Fleiri fréttir

Colin Powell styður Hillary Clinton

Colin Powell bætist þar með í fjölmennan hóp nafntogaðra Repúblikana sem hafa greint frá því að þeir muni ekki styðja Donald Trump í komandi kosningum.

Útiloka tilbúnar náttúrulaugar

Vinnuhópur Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja um baðstaði í náttúrunni hefur kveðið upp úr um að ekki sé hægt að búa til svokallaða náttúrulaug.

Hvalir fá ekki griðasvæði

Tillaga um griðasvæði fyrir hvali í Suður-Atlantshafi var felld í Alþjóðahvalveiðiráðinu í gær.

HS Veitur vissu af misferli

Hæstiréttur hefur dæmt öryggistrúnaðarmann HS Veitna í fimmtán mánaða fangelsi fyrir fíkniefnamisferli.

Hjólaði 200 kílómetra til þess að kjósa

Jón lagði af stað fjögur um morgun til þess að ná fyrir lokun. Hann hvetur alla til þess að nýta kosningaréttinn. Í sumar hjólaði hann strandvegi Íslands og reiknar með að synda kringum landið næstu sumur.

Ósammála um uppboð kvóta

Eva Baldursdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, gagnrýnir orð Páls Vals Björnssonar í Fréttablaðinu í gær þess efnis að huga ætti að uppboði strand- og byggðakvóta.

Skjálftavirkni gæti örvast

Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins Ölfuss var í gær kynnt skýrsla frá Orku náttúrunnar vegna frummats á jarðskjálftahættu vegna niðurdælingar í holur HE-23, 25 og 38 á Skarðsmýrarfjalli.

Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni

Kosningabaráttan er á lokametrunum. Framboð til Alþingis leitast við að auglýsa á samfélagsmiðlum sökum þess hve dýr hefðbundin kosningabarátta er. Myndir og myndbönd hafa vakið mikla athygli á Facebook.

Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu

Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi.

Ástandið sé óbærilegt fyrir íbúa og rútubílstjóra

Ástandið í miðbænum er óbærilegt bæði fyrir íbúa og rútubílstjóra að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hópferðabílstjórar hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu af hálfu nágranna hótela í miðborginni. Skipaður hefur verið starfshópur til að bregðast við málinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Tveir liggja á gjörgæslu og sautján slösuðust eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi í morgun þegar rúta með erlendum ferðamönnum lenti utan vegar og valt. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Lýstu yfir vilja til að nýta forkaupsrétt

Þingvallanefnd mun óska eftir því að Forsætisráðuneytið skoði feril málsins varðandi Valhallarstíg nyrðri 7 og möguleika á fjármögnun á kaupum lóðarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir