Lokuð inni á kaffihúsi við Oxford Street í rúman klukkutíma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 19:11 Hermann og dætur hans, Marta Björg og Halldóra, voru alsæl að komast út af kaffihúsinu eftir að hafa verið lokuð þar inni í rúman klukkutíma. Hermann Einarsson var staddur á kaffihúsi skammt frá Oxford Street í London þegar mikil skelfing greip um sig á svæðinu upp úr klukkan 16:30 í dag þar sem fregnir bárust af því að skotum hefði verið hleypt af á verslunargötunni. Vísir náði tali af Hermanni um klukkutíma eftir að lögreglunni barst fyrst tilkynning um málið. Hann var þá læstur inni á kaffihúsinu ásamt dætrum sínum sem hann er með í London en kaffihúsið er í hliðargötu frá Oxford Street. Skömmu eftir að Vísir ræddi við hann var byrjað að hleypa fólki aftur út en þegar hann var beðinn um að lýsa andrúmsloftinu fyrst eftir að fregnir um skothvelli bárust sagði hann: „Það fór allt í panikk og öllum var hrúgað niður í kjallara. En núna eru allir bara rólegir og bíða eftir að komast út.“ Hann sagði panikk-ástandið hafa varað í um hálftíma en að starfsfólk kaffihússins hefði staðið sig frábærlega. Skömmu eftir að Vísir ræddi við Hermann voru hann og dætur hans komin út. Lögreglan í London var með mikinn viðbúnað á Oxford Street og þá aðallega við neðanjarðarlestarstöðina Oxford Circus. Lögreglunni bárust fjöldi tilkynninga um skothvelli og miðaðist viðbúnaður lögreglunnar við það að um mögulega hryðjuverkaárás væri að ræða. Mikil skelfing greip um sig á svæðinu og fólk flúði í burt frá neðanjarðarlestarstöðinni og flúði inn í verslanir þar sem lögreglan sagði því að halda kyrru fyrir. Í dag er Svartur föstudagur, einn stærsti verslunardagur ársins, þar sem verslanir bjóða ríflegan afslátt af hinum ýmsu vörum. Það var því mikið af fólki á Oxford Street síðdegis í dag enda aðalverslunargatan í London. Skömmu eftir klukkan 18, um einum og hálfum tíma eftir að fyrstu tilkynningar bárust um málið,var dregið úr viðbúnaði lögreglu. Engar sannanir eru fram komnar um það að skotum hafi verið hleypt af. Tengdar fréttir Lögreglan í London með viðbúnað við Oxford Circus Lögreglan í London (British Transport Police) er nú með viðbúnað við neðanjarðarlestarstöðina Oxford Circus í miðborg London vegna ótilgreinds atviks. 24. nóvember 2017 17:18 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Sjá meira
Hermann Einarsson var staddur á kaffihúsi skammt frá Oxford Street í London þegar mikil skelfing greip um sig á svæðinu upp úr klukkan 16:30 í dag þar sem fregnir bárust af því að skotum hefði verið hleypt af á verslunargötunni. Vísir náði tali af Hermanni um klukkutíma eftir að lögreglunni barst fyrst tilkynning um málið. Hann var þá læstur inni á kaffihúsinu ásamt dætrum sínum sem hann er með í London en kaffihúsið er í hliðargötu frá Oxford Street. Skömmu eftir að Vísir ræddi við hann var byrjað að hleypa fólki aftur út en þegar hann var beðinn um að lýsa andrúmsloftinu fyrst eftir að fregnir um skothvelli bárust sagði hann: „Það fór allt í panikk og öllum var hrúgað niður í kjallara. En núna eru allir bara rólegir og bíða eftir að komast út.“ Hann sagði panikk-ástandið hafa varað í um hálftíma en að starfsfólk kaffihússins hefði staðið sig frábærlega. Skömmu eftir að Vísir ræddi við Hermann voru hann og dætur hans komin út. Lögreglan í London var með mikinn viðbúnað á Oxford Street og þá aðallega við neðanjarðarlestarstöðina Oxford Circus. Lögreglunni bárust fjöldi tilkynninga um skothvelli og miðaðist viðbúnaður lögreglunnar við það að um mögulega hryðjuverkaárás væri að ræða. Mikil skelfing greip um sig á svæðinu og fólk flúði í burt frá neðanjarðarlestarstöðinni og flúði inn í verslanir þar sem lögreglan sagði því að halda kyrru fyrir. Í dag er Svartur föstudagur, einn stærsti verslunardagur ársins, þar sem verslanir bjóða ríflegan afslátt af hinum ýmsu vörum. Það var því mikið af fólki á Oxford Street síðdegis í dag enda aðalverslunargatan í London. Skömmu eftir klukkan 18, um einum og hálfum tíma eftir að fyrstu tilkynningar bárust um málið,var dregið úr viðbúnaði lögreglu. Engar sannanir eru fram komnar um það að skotum hafi verið hleypt af.
Tengdar fréttir Lögreglan í London með viðbúnað við Oxford Circus Lögreglan í London (British Transport Police) er nú með viðbúnað við neðanjarðarlestarstöðina Oxford Circus í miðborg London vegna ótilgreinds atviks. 24. nóvember 2017 17:18 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Sjá meira
Lögreglan í London með viðbúnað við Oxford Circus Lögreglan í London (British Transport Police) er nú með viðbúnað við neðanjarðarlestarstöðina Oxford Circus í miðborg London vegna ótilgreinds atviks. 24. nóvember 2017 17:18