Fleiri fréttir Fundað um hvalveiðar í Washington Fulltrúar íslenskra stjórnvalda funduðu í gær með bandaríska utanríkisráðuneytinu í Washington til að ræða hugsanlegar refsiaðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga. Obama Bandaríkjaforseti hefur frest þar til um næstu helgi til að tilkynna þinginu hvort að gripið verði til aðgerða. 10.9.2011 19:30 Veikur skipverji sóttur Þyrla Landhelgisgæslunni var kölluð út skömmu fyrir fjögur í dag vegna alvarlegra veikinda um borð í togara sem staddur var um 50 sjómílur Austur af landi. 10.9.2011 19:08 Verkfall félagsráðgjafa hefur áhrif á fjárhagsaðstoð Félagsráðgjafar hjá borginni ætla í verkfall eftir tvær vikur ef ekki tekist að klára kjarasamninga fyrir þann tíma. Þeir telja sig búa við lakari kjör en þeir sem sinna sambærilegum störfum hjá öðrum sveitarfélögum. Verkfallið myndi hafa áhrif á greiðslur fjárhagsaðstoðar til einstaklinga. 10.9.2011 19:00 Tæpur helmingur vill Hönnu Birnu Tæpur helmingur landsmanna vill sjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins samkvæmt könnun Capacent Gallups. Núverandi formaður nýtur margfalt minni stuðnings en flokksystir hans, bæði meðal almennra kjósenda og Sjálfstæðismanna. 10.9.2011 18:30 Hundruð ungmenna krefjast þess að Justin Bieber komi til landsins Fimm til sexhundruð aðdáendur poppstjörnunnar Justins Bieber, ganga nú fylktu liði frá Hlemmi niður á Lækjartorg. 10.9.2011 16:22 Bloggaði um flugáætlun forseta Bandaríkjanna Japanskur flugumferðastjóri hefur verið yfirheyrður vegna gruns um að hann hafi bloggað um flugáætlun flugvélar forseta Bandaríkjanna þegar hann kom í opinbera heimsókn til landsins í nóvember á síðasta ári. 10.9.2011 15:58 Kallaði svæðið í kringum Fukushima-verið „bæ dauðans“ Efnahags- og viðskiptaráðherra Japans, Yoshio Hachiro, sagði af sér í dag, aðeins tveimur vikum eftir að hann var skipaður ráðherra. Ástæðan er sú að hann kallaði svæðið í kringum Fukushima kjarnorkuverið „bæ dauðans". 10.9.2011 15:52 Kvíðalyf hugsanlega dánarorsökin Faðir söngkonunnar Amy Winehouse sagði í gær að kvíðalyf hefðu greinst í blóði hennar þegar hún lést en krufning hefur leitt í ljós að söngkonan, sem lést skyndilega aðeins 27 ára í sumar, hafi ekki látist úr ofneyslu fíkniefna, eins og margir bjuggust við. 10.9.2011 15:43 Varað við stórhættulegu mauki Matvælastofnun og landlæknir vara við frönskum matvælum vegna Clostridium botulinum. Um er að ræða ýmis frönsk mauk úr þurrkuðum tómötum, ólífur og möndlum. 10.9.2011 14:15 Obama skrifar í Fréttablaðið: Samvinna sem við þurfum á að halda "Þeir sem réðust á okkur 11. september vildu reka fleyg milli Bandaríkjanna og umheimsins. Þeim mistókst“. 10.9.2011 14:11 Á annað hundrað látnir eftir ferjuslys Á annað hundrað eru látnir og fjölmargra er enn saknað eftir að ferja sökk utan við strendur tansanísku eyjunnar Zanzibar í gærkvöldi. 10.9.2011 12:57 Ólafur Ragnar aldrei umdeildari Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur aldrei verið umdeildari en núna. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði en ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sýnir að innan við helmingur landsmanna vill að Ólafur bjóði sig aftur fram. 10.9.2011 12:55 Útilokar ekki að bjóða aftur upp á ókeypis tannlækningar Enn hafa ekki náðst samningar milli tannlækna og stjórnvalda vegna aukinnar niðurgreiðslu á tannlækningum barna. Velferðarráðherra útilokar ekki að bjóða aftur ókeypis tannlækningar að ári fyrir börn tekjulágra ef tannlæknar verða enn samningslausir. 10.9.2011 12:04 Jarðskjálfti á Hellisheiði Tveir tiltölulega stórir jarðskjálftar hafa mælst í dag. Annarsvegar mældist skjálfti upp á 2,5 á richter en upptök hans voru nærri Hellisheiðarvirkjun. 10.9.2011 11:50 Dagur gefur aftur kost á sér í varaformanninn Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg, hyggst gefa aftur kost á sér í embætti varaformans á landsfundi flokksins sem fer fram í október. 10.9.2011 11:31 Langflest börn fædd árið 2009 með pláss Öll börn fædd á árinu 2009 hafa fengið boð um leikskólapláss í Reykjavíkurborg á þessu ári. Þó til sé fermetrarými í sumum leikskólum til að taka við börnum þá hafa stöðugildi í leikskólum í sumum hverfum verið flutt til svo hægt sé að koma 2009 árganginum fyrir. 10.9.2011 11:00 Mikill öryggisviðbúnaður í New York Gríðarlegur öryggisviðbúnaður er í New York vegna þess að á morgun eru tíu ár liðin frá hryðjuverkunum þann 11. september árið 2001. 10.9.2011 10:15 Ráðist á ísraelskt sendiráð í Egyptalandi Hópur mótmælenda réðist að sendiráði Ísrael í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, í gærkvöldi og hefur sendiherrann, fjölskylda hans og aðrir starfsmenn sendiráðsins flúið land. 10.9.2011 10:05 Reyndi að stöðva slagsmál og var laminn fyrir vikið Ráðist var á karlmann fyrir utan skemmtistaðinn 800 bar á Selfossi um tvöleytið í nótt þegar hann reyndi að koma í veg fyrir slagsmál. 10.9.2011 10:02 „Vampíra“ handtekin fyrir líkamsárás Kona í Flórída var handtekin á föstudaginn eftir að hún réðst á eldri borgara og beit hann í andlitið. Sjálfur lýsti fórnarlambið, sem er 69 ára gamall karlmaður, því þannig fyrir lögreglu að hann hefði sofnað í hjólastjól undir skyggni á veitingastað til þess að skýla sér fyrir úrhellisrigningu. 10.9.2011 10:00 Ekið á meðvitundarlausan mann - ökumaður flýði af vettvangi Ökumaður fékk aðsvif undir stýri um fimm leytið í gærdag og missti við það stjórn á bifreið sinni og ók á kyrrstæða og mannlausa bifreið sem var í bifreiðastæði við Nóatún sunnan við Skipholt. 10.9.2011 09:24 Keyrði á ljósastaur og reyndi að flýja á tveimur jafnfljótum Átta voru teknir fyrir ölvunar- og vímuefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þar af gistu tveir karlmenn fangageymslur lögreglunnar. 10.9.2011 09:21 52% vilja Ólaf ekki í framboð Tæplega helmingur landsmanna vill að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefi kost á sér fyrir fimmta kjörtímabilið í forsetakosningum sem fara fram á næsta ári, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 47,6 prósent þeirra sem afstöðu taka í könnuninni vilja að Ólafur Ragnar bjóði sig fram að nú, en 52,4 prósent eru því andvíg. 10.9.2011 08:00 Óviss stuðningur nýrra vina Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur segir afstöðuna til forsetans, sem fram kemur í könnun Fréttablaðsins, ekki koma á óvart. Forsetinn hafi aflað sér margra vina í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki með notkuninni á málskotsréttinum, en eignast óvini í eigin röðum. Þessi hlutföll þurfi því ekki að koma á óvart, þjóðin skiptist til helminga í afstöðu til hans. „Hann er hins vegar umdeildur og hvergi nærri víst að það sé á vísan að róa ákveði hann að fara fram.“ 10.9.2011 08:00 Börn verða að læra að fara með peninga „Fólk sem tekur lán til að greiða upp eldri lán er ekki með stjórn á fjármálum sínum. Þetta virðist algengt hér á landi,“ segir dr. Adele Atkinson, sérfræðingur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 10.9.2011 07:00 Furðar sig á töfum málsins Samningar hafa ekki tekist um sölu á eftirstandandi eignum þrotabús útgerðarfyrirtækisins Eyrarodda á Flateyri. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish, sem lagði fram tilboð í eignirnar í ágúst, segir furðu sæta að niðurstaða sé ekki komin í málið. Ekki náðist í skiptastjóra Eyrarodda í gær. 10.9.2011 06:00 Segja samkynhneigð synd og fá ekki styrk „Reglurnar bitna á okkur því við höfum þá skoðun að samlíf samkynhneigðra sé ekki gott og hollt fyrir okkur," segir Friðrik Schram, safnaðarprestur Íslensku Kristskirkjunnar, sem fær ekki fyrirhugaðan fjárstyrk frá Reykjavíkurborg vegna skoðana safnaðarins á samkynhneigð. 10.9.2011 05:00 Náttúran fær sömu réttindi og mannfólkið Yfirvöld í Bólivíu hafa lagt fram lagafrumvarp sem mun veita náttúrunni sömu réttindi og manneskju. Lögin bera heitið „Lögmál Móður jarðar“ og er þetta í fyrsta sinn sem svo róttækar breytingar eru lagðar fram í heiminum er varða náttúruvernd. Þetta kemur fram á vef Guardian. 10.9.2011 05:00 Átök hafa harðnað á ný í Líbíu Stuðningsmenn Múammars Gaddafí skutu í gær flugskeytum frá borginni Bani Walid að hersveitum uppreisnarmanna, sem hafa dögum saman hótað því að ráðast á borgina. Uppreisnarherinn, sem hefur að mestu náð völdum í landinu, hafði gefið stuðningsmönnum fyrri stjórnar frest til dagsins í dag til að gefast upp. 10.9.2011 04:00 Þolinmæði lögreglumanna er á þrotum Lögreglumenn á Suðurnesjum segja þolinmæði stéttarinnar vegna kjaramála á þrotum. Lögreglumenn hafa verið með lausa kjarasamninga í 283 daga. 10.9.2011 04:00 Unglingur bætist í hóp ákærðu Réttarhöldin í handrukkunarmálinu gegn tveimur liðsmönnum vélhjólagengisins Black Pistons tóku óvænta stefnu í gær þegar halda átti áfram aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í ljós kom að fórnarlambið hafði bendlað þriðja manninn við hrottafengna árás á sig og hefur ákæra verið gefið út á hendur honum vegna málsins. Þriðji maðurinn er rétt tæplega sautján ára, og var áður á lista yfir vitni í málinu. Vitað var að hann hefði verið viðstaddur árásina á heimili eins hinna ákærðu, Ríkharðs Júlíusar Ríkharðssonar, forsprakka Black Pistons. 10.9.2011 03:15 Tígur í ástarflækju drepinn Kvenkyns tígrisdýr drap vin sinn í dýragarði í Texas í gær. Afbrýðissemi, sem svokallaður ástarþríhyrningur leiddi af sér, er kennt um að sögn Reuters. Það var þriggja ára malasíutígur sem heitir Seri sem drap sex ára gamlan tígur, sem kallaður var Wzui, um klukkan fjögurleytið í gær að staðartíma í El Paso dýragarðinum. 9.9.2011 22:57 Misheppnaðar löggur og lögfræðingar "Þetta er þessi lögfræðingur sem ætlar að tækla allt á amerískan hátt. Af því að hann veit ekki hvernig réttarkerfið er að virka nema úr bíómyndum. Það var þessi týpa sem eru í þessum þætti. Við erum að leika löggur sem eru alveg að misskilja,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson, einn af þeim sem standa að baki Mið-Ísland þáttunum sem verða sýndir á Stöð 2 í vetur. 9.9.2011 20:58 Biður Bandaríkjamenn um að vera vakandi "Við biðjum milljónir New York búa og Bandaríkjamanna um að hafa augun og eyrun hjá sér,“ segir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún segir að það séu al-Qaeda samtökin sem séu að baki hryðjuverkaógnum sem steðja að Bandaríkjunum nú þegar 10 ár eru liðin frá árásunum þann 11. september 2001. 9.9.2011 19:50 Fylgi ríkisstjórnarinnar hríðfellur Fylgi við ríkisstjórnina hríðfellur en aðeins um fjórðungur landsmanna styður hana samkvæmt nýrri könnun Vísis, Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. 9.9.2011 18:32 Enginn ætti að þurfa að hugleiða sjálfsvíg Fjögurra barna faðir, sem missti son sinn þegar hann fyrirfór sér, segir sjálfsvígið hafa skilið eftir margar spurningar og sektarkennd. Forvarnir gegn sjálfsvígum séu mikilvægar því engum eigi að líða svo illa að hann vilji ekki lifa. Benedikt Guðmundsson þekkir af eigin raun áhrif sjálfsvíga. Hann missti son sinn fyrir rúmum fimm árum. Hann var tuttugu og eins árs og segir Benedikt að það hafi verið mikið högg fyrir fjölskylduna. ,, Þetta skilur eftir margar spurningar og sektarkenndin og allt sem kemur í kjölfarið og allar spurningarnar. Þetta er nánast óbærilegt." 9.9.2011 18:54 Snarpur skjálfti í Kanada Jarðskjálfti upp á 6,4 á Richter skók Vancouver eyjur í Kanada um tuttugu mínútur í átta í kvöld að íslenskum tími. Upptök skjálftans eru um 290 kílómetrum frá borginni Vancouver, segir á fréttavef BBC. Skjálftinn varð á 23 kílómetra dýpi. 9.9.2011 21:29 Forsætisráðherra ætlar að funda með forseta vegna gagnrýni hans Forsætisráðherra ætlar að eiga orð við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands vegna gagnrýni hans á ríkisstjórnina í erlendum fjölmiðlum. Hún segir fráleitt að ríkisstjórnin hafi látið beygja sig í Icesave-málinu. 9.9.2011 19:14 Sameiningin snýst ekki um Jón Bjarnason Forsætisráðherra segir fyrirhugaða sameiningu ráðuneyta ekki snúast um Jón Bjarnason heldur um að bæta stjórnarhætti. Hún segir það óskynsamlegt af honum að vera andsnúinn sameiningunni. 9.9.2011 19:04 Faðir tólf ára stúlku stefnir Facebook Faðir frá Norður-Írlandi hefur höfðað mál gegn samskiptasíðunni Facebook. Ástæðan: Tólf ára dóttir hans neitar að hætta að birta myndir af sér í kynferðislegum stellingum. 9.9.2011 17:00 Jóhanna sækist eftir áframhaldandi formennsku Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun bjóða sig fram aftur til formanns Samfylkingarinnar á landsþingi flokksins sem fram fer í næsta mánuði. Jóhanna tilkynnti þetta í pósti sem hún sendi flokksmönnum í Samfylkingunni í dag. 9.9.2011 16:48 Yfirgnæfandi meirihluti samþykkir verkfallsboðun Allsherjarverkfall hjá félagsráðgjöfum hjá Reykjavíkurborg vofir yfir. Kosning um boðun verkfallsins fór fram dagana 7. - 9 . september og í tilkynningu frá Félagsráðgjafafélagi Íslands segir að 83% félagsmanna hafi greitt atkvæði og af þeim 94% verfallsboðun. 9.9.2011 15:38 Hafa áhyggjur af gervihnetti sem er á leið til jarðar NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna segist hafa áhyggjur af stórum gervihnetti sem innan skamms mun falla til jarðar. Stofnunin segir þó litlar líkur á því að fólk verði fyrir braki úr hnettinum. Gervihnötturinn er tuttugu ára gamall og var honum ætlað að kanna efri hluta andrúmsloftsins sem umlykur jörðina. 9.9.2011 15:18 Vinnuslys við Búðarhálsvirkjun Vinnuslys varð í Búðarhálsvirkjun í dag. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli skart starfsmaður þar við vinnu sína. Lögregla of sjúkralið fór á staðinn en maðurinn reyndist ekki alvarlega slasaður. 9.9.2011 15:08 Borgarafundur í Iðnó um stjórnarskrármálið Hreyfingin stendur fyrir borgarafundi á mánudagskvöldið um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Á fundinum verður spurt: „Viljum við að þjóðin fái að kjósa um tillöguna áður en Alþingi taki hana til efnislegrar meðferðar, svo vilji þjóðarinnar fari ekki á milli mála?“ 9.9.2011 14:49 Sjá næstu 50 fréttir
Fundað um hvalveiðar í Washington Fulltrúar íslenskra stjórnvalda funduðu í gær með bandaríska utanríkisráðuneytinu í Washington til að ræða hugsanlegar refsiaðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga. Obama Bandaríkjaforseti hefur frest þar til um næstu helgi til að tilkynna þinginu hvort að gripið verði til aðgerða. 10.9.2011 19:30
Veikur skipverji sóttur Þyrla Landhelgisgæslunni var kölluð út skömmu fyrir fjögur í dag vegna alvarlegra veikinda um borð í togara sem staddur var um 50 sjómílur Austur af landi. 10.9.2011 19:08
Verkfall félagsráðgjafa hefur áhrif á fjárhagsaðstoð Félagsráðgjafar hjá borginni ætla í verkfall eftir tvær vikur ef ekki tekist að klára kjarasamninga fyrir þann tíma. Þeir telja sig búa við lakari kjör en þeir sem sinna sambærilegum störfum hjá öðrum sveitarfélögum. Verkfallið myndi hafa áhrif á greiðslur fjárhagsaðstoðar til einstaklinga. 10.9.2011 19:00
Tæpur helmingur vill Hönnu Birnu Tæpur helmingur landsmanna vill sjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins samkvæmt könnun Capacent Gallups. Núverandi formaður nýtur margfalt minni stuðnings en flokksystir hans, bæði meðal almennra kjósenda og Sjálfstæðismanna. 10.9.2011 18:30
Hundruð ungmenna krefjast þess að Justin Bieber komi til landsins Fimm til sexhundruð aðdáendur poppstjörnunnar Justins Bieber, ganga nú fylktu liði frá Hlemmi niður á Lækjartorg. 10.9.2011 16:22
Bloggaði um flugáætlun forseta Bandaríkjanna Japanskur flugumferðastjóri hefur verið yfirheyrður vegna gruns um að hann hafi bloggað um flugáætlun flugvélar forseta Bandaríkjanna þegar hann kom í opinbera heimsókn til landsins í nóvember á síðasta ári. 10.9.2011 15:58
Kallaði svæðið í kringum Fukushima-verið „bæ dauðans“ Efnahags- og viðskiptaráðherra Japans, Yoshio Hachiro, sagði af sér í dag, aðeins tveimur vikum eftir að hann var skipaður ráðherra. Ástæðan er sú að hann kallaði svæðið í kringum Fukushima kjarnorkuverið „bæ dauðans". 10.9.2011 15:52
Kvíðalyf hugsanlega dánarorsökin Faðir söngkonunnar Amy Winehouse sagði í gær að kvíðalyf hefðu greinst í blóði hennar þegar hún lést en krufning hefur leitt í ljós að söngkonan, sem lést skyndilega aðeins 27 ára í sumar, hafi ekki látist úr ofneyslu fíkniefna, eins og margir bjuggust við. 10.9.2011 15:43
Varað við stórhættulegu mauki Matvælastofnun og landlæknir vara við frönskum matvælum vegna Clostridium botulinum. Um er að ræða ýmis frönsk mauk úr þurrkuðum tómötum, ólífur og möndlum. 10.9.2011 14:15
Obama skrifar í Fréttablaðið: Samvinna sem við þurfum á að halda "Þeir sem réðust á okkur 11. september vildu reka fleyg milli Bandaríkjanna og umheimsins. Þeim mistókst“. 10.9.2011 14:11
Á annað hundrað látnir eftir ferjuslys Á annað hundrað eru látnir og fjölmargra er enn saknað eftir að ferja sökk utan við strendur tansanísku eyjunnar Zanzibar í gærkvöldi. 10.9.2011 12:57
Ólafur Ragnar aldrei umdeildari Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur aldrei verið umdeildari en núna. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði en ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sýnir að innan við helmingur landsmanna vill að Ólafur bjóði sig aftur fram. 10.9.2011 12:55
Útilokar ekki að bjóða aftur upp á ókeypis tannlækningar Enn hafa ekki náðst samningar milli tannlækna og stjórnvalda vegna aukinnar niðurgreiðslu á tannlækningum barna. Velferðarráðherra útilokar ekki að bjóða aftur ókeypis tannlækningar að ári fyrir börn tekjulágra ef tannlæknar verða enn samningslausir. 10.9.2011 12:04
Jarðskjálfti á Hellisheiði Tveir tiltölulega stórir jarðskjálftar hafa mælst í dag. Annarsvegar mældist skjálfti upp á 2,5 á richter en upptök hans voru nærri Hellisheiðarvirkjun. 10.9.2011 11:50
Dagur gefur aftur kost á sér í varaformanninn Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg, hyggst gefa aftur kost á sér í embætti varaformans á landsfundi flokksins sem fer fram í október. 10.9.2011 11:31
Langflest börn fædd árið 2009 með pláss Öll börn fædd á árinu 2009 hafa fengið boð um leikskólapláss í Reykjavíkurborg á þessu ári. Þó til sé fermetrarými í sumum leikskólum til að taka við börnum þá hafa stöðugildi í leikskólum í sumum hverfum verið flutt til svo hægt sé að koma 2009 árganginum fyrir. 10.9.2011 11:00
Mikill öryggisviðbúnaður í New York Gríðarlegur öryggisviðbúnaður er í New York vegna þess að á morgun eru tíu ár liðin frá hryðjuverkunum þann 11. september árið 2001. 10.9.2011 10:15
Ráðist á ísraelskt sendiráð í Egyptalandi Hópur mótmælenda réðist að sendiráði Ísrael í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, í gærkvöldi og hefur sendiherrann, fjölskylda hans og aðrir starfsmenn sendiráðsins flúið land. 10.9.2011 10:05
Reyndi að stöðva slagsmál og var laminn fyrir vikið Ráðist var á karlmann fyrir utan skemmtistaðinn 800 bar á Selfossi um tvöleytið í nótt þegar hann reyndi að koma í veg fyrir slagsmál. 10.9.2011 10:02
„Vampíra“ handtekin fyrir líkamsárás Kona í Flórída var handtekin á föstudaginn eftir að hún réðst á eldri borgara og beit hann í andlitið. Sjálfur lýsti fórnarlambið, sem er 69 ára gamall karlmaður, því þannig fyrir lögreglu að hann hefði sofnað í hjólastjól undir skyggni á veitingastað til þess að skýla sér fyrir úrhellisrigningu. 10.9.2011 10:00
Ekið á meðvitundarlausan mann - ökumaður flýði af vettvangi Ökumaður fékk aðsvif undir stýri um fimm leytið í gærdag og missti við það stjórn á bifreið sinni og ók á kyrrstæða og mannlausa bifreið sem var í bifreiðastæði við Nóatún sunnan við Skipholt. 10.9.2011 09:24
Keyrði á ljósastaur og reyndi að flýja á tveimur jafnfljótum Átta voru teknir fyrir ölvunar- og vímuefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þar af gistu tveir karlmenn fangageymslur lögreglunnar. 10.9.2011 09:21
52% vilja Ólaf ekki í framboð Tæplega helmingur landsmanna vill að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefi kost á sér fyrir fimmta kjörtímabilið í forsetakosningum sem fara fram á næsta ári, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 47,6 prósent þeirra sem afstöðu taka í könnuninni vilja að Ólafur Ragnar bjóði sig fram að nú, en 52,4 prósent eru því andvíg. 10.9.2011 08:00
Óviss stuðningur nýrra vina Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur segir afstöðuna til forsetans, sem fram kemur í könnun Fréttablaðsins, ekki koma á óvart. Forsetinn hafi aflað sér margra vina í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki með notkuninni á málskotsréttinum, en eignast óvini í eigin röðum. Þessi hlutföll þurfi því ekki að koma á óvart, þjóðin skiptist til helminga í afstöðu til hans. „Hann er hins vegar umdeildur og hvergi nærri víst að það sé á vísan að róa ákveði hann að fara fram.“ 10.9.2011 08:00
Börn verða að læra að fara með peninga „Fólk sem tekur lán til að greiða upp eldri lán er ekki með stjórn á fjármálum sínum. Þetta virðist algengt hér á landi,“ segir dr. Adele Atkinson, sérfræðingur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 10.9.2011 07:00
Furðar sig á töfum málsins Samningar hafa ekki tekist um sölu á eftirstandandi eignum þrotabús útgerðarfyrirtækisins Eyrarodda á Flateyri. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish, sem lagði fram tilboð í eignirnar í ágúst, segir furðu sæta að niðurstaða sé ekki komin í málið. Ekki náðist í skiptastjóra Eyrarodda í gær. 10.9.2011 06:00
Segja samkynhneigð synd og fá ekki styrk „Reglurnar bitna á okkur því við höfum þá skoðun að samlíf samkynhneigðra sé ekki gott og hollt fyrir okkur," segir Friðrik Schram, safnaðarprestur Íslensku Kristskirkjunnar, sem fær ekki fyrirhugaðan fjárstyrk frá Reykjavíkurborg vegna skoðana safnaðarins á samkynhneigð. 10.9.2011 05:00
Náttúran fær sömu réttindi og mannfólkið Yfirvöld í Bólivíu hafa lagt fram lagafrumvarp sem mun veita náttúrunni sömu réttindi og manneskju. Lögin bera heitið „Lögmál Móður jarðar“ og er þetta í fyrsta sinn sem svo róttækar breytingar eru lagðar fram í heiminum er varða náttúruvernd. Þetta kemur fram á vef Guardian. 10.9.2011 05:00
Átök hafa harðnað á ný í Líbíu Stuðningsmenn Múammars Gaddafí skutu í gær flugskeytum frá borginni Bani Walid að hersveitum uppreisnarmanna, sem hafa dögum saman hótað því að ráðast á borgina. Uppreisnarherinn, sem hefur að mestu náð völdum í landinu, hafði gefið stuðningsmönnum fyrri stjórnar frest til dagsins í dag til að gefast upp. 10.9.2011 04:00
Þolinmæði lögreglumanna er á þrotum Lögreglumenn á Suðurnesjum segja þolinmæði stéttarinnar vegna kjaramála á þrotum. Lögreglumenn hafa verið með lausa kjarasamninga í 283 daga. 10.9.2011 04:00
Unglingur bætist í hóp ákærðu Réttarhöldin í handrukkunarmálinu gegn tveimur liðsmönnum vélhjólagengisins Black Pistons tóku óvænta stefnu í gær þegar halda átti áfram aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í ljós kom að fórnarlambið hafði bendlað þriðja manninn við hrottafengna árás á sig og hefur ákæra verið gefið út á hendur honum vegna málsins. Þriðji maðurinn er rétt tæplega sautján ára, og var áður á lista yfir vitni í málinu. Vitað var að hann hefði verið viðstaddur árásina á heimili eins hinna ákærðu, Ríkharðs Júlíusar Ríkharðssonar, forsprakka Black Pistons. 10.9.2011 03:15
Tígur í ástarflækju drepinn Kvenkyns tígrisdýr drap vin sinn í dýragarði í Texas í gær. Afbrýðissemi, sem svokallaður ástarþríhyrningur leiddi af sér, er kennt um að sögn Reuters. Það var þriggja ára malasíutígur sem heitir Seri sem drap sex ára gamlan tígur, sem kallaður var Wzui, um klukkan fjögurleytið í gær að staðartíma í El Paso dýragarðinum. 9.9.2011 22:57
Misheppnaðar löggur og lögfræðingar "Þetta er þessi lögfræðingur sem ætlar að tækla allt á amerískan hátt. Af því að hann veit ekki hvernig réttarkerfið er að virka nema úr bíómyndum. Það var þessi týpa sem eru í þessum þætti. Við erum að leika löggur sem eru alveg að misskilja,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson, einn af þeim sem standa að baki Mið-Ísland þáttunum sem verða sýndir á Stöð 2 í vetur. 9.9.2011 20:58
Biður Bandaríkjamenn um að vera vakandi "Við biðjum milljónir New York búa og Bandaríkjamanna um að hafa augun og eyrun hjá sér,“ segir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún segir að það séu al-Qaeda samtökin sem séu að baki hryðjuverkaógnum sem steðja að Bandaríkjunum nú þegar 10 ár eru liðin frá árásunum þann 11. september 2001. 9.9.2011 19:50
Fylgi ríkisstjórnarinnar hríðfellur Fylgi við ríkisstjórnina hríðfellur en aðeins um fjórðungur landsmanna styður hana samkvæmt nýrri könnun Vísis, Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. 9.9.2011 18:32
Enginn ætti að þurfa að hugleiða sjálfsvíg Fjögurra barna faðir, sem missti son sinn þegar hann fyrirfór sér, segir sjálfsvígið hafa skilið eftir margar spurningar og sektarkennd. Forvarnir gegn sjálfsvígum séu mikilvægar því engum eigi að líða svo illa að hann vilji ekki lifa. Benedikt Guðmundsson þekkir af eigin raun áhrif sjálfsvíga. Hann missti son sinn fyrir rúmum fimm árum. Hann var tuttugu og eins árs og segir Benedikt að það hafi verið mikið högg fyrir fjölskylduna. ,, Þetta skilur eftir margar spurningar og sektarkenndin og allt sem kemur í kjölfarið og allar spurningarnar. Þetta er nánast óbærilegt." 9.9.2011 18:54
Snarpur skjálfti í Kanada Jarðskjálfti upp á 6,4 á Richter skók Vancouver eyjur í Kanada um tuttugu mínútur í átta í kvöld að íslenskum tími. Upptök skjálftans eru um 290 kílómetrum frá borginni Vancouver, segir á fréttavef BBC. Skjálftinn varð á 23 kílómetra dýpi. 9.9.2011 21:29
Forsætisráðherra ætlar að funda með forseta vegna gagnrýni hans Forsætisráðherra ætlar að eiga orð við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands vegna gagnrýni hans á ríkisstjórnina í erlendum fjölmiðlum. Hún segir fráleitt að ríkisstjórnin hafi látið beygja sig í Icesave-málinu. 9.9.2011 19:14
Sameiningin snýst ekki um Jón Bjarnason Forsætisráðherra segir fyrirhugaða sameiningu ráðuneyta ekki snúast um Jón Bjarnason heldur um að bæta stjórnarhætti. Hún segir það óskynsamlegt af honum að vera andsnúinn sameiningunni. 9.9.2011 19:04
Faðir tólf ára stúlku stefnir Facebook Faðir frá Norður-Írlandi hefur höfðað mál gegn samskiptasíðunni Facebook. Ástæðan: Tólf ára dóttir hans neitar að hætta að birta myndir af sér í kynferðislegum stellingum. 9.9.2011 17:00
Jóhanna sækist eftir áframhaldandi formennsku Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun bjóða sig fram aftur til formanns Samfylkingarinnar á landsþingi flokksins sem fram fer í næsta mánuði. Jóhanna tilkynnti þetta í pósti sem hún sendi flokksmönnum í Samfylkingunni í dag. 9.9.2011 16:48
Yfirgnæfandi meirihluti samþykkir verkfallsboðun Allsherjarverkfall hjá félagsráðgjöfum hjá Reykjavíkurborg vofir yfir. Kosning um boðun verkfallsins fór fram dagana 7. - 9 . september og í tilkynningu frá Félagsráðgjafafélagi Íslands segir að 83% félagsmanna hafi greitt atkvæði og af þeim 94% verfallsboðun. 9.9.2011 15:38
Hafa áhyggjur af gervihnetti sem er á leið til jarðar NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna segist hafa áhyggjur af stórum gervihnetti sem innan skamms mun falla til jarðar. Stofnunin segir þó litlar líkur á því að fólk verði fyrir braki úr hnettinum. Gervihnötturinn er tuttugu ára gamall og var honum ætlað að kanna efri hluta andrúmsloftsins sem umlykur jörðina. 9.9.2011 15:18
Vinnuslys við Búðarhálsvirkjun Vinnuslys varð í Búðarhálsvirkjun í dag. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli skart starfsmaður þar við vinnu sína. Lögregla of sjúkralið fór á staðinn en maðurinn reyndist ekki alvarlega slasaður. 9.9.2011 15:08
Borgarafundur í Iðnó um stjórnarskrármálið Hreyfingin stendur fyrir borgarafundi á mánudagskvöldið um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Á fundinum verður spurt: „Viljum við að þjóðin fái að kjósa um tillöguna áður en Alþingi taki hana til efnislegrar meðferðar, svo vilji þjóðarinnar fari ekki á milli mála?“ 9.9.2011 14:49