Fleiri fréttir

Nærri 80 fórnarlömb vilja sanngirnisbætur

Stefnt er að því að niðurstaða um bótagreiðslur til fyrrverandi nemenda Landakotsskóla og nemenda Heyrnleysingjaskólans fyrir 1947 og eftir 1992 vegna illrar meðferðar liggi fyrir í ágúst.

Embættismenn fá 7,15 prósent hækkun

Laun forsætisráðherra hækka um tæpar 109 þúsund krónur á mánuði en laun ráðuneytisstjóra hans eru þó orðin hærri eða ríflega 1,8 milljónir. Kjararáð lítur til ákvæðis í gerðardómi um laun félaga í BHM í ágúst í fyrra.

Hörð barátta framundan um formennsku í breska Íhaldsflokknum

Veðbankar töldu þingmanninn og Brexit-sinnann Boris Johnson líklegastan en er Johnson tilkynnti um ákvörðun sína í gær sagði hann að næsti leiðtogi íhaldsmanna myndi þurfa að sameina flokksmenn og tryggja stöðu Bretlands í heiminum.

Íslenskir safnarar í sjokki eftir svik þekkts uppboðshaldara

Danskur uppboðshaldari, Thomas Høiland, bíður dóms fyrir tilraun til að selja falsað eintak af Hugsuðinum eftir Auguste Rodin. Thomas hefur keypt af og selt fyrir íslenska safnara um áratugaskeið. Málið er áfall fyrir safnara hérlendis.

Samkynhneigð hjónabönd ekki brot á trúfrelsi

Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er bent á í dómsúrskurðinum að ekkert hindri þá sem eru mótfallnir hjónavígslum samkynhneigðra í þjóðkirkjunni að segja sig úr henni og iðka trú sína annars staðar.

Hallar verulega á karla í HA

HA hyggst rýna nánar í þessa kynjaskiptingu og leitar nú úrræða til að jafna hlutföllin. Taka eigi þátt í rannsóknarverkefnum með styrk úr Jafnréttissjóði.

Guðni Th. kíkti í VIP-herbergið í Nice

Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti áréttar í færslu á Facebook-síðu sinni að hann geti verið á meðal almennra stuðningsmanna íslenska landsliðsins í stúkunni á EM vegna þess að hann sé ekki enn búinn að taka við embætti.

Lyfjafyrirtæki greiddu 139 milljónir til lækna og kínískra rannsókna

Formaður Læknafélags Íslands segir ekkert athugavert við að heilbrigðisstarfsfólk þiggi þóknanir frá lyfjafyrirtækjum en á síðasta ári numu slíkar greiðslur 139 milljónum króna. Í dag birtu lyfjafyrirtæki öll samskipti sín við einstaklinga og stofnanir innnan heilbrigðisgeirans, en það í fyrsta sinn sem slíkt er gert.

Yfir 200 manns verða viðstaddir innsetningarathöfn nýs forseta

Mánuður er síðan undirbúningur fyrir innsetningu nýs forseta lýðveldisins hófst í forsætisráðuneytinu en Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður settur inn í embætti við hátíðlega athöfn á Alþingi þann 1. ágúst næstkomandi.

May og Gove taka slaginn

Tveir af helstu þungavigtarmönnum Íhaldsflokksins bjóða sig fram í formannskjöri flokksins.

Sjá næstu 50 fréttir