Fleiri fréttir

Sjálfstæðismenn og Píratar eru jafnir

Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru stærstu flokkarnir. Vinstri græn með fjórtán prósenta fylgi. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn jafnstórir. Prófessor í stjórnmálafræði segir greinilegt að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vins

Mörg andlát fyrir mistök

Mistök heilbrigðisstarfsfólks eru nú þriðja algengasta dánarorsökin í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn, sem birt var í læknatímaritinu BMJ í gær.

Panamaskjölin gætu skaðað framboð Ólafs Ragnars

Eva Heiða Önnudóttir nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir líklegt að tenging Dorrit Moussaieff við aflandsfélög í skattaskjólum muni gera það að verkum að það verði erfitt fyrir Ólaf Ragnar Grímsson að auka fylgi sitt í aðdraganda forsetakosninga.

Vill leggja fram vantrauststillögu á Bjarna út af félögum í skattaskjóli

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir varaformaður þingflokks vinstri grænna vill að stjórnarandstaðan sameinist um vantrauststillögu á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út af tengslum hans og fjölskyldu hans við félög í skattaskjólum. Faðir Bjarni stofnaði fyrirtæki á Tortólu í gegnum panömsku lögfræðistofuna Mossack Fonseca.

Tveir túrar yfir 3.000 tonnum

Skip Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, Beitir NK, hefur eftir tvær síðustu veiðiferðir landað um og yfir þrjú þúsund tonnum af kolmunna á Seyðisfirði.

Umdeilt skattahagræði auðmanna í Bretlandi

Erlendir einstaklingar með háar fjármagnstekjur hafa mestan hag af því að skrá sig með þeim hætti sem forsetafrúin Dorrit Moussaieff hefur gert í Bretlandi, segir Jakob Jakobsson skattalögfræðingur.

Síður inngrip hjá þeim sem fæða heima

Fyrsta íslenska rannsóknin um heimafæðingar hefur litið dagsins ljós. Berglind Hálfdánsdóttir bar saman fæðingar á sjúkrahúsum og í heimahúsi í doktorsverkefni sínu. Segir að það mætti bjóða konum í meiri mæli upp á fæðingarþ

Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns

Landvernd hefur skrifað forsætisráðherra og skorað á ríkisstjórn hans að bregðast við skuggalegu ástandi lífríkis Mývatns. Náttúran skuli njóta vafans og sveitarfélagið aðstoðað við þær aðgerðir sem í mannlegu valdi standa

Yfir 6.000 jarðskjálftar frá goslokum

Jarðskjálftar í og við Bárðarbungu eru tíðir og margir all stórir. Tíðni þeirra hefur aukist frá haustdögum. Vísindamenn fylgjast grannt með og í undirbúningi er að setja upp mælitæki á fjallinu. Sagan kennir að næstu ár gæti B

Trump er einn eftir

Nú þegar bæði Ted Cruz og John Kasich hafa dregið sig í hlé í slag repúblikana virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Donalds Trump. Bernie Sanders ætlar hins vegar að berjast áfram gegn Hillary Clinton, þótt hún þyki eiga sigurinn ví

Vilja ekki fólk í gámum

Húsnæðisskortur er í Vík í Mýrdal vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og bæjarbúa. Sveitarfélagið hafnar beiðni rekstraraðila í Vík um að reisa gáma fyrir starfsfólk sitt. Þá hefur verið ákveðið að stöðva útgáfu Airbnb-leyf

Píratar höfnuðu tillögu sem hefði opnað á Uber

Píratar felldu tillögu í kosningakerfi sínu um að leyfa skuli akstur leigubifreiðar sem hlutastarf og að felldar skuli úr gildi takmarkanir á fjölda leigubíla. Þetta þýðir að Píratar hafa í raun lagst gegn starfsemi Uber á Íslandi.

Ólafur og Dorrit skráð hjá Þjóðskrá að þau hafi slitið samvistum

Skilyrði þess að hjón hafi lögheimili á sitt hvorum staðnum er að þau séu skráð þannig að þau hafi slitið samvistum. Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson eru skráð með þessum hætti hjá Þjóðskrá Íslands. Þrjú hundruð íslensk hjón eru í sömu sporum.

Þessi mynd er of dónaleg fyrir Facebook

Facebook bannaði góðgerðarsamtökunum Göngum saman að auglýsa fjáröflunargöngu sína eftir að samtökin notuðu þessa mynd. Á bolunum má sjá teiknaða mynd af geirvörtum kvenmanna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Hefjast klukkan 18:30 í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni dagskrá á fréttavefnum Vísi.

Sjá næstu 50 fréttir