Fleiri fréttir

Uppnám á vinnumarkaði ef allir elta gerðardóm

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir uppnám blasa við á vinnumarkaði ef öll verkalýðsfélög á landinu ætla að elta niðurstöðu gerðardóms. Hann vonast til þess að hægt verði að kalla SALEK hópinn saman á ný og fresta boðuðum verkfallsaðgerðum.

„Hér eftir þarf ég alltaf að horfa mér um öxl“

Hollenska konan, sem dæmd var í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í síðustu viku, segir að þung refsing, í ljósi samvinnu hennar við yfirvöld, geti komið í veg fyrir að burðardýr gefi mikilvægar upplýsingar í fíkniefnamálum. Mirjam sýndi mikinn samstarfsvilja við rannsókn málsins en óttast nú um líf sitt.

Talibanar hörfa frá Kunduz

Afganski stjórnarherinn hefur hrakið herlið Talibana frá borginni Kunduz í norður-Afganistan

Samfélagsleg ábyrgð í Vík

Ísland í dag sækir Mýrdalshrepp heim í kvöld og kannar hvaða áhrif náttúran og aukinn ferðamannastraumur hefur haft áhrif á hreppinn og fræðist um samfélagslega ábyrgð íbúa í Vík.

Fríkirkjan opin öllum trú- og lífsskoðanafélögum

„Ég held að ég sé fyrsti forstöðumaður trúfélags sem fór að tala fyrir því að Siðmennt fengi stöðu á við önnur trúfélög og Fríkirkjan hefur alltaf verið þeim opin,“ segir Hjörtur Magni Jóhannsson, forstöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík. Í næstu viku sé meðal annars útför í Fríkirkjunni á vegum Siðmenntar.

Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík

Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár.

Stórlega þarf að fjölga í lögreglu um allt land

Undirmönnun í lögregluliði landsins hefur legið fyrir árum saman. Hið minnsta þarf að fjölga um 200 manns í lögreglunni á landsvísu – er viðurkennt af ríkislögreglustjóra jafnt sem stjórnvöldum. Bæta þarf við milljörðum króna.

Sjá næstu 50 fréttir