Fleiri fréttir

Japönsk flóðbylgja varð Bandaríkjamanni að bana

Líkama 25 ára karlmanns skolaði á land í Oregon í Bandaríkjunum í vikunni. Í ljós kom að maðurinn var ljósmyndari sem var að mynda flóðbylgjuna frá Japan, sem skall á ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum, þegar hún hrifsaði hann með sér á haf út.

Mubarak og synir í gæsluvarðahald

Hosni Mubarak, fyrrverandi leiðtogi Egyptalands, hefur verið úrskurðaður í fimmtán daga gæsluvarðhald ásamt sonum sínum tveimur. Þetta kom fram á Facebook-síðu egypska ríkissaksóknarans og New York Times greinir frá.

Heitt vatn flæddi yfir Rofabæinn - íbúi náði myndum

"Ég átti í fullu fangi við að bægja frá börnum sem þarna voru að hjóla. Þau voru frekar ráðvillt í þokunni," segir Ólöf Anna Ólafsdóttir, íbúi í Árbæ í Reykjavík, sem var rétt fyrir utan heimili sitt við gatnamót Rofabæjar og Bæjarbrautar þegar um 70 gráðu heitt vatn fór þar að flæða upp úr brunni á götunni. Mikil gufumyndun varð vegna þessa og skyggni slæmt. Eins og greint hefur verið frá varð tjón á mörgum heimilum í vestanverðum Árbænum í gærkvöldi þegar heitt vatn fór að leka þar úr lögnum. Ólöf Anna slapp við vatnsskemmdir á sínu heimili. Hún ætlar þó að sjá til þess að einhverj verði heima hjá henni hún klukkan tíu, eins og Orkuveita Reykjavíkur hefur mælst til, þegar kveikt verður aftur á vatni sem skrúfað var fyrir í gær. Hún var að koma heim um klukkan sjö í gærkvöldi þegar hún varð vatnslekans á götunni vör. Nokkur umferð var á svæðinu en Ólöf Anna einbeitti sér að því að halda ungmennum frá heita vatninu, svo og að taka myndir. Það var síðan um klukkustund síðar sem starfsmenn Orkuveitunnar mættu á staðinn.

Hryðjuverk reyndist rafmagnsbilun

Sprenging varð á strætisvagnastöð í Moskvu í gær. Óttast var í fyrstu að um hryðjuverkaárás hefði verið að ræða, en tólf létust í hryðjuverkaárás í Minsk í Hvíta Rússlandi á mánudaginn.

Vongóðir um að finna svarta kassann

Stél frönsku flugvélarinnar, sem hrapaði í Atlantshafið árið 2009 þegar hún var á leið frá Brasilíu til Evrópu, er fundið að sögn ættingja þeirra sem fórust í slysinu.

Fundu kannabisræktun í fjölbýlishúsi

Kallað var á lögreglu í gærkvöldi til að fjarlægja óboðinn gest, sem hafði hreiðrað um sig í geymslu í kjallara fjölbýlishúss og neitaði að fara þaðan.

Mikið vatnstjón í Árbæjarhverfinu

Tjón varð í mörgum íbúðum í vestanverðu Árbæjarhverfinu í Reykjavík í gærkvöldi, þegar heitt vatn fór að leka úr lögnum.

Tæplega 14.000 atvinnulausir

Atvinnuleysi í mars mældist 8,6 prósent en að meðaltali voru 13.757 manns atvinnulausir í mánuðinum.

Kona sektuð um 25 þúsund

Franska lögreglan hefur í fyrsta skiptið sektað konu fyrir að hylja andlit sitt með búrku. Konan sem var stöðvuð inni í verslunarmiðstöð í París í fyrradag fékk tæplega 25 þúsund króna sekt.

Mun svara skýrslu Alþingis

Björgólfur Thor Björgólfsson segist ætla að svara rangfærslum um sig í Rannsóknarskýrslu Alþingis á næstunni. Frá þessu greinir hann í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Hjólaði í veg fyrir bíl

Ung kona meiddist, en þó ekki alvarlega, þegar hún hjólaði í veg fyrir bíl á Nauthólsvegi í Vatnsmýrinni í Reykjavík á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Eldur í fatahreinsun í nótt

Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í fatahreinsun við Vitastíg í Reykjavík upp úr miðnætti.

Bensínið kostar nú 240 krónur

Verð á eldsneyti hækkaði um þrjár krónur á lítrann í gær. Lítrinn kostar nú 239,80 krónur hjá Skeljungi, þar sem það er dýrast. Ódýrast er bensínið hjá Orkunni, þar sem lítrinn kostar 235,10 krónur.

Vilja frjálsar strandveiðar

Stjórn Frjálslynda flokksins lýsir yfir miklum vonbrigðum með nýja reglugerð Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um strandveiðar á komandi sumri.

Tjón á heimilum í Árbæ

Heitavatnslagnir innanhús hafa brostið í tengslum við bilunina í vestanverðu Árbæjarhverfinu í kvöld. Enn er heitavatnsvatnslaust um vestanverðan Árbæinn og viðbúið að það standi fram eftir nóttu.

Yngsta móðir Íslands - Varð ólétt 12 ára

Alda Jóhanna Hafnadóttir er yngsta kona sem átt hefur barn á Íslandi í seinni tíð, en hún var aðeins 12 ára þegar hún varð ófrísk. Alda er tvítug í dag og segist hafa farnast vel í móðurhlutverkinu. Nýlega kom svo í ljós að systir Öldu á von á barni í sumar, en hún er 15 ára.

Heitavatnslaust í Árbæ

Heitavatnslaust er í hluta Árbæjarhverfis eftir að aðalæð við Rofabæ bilaði í kvöld. Vatnsleysið nær til þess hluta hverfisins sem er vestan Fylkisvegar, sem liggur frá Rofabæ að Árbæjarlaug.

Jarðgöng hrundu á Gaza

Fjórir féllu og fjórir eru særðir eftir að jarðgöng hrundu nálægt bænum Rafah á Gaza-ströndinni í dag.

Framsókn styður vantrauststillöguna - Hreyfingin óákveðin

Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu Sjálfstæðisflokksins á ríkisstjórnina fer fram annað kvöld. Formenn þingflokkana funduðu í kvöld með Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, þar sem fyrirkomulag umræðunnar var rædd.

Síðasti naglinn í líkkistu jarðhitanýtingar á Íslandi

Ríkisstjórnin fer nærri því að reka síðasta naglann í líkkistu jarðhitanýtingar á Íslandi, með áformum sínum um að takmarka leigutíma jarðhitaauðlinda við þrjátíu ár. Þetta sagði forstjóri HS Orku á fundi Jarðhitafélags Íslands í dag.

Bjarni Ben: Kosningar munu tryggja traust á milli þings og þjóðar

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins lagði á Alþingi í dag fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Í tillögunni er þess krafist að þing verði rofið 11.maí og boðað til kosninga. Forsætisráðherra fagnaði tillögunni og þakkaði Bjarna fyrir að leggja hana fram.

Meðferð barnaníðinga í íslenskum fangelsum er ábótavant

Meðferð barnaníðinga sem afplána í íslenskum fangelsum er ábótavant. Þetta segir sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun en barnaníðingur sem lauk nýverið afplánun er nú grunaður um að hafa brotið af sér á meðan hann var á reynslulausn.

Íhuga að beita Íslendinga efnahagslegum þvingunum

Hollensk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga efnahagslegum þvingunum til að knýja fram efndir í Icesave málinu. Þá ætla Hollendingar einnig beita sér fyrir því að sparifjáreigendur þar í landi fái allt sitt til baka - ekki einungis lágmarkstryggingu.

Úrslit MORFÍS í beinni á netinu í kvöld

Úrslit MORFÍS fara fram klukkan 20 í Háskólabíói í kvöld. Í ár eru það Menntaskólinn við Sund og Menntaskólinn í Reykjavík sem munu etja kappi en MS hefur titil að verja eftir að skólinn vann Verzlunarskóla Íslands í úrslitunum í fyrra.

Mubarak fluttur á sjúkrahús

Hosni Mubarak, fyrrum forseti Egyptalands, var fluttur á sjúkrahús í bænum Sharm el-Sheikh seinni partinn í dag. Ástand hans er sagt vera alvarlegt en aðstoðarmenn hans hafa borið þær fréttir til baka. Von er á yfirlýsingu síðar í dag.

Fyrrum einbýlishús Jóhannesar í Bónus til sölu

Skilanefnd Landsbanka Íslands hefur sett fyrrum einbýlishús Jóhannesar Jónssonar, kenndur við Bónus, á sölu. Húsið er 427 fermetrar á stærð og er á rúmlega sextán þúsund fermetra lóð á stað sem nefndur er Hrafnabjörg. Útsýni er yfir Eyjafjörðinn og á Akureyri. Það er fasteignasalan Eignamiðlun sem sér um söluna á húsinu en ekki er verð á húsinu gefið upp heldur er óskað eftir tilboðum í húsið.

Óvíst hvort framsóknarmenn styðji vantrauststillögu Bjarna

Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins fagnaði í dag á þingi framlagningu vantrauststillögu Bjarna Benediktssonar en benti um leið á að hún væri á veikum grunni í ljósi þess að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu flestir sagt já í Icesave málinu. Hann telur alls óvíst hvort framsóknarmenn styðji tillöguna.

Ekki sjálfgefið hvort Atli styðji tillögu um vantraust

"Það er ekki sjálfgefið að ég muni styðja þessa tillögu, segir Atli Gíslason, fyrrverandi þingmaður VG sem nú er utan þingflokka. Hann segist ekki hafa kynnt sér vantrauststillögu Bjarna Benediktssonar sem hann hyggst leggja fram í dag.

Vara við aukinni útfjólublárri geislun á Íslandi

Undanfarnar vikur hefur mælst óvenju mikil eyðing ósonlagsins yfir norðurhveli jarðar sem rekja má til óvenjulegra kaldra háloftavinda sem hafa komið í veg fyrir að lofthjúpurinn yfir norðurheimskautinu blandaðist við loft frá suðlægari breiddargráðum. Upplýsingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni benda til að um 40% þynningu á ósonlaginu sé að ræða og hefur hún aldrei áður verið svo mikil á norðurhveli jarðar. Búast má við að áhrifa þessara eyðingar ósonlagsins muni gæta hér á landi í vor og í sumar með aukinni útfjólublárri geislun á heiðskírum dögum. Umhverfisstofnun hefur sent frá sér tilkynnigu vegna þessa þar sem því esr sérstaklega beint til útivistarfólks að nota sólvörn og sólgleraugu. Ósonlagið er það svæði í lofthjúp jarðar þar sem þéttleiki ósons er mestur, í 15-35 km hæð yfir jörðu, og verndar lífríki jarðar gegn hættulegum útfjólubláum geislum sólar. Þessi hættulega geislun getur skaðað lífið í sjónum, valdið húðkrabbameini, augnsjúkdómum og bælt ónæmiskerfi líkamans. Losun ósoneyðandi efna var bönnuð með alþjóðlegum samningi, Montrealbókuninni frá 1987, sem verður 25 ára á næsta ári. Hér á landi hefur notkun ósoneyðandi efna minnkað um 98% frá því hún var mest árið 1987.

Jóhanna vill flýtimeðferð á vantrauststillögu

Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að óska eftir því við forseta Alþingis að vantrauststillaga Bjarna Benediktssonar fái flýtimeðferð í þinginu. Óvíst er hvenær tillagan verður tekin fyrir en heimildir fréttastofu herma að það gæti orðið á fimmtudaginn kemur.

Jóhanna segir að Icesave muni leysast á endanum

Jóhanna Sigurðardóttir segir að Svíar og Norðmenn hafi lofað áframhaldandi lánveitingum til handa Íslendingum þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave. Hún flutti munnlega skýrslu um málið í dag þar sem þetta kom fram meðal annars. Jóhanna sagði að ríkisstjórnin hafi verið í stöðugu sambandi við alla aðila málsins frá því niðurstaðan varð ljós og sagði hún róið öllum árum að því að skýra málstað Íslendinga. Sagði hún að viðbrögð við þeim skýringum hafi yfirleitt verið yfirveguð og fremur jákvæð.

Steingrímur: Glöggt er gests augað

„Ísland er ekki í neinum greiðsluvandræðum og verður ekki næstu árin,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Hann gaf lítið fyrir orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem stuttu áður boðaði úr pontu Alþingis að hann myndi leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Steingrímur benti á að sitjandi ríkisstjórn væri að vinna samkvæmt samningum sem síðasta ríkisstjórn átti hluta að, og þar með samningum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði sjálfur unnið að. Steingrímur benti á að Lars Christiansen, forstöðumaður greiningardeildar Danske Banke, segir nú að hagvöxtur sé hafinn á Íslandi á ný og horfur til framtíðar ágætar. Christiansen spáði árið 2006 fyrir um hrun íslenska efnahagsundursins. „Vonandi hefur hann rétt fyrir sér aftur að þessu sinni,“ segir Steingrímur og vitnaði í orðatiltækið: „Glöggt er gests augað.“

Sjá næstu 50 fréttir