Telja Vaðlaheiðargöng ekki standa undir sér 11. mars 2011 03:30 Runólfur Ólafsson Gangagerð Áætlað er að byggja níu kílómetra göng undir Vaðlaheiði. FÍB segir það langt frá því brýnustu vegaframkvæmdina og spyr hvernig galtómur ríkissjóður geti ábyrgst slíkt verkefni á meðan önnur mikilvægari sitji á hakanum. Myndin er frá Héðinsfjarðargöngum.Mynd/Vegagerðin „Fullyrðingar um að vegatollar standi undir gerð Vaðlaheiðarganga er í besta falli óskhyggja,“ segir í nýútkomnu blaði Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). „Í versta falli eru áhugamenn um gerð ganganna vísvitandi að blekkja stjórnvöld, vitandi að galtómur ríkissjóður mun þurfa að taka á sig verulegan hluta af kostnaðinum,“ segir áfram í blaði FÍB. Þar er ítarlega farið í saumana á áætlunum um kostnað, umferð og tekjur vegna Vaðlaheiðarganga. Samkvæmt núverandi mati félagsins Greiðrar leiðar, sem á 49 prósenta hlut í nýstofnaða félaginu Vaðlaheiðargöngum hf. á móti Vegagerðinni, mun kostnaður við Vaðlaheiðargöng verða 10,4 milljarðar króna. FÍB hefur hins vegar reiknað út að heildarkostnaður með stofnkostnaði og fjármagnskostnaði verði á bilinu 14,5 til 17,3 milljarðar króna eftir því hvaða vextir fáist. „Áætlanir Greiðrar leiðar gera ráð fyrir þriggja prósenta fjármagnskostnaði,“ segir Runólfur Ólafssson, framkvæmdastjóri FÍB. Hann fullyrðir að enginn fjárfestir vilji koma að slíkri framkvæmd sem beri í sér ákveðna áhættu, meðal annars vegna vatnsaga, með þriggja prósenta ávöxtun. „Til samanburðar hefur fjármagnskostnaður vegna Hvalfjarðarganga verið um 9 prósent,“ bendir Runólfur á. Þá dregur FÍB í efa áætlanir Greiðrar leiðar um umferð um göngin, sérstaklega sé hlutur ganganna í framtíðarumferð um Vaðlaheiði ofreiknaður að sumarlagi. Þá þurfi, samkvæmt útreikningum FÍB, vegatollar að vera minnst 1.100 krónur, en ekki 800 krónur eins komi fram í áætlunum Greiðrar leiðar. „Hver vill borga 1.100 krónur til að spara 400 krónur og níu mínútur,“ spyr FÍB sem telur einsýnt að mikill kostnaður lendi á ríkissjóði á sama tíma og brýnni verkefni bíði, til dæmis Norðfjarðargöng. Ótækt sé að „lauma“ mörg hundruð króna árlegum skuldbindingum á ríkissjóð. „Í þessari framkvæmd er hugmyndin að ríkið ábyrgist allar lánveitingar. Þá er eðlilegt að uppi á borðum séu allar upplýsingar um hvort þetta sé hagkvæmt eða mögulegt fyrir sjálfsaflafé einvörðungu,“ segir Runólfur. „Það þarf að skýra það nánar að ríkissjóður, sem í öðru orðinu er sagður ekki eiga krónu með gati til nokkurra framkvæmda, getur allt í einu orðið ábyrgur fyrir 10,4 milljarða króna framkvæmd.“gar@frettabladid.is Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Gangagerð Áætlað er að byggja níu kílómetra göng undir Vaðlaheiði. FÍB segir það langt frá því brýnustu vegaframkvæmdina og spyr hvernig galtómur ríkissjóður geti ábyrgst slíkt verkefni á meðan önnur mikilvægari sitji á hakanum. Myndin er frá Héðinsfjarðargöngum.Mynd/Vegagerðin „Fullyrðingar um að vegatollar standi undir gerð Vaðlaheiðarganga er í besta falli óskhyggja,“ segir í nýútkomnu blaði Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). „Í versta falli eru áhugamenn um gerð ganganna vísvitandi að blekkja stjórnvöld, vitandi að galtómur ríkissjóður mun þurfa að taka á sig verulegan hluta af kostnaðinum,“ segir áfram í blaði FÍB. Þar er ítarlega farið í saumana á áætlunum um kostnað, umferð og tekjur vegna Vaðlaheiðarganga. Samkvæmt núverandi mati félagsins Greiðrar leiðar, sem á 49 prósenta hlut í nýstofnaða félaginu Vaðlaheiðargöngum hf. á móti Vegagerðinni, mun kostnaður við Vaðlaheiðargöng verða 10,4 milljarðar króna. FÍB hefur hins vegar reiknað út að heildarkostnaður með stofnkostnaði og fjármagnskostnaði verði á bilinu 14,5 til 17,3 milljarðar króna eftir því hvaða vextir fáist. „Áætlanir Greiðrar leiðar gera ráð fyrir þriggja prósenta fjármagnskostnaði,“ segir Runólfur Ólafssson, framkvæmdastjóri FÍB. Hann fullyrðir að enginn fjárfestir vilji koma að slíkri framkvæmd sem beri í sér ákveðna áhættu, meðal annars vegna vatnsaga, með þriggja prósenta ávöxtun. „Til samanburðar hefur fjármagnskostnaður vegna Hvalfjarðarganga verið um 9 prósent,“ bendir Runólfur á. Þá dregur FÍB í efa áætlanir Greiðrar leiðar um umferð um göngin, sérstaklega sé hlutur ganganna í framtíðarumferð um Vaðlaheiði ofreiknaður að sumarlagi. Þá þurfi, samkvæmt útreikningum FÍB, vegatollar að vera minnst 1.100 krónur, en ekki 800 krónur eins komi fram í áætlunum Greiðrar leiðar. „Hver vill borga 1.100 krónur til að spara 400 krónur og níu mínútur,“ spyr FÍB sem telur einsýnt að mikill kostnaður lendi á ríkissjóði á sama tíma og brýnni verkefni bíði, til dæmis Norðfjarðargöng. Ótækt sé að „lauma“ mörg hundruð króna árlegum skuldbindingum á ríkissjóð. „Í þessari framkvæmd er hugmyndin að ríkið ábyrgist allar lánveitingar. Þá er eðlilegt að uppi á borðum séu allar upplýsingar um hvort þetta sé hagkvæmt eða mögulegt fyrir sjálfsaflafé einvörðungu,“ segir Runólfur. „Það þarf að skýra það nánar að ríkissjóður, sem í öðru orðinu er sagður ekki eiga krónu með gati til nokkurra framkvæmda, getur allt í einu orðið ábyrgur fyrir 10,4 milljarða króna framkvæmd.“gar@frettabladid.is
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira