Vill leyfa „að minnsta kosti flestar tegundir fíkniefna“ Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2016 18:54 Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari. Vísir/GVA Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir að réttast væri að „leyfa að minnsta kosti flestar tegundir fíkniefna.“ Hann segir skelfilegt að sjá hvernig þjóðir heimsins hafi fengist við þann vanda sem vissulega fylgi notkun manna á fíkniefnum í áratugi. Hins vegar fylgi margskonar böl opinberri bannstefnu gegn fíkniefnunum. „Haldið er lífi í undirheimum þar sem glæpir þrífast og löggæslan ræður ekkert við. Ungmenni sem leiðast út í neyslu verða fórnarlömb glæpamanna. Þau fjármagna neysluna með glæpum og vændi. Efnin sem dreift er geta verið stórhættuleg meðal annars vegna þess að stundum er reynt að drýgja þau með íblöndun annarra efna. Og árangurinn af þessari skelfilegu stefnu er auðvitað enginn. Efnin flæða yfir á Vesturlöndum sem aldrei fyrr og yfirvöldin ráða ekkert við vandann,“ skrifar Jón Steinar í grein á vef Pressunnar. Hann segir frá því að hann hafi að undanförnu verið að horfa á þættina Narcos, sem eru leiknir þættir um raunverulega framvindu mála í Kólumbíu. Jón Steinar sá einnig Eiðinn nýverið. „Í henni er dregin upp sannferðug mynd af því brjálæði sem bannstefnan leiðir af sér. Óhætt er að hvetja fólk til að sjá þessa kvikmynd. Síðan ætti það að velta því fyrir sér hvort svona atburðir sem lýst er í myndinni myndu gerast í annars konar lagaumhverfi.“ Jón Steinar er þeirrar skoðunar að þjóðir heimsins ættu að breyta „þeirri stefnu mannfórna sem þær flestar fylgja í þessum málaflokki“. Réttar væri að leyfa að minnsta kosti flestar tegundir fíkniefna. „Efnin yrðu þá framleidd undir vörumerkjum og dreift á almennum markaði eins og áfengið. Það er líka löngu sannað að þeir sem lenda í erfiðleikum vegna neyslu efnanna eiga sér miklu meiri von um bata með samskonar aðferðum og dugað hafa áfengissjúklingum, það er að fara í meðferð til að læra að skilja vanmátt sinn gagnvart þessum efnum og læra að taka ábyrgð á eigin lífi.“ Þá myndi breytt stefna kippa fótunum undan starfsemi glæpamanna sem nærist á banninu og undirheimagróskunni sem það leiði af sér. „Það er löngu kominn tími til að þjóðir heims vakni og átti sig á því að stefnan sem fylgt hefur verið á þessu sviði er bara eins konar helstefna með glæpum og mannfórnum sem unnt er að draga úr svo um munar.“ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir að réttast væri að „leyfa að minnsta kosti flestar tegundir fíkniefna.“ Hann segir skelfilegt að sjá hvernig þjóðir heimsins hafi fengist við þann vanda sem vissulega fylgi notkun manna á fíkniefnum í áratugi. Hins vegar fylgi margskonar böl opinberri bannstefnu gegn fíkniefnunum. „Haldið er lífi í undirheimum þar sem glæpir þrífast og löggæslan ræður ekkert við. Ungmenni sem leiðast út í neyslu verða fórnarlömb glæpamanna. Þau fjármagna neysluna með glæpum og vændi. Efnin sem dreift er geta verið stórhættuleg meðal annars vegna þess að stundum er reynt að drýgja þau með íblöndun annarra efna. Og árangurinn af þessari skelfilegu stefnu er auðvitað enginn. Efnin flæða yfir á Vesturlöndum sem aldrei fyrr og yfirvöldin ráða ekkert við vandann,“ skrifar Jón Steinar í grein á vef Pressunnar. Hann segir frá því að hann hafi að undanförnu verið að horfa á þættina Narcos, sem eru leiknir þættir um raunverulega framvindu mála í Kólumbíu. Jón Steinar sá einnig Eiðinn nýverið. „Í henni er dregin upp sannferðug mynd af því brjálæði sem bannstefnan leiðir af sér. Óhætt er að hvetja fólk til að sjá þessa kvikmynd. Síðan ætti það að velta því fyrir sér hvort svona atburðir sem lýst er í myndinni myndu gerast í annars konar lagaumhverfi.“ Jón Steinar er þeirrar skoðunar að þjóðir heimsins ættu að breyta „þeirri stefnu mannfórna sem þær flestar fylgja í þessum málaflokki“. Réttar væri að leyfa að minnsta kosti flestar tegundir fíkniefna. „Efnin yrðu þá framleidd undir vörumerkjum og dreift á almennum markaði eins og áfengið. Það er líka löngu sannað að þeir sem lenda í erfiðleikum vegna neyslu efnanna eiga sér miklu meiri von um bata með samskonar aðferðum og dugað hafa áfengissjúklingum, það er að fara í meðferð til að læra að skilja vanmátt sinn gagnvart þessum efnum og læra að taka ábyrgð á eigin lífi.“ Þá myndi breytt stefna kippa fótunum undan starfsemi glæpamanna sem nærist á banninu og undirheimagróskunni sem það leiði af sér. „Það er löngu kominn tími til að þjóðir heims vakni og átti sig á því að stefnan sem fylgt hefur verið á þessu sviði er bara eins konar helstefna með glæpum og mannfórnum sem unnt er að draga úr svo um munar.“
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira