Fleiri fréttir

Kallað eftir forsætisráðherra

Stjórnarandstaðan fór mikinn á þingi í gær og kvartaði yfir því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra væri ekki viðstödd óundirbúinn fyrirspurnartíma ráðherra. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, forseti Alþingis, útskýrði að forsætisráðherra væri upptekinn vegna komu erlendra ráðamanna. Það sló ekki á gagnrýni stjórnarandstöðunnar.

Sýni varúð með barnamyndir

Heimili og skóli – landssamtök foreldra og SAFT skora á alla skóla, frístundaheimili og aðra í íþrótta- og tómstundastarfi með börnum og unglingum að fara gætilega með ljósmyndir úr starfinu.

Fundu rústir skylmingaþrælaskóla

Mjög vel varðveittar rústir af skóla fyrir skylmingaþræla hafa fundist í Austurríki. Rústirnar eru hluti af 50 þúsund manna borg austur af Vín, sem var í blóma þar fyrir 1.700 árum. Borgin var mikilvæg hernaðar- og viðskiptaborg fyrir Rómverja.

Ekki heimilt að krefjast veiða

Samtök íslenskra fiskimanna (SÍF) telja að ekki sé heimilt að krefjast þess að skip búi yfir aflaheimildum til þess að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni, eins og segir í kvótafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Krefjast þess að Obama beiti Íslendinga viðskiptaþvingunum

Hópur umhverfisverndasamtaka krefjast þess að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, beiti Íslendinga viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða Íslendinga. Þess er krafist að forsetinn tilkynni fulltrúadeild þingsins fyrir 17. september næstkomandi hvaða þvingana hann geti gripið til.

Afmælisdagarnir komu upp í lottóinu - vann milljarð

Sjötíu og þriggja ára kona frá Kaliforníu í Bandaríkjunum getur þakkað börnum sínum og barnabörnum fyrir að hafa unnið níu milljónir bandaríkjadollara í lottó á dögunum. Því konan keypti miða á hverjum miðvikudegi með afmælisdögum þeirra og viti menn á miðvikudaginn síðasta komu afmælisdagarnir upp. Og okkar kona einum milljarði ríkari.

Ferðamaður slapp með skrekkinn

Danskur ferðamaður slapp með skrekkinn þegar hann velti bíl sínum nokkrar veltur á malarvegi á Rangárvallavegi, við Keldur á Rangárvöllum, í dag. Daninn steig ómeiddur úr flaki bílsins, sem lögreglan á Hvolsvelli telur ónýtan. Ekki er talið ólíklegt að ferðamaðurinn hafi verið á of mikilli ferð, að minnsta kosti miðað við aðstæður.

Rússlandsforseti segir nauðsynlegt að auka flugöryggi

Auka þarf flugöryggi í Rússlandi, sagði Dmitry Medvedev, forseti landsins, eftir að hann skoðaði slysstað þar sem 43 manns létu lífið í flugslysi í Jaroslavl í gær. Í flugslysinu fórust margir af fræknustu hokkýmönnum í heiminum.

Staðgengli borgarstjóra fundið nýtt starfsheiti

Borgarráð samþykkti að stofnað verði nýtt embætti borgarritara. Samkvæmt tillögunni á borgarritari að hafa yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Hann á að vera staðgengill borgarstjóra og hafa aðsetur á skrifstofu hans.

Upptökur af hryðjuverkunum opinberaðar

Hljóðpupptökur úr flugvélunum sem rænt var þann 11. september 2001 voru birtar opinberlega í dag. Þær sýna glögglega hversu mikil ringulreið ríkti þegar flugvélunum fjórum var rænt.

Markmiðið að öll börn hafi aðgang að tannlæknaþjónustu

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra útilokar ekki að börnum tekjulágra verði áfram boðin ókeypis tannlæknaþjónusta á vegum ráðuneytisins og Háskóla Íslands. Tilraunaverkefni um slíkt fór fram í sumar og er ekki að fullu lokið. Tannlæknir sem var ósáttur við að börnunum væri boðin þessi þjónusta kærði málið til Samkeppniseftirlitið í sumar, en þeirri kæru var vísað frá í dag.

Innan við 10% kennara eru konur

Af áttatíu og fjórum kennurum við læknadeild Háskóla Íslands eru átta konur í kennaraliðinu og ein kona er prófessor við deildina. Konur sækja síður um stöður skólans segir dósent við læknadeild. Þá kenna mun færri konur en karlar í deildum verkfræði- og náttúruvísindasviðs.

Vilja að fjöldi ráðuneyta sé ákveðinn í lögum

Minnihlutinn í allsherjarnefnd leggst gegn þeirri tillögu sem kemur fram í lagafrumvarpi um stjórnarráð Íslands að forsætisráðherra ákveði hvaða ráðuneyti starfi á hverjum tíma fyrir sig í stað þess að slíkt sé ákveðið með lögum. Frumvarpið er nú til annarrar umræðu á Alþingi.

Stal bíl sem hann var að reynsluaka

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir bíl sem stolið var í Grindavík í dag. Sá sem fékk bílinn lánaðan til reynsluaksturs skilaði honum ekki á tilsettum tíma. Eigandinn kærði málið til lögreglu.

Á annan tug árekstra í dag

Á annan tug árekstra urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem starfsmenn árekstur.is komu ökumönnum til aðstoðar.

Ekkert óeðlilegt við bókhald Kvikmyndaskólans

Ekkert bendir til þess að framlög úr ríkissjóði til Kvikmyndaskóla Íslands hafi verið varirð til óskyldrar starfsemi eða að fjármunir hafi runnið með óeðlilegum hætti út úr rekstri skólans. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem hefur farið yfir fjármál skólans.

Mannkynið horfir fram á útrýmingu

Mannkynið mun deyja út ef mennirnir breyta ekki lífsstíl sínum, draga úr neyslu, snúa við loftslagsbreytingum og hætta að tortíma villtri náttúrunni. Þetta sagði Karl Bretaprins þegar hann hélt fyrstu ræðu sína sem forseti Alþjóðanáttúruverndarstofnunarinnar (e. World Wildlife Fund). Karl sagði að forgangsatriði væri að bjarga sjálfum sér.

Gerir ekki athugasemdir við ókeypis tannlækningar fyrir tekjulága

Samkeppniseftirlitið hefur vísað frá kæru tannlæknis á hendur velferðarráðuneytinu og fleiri aðilum þar sem hann bar þeim á brýn að hafa staðið fyrir ólöglegri samkeppni með því að efna til átaks í tannlækningum fyrir börn tekjulágra.

Ánægður með nýja brú

Á morgun verður ný Hvítárbrú formlega vígð. Ferðamannastraumur um Flúðir hefur aukist til muna í sumar og segir sveitarstjórinn það hafa verið frábæra hugmynd að setja brú á þennan stað.

Hommar mega nú gefa blóð

Sam- og tvíkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð í Englandi, Skotlandi og Wales frá og með fyrsta nóvember næstkomandi, en það hafa þeir ekki mátt gera frá því á áttunda áratuginum.

Alvarlegt sporvagnaslys í Svíþjóð

Talið er að allt að tuttugu manns hafi slasast þegar sporvagn í Gautaborg í Svíþjóð ók aftan á kyrrstæðan bíl í borginni fyrr í dag. Áreksturinn var mjög harður samkvæmt sænskum vefmiðlum og er talið að sumir séu alvarlega slasaðir. Tildrög slyssins eru enn óljós en rannsókn er hafin.

Sofnaði undir stýri og velti bílnum

Betur fór en á horfðist þegar bíll valt á Suðurlandsvegi um miðjan dag í gær samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Komu hingað til lands vegna líflátshótana

Þrjátíu og átta ára gamall maður og tuttugu og þriggja ára gömul kona, bæði frá Írak, voru dæmd í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Ítalir styðja aðildarumsókn Íslands að ESB

Ítalski utanríkisráðherrann, Franco Frattini, lýsti fullum stuðningi við aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu á fundi sem hann átti í morgun með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu.

50 Cent fæðir Afríku

Rapparinn og viðskiptajöfurinn 50 Cent hefur þróað nýjan orkudrykk, sem kemur á markað innan skamms. Orkudrykkurinn heitir Street King og hagnaðinum af sölu hans verður varið í að fæða afrísk börn.

Framvegis þarf að spyrja þingið

Stjórnlagadómstóll Þýskalands komst í gær að þeirri niðurstöðu að þátttaka Þýskalands í björgunaraðgerðum til hjálpar skuldugustu ríkjum evrusvæðisins bryti ekki í bága við þýsku stjórnarskrána.

180 milljónir til að flýta framkvæmdum

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu borgarstjóra um að flýta framkvæmdum við Norðlingaskóla með því veita hundrað og áttatíu milljónum króna til viðbótar í framkvæmdirnar á þessu ári.

Ótrúlegasta reynsla ævi minnar

Gina Belafonte, dóttir goðsagnarinnar Harry Belafonte, verður á meðal gesta á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst 22. september. Gina segir að gerð heimildarmyndar um föður sinn hafi verið ótrúlegasta reynsla ævi sinnar. Myndin verður sýnd á RIFF.

Má veiða 181 þúsund tonn af loðnu

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gaf í morgun út heimild til íslenskra loðnuveiðiskipa á komandi loðnuvertíð um veiðar á rúmum hundrað áttatíu og eitt þúsund tonnum af loðnu.

Segir Morgunblaðið draga rangar ályktanir af gögnum

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði ekkert standa uppi á stjórnvöld á kaupum Magma á HS Orku en þar svaraði hún fyrirspurn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun.

Menntamálaráðherra setur málefni kvikmyndanema í forgang

"Það er fullur vilji minn að leysa málið og ég set það í forgang,“ svaraði Svandís Svavarsdóttir, sitjandi menntamálaráðherra, þegar þingmaður Framsóknarflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, spurði Svandísi um stöðu Kvikmyndaskóla Íslands í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun.

Öryggismálin snúast um umhverfið

„Öryggismálin snúast í dag meira um umhverfisvernd og björgunarstarf,“ segir Kuupik Kleist, formaður grænlensku landstjórnarinnar, sem undanfarna daga hefur verið í opinberri heimsókn á Íslandi.

Talin hafa smitað marga af HIV - beiðni um einangrun synjað

Sóttvarnalæknir telur að mörg HIV-smit megi rekja til konu sem hann fór fram á að yrði sett í tímabundna einangrun árið 2007 þar sem hún væri skaðleg öðrum. Héraðsdómur synjaði kröfu sóttvarnalæknis og fékk konan að fara frjáls ferða sinna.

Tollar miða við neysluumhverfi frá 1995

Tekist var á um tolla á landbúnaðarvörur á Alþingi í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi í utandagskrárumræðu og spurði hún Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þriggja spurninga: Ætlar ráðherra að breyta tollaumhverfi til samræmis við álit umboðsmanns Alþingis, ætlar hann að breyta landbúnaðarkerfinu með hliðsjón af breyttu neysluumhverfi og ætlar hann að auka innflutning á búvörum?

Leitað að ítölskum ferðamönnum við Öskju

Leit var gerð í gærkvöldi að tveimur ítölum sem voru á ferð á svæðinu í kringum Öskju. Björgunarsveitin á Mývatni og lögreglan á Húsavík leitaði mannana og fundust þeir nokkrum tímum síðar samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni. Ekkert mun hafa amað að mönnunum.

Reyndu að stinga lögregluna af - táragasbrúsi í bílnum

Ökumaður bifreiðar lét sér ekki segjast í nótt þegar lögregla reyndi að stöðva hann við venjubundið eftirlit. Bíllinn ók greitt í burtu og inn í íbúðarhverfi. Þar ók hann hinsvegar á kyrrstæða bifreið. Þrennt var í bílnum og reyndu þau að komast undan. Tveimur þeirra, pilti og stúlku, tókst það en sá þriðji, sem hafði verið farþegi í bílnum var handtekinn af lögreglu.

Sjálfbær þróun aðalviðfangsefni 21. aldar

Ban Ki Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að sjálfbær þróun sé mikilvægasta málefnið sem heimsbyggðin þarf að takast á við á næstu árum. Hann hélt ræðu í Háskólanum í Sidney í Ástralíu í morgun þar sem hann hvatti menn til þess að grípa til aðgerðra og að sjálfbær þróun sé lykilatriði til framtíðar.

Gaddafí enn í Líbíu - ætlar að berjast til sigurs

Múammar Gaddafí, fyrrverandi einræðisherra í Líbíu, vísar því á bug að hann sé flúinn úr landi til nágrannalandsins Níger. Viðtal við hann birtist á sýrlenskri sjónvarpsstöð í gærkvöldi en ekkert hefur heyrst frá honum síðustu vikur. Gaddafí sagði að allt tal um að hann ætli að flýja land væru lygar og sálfræðihernaður.

Mest 700 MW til ráðstöfunar á næstu árum

Verði þingsályktunartillaga um rammasamkomulag í orku- og umhverfismálum samþykkt verða að hámarki 700 MW til ráðstöfunar í iðnaðaruppbyggingu á næstu fjórum til sex árum.

Laus úr gíslingu sjóræningja

Sjö manna áhöfn danskrar skútu er laus úr haldi sómalískra sjóræningja, sem réðust um borð í skútu fjölskyldunnar seint í febrúar.

Sjá næstu 50 fréttir