Fleiri fréttir Setja upp hver sína hreinsistöð fyrir skolp „Okkur finnst kominn tími til að fara að gera eitthvað því það liggur við að hér flæði skolp beint út í árnar,“ segir Jón Jóhannsson í Mosskógum í Mosfellsdal. Jón og tveir nágrannar hans hafa keypt hver sína skolphreinsistöðina til að leysa af gagnslitlar rotþrær. 8.9.2011 06:00 Forstjórinn segir uppgjörið vera traust „Uppgjörið er mjög traust, í samræmi við áætlanir og stenst þær arðsemiskröfur sem eru gerðar,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Arion banka. 8.9.2011 06:00 Brýnt að losa höftin sem fyrst Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir brýnt að losa gjaldeyrishöftin sem fyrst, þar sem kostnaður við þau vaxi með tímanum. Ábatann af hröðu afnámi verði hins vegar að meta á móti skammtímakostnaði vegna óstöðugleika á gjaldeyrismarkaði sem losunin geti valdið. 8.9.2011 06:00 Óvenjulítið um rifsber í haust Rifsberjauppskera í görðum landsmanna hefur verið heldur dræm þetta haustið. Jón Kr. Arnarson garðyrkjufræðingur segir ástæðuna vera kalt vor með næturfrostum fram í júní og það hafi skaðað blómgun rifsberjarunnanna. Einnig var minna af skordýrum á sveimi til að frjóvga þau blóm sem höfðu frostin af. 8.9.2011 06:00 Þingmenn hvetja stjórnvöld til samninga við Nubo Skiptar skoðanir eru um fyrirhuguð kaup kínverska fjárfestisins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Þingmenn þriggja flokka kölluðu eftir því, á Alþingi í gær, að stjórnvöld settust að samningaborðinu með Nubo og gengju frá málinu í nafni fjárfestinga, uppbyggingar og fjölbreytni í atvinnulífi. 8.9.2011 05:00 Umhverfisráðuneytið veitir verðlaun Dómnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins hefur tilnefnt fjóra til fjölmiðlaverðlauna ráðuneytisins. Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn 16. september næstkomandi, á Degi íslenskrar náttúru. Dómnefndina skipa María Ellingsen, Jónatan Garðarsson og Valgerður A. Jóhannsdóttir. 8.9.2011 05:00 CCP vinnur með frægum hönnuði Nicola Formichetti, listrænn stjórnandi Mugler-tískuhússins, hefur unnið með tölvuleikjafyrirtækinu CCP að sýningu sem opnuð verður á tískuvikunni í New York í dag. 8.9.2011 03:00 Konur fá aðeins brot styrkja „Konur eru stundum ekki nógu duglegar við að stíga fram. Það er ekki nóg að þær hafi hugmynd á blaði, mikilvægt er að gera þær að veruleika og koma þeim í formi vöru á markað, segir Elinóra Inga Sigurðardóttir, formaður og stofnandi Samtaka frumkvöðlakvenna. 8.9.2011 02:00 45 milljónir Bandaríkjamanna reykja Um 20 prósent Bandaríkjamanna reykja, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var á dögunum í tímaritinu Morbidity and mortality. Reykingamönnum hefur fækkað lítillega á síðustu fimm árum. 7.9.2011 23:00 Handtekinn fyrir að neita að slökkva á símanum í lendingu Það getur borgað sig að slökkva á farsímanum sínum þegar sest er upp í flugvél. Það fékk farþegi á leið frá Phoenix til Texas í Bandaríkjunum að kynnast á dögunum. 7.9.2011 22:00 Tvö hundruð þúsund króna sekt í kveðjugjöf Fjórir erlendir ferðamenn gengust í dag undir sektir vegna utanvegaksturs. Brotin voru framin í umdæmi lögreglustjórans á Húsavík. 7.9.2011 21:30 Níger mun ekki loka á Gaddafi Utanríkisráðherra Níger segir að ekki verði hægt að loka landamærum Líbíu og koma þannig í veg fyrir að Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtogi Líbíu, flýi yfir þau. 7.9.2011 20:54 Hallar á hlut kvenna í íslenskum kennslubókum Námsgagnastofnun ætlar að endurskoða sögubækur fyrir grunnskólanema eftir að rannsókn Jafnréttisstofu leiddi í ljós að verulega hallar á hlut kvenna í bókunum. Dæmi eru um að engin kona sé nefnd í atriðisorðaskrá í kennslubókum. 7.9.2011 20:28 Fræðilegur möguleiki að mönnunum hafi tekist að brjóta á börnum Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan sé að styðjast við eftirlitsmyndavélar, sem eru nálægt fyrirtækjum og skólum, til að reyna að finna meinta barnaníðinga sem hafa reynt að lokka börn upp í ökutæki sín á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. 7.9.2011 20:20 Óþekkur ökumaður handtekinn Kona á fertugsaldri var handtekin í Kópavogi í fyrradag en sú var ekki sátt við afskipti lögreglu. 7.9.2011 19:45 Neyðarljós sást á lofti Um klukkan hálf fimm í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynning í gegnum Neyðarlínuna um neyðarljós á lofti yfir Sundunum við Reykjavík. Björgunarskip og björgunarbátar voru kallaðir út til leitar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. 7.9.2011 19:08 Formannsslagur í uppsiglingu? Hanna Birna Kristjánsdóttir útilokar ekki að fara gegn Bjarna Benediktssyni í formannskjöri á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hún segist þó ekki hafa tekið neina ákvörðun enn. Mikill þrýstingur er innan flokksins á mótframboð. 7.9.2011 18:32 Eddie Murphy kynnir Óskarinn Gamanleikarinn Eddie Murphy verður kynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð sem verður haldin í febrúar á næsta ári. Þetta hafa forsvarsmenn hátíðarinnar staðfest en sterkur orðrómur hefur verið síðustu vikur um að leikarinn myndi kynna hátíðina. 7.9.2011 17:34 Vann ferð til Flórída fyrir fjölskylduna Dregið var í 25 ára afmælisleik Lottó og Bylgjunnar í þætti Simma og Jóa í sumarlok. Simmi og Jói hringdu í Maríu S. Jensdóttur og færðu henni þær fréttir að hún hefði unnið Flórída ferð fyrir fjölskylduna. 7.9.2011 17:25 Hræringar hugsanlega langtímaforboði eldgoss Í dag var haldinn fundur í Vísindamannaráði almannavarna þar sem rætt var um atburði liðinna vikna undir Mýrdalsjökli. 7.9.2011 16:49 Sprengdu jeppa Sprengja sprakk inn í jeppabifreið yfir utan heimili í Reykjahlíð aðfaranótt þriðjudags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni brotnuðu rúður bílsins. 7.9.2011 16:47 Harður árekstur í Kópavogi Mög harður árekstur var nú fyrir skömmu á gatnamótum Nýbýlavegar og Dalvegar í Kópavogi. 7.9.2011 15:53 Heilt íshokkílið fórst í rússnesku flugslysi Heilt íshokkílið fórst þegar farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 7.9.2011 15:41 Ekki talið að maðurinnn hafi farist með voveiflegum hætti Ekki er talið að andlát mannsins, sem fannst látinn í fangaklefa sínum hjá lögreglunni á Suðurnesjum aðfaranótt þriðjudags, hafi borið að með óeðlilegum hætti. 7.9.2011 14:18 Þarf að greiða skaðabætur fyrir lélega frammistöðu í rúminu Fimmtíu og eins árs gamall Frakki hefur verið dæmdur til þess að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni um eina og hálfa milljón króna í skaðabætur. Upphæðina þarf hann að reiða fram fyrir að hafa ekki staðið sig sem skyldi í hjónabandinu, eða inni í svefnherberginu öllu heldur. Konan sótti um skilnað og fékk fyrir tveimur árum. 7.9.2011 14:11 Mamma fangelsuð fyrir að aka á móti umferð Þriggja barna móðir í Bretlandi sem ók gegn umferð á M5 hraðbrautinni um 50 kílómetra leið í sumar hefur verið dæmd í níu mánaða fangelsi. Dómari úrskurðaði þetta í morgun en konan var undir miklum áhrifum áfengis. Hún grét í réttarsal í morgun þegar dómurinn féll og bar við alkóhólisma og vandræðum í einkalífi sínu. 7.9.2011 13:58 Sýknuð af fíkniefnaakstri - gaf þvagsýni án hanska Kona var sakfelld fyrir rangar sakargiftir og umferðalagabrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Konan var hinsvegar sýknuð af ákæru um að hafa ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna. 7.9.2011 13:51 Farþegaþota fórst í Rússlandi Farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 36 létust í slysinu en vélin var af gerðinni Yak-42. Hún hafði tekið á loft frá flugvelli í nágrenni borgarinnar Yaroslavl á bökkum Volgu. Að minnsta kosti einn komst lífs af úr slysinu en óstaðfestar fregnir herma að flestir farþeganna hafi verið liðsmenn íshokkíliðs borgarinnar. 7.9.2011 13:32 70 ára afmæli flugvallarins haldið á laugardag Flugsýning verður haldin á Reykjavíkurflugvelli á laugardag þar sem minnst verður 70 ára afmælis flugvallarins. Breskur herflugmaður í síðari heimstyrjöld var fyrsti flugmaðurinn sem lenti á vellinum og kemur hann sérstaklega til landsins til að fagna tímamótunum. 7.9.2011 13:24 Mikil óánægja með Jón Gnarr Rétt tæplega 62 prósent eru óánægð með störf Jóns Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, samkvæmt könnun MMR. Þar kemur fram að 38,3 prósent aðspurðra eru ánægð með störf borgarstjórans. 7.9.2011 13:21 Stöðvuðu kannabisræktun í fjölbýlishúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í austurborginni í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á 10 kannabisplöntur, auk græðlinga samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. 7.9.2011 12:51 Kostnaður vegna þunglyndislyfja lækkað um hálfan milljarð Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna þunglyndislyfja hefur lækkað um tæpan hálfan milljarð á einu ári, frá 1. júní 2010 til 31. maí 2011 miðað við síðustu tólf mánuði þar á undan. 7.9.2011 12:09 Heilbrigðisnefnd samþykkir staðgöngumæðrun í velgjörðaskyni Meirhluti Heilbrigðisnefndar hefur afgreitt þingsályktunartillögu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins um að heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni með breytingartillögu. 7.9.2011 12:05 Dæmdur fyrir hnefahögg Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 7.9.2011 11:21 Læknir á bráðamóttöku: Það sem aldrei venst eru umferðaslysin "Eftir nokkra áratuga starf á Slysa- og bráðamóttöku ætti maður að vera kominn með þykkan skráp,“ skrifar Vilhjálmur Ari Arason, læknir á Landspítalanum, um hraðakstur í Fréttablaðið í dag. 7.9.2011 10:40 Segir forseta brigsla ráðamenn um landráð og líkir honum við Lady Ga Ga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, gagnrýnir forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, harðlega í grein sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. Þar segir Jón Baldvin forsetann brigsla ríkisstjórnina um landráð, „með því að semja um Icesave – beygja sig fyrir fáránlegum kröfum og ofbeldi Breta og Hollendinga, eins og hann [Ólafur Ragnar innskt. blm.]kallar það – hafi ríkisstjórnin brugðist þjóðarhagsmunum,“ skrifar Jón Baldvin. 7.9.2011 10:21 Ekki boðið upp á iðjuleysi í Skálholti Verkefni nýs vígslubiskups í Skálholti, séra Kristjáns Vals Ingólfssonar, verða í meiri tengslum við samfélagið heldur en störf vígslubiskupa hafa verið hingað til. 7.9.2011 10:00 Meira en þúsund hús ónýt Meira en þúsund hús hafa orðið skógar- og kjarreldum víða í Texas að bráð síðustu dagana. Flest þessara húsa, eða nærri 600, stóðu í Bastrop-sýslu sem er skammt frá höfuðborginni Austin. 7.9.2011 10:00 Lést í varðhaldi lögreglunnar Karlmaður af pólskum uppruna lést í fangaklefa sínum á Suðurnesjum aðfaranótt þriðjudags. Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir í samtali við fréttastofu maðurinn hafi látist í þeirra umsjá, en ekki er vitað dró manninn til dauða. Krufning mun leiða það í ljós. 7.9.2011 09:47 Háttsettir félagar Gaddafís flýja Nokkrir háttsettir stuðningsmenn Múammars Gaddafí flúðu í gær frá Líbíu yfir til nágrannalandsins Níger. Þeir fóru þangað í hópum í nokkrum bílalestum, sem ekið var hratt yfir eyðimörkina í Líbíu til landamæranna. 7.9.2011 08:15 Með fimm vélum til Heidelberg „Það hefur ekki gengið illa hjá okkur,“ segir Þorvarður Gunnarsson, forstjóri endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte, nýkominn heim frá Heidelberg í Þýskalandi þar sem hann fagnaði um helgina árshátíð ásamt starfsmönnum sínum og mökum þeirra. 7.9.2011 08:15 Gæti hafa verið blekktur með staðdeyfilyfi Sautján ára piltur sem tekinn var með 30 þúsund e-töflur í farangri sínum í Leifsstöð fyrir tæpum tveimur vikum reyndist einnig hafa í fórum sínum tvö kíló af staðdeyfilyfinu líkódíni. Þetta hefur efnagreining leitt í ljós. 7.9.2011 08:00 Sprengjuárás í Nýju Delí Að minnsta kosti níu létust og fjörutíu og fimm eru sárir eftir sprengjuárás fyrir utan hús hæstaréttar í Nýju Delhí, höfuðborg Indlands í morgun. Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum sem sprengjuárás er gerð fyrir utan réttinn en í júní sprakk þar bílsprengja. Í morgun virðist hafa verið um sprengju falda í skjalatösku að ræða og sprakk hún við öryggishliðið að réttinum. 7.9.2011 07:54 Nýjar myndir af tunglinu sýna glöggt mannaferðir fyrri ára Bandaríska geimvísindastofnunin NASA sendi í gær frá sér hágæða myndir sem teknar eru af mannlausu geimfari sem hefur sveimað um tunglið undanfarinn mánuð. Á myndunum sjást greinileg ummerki eftir geimförin sem fóru þangað fyrir um það bil fjörtíu árum síðan. En þau geimför voru kölluð Apollo 12, Apollo 14 og Apollo 17. 7.9.2011 07:21 Þyrlan fann tvo villta pilta Víðtæk leit var gerð í nótt að tveimur nítján ára gömlum piltum sem villtust á Reykjanesi. Þeir höfðu verið á fjórhjólum og hringdu í föður annars þeirra um miðnættið og sögðust vera rammvilltir í nágrenni við Fagradalsfjalla norður af Grindavík. Lögreglan á Suðurnesjum hóf strax leit og síðan voru björgunarsveitir kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrlan fann svo drengina heila á húfi skömmu eftir að leit hófst og flutti til Grindavíkur. 7.9.2011 07:19 Sjá næstu 50 fréttir
Setja upp hver sína hreinsistöð fyrir skolp „Okkur finnst kominn tími til að fara að gera eitthvað því það liggur við að hér flæði skolp beint út í árnar,“ segir Jón Jóhannsson í Mosskógum í Mosfellsdal. Jón og tveir nágrannar hans hafa keypt hver sína skolphreinsistöðina til að leysa af gagnslitlar rotþrær. 8.9.2011 06:00
Forstjórinn segir uppgjörið vera traust „Uppgjörið er mjög traust, í samræmi við áætlanir og stenst þær arðsemiskröfur sem eru gerðar,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Arion banka. 8.9.2011 06:00
Brýnt að losa höftin sem fyrst Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir brýnt að losa gjaldeyrishöftin sem fyrst, þar sem kostnaður við þau vaxi með tímanum. Ábatann af hröðu afnámi verði hins vegar að meta á móti skammtímakostnaði vegna óstöðugleika á gjaldeyrismarkaði sem losunin geti valdið. 8.9.2011 06:00
Óvenjulítið um rifsber í haust Rifsberjauppskera í görðum landsmanna hefur verið heldur dræm þetta haustið. Jón Kr. Arnarson garðyrkjufræðingur segir ástæðuna vera kalt vor með næturfrostum fram í júní og það hafi skaðað blómgun rifsberjarunnanna. Einnig var minna af skordýrum á sveimi til að frjóvga þau blóm sem höfðu frostin af. 8.9.2011 06:00
Þingmenn hvetja stjórnvöld til samninga við Nubo Skiptar skoðanir eru um fyrirhuguð kaup kínverska fjárfestisins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Þingmenn þriggja flokka kölluðu eftir því, á Alþingi í gær, að stjórnvöld settust að samningaborðinu með Nubo og gengju frá málinu í nafni fjárfestinga, uppbyggingar og fjölbreytni í atvinnulífi. 8.9.2011 05:00
Umhverfisráðuneytið veitir verðlaun Dómnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins hefur tilnefnt fjóra til fjölmiðlaverðlauna ráðuneytisins. Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn 16. september næstkomandi, á Degi íslenskrar náttúru. Dómnefndina skipa María Ellingsen, Jónatan Garðarsson og Valgerður A. Jóhannsdóttir. 8.9.2011 05:00
CCP vinnur með frægum hönnuði Nicola Formichetti, listrænn stjórnandi Mugler-tískuhússins, hefur unnið með tölvuleikjafyrirtækinu CCP að sýningu sem opnuð verður á tískuvikunni í New York í dag. 8.9.2011 03:00
Konur fá aðeins brot styrkja „Konur eru stundum ekki nógu duglegar við að stíga fram. Það er ekki nóg að þær hafi hugmynd á blaði, mikilvægt er að gera þær að veruleika og koma þeim í formi vöru á markað, segir Elinóra Inga Sigurðardóttir, formaður og stofnandi Samtaka frumkvöðlakvenna. 8.9.2011 02:00
45 milljónir Bandaríkjamanna reykja Um 20 prósent Bandaríkjamanna reykja, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var á dögunum í tímaritinu Morbidity and mortality. Reykingamönnum hefur fækkað lítillega á síðustu fimm árum. 7.9.2011 23:00
Handtekinn fyrir að neita að slökkva á símanum í lendingu Það getur borgað sig að slökkva á farsímanum sínum þegar sest er upp í flugvél. Það fékk farþegi á leið frá Phoenix til Texas í Bandaríkjunum að kynnast á dögunum. 7.9.2011 22:00
Tvö hundruð þúsund króna sekt í kveðjugjöf Fjórir erlendir ferðamenn gengust í dag undir sektir vegna utanvegaksturs. Brotin voru framin í umdæmi lögreglustjórans á Húsavík. 7.9.2011 21:30
Níger mun ekki loka á Gaddafi Utanríkisráðherra Níger segir að ekki verði hægt að loka landamærum Líbíu og koma þannig í veg fyrir að Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtogi Líbíu, flýi yfir þau. 7.9.2011 20:54
Hallar á hlut kvenna í íslenskum kennslubókum Námsgagnastofnun ætlar að endurskoða sögubækur fyrir grunnskólanema eftir að rannsókn Jafnréttisstofu leiddi í ljós að verulega hallar á hlut kvenna í bókunum. Dæmi eru um að engin kona sé nefnd í atriðisorðaskrá í kennslubókum. 7.9.2011 20:28
Fræðilegur möguleiki að mönnunum hafi tekist að brjóta á börnum Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan sé að styðjast við eftirlitsmyndavélar, sem eru nálægt fyrirtækjum og skólum, til að reyna að finna meinta barnaníðinga sem hafa reynt að lokka börn upp í ökutæki sín á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. 7.9.2011 20:20
Óþekkur ökumaður handtekinn Kona á fertugsaldri var handtekin í Kópavogi í fyrradag en sú var ekki sátt við afskipti lögreglu. 7.9.2011 19:45
Neyðarljós sást á lofti Um klukkan hálf fimm í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynning í gegnum Neyðarlínuna um neyðarljós á lofti yfir Sundunum við Reykjavík. Björgunarskip og björgunarbátar voru kallaðir út til leitar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. 7.9.2011 19:08
Formannsslagur í uppsiglingu? Hanna Birna Kristjánsdóttir útilokar ekki að fara gegn Bjarna Benediktssyni í formannskjöri á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hún segist þó ekki hafa tekið neina ákvörðun enn. Mikill þrýstingur er innan flokksins á mótframboð. 7.9.2011 18:32
Eddie Murphy kynnir Óskarinn Gamanleikarinn Eddie Murphy verður kynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð sem verður haldin í febrúar á næsta ári. Þetta hafa forsvarsmenn hátíðarinnar staðfest en sterkur orðrómur hefur verið síðustu vikur um að leikarinn myndi kynna hátíðina. 7.9.2011 17:34
Vann ferð til Flórída fyrir fjölskylduna Dregið var í 25 ára afmælisleik Lottó og Bylgjunnar í þætti Simma og Jóa í sumarlok. Simmi og Jói hringdu í Maríu S. Jensdóttur og færðu henni þær fréttir að hún hefði unnið Flórída ferð fyrir fjölskylduna. 7.9.2011 17:25
Hræringar hugsanlega langtímaforboði eldgoss Í dag var haldinn fundur í Vísindamannaráði almannavarna þar sem rætt var um atburði liðinna vikna undir Mýrdalsjökli. 7.9.2011 16:49
Sprengdu jeppa Sprengja sprakk inn í jeppabifreið yfir utan heimili í Reykjahlíð aðfaranótt þriðjudags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni brotnuðu rúður bílsins. 7.9.2011 16:47
Harður árekstur í Kópavogi Mög harður árekstur var nú fyrir skömmu á gatnamótum Nýbýlavegar og Dalvegar í Kópavogi. 7.9.2011 15:53
Heilt íshokkílið fórst í rússnesku flugslysi Heilt íshokkílið fórst þegar farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 7.9.2011 15:41
Ekki talið að maðurinnn hafi farist með voveiflegum hætti Ekki er talið að andlát mannsins, sem fannst látinn í fangaklefa sínum hjá lögreglunni á Suðurnesjum aðfaranótt þriðjudags, hafi borið að með óeðlilegum hætti. 7.9.2011 14:18
Þarf að greiða skaðabætur fyrir lélega frammistöðu í rúminu Fimmtíu og eins árs gamall Frakki hefur verið dæmdur til þess að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni um eina og hálfa milljón króna í skaðabætur. Upphæðina þarf hann að reiða fram fyrir að hafa ekki staðið sig sem skyldi í hjónabandinu, eða inni í svefnherberginu öllu heldur. Konan sótti um skilnað og fékk fyrir tveimur árum. 7.9.2011 14:11
Mamma fangelsuð fyrir að aka á móti umferð Þriggja barna móðir í Bretlandi sem ók gegn umferð á M5 hraðbrautinni um 50 kílómetra leið í sumar hefur verið dæmd í níu mánaða fangelsi. Dómari úrskurðaði þetta í morgun en konan var undir miklum áhrifum áfengis. Hún grét í réttarsal í morgun þegar dómurinn féll og bar við alkóhólisma og vandræðum í einkalífi sínu. 7.9.2011 13:58
Sýknuð af fíkniefnaakstri - gaf þvagsýni án hanska Kona var sakfelld fyrir rangar sakargiftir og umferðalagabrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Konan var hinsvegar sýknuð af ákæru um að hafa ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna. 7.9.2011 13:51
Farþegaþota fórst í Rússlandi Farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 36 létust í slysinu en vélin var af gerðinni Yak-42. Hún hafði tekið á loft frá flugvelli í nágrenni borgarinnar Yaroslavl á bökkum Volgu. Að minnsta kosti einn komst lífs af úr slysinu en óstaðfestar fregnir herma að flestir farþeganna hafi verið liðsmenn íshokkíliðs borgarinnar. 7.9.2011 13:32
70 ára afmæli flugvallarins haldið á laugardag Flugsýning verður haldin á Reykjavíkurflugvelli á laugardag þar sem minnst verður 70 ára afmælis flugvallarins. Breskur herflugmaður í síðari heimstyrjöld var fyrsti flugmaðurinn sem lenti á vellinum og kemur hann sérstaklega til landsins til að fagna tímamótunum. 7.9.2011 13:24
Mikil óánægja með Jón Gnarr Rétt tæplega 62 prósent eru óánægð með störf Jóns Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, samkvæmt könnun MMR. Þar kemur fram að 38,3 prósent aðspurðra eru ánægð með störf borgarstjórans. 7.9.2011 13:21
Stöðvuðu kannabisræktun í fjölbýlishúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í austurborginni í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á 10 kannabisplöntur, auk græðlinga samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. 7.9.2011 12:51
Kostnaður vegna þunglyndislyfja lækkað um hálfan milljarð Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna þunglyndislyfja hefur lækkað um tæpan hálfan milljarð á einu ári, frá 1. júní 2010 til 31. maí 2011 miðað við síðustu tólf mánuði þar á undan. 7.9.2011 12:09
Heilbrigðisnefnd samþykkir staðgöngumæðrun í velgjörðaskyni Meirhluti Heilbrigðisnefndar hefur afgreitt þingsályktunartillögu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins um að heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni með breytingartillögu. 7.9.2011 12:05
Dæmdur fyrir hnefahögg Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 7.9.2011 11:21
Læknir á bráðamóttöku: Það sem aldrei venst eru umferðaslysin "Eftir nokkra áratuga starf á Slysa- og bráðamóttöku ætti maður að vera kominn með þykkan skráp,“ skrifar Vilhjálmur Ari Arason, læknir á Landspítalanum, um hraðakstur í Fréttablaðið í dag. 7.9.2011 10:40
Segir forseta brigsla ráðamenn um landráð og líkir honum við Lady Ga Ga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, gagnrýnir forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, harðlega í grein sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. Þar segir Jón Baldvin forsetann brigsla ríkisstjórnina um landráð, „með því að semja um Icesave – beygja sig fyrir fáránlegum kröfum og ofbeldi Breta og Hollendinga, eins og hann [Ólafur Ragnar innskt. blm.]kallar það – hafi ríkisstjórnin brugðist þjóðarhagsmunum,“ skrifar Jón Baldvin. 7.9.2011 10:21
Ekki boðið upp á iðjuleysi í Skálholti Verkefni nýs vígslubiskups í Skálholti, séra Kristjáns Vals Ingólfssonar, verða í meiri tengslum við samfélagið heldur en störf vígslubiskupa hafa verið hingað til. 7.9.2011 10:00
Meira en þúsund hús ónýt Meira en þúsund hús hafa orðið skógar- og kjarreldum víða í Texas að bráð síðustu dagana. Flest þessara húsa, eða nærri 600, stóðu í Bastrop-sýslu sem er skammt frá höfuðborginni Austin. 7.9.2011 10:00
Lést í varðhaldi lögreglunnar Karlmaður af pólskum uppruna lést í fangaklefa sínum á Suðurnesjum aðfaranótt þriðjudags. Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir í samtali við fréttastofu maðurinn hafi látist í þeirra umsjá, en ekki er vitað dró manninn til dauða. Krufning mun leiða það í ljós. 7.9.2011 09:47
Háttsettir félagar Gaddafís flýja Nokkrir háttsettir stuðningsmenn Múammars Gaddafí flúðu í gær frá Líbíu yfir til nágrannalandsins Níger. Þeir fóru þangað í hópum í nokkrum bílalestum, sem ekið var hratt yfir eyðimörkina í Líbíu til landamæranna. 7.9.2011 08:15
Með fimm vélum til Heidelberg „Það hefur ekki gengið illa hjá okkur,“ segir Þorvarður Gunnarsson, forstjóri endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte, nýkominn heim frá Heidelberg í Þýskalandi þar sem hann fagnaði um helgina árshátíð ásamt starfsmönnum sínum og mökum þeirra. 7.9.2011 08:15
Gæti hafa verið blekktur með staðdeyfilyfi Sautján ára piltur sem tekinn var með 30 þúsund e-töflur í farangri sínum í Leifsstöð fyrir tæpum tveimur vikum reyndist einnig hafa í fórum sínum tvö kíló af staðdeyfilyfinu líkódíni. Þetta hefur efnagreining leitt í ljós. 7.9.2011 08:00
Sprengjuárás í Nýju Delí Að minnsta kosti níu létust og fjörutíu og fimm eru sárir eftir sprengjuárás fyrir utan hús hæstaréttar í Nýju Delhí, höfuðborg Indlands í morgun. Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum sem sprengjuárás er gerð fyrir utan réttinn en í júní sprakk þar bílsprengja. Í morgun virðist hafa verið um sprengju falda í skjalatösku að ræða og sprakk hún við öryggishliðið að réttinum. 7.9.2011 07:54
Nýjar myndir af tunglinu sýna glöggt mannaferðir fyrri ára Bandaríska geimvísindastofnunin NASA sendi í gær frá sér hágæða myndir sem teknar eru af mannlausu geimfari sem hefur sveimað um tunglið undanfarinn mánuð. Á myndunum sjást greinileg ummerki eftir geimförin sem fóru þangað fyrir um það bil fjörtíu árum síðan. En þau geimför voru kölluð Apollo 12, Apollo 14 og Apollo 17. 7.9.2011 07:21
Þyrlan fann tvo villta pilta Víðtæk leit var gerð í nótt að tveimur nítján ára gömlum piltum sem villtust á Reykjanesi. Þeir höfðu verið á fjórhjólum og hringdu í föður annars þeirra um miðnættið og sögðust vera rammvilltir í nágrenni við Fagradalsfjalla norður af Grindavík. Lögreglan á Suðurnesjum hóf strax leit og síðan voru björgunarsveitir kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrlan fann svo drengina heila á húfi skömmu eftir að leit hófst og flutti til Grindavíkur. 7.9.2011 07:19