Fleiri fréttir

Mikil notkun samfélagsmiðla gerir ungar stúlkur þunglyndar

Vaxandi vandamál er meðal stelpna í 8-10 bekk vegna kvíða og þunglyndis. Ástæðuna er hægt að rekja til mikillar notkunar samfélagsmiðla. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann sinn og eru þá vakandi heilu næturnar.

Gagnrýna vinnubrögð við vindorkugarð

Íbúar í Þykkvabænum eru langþreyttir á hugmyndum Biokraft um að reisa þrettán vindmyllur nærri þéttbýlinu. Vindmyllurnar eru á hæð við tvo Hallgrímskirkjuturna. Lög um rammaáætlun ná ekki yfir vindorkugarða.

Hert á heimildum til hlerana

Ábyrgð ríkissaksóknara við eftirlit með símhlerunum eykst samkvæmt lagabreytingu. Hæstaréttarlögmaður fagnar breytingunum. Dómstólar veittu lögreglu 726 sinnum heimild til hlerana á árunum 2009 til 2013.

Stjórnvöld dragbítur á eðlilega þróun

Stjórnvöld verða að gyrða sig í brók og marka stefnu í uppbyggingu ferðaþjónustu til lengri tíma. Spár um fjölgun ferðamanna hafa einkennst af skammsýni sem gæti reynst dýrkeypt. Gríðarleg uppbygging er í farvatninu hjá WOW air, ful

Tveggja flokka stjórn væri ekki möguleg

Sjö flokkar næðu kjörnum mönnum á Alþingi samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Ekki væri hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Stjórnmálafræðingur segir allmikil tíðindi felast í könnuninn

Miðbæjarhótel tryggja sig í Aðalstræti

„Við erum að tryggja okkar rekstur til framtíðar,“ segir Kristófer Oliversson, eigandi Miðbæjarhótela, sem samið hafa um kaup á hluta af Aðalstræti 6 og 8 í Reykjavík.

Matvörurnar bornar heim í Nirvana bol

Verkefnið Plastpokalaus Hornafjörður snýst um að útrýma plastpokanotkun í sveitarfélaginu. Í stað þess að raða vörunum í hefðbundinn plastpoka raða bæjarbúar nú í gamla Nirvana- og Decode-boli sem saumaðir eru á staðnum.

Reynt að bjarga friðarsamkomulagi

Hvorki Santos Kólumbíuforseti né Timochenko, leiðtogi skæruliðahreyfingarinnar FARC, virðast hafa mikinn áhuga á að hefja hernað á ný, þótt friðarsamkomulag hafi verið fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillögur hafa þegar komið fra

Snýr við hlutverkum flokkanna

Theresa May, leiðtogi Íhaldsflokksins, vill snúa við hlutverkum stóru flokkanna. Verkamannaflokkurinn sé orðinn „illkvittni flokkurinn“ en Íhaldsflokkurinn eigi að snúa sér að því að „styðja þá sem veikburða eru og rísa gegn þeim sem völdin hafa“.

Farage getur ekki hætt

Nigel Farage ætlar að vera bráðabirgðaformaður breska UKIP-flokksins þangað til nýr leiðtogi verður kosinn.

Tíu mögur ár framundan

Eftir 20 ára góðæristímabil í Noregi stefnir nú í að minnsta kosti tíu mögur ár, að því er Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, greinir frá

Guterres næsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna

Antonio Guterres fyrrverandi forsætisráðherra Portúgal verður næsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Þetta var staðfest á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag en formleg atkvæðagreiðsla um fer þó ekki fram fyrr en á morgun.

Þokast í átt að samkomulagi um þinglok

Fundi leiðtoga stjórnarandstöðunnar með þeim Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra lauk núna á ellefta tímanum.

Keyrði næstum því á fimm ára dreng: „Ég náði að stoppa í tíma“

Betur fór en á horfðist hjá Guðrúnu Daníelsdóttur og fimm ára dreng í gær þegar Guðrún var næstum því búin að keyra á drenginn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deilir Facebook-færslu Guðrúnar á síðu sinni í dag með leyfi hennar þar sem lögreglan telur hana eiga erindi við alla.

Varar kjósendur við lélegum eftirlíkingum: „Þetta var nú bara til gamans gert“

Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður skýtur á Bjarta framtíð í færslu á Facebook-síðu sinni í dag en þar segist hann hafa orðið var við að óprúttnir keppinautar Viðreisnar hafi gert tilraun til að stela einkennisorðum flokksins sem eru „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“

Erfiðast að horfa á maka sinn hverfa

Kristín Þórsdóttir, eiginkona Kristjáns Björns Tryggvasonar, sem hefur ákveðið að hætta í meðferðum við heilakrabbameini finnst særandi þegar fólk talar um að þau séu hætt að berjast fyrir lífi hans. Þau standi frammi fyrir erfiðu vali sem þau óska engum að standa frammi fyrir. Meðferðirnar hafi verið átakanlegar og nú sé sjúkdómurinn á lokastigi.

Algengt að læknar vísi á sjálfan sig

Rúmlega helmingur lækna á Landspítalanum er í hlutastarfi. Landlæknir telur að það sé algengt að þeir læknar vísi sjúklingum sínum á spítalanum til sín á einkastofu. Það sé ekki í lagi og að bregðast þurfi við.

Sjá næstu 50 fréttir