Fleiri fréttir

Veiðimenn fá að nota hljóðdeyfa á rifflana

Hljóðdeyfar draga úr líkum á heyrnarskemmdum og minnka truflun hjá öðru útivistarfólki. Mjög mikilvægt er að minnka hávaðann segir formaður Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum. Skotveiðimenn segjast mjög ánægðir.

Börnin léku sér í myglu

Börn í leikskólanum Tröllaborg á Hofsósi léku sér um stund í myglu í húsnæði leikskólans. Myglan einskorðaðist við háaloft hússins og að loknum þrifum og þéttingu á loftlúgu kom í ljós að myglugró í leikstofum barna voru ekki til staðar.

Milljónum manna sagt að forða sér

Íbúar á austurströnd Flórída, Georgíu og Suður-Karólínu í Bandaríkjunum voru í gær að búa sig undir hrikalegar hamfarir þegar fellibylurinn Matthías kemur þangað.

Heilbrigðisþjónustan of dýr fyrir notendur

Formenn fjögurra flokka sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að heilbrigðismál verði eitt stærsta kosningamálið. Menntamál, málefni innflytjenda, lífeyrissjóðirnir og samfélagsbankar eru líka ofarlega á baugi.

Konur fimm prósent af greiðendum meðlags

Elsti meðlagsgreiðandi landsins er níræður. Einnig er barn meðlagsskylt samkvæmt gögnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Karlar eru 95 prósent þeirra sem greiða meðlag. Jafnréttisstýra segir sterka stöðu kvenna hafa kostað mikla barátt

Samfélagsmiðlar ýta undir kvíða

Augljós tengsl eru á milli lítils svefns og mikillar notkunar á samfélagsmiðlum og kvíða og þunglyndi hjá stúlkum í 8.-10. bekk. Stúlkum sem eru meira en sex tíma á dag á samfélagsmiðlum fjölgar.

Leitað að vonarglætu í ófriðvænlegum heimi

Friðarverðlaun Nóbels verða afhent í dag í 97. sinn. Að þessu sinni hafa 376 ­tilnefningar borist norsku Nóbelsnefndinni, fleiri en nokkru sinni. Þeirra á meðal er enginn annar en Donald Trump en einnig aðrir sem þykja líklegri.

Þolendur ofbeldis fá samhæfðari hjálp

Þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis verður opnuð við Bústaðaveg í Reykjavík á næstunni. Í gær skrifuðu níu samstarfsaðilar um verkefnið undir viljayfirlýsingu þess efnis en miðstöðin hefur hlotið nafnið Bjarkahlíð.

Sætir rannsókn vegna gruns um peningaþvætti

Fyrrverandi starfsmaður Svíþjóðardemókrata, sem kallar sig Egor Putilov, mun sæta rannsókn vegna gruns um peningaþvætti. Fasteignaviðskipti hans við dæmdan rússneskan kaupsýslumann hafa verið kærð til efnahagsbrotadeildar sænsku lögreglunnar.

Ræða hvers vegna samningurinn var felldur

„Við erum að fara yfir hvernig þetta leit út þegar við kusum um síðasta samning. Hvað var verið að fella. hvað var gott, hvað er vont og hvað má bæta. Við erum að taka púlsinn á fólkinu okkar,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.

Írar vilja að landamærin verði opin áfram

Írska ríkisstjórnin hyggst fara fram á samningaviðræður við Evrópusambandið um að landamærunum að Norður-Írlandi verði áfram haldið opnum eftir að Bretland hefur formlega yfirgefið Evrópusambandið.

Framsóknarstimpillinn hvarf úr sendiráðinu í Kaupmannahöfn

Stimpill Framsóknarflokksins sem notaður er í utankjörfundaratkvæðagreiðslu í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn er horfinn. Ekki er vitað hvenær stimpillinn hvarf en að sögn Urðar Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúar utanríkisráðuneytisins uppgötvaðist það í morgun að stimpillinn væri horfinn.

Þingkonum boðið í BDSM partý í Reykjavík um helgina

Þingkonum hefur borist tölvupóstur þar sem þeim er boðið að eiga kynlíf með einum eða fleirum á leynilegum stað í Reykjavík næst komandi laugardag. Skipuleggjendur fullyrða að mannfagnaður sem þessi hafi farið fram í Reykjavík á síðasta ári.

Varar við gereyðingu Aleppo

Bashar al Assad, forseti Sýrlands, hefur heitið uppreisnar- og vígamönnum friðhelgi ef þeir yfirgefa borgina.

Segir gríðarlega spillingu innan norska barnaverndarkerfisins

Erna Ingólfsdóttir sem heldur úti Facebook-síðu og stendur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að hafa afskipti af barnaverndarmálum í Noregi kveðst vita af 25 íslenskum fjölskyldum sem hafa misst börnin sín til barnaverndar í Noregi.

Vill leyfa „að minnsta kosti flestar tegundir fíkniefna“

„Það er löngu kominn tími til að þjóðir heims vakni og átti sig á því að stefnan sem fylgt hefur verið á þessu sviði er bara eins konar helstefna með glæpum og mannfórnum sem unnt er að draga úr svo um munar,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Fellibylurinn Matthew æðir nú í átt að ströndum Flórída og skilur eftir sig slóð eyðileggingar - milljónum manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín.

Nýtt öryggisskilti sett upp í Reynisfjöru

Nýja skiltið kemur í kjölfar vinnu við áhættumat eftir að banaslys varð í Reynisfjöru þann 10. febrúar síðastliðinn þegar erlendur ferðamaður drukknaði þar.

Merkel gagnrýnir Brexit-áætlanir May

Þýskalandskanslari segir að ESB verði að standa vörð um það að frjálst flæði verkafólks sé órjúfanlegur hluti hins sameiginlega markaðar.

Sjá næstu 50 fréttir