Fleiri fréttir

Framkvæmdir fara fram þrátt fyrir hótun um málsókn

Hótun Varðmanna Víkurgarðs um málsókn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Landssímareitnum hefur ekki áhrif á framgang málsins. Þetta segir formaður borgarráðs. Fornleifafræðingur segir einstaklinga innan hópsins hafa ráðist að sér persónulega með afar niðrandi athugasemdum og framkomu.

Hjalti Úrsus kemur syni sínum til varnar með heimildarmynd

Aflraunamaðurinn Hjalti Úrsus Árnason hefur gefið út heimildarmynd þar sem hann fjallar um rannsókn lögreglu og dómsmál á hendur syni hans, Árna Hjaltasyni, sem á árinu var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps.

Karlar í þjóðkirkjunni standa með konum gegn ofbeldi

Hópur karlpresta og karldjákna í þjóðkirkjunni hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir heita því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja konum öryggi í þjóðkirkjunni og annars staðar þar sem þeir hafa völd eða áhrif.

Valdarán í Luhansk

Þrettán hafa fallið í bardögum á milli hers Úkraínu og aðskilnaðarsinna.

Mnangagwa sver embættiseið

Emmerson Mnangagwa tekur við embættinu af Robert Mugabe sem sagði af sér í gær eftir að hafa verið bolað úr embætti.

Ber Braga þungum sökum

Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán.

Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum

Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð.

Búið að úrskurða í öllum kærum varðandi nýjan þjóðveg

Búið er að úrskurða úr í öllum kærum varðandi nýjan þjóðveg yfir Hornafjarðarfljót. Þar á meðal kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun bæjarstjórnar Hornafjarðar frá 1. desember 2016 um að veita framkvæmdaleyfi vegna Hringvegar milli Hólms og Dynjanda.

Munu ekki greina frá nöfnum gerendanna

Birting nafna gerenda er ekki markmið herferðar stjórnmálakvenna segir Heiða Björg Hilmisdóttir, forsprakki hópsins. Konur hafa líkt og karlmenn tekið þátt í þöggun um kynferðisbrot innan stjórnmálaflokka og líta í eigin barm.

Viðræður færast inn í flokkana

Viðræður um myndun ríkisstjórnar munu dragast framyfir helgi. Stefnt er að því að málefnavinnunni ljúki um helgina og verkaskipting milli stjórnmálaflokkanna þriggja verði látin bíða jafnvel fram í næstu viku.

Sjá næstu 50 fréttir