Fleiri fréttir

Sendiherra Ísraels í Tyrklandi sendur heim

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa ákveðið að reka sendiherra Ísraela úr landi. Ástæðan er ný skýrsla sem Sameinuðu þjóðirnar létu vinna þar sem árás ísraelskra hermanna á skipalest stuðningsmanna Palestínu en skipin voru á leið til Gaza strandar í maí 2010 þegar á þau var ráðist.

Ætlaði að ræna verslun en fann engan starfsmann

Rétt tæplega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir vopnuð rán og þjófnað. Maðurinn er meðal annars sakaður um að hafa rænt verslun 10-11 í Grímsbæ í desember á síðasta ári vopnaður hnífi. Maðurinn hafði rúmar fimmtán þúsund krónur upp úr krafsinu auk sígarettupakka samkvæmt ákærunni.

Vill taka upp evru til þess að losna við verðtryggingu

Formaður efnahags- og skattanefndar vill taka upp evru til að losna við verðtrygginguna. Hagfræðingur hjá Seðlabankanum telur að afnám verðtryggingarinnar nú myndi fela í sér hærri raunvexti til lántaka en nú er.

Öflugur jarðskjálfi undan ströndum Alaska

Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út á Aleutian eyjum undan strönd Alaska en jarðskjálfti, 7,1 á Richter reið þar yfir í dag. Að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar hafa engar fregnir borist af manntjóni eða skemmdum af völdum skjálftans. Eyjurnar eru alls um 300 talsins og mjög strjálbýlar, þar búa um það bil átta þúsund manns. Í júní síðastliðnum reið svipað stór skjálfti yfir eyjarnar án þess að valda tjóni.

Húsavíkurflug hefst á ný eftir langt hlé

Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Húsavíkur næsta vor. Þrettán ár eru liðin frá því Flugfélag Íslands hætti Húsavíkurflugi en síðan hélt Mýflug uppi áætlunarflugi þangað um tveggja ára skeið en hætti árið 2000.

Kuupik Kleist á leiðinni til landsins

Kuupik Kleist, formaður grænlensku landstjórnarinnar, kemur í opinbera heimsókn til Íslands mánudag, 5. september til 7. september samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.

Hundruð krossa á Austurvelli

Búið er að reka niður á annað hundrað krossa á grasinu fyrir framan Alþingi á Austurvelli. Um er að ræða mótæli á vegum heimavarnarliðsins, þess sama og stóð vörð fyrir utan heimili í Breiðagerði á dögunum.

Skattur á rafbækur og tónlist stórlækkaður

Efnahagsskattanefnd samþykkti í morgun að leggja til að lækka virðisaukaskatt á rafbækur og tónlist á netinu. Hingað til hefur skatturinn verið 25 prósent en verði tillagan samþykkt lækkar skatturinn niður í 7 prósent.

Ferðamálafrömuðir fyrir norðan fagna áformum Nubo

Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi fagnar áformum kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo að stefna að uppbyggingu í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Nubo vill, eins og frægt er orðið, reisa glæsilegt hótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Í yfirlýsingu frá markaðsstofunni segir að öll ný fjárfesting í ferðaþjónustu sem fellur að lögum og reglum og fylgir markmiðum um sjálfbæra nýtingu og umhverfisvæna ferðaþjónustu sé af hinu góða.

Sængurverasett með liðinu þínu

Nú er hægt að kaupa sænguverasett með sínu íslenska íþróttafélagi. Það er Hagkaup sem lét framleiða fyrir sig um tíu þúsund eintök af settunum með einkennismerki og lit níu íþróttafélaga.

Þingfundir hefjast í dag eftir sumarleyfi

Þingfundir hefjast að nýju á Alþingi í dag klukkan hálfellefu að loknu sumarleyfi. Þingið mun starfa næstu tvær vikurnar en hlé var gert á 139. löggjafarþingi í sumar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur þingstörf með munnlegri skýrslu um stöðuna í efnahags- og atvinnumálum og að henni lokinni taka við umræður um skýrsluna.

Skallinn úr sögunni?

Þeir sem eru byrjaðir að fá há kollvik ættu ekki að örvænta því samkvæmt nýrri rannsókn er búið að finna lausnina við hármissi.

Borgaði partýhaldara fyrir að þegja

Ítalskur kaupsýslumaður hefur verið handtekinn ásamt eignkonu sinni fyrir að hafa tekið við greiðslu frá Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í tengslum við ásaknir á hendur honum um að hafa hitt vændiskonur.

Líklegri til að fá krabbamein

Slökkviliðsmenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðum í New York þann 11. september árið 2001, eru nítján prósent líklegri til að þróa með sér krabbamein nú tíu árum eftir hryðjuverkaárásina.

50 cent heimsótti krakka sem voru í Útey

Rapparinn 50 Cent hitti í gær nokkur ungmenni sem lifðu af skotárásina í Útey í júlí síðastliðnum. Ungmennin eru, sem kunnugt er, enn að jafna sig eftir voðaverkin.

Mun fá nafnið Lee eða Maria

Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna fylgist nú grannt með gangi mála í Mexíkóflóa en þar hefur lægð myndast síðustu daga.

Beit lögreglukonu í gegnum hanskann

Lögreglukona var bitin í höndina þegar hún var að setja konu í fangaklefa á Hverfisgötu nú undir morgun. Konan brást illa við handtökunni og beit frá sér, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra.

Fjöldi undanþága veittur

Innanríkisráðuneytið, áður dómsmálaráðuneytið, hefur frá árinu 2007 veitt 24 undanþágur frá banni við því að aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins kaupi fasteignir og lóðir hér á landi.

Ánægjuleg þróun

„Það er mjög ánægjulegt að þessi þróun heldur áfram, heildarendurheimtuhorfurnar batna og fé kemur hraðar inn þannig að handbært fé er orðið umtalsvert," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans.

Bretar og Hollendingar fá allt til baka

"Þetta eru afskaplega góð tíðindi. Þetta sýnir að þær breytingar sem við gengumst fyrir í hruninu með neyðarlögunum, þegar innstæðum var skapaður forgangur, munu leiða til þess að innstæðueigendur í Bretlandi og Hollandi fái allt sitt til baka, jafnvel þó að þeir hafi verið með innstæður umfram það sem innstæðutryggingarkerfið átti að tryggja,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans.

Icesave ætti að vera úr sögunni

„Það er mjög jákvætt ef þetta verður niðurstaðan og eignirnar duga fyrir öllum forgangskröfum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans.

Áætlaður kostnaður við laugarnar 320 milljónir

Framkvæmdir við endurgerð sundlauganna í Reykjavík eru hafnar og er áætlaður kostnaður nú kominn upp í 320 milljónir króna eftir endurskoðaða fjárhagsáætlun frá 30. júní. Í apríl síðastliðnum kom fram að áætlaður kostnaður yrði um 275 milljónir króna, en þó var gert ráð fyrir 500 milljónum í framkvæmdirnar í upphaflegri fjárhagsáætlun 2011. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Samsetning bóta til skoðunar

Samsetning bóta til fórnarlamba ofbeldis er nú til skoðunar í innanríkisráðuneytinu. Til þess að breyta samsetningu bótanna þarf að breyta lögum, að sögn Höllu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra.

Þjóðverjar fari frekar en Grikkir

Sautján Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði lýstu því yfir nýverið að evrusvæðið muni lifa af skuldakreppu Grikkja og fleiri nauðstaddra evruríkja.

Leyfðu gróf mannréttindabrot

Thomas Hammarberg, mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins, gagnrýnir stjórnvöld margra Evrópuríkja harðlega fyrir aðgerðir þeirra í svonefndri baráttu gegn hryðjuverkum.

Aðstoða uppreisnarmenn

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) munu taka forystu í málefnum Líbíu og munu aðstoða uppreisnarmenn í landinu eftir föngum. Þetta kom fram í máli Bans Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ, á alþjóðlegri ráðstefnu í París, þar sem leiðtogar sextíu ríkja hittust til að ræða framtíð Líbíu.

Svar Seðlabankans ekki fullnægjandi

Hagsmunasamtök heimilanna telja svör Seðlabankans sem hann sendi frá sér á þriðjudaginn ekki fullnægjandi. Bankinn hafi ekki getað bent á eina skýra lagaheimild fyrir reglum sínum um framkvæmd verðtryggingar.

Íslenski barinn rýmdur vegna piparúðadólgs

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að reykræsta Íslenska barinn á Pósthússtræti nú í kvöld eftir að einhver óprúttinn aðili sprautaði piparúða inni á staðnum.

Fæddi barn í millilandaflugi

Frönsk kona eignaðist barn í flugvél sem var á leiðinni frá Mílanó á Ítalíu til Parísar í Frakklandi í gær samkvæmt fréttavefnum ansa.it.

Enginn hermaður drepinn í Írak í ágúst

Nýliðinn ágúst mánuður er fyrsti mánuðurinn sem enginn bandarískur hermaður lét lífið í stríðinu í Írak frá því Bandaríkin réðust inn í landið í mars árið 2003.

Hundur hljóp á bíl

Sérkennilegt umferðaróhapp varð klukkan hálf sex í dag þegar stór hundur hljóp á bifreið á Holtavegi. Bíllinn var á leiðinni norður þegar hundurinn hljóp á faratækið samkvæmt upplýsingum frá Árekstur.is, en nánari tildrög slyssins liggja ekki fyrir.

Nýr leki í pípunum hjá Wikileaks

Wikileaks setti í gær rúmlega 500 megabita skjalapakka inná torrent síður. Skjalapakkinn er sagður innihalda áður óbirt skjöl. Pakkinn er hins vegar ramm-dulkóðaður og þó þúsundir manna hafi sótt hann á netinu getur enginn komist inn í hann. Wikileaks hefur tilkynnt að þegar fram líða stundir muni þeir birta lykilorð sem opnar pakkann á heimasíðu sinni.

Íslensk ungmenni norðurlandameistarar í kannabisneyslu

Margt bendir til þess að marijúananeysla unglinga fari vaxandi hér á landi að sögn forvarnarfulltrúa. Framboð á marijúana hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum en tæplega fjórðungur íslenskra ungmenna hefur prófað efnið.

Sterkur skjálfti skammt frá Goðabungu

Tveir skjálftar mældust skammt frá Goðabungu við Mýrdalsjökul skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Annarsvegar mældist skjálfti upp á 3,2 á richter en upptök hans voru 3,5 kílómetrar Norð-Austur af Goðabungu.

Vilja gera Hvalfjörð að útivistarperlu borgarbúa

Skógræktarfélögin vilja gera Hvalfjörð að næstu útivistarperlu borgarbúa og hafa í því skyni falast eftir því að kaupa jörðina Hvammsvík af Orkuveitu Reykjavíkur. Hartnær fjörutíu ár eru liðin frá því skógræktarfélög keyptu jörðina Fossá og hófu þar gróðursetningu trjáplantna.

Saka fjármálafyrirtækin um villandi upplýsingar

Hagsmunasamtök heimilanna saka fjármálafyrirtækin um að leggja fram villandi upplýsingar um afskriftir lána. Af rúmlega hundrað og fjörtíu milljörðum sem fjármálafyrirtækin flokka sem afskriftir eru hundrað og tuttugu tilkomnir vegna gengistryggðra lána.

Sjá næstu 50 fréttir