru studd af stjórnvöldum Íran. Þá eru samtökin einnig sögð vera orðin umsvifamikil í dreifingu og framleiðslu fíkniefna á heimsvísu.

Veittu Assange ríkisborgararétt

Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað.

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Ásakanir um sex nauðganir eru á meðal þess sem kemur fram í nafnlausum sögum um kynferðisbrot í íþróttaheiminum vegna metoo.

Sjá næstu 50 fréttir