Fleiri fréttir

Sveppaauglýsingar bannaðar

Neytendastofa hefur bannað þrjár auglýsingar í auglýsingaherferð fyrir kvikmyndina Algjör Sveppi og Töfraskápurinn sem Hreyfimyndasmiðjan framleiðir.

Færa Norðmönnum afmælisgjöf

Á fimmtudaginn verður norsku þjóðinni afhent fyrsta eintak sérstakrar hátíðarútgáfu Morkinskinnu, sem er hluti af þjóðargjöf Íslendinga til Norðmanna í tilefni 100 ára afmælis endurreisnar konungsveldis þeirra árið 2005.

Kostar allt að 100 milljónum að fjölga aðstoðarmönnum

Það kostar allt að 100 milljónum á ári að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra eins og frumvarp um stjórnarráðið, sem nú er til umræðu á Alþingi, gerir ráð fyrir. Þetta er í það minnsta mat fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, sem birtist í umsögn með frumvarpinu.

Tvisvar dópaður undir stýri á tæpum sólarhring

Karl á fertugsaldri var tekinn í tvígang fyrir fíkniefnaakstur á tæpum sólarhring í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst var hann stöðvaður í austurborginni á föstudag og svo aftur í Kópavogi daginn eftir. Þá hafði maðurinn komist yfir annað ökutæki en var sem fyrr í annarlegu ástandi. Viðkomandi, sem hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu, hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.

Ræktaði kannabis í næsta nágrenni við lögguna

Liðlega þrítugur karlmaður var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir kannabisræktun. Ræktunin fór fram á Dalvegi í Kópavogi, einungis einu húsi frá lögreglustöðinni. Maðurinn, sem á að baki fjölmarga dóma, gekkst við brotum sínum. Talið er að efnin hafi verið ætluð til sölu og dreifingar. Við húsleit sem gerð var þann 28. september í fyrra fundust 2,5 kíló af maríhúana, 3..3 kíló af kannabislaufum og 234 kannabisplöntur.

Fiðrildavika sett á Austurvelli

Fiðrildavika UN Women á Íslandi var formlega sett á Austurvelli í dag. Um fjáröflunarverkefni samtakanna er að ræða en árið 2008 söfnuðust tæpar hundrað milljónir króna.

Yfirvöld fullyrða að enginn leki hafi orðið

Yfirvöld í Frakklandi fullyrða að engin geislavirk efni hafi lekið út þegar sprenging varð í Marcoule kjarnorkuverinu í suðurhluta Frakklands í morgun. Einn maður fórst í sprengingunni og þrír særðust. Samkvæmt frásögn BBC framleiðir verksmiðjan MOX eldsneyti sem notað er til að endurvinna plutonium úr kjarnorkuvopnum en þar eru ekki kjarnaofnar. Sprengingin varð klukkan korter í tíu að íslenskum tíma. Yfirvöld í Frakklandi fylgjast með gangi mála.

Mikil flóð á Indlandi

Rúmlega milljón manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í indverska ríkinu Orissa og að minnsta kosti sextán hafa látið lífið í miklum vatnavöxtum á svæðinu. Tæpelga þrjú þúsund þorp hafa horfið undir vatnsflauminn en nú er rigningartímabilið í hámarki. Björgunarsveitir hafa þurft að koma sextíu þúsund manns til hjálpar síðustu daga en samgöngur á svæðinu eru í lamasessi þar sem vegir og brýr hafa skolast á brott.

Kjarnorkuslys í Frakklandi

Sprenging varð í franska kjarnorkuverinu Marcoule í morgun, samkvæmt frásögnum fjölmiðla þar. Kjarnorkuverskmiðjan er á Gardsvæðinu á suðurhluta Frakklands eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC. Fram kemur á fréttavef Le Figaro að einn hafi farist í sprengingunni og þrír hafi slasast.

Forsætisráðherra neitaði að svara fyrirspurn um forsetann

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra neitaði að svara fyrirspurn Ólafar Nordal, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um það hvernig hún hygðist bregðast við ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um aðgerðir stjórnvalda í Icesavemálinu. Ólafur Ragnar sagði í fjölmiðlum á dögunum að ríkisstjórnin hefði brugðist algerlega skyldum sínum í Icesave.

Kannabisræktandi með skammbyssu á skilorð

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag þrítugan karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vera með skammbyssu á heimili sínu í leyfisleysi og fyrir kannabisræktun. Skammbyssan, sem fannst á dvalarstað mannsins, var af gerðinni Parabellum. Hún var geymd í skúffu í kommóðu sem var í svefnherbergi íbúðarinnar.

Herþotur á loft vegna ástaratlota í háloftunum

Undarleg hegðun tveggja flugfarþega í Bandaríkjunum í gær olli því að orrustuþotur voru sendar á loft og sérsveit ruddist um borð í flugvélina þegar hún var lent. Atvikið kom upp í gær þegar heimsbyggðin minntist þess að tíu ár voru liðin frá árásunum á tvíburaturnana í New York.

Nöfnin Þinur, Dúnn og Laugi samþykkt hjá mannanafnanefnd

Karmannsnöfnin Þinur, Dúnn og Laugi hafa verið samþykkt af mannanafnanefnd, samkvæmt úrskurði nefndarinnar sem birtur var í morgun. Þá voru kvenmannsnöfnin Vagnfríður og Elly (án kommu yfir y samþykkt) og Jovina samþykkt, en síðastnefnda nafinu hafði áður verið hafnað. Aftur á móti var kvenmannsnafninu Einars hafnað.

Starfsmönnum fjölgar en stöðugildum fækkar

Starfsmönnum í skólum á háskólastigi fjölgaði um 119 í fyrra, eða um 2,9% en stöðugildum þeirra fækkaði hins vegar um 30, eða 1,3%. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar.

Vilja fella brott allar takmarkanir á erlendri fjárfestingu

Ungir sjálfstæðismenn vilja fella á brott allar takmarkannir á fjárfestingum erlendra aðila hérlendis. Í ályktun frá stjórn félagsins segir að mikilvægt sé fyrir Ísland að fá nýtt fjármagn inn í landið og því beri að taka öllum erlendum fjárfestingum fagnandi. „Hvort sem eigendur fyrirtækja eða fasteigna eru íslenskir eða erlendir, þurfa þeir að sjálfsögðu að fara að lögum og reglum, svo sem skipulagslögum og lögum um umhverfismat,“ segir ennfremur.

Al-Saadi fær hæli í Níger

Al-Saadi, einn þriggja sona Múammars Gaddafí, hefur fengið hæli í Níger. Amadou Mourou, dómsmálaráðherra í Níger, staðfesti að Al-Saadi væri kominn til landsins í gær og nú hefur hann staðfest að syninum hafi verið veitt hæli af mannúðarástæðum.

Farið yfir nýlegar jarðhræringar á íbúafundi

Farið verður yfir nýlegar jarðhræringar í Eyjafjallajökli á íbúafundi í Vík í Mýrdal í kvöld. Þar mun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur skýra stöðuna fyrir heimamönnum, að sögn Ásgeirs Magnússonar, sveitarstjóra Mýrdalshrepps.

Ölvaður og dópaður á 155 í Ártúnsbrekku

Tveir lögreglumenn á mótorhjólum mældu ökumann í Ártúnsbrekkunni á 155 kílómetra hraða í gærkvöldi um klukkan níu. Litlu munaði að maðurinn keyrði lögreglumennina niður slíkur var hraðinn.

Óttast að börn slasist í hyldjúpum húsgrunni

Húsgrunnur við Þverholt 15 sem reglulega fyllist af vatni stendur enn óhreyfður. Íbúar í nágrenninu hafa áhyggjur af börnum að leik á svæðinu en komið hefur verið fyrir dælum sem eiga að sjá til þess að vatnið verði ekki of djúpt.

Tveir þriðju vilja halda ESB-umsókn Íslands til streitu

Tæplega tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið svo hægt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöður viðræðnanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 63,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni vilja halda viðræðum áfram en 36,6 prósent vildu draga aðildarumsóknina til baka.

Þingmenn missa mánaðarlaun

Skuldaþjökuð stjórnvöld Grikklands ætla að leggja á nýjan eignaskatt auk þess sem allir kjörnir fulltrúar í landinu missa ein mánaðarlaun.

Segja rökræður mikilvægar umsóknarferli

„Umræðan hér á landi er mjög lífleg. Mjög evrópsk,“ sagði Cristian Dan Preda, Evrópuþingmaður og forsprakki sendinefndar Evrópuþingmanna sem sótti Ísland heim í vikunni. Preda lét þessi orð falla í samtali við Fréttablaðið eftir fund með fulltrúum Evrópusinna og Heimssýnar á föstudag.

Þjóðskrá í flokki þeirra bestu

„Þetta kemur okkur ánægjulega á óvart, við vissum að við værum til skoðunar en tilnefningin er framar okkar vonum,“ segir Haukur Ingibergsson, forstjóri Þjóðskrár Íslands.

Sonur Gaddafís farinn til Niger

APAl-Saadi, einn þriggja sona Múammars Gaddafí, er farinn frá Líbíu til Níger. Amadou Mourou, dómsmálaráðherra í Níger, staðfesti þetta í gær.

Skyldleikinn þykir ótvíræður

Tveggja milljón ára gömul bein úr lífveru sem líkist bæði öpum og mönnum virðist hafa verið einn af „týndu“ liðunum í þróun tegundanna frá öpum til manna.

Fréttir vikunnar: Fjölmenn Bieber-ganga og aldraður ökuþór

Vikan hófst með fréttum af ökumanni sem velti bifreið sinni á Hafnarfjarðarvegi. Í ljós kom að ökumenn höfðu att kappi á götum úti með fyrrgreindum afleiðingum. Daginn eftir kom svo í ljós að ökumaðurinn sem velti bílnum hafði verið 67 ára gamall. Ökuþórinn var meðal annars með göngugrind í bílnum. Málið var hið sorglegasta, ekki síst vegna þess að hundur sem var farþegi í bílnum drapst þegar bíllinn valt.

Saklausar myndir af börnum misnotaðar

Dæmi eru um að sakleysislegum myndum af börnum sem teknar eru í skóla- eða tómstundastarfi sé breytt og þær jafnvel teknar úr samhengi og birtar á ótengdum heimasíðum. Framkvæmdastjóri Heimila og skóla segir mikið leitað til samtakanna vegna slíkra mála.

Borgarbúar ósáttir við borgarstjórann

Borgarbúar eru ósáttir með störf Jóns Gnarr borgarstjóra í Reykjavík ef marka má nýja könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö. Rúm fjörutíu og sjö prósent segja Jón hafa staðið sig mjög eða frekar illa.

Húðlæknir vill banna viðvaningum að nota Bótox

Húðlæknirinn Baldur Tumi Baldursson vill banna fólki sem er ekki læknisfræðilega menntað að selja bótox-aðgerðir. Þetta kom fram í viðtali við Baldur Tuma í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Japanir syrgja líka

11. September 2011 markar ekki aðeins þau merku tímamót að áratugur er liðinn frá hryðjuverkunum í New York, heldur einnig að í dag eru nákvæmlega sex mánuðir liðnir síðan jarðskjálftinn skók jörðu í Japan og flóðbylgja skall á landinu með þeim afleiðingum að um 20 þúsund manns létust og eru týndir.

Sauðdrukkinn elgur með drykkjulæti í Svíþjóð

Svíinn Per Johansson, sem býr í smábænum Söru nærri Gautaborg, heyrði sérkennileg hljóð í vikunni. Hann fór út í garð og sá þá sauðdrukkinn elg sem hafði fest höfuðið á milli tveggja greina eplatrés.

Þrælar frelsaðir í Englandi

Lögreglan í Englandi bjargaði 24 þrælum úr haldi í morgun. Yfir hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem snéru að þrælahaldi í Bedfordskíri í Englandi.

Obama las upp úr Biblíunni

Minningarathöfn vegna hryðjuverkanna þann 11. september 2001 í New York fer nú fram. Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hélt ræðu fyrr í dag, þar sem hann las meðal annars upp úr biblíunni.

Um hundrað smáskjálfta vegna jarðhitarannsókna

Á annað hundrað jarðskjálfta hafa mælst frá miðnætti. Þar af um hundrað á Hellisheiðinni. Ástæðan fyrir þessari gríðarlegu aukningu jarðskjálfta á svæðinu eru vegna jarðhitarannsókna við Húsmúla á Hellisheiði. Allir skjálftarnir eru litlir að stærð og ólíklegt að nokkur finni fyrir þeim nema sá hinn sami sé nærri borholunni.

Tíu ár liðin frá hryðjuverkunum í New York - myndir

Í dag eru tíu ár liðin frá því að hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York. Hinna látnu verður minnst með minningarathöfn en ótti við aðra árás Al-Kaída hefur sett svip sinn á daginn.

Tíu látnir eftir sprengjutilræði í Afganistan

Tíu eru látnir eftir tvö sprengjutilræði í Afganistan í gær. Fyrri sprengjunni var komið fyrir á vegi í þorpi sem kallast Barmal. Þegar bíl var ekið á sprengjuna sprakk hún með þeim afleiðingum að tvær konur og fjórir karlar fórust. Níu til viðbótar særðust.

Hönnu Birnu var brugðið þegar hún sá könnunina

"Ég er þeirra skoðunar að það hafi verið rangt að ganga til þessara verkefna,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Þá var hún spurð hvort hún vildi draga aðildarumsókn að ESB til baka.

Fjórir handteknir grunaðir um hryðjuverk í Svíþjóð

Fjórir hafa verið handteknir í Svíþjóð grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk þar í landi. Samkvæmt fréttavef BBC þá var fólkið handtekið í Gautaborg í gærkvöldi. Áður hafði lögreglan meðal annars rýmt listamiðstöð í miðborg Gautaborgar þar sem meira en 400 manns voru samankomnir.

Sjá næstu 50 fréttir